Morgunblaðið - 07.09.1989, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1989
21
á skýringum Vara um verktakana
— þetta sé algeng blekkingarað-
ferð! Hvernig á að tala við svona
menn?
I stað þess að veitast að verktök-
um ætti Dagsbrún að fylgja breytt-
um tímum og bjóða þeim aðild að
sjóðum sínum því auðvitað eiga
verktakar að hafa sín lífeyris- og
sjúkratryggingamál í lagi.
Dagsbrún: Eigin lög
- eigin dómstóll?
Dagsbrúnarmenn óskuðu sl. vor
viðræðna við Vara um kjarasamn-
ing þó enginn félagsmanna þeirra
væri við störf hjá fyrirtækinu.
Haldnir voru nokkrir fundir hjá
ríkissáttasemjara, að ósk Dags-
brúnar og málin rædd. Reynt var,
sem fyrr segir, að útskýra afstöðu
Vara en án árangurs. Héldu Dags-
brúnarmenn fast við að Vara „væri
skylt að gera samning við félagið".
Lögmaður Vara andmælti þessu og
bað Dagsbrúnarmenn að sanna mál
sitt. Var fátt um svör önnur en þau
að „í víðri túlkun laganna" bæri
Vara að gera samninginn. Var
Dagsbrúnarmönnum bent á að vísa
máli sínu til dómstóla, þar skyldu
lög túlkuð. Var því svarað af hálfu
Dagsbrúnarmanna að sú leið „væri
of seinleg og yrði öðrum ráðum
beitt til að knýja fram samning".
Var lýst yfir verkfalli hjá Vara(!),
hótað áð kalla eftir samúðarverk-
föllum annarra félaga og klykkt út
með því að Dagsbrún myndi beita
sér fyrir því að viðskiptavinir fyrir-
tækisins sneru sér annað. Það er
nú komið fram.
Þeir sem álíta sig hafna yfir lög
og kjósa að koma fram áformum
sínum með viðskiptaþvingunum og
ofbeldi telja sér sjáfsagt ekki ofviða
að ráðskast með borgarráð
Reykjavíkur.
Það er svo í samræmi við annað
að Dagsbrúnarformaðurinn kemur
ítrekað í íjölmiðla og ber fram
ósannindi og óhróður um Vara.
Ætlunin er greinilega að varpa rýrð
á starfsemi fyrirtækisins, ekki að-
eins í augum borgaryfirvalda heldur
og annarra viðskiptavina. Tilgang-
urinn á ugglaust að helga meðalið.
Þetta eru þung orð og ásakanir og
hefði undirritaður kosið að vera
ekki tilneyddur að bera þær fram.
En þetta eru nú einu sinni stað-
reyndir málsins.
Láta menn blekkjast?
Málflutningur Dagsbrúnarfor-
mannsins hefur ekki verið honum
eða félagi hans til sóma — hvorki
það sem sést hefur opinberlega né
' það sem fram hefur komið á fund-
um hjá ríkissáttasemjara.
Greinilegt er að félagið er á gróf-
an hátt að ganga erinda keppinauta
okkar — án þessa að það hvarfli
að nokkrum manni að þeir sjálfir
eigi þar hlut að máli. Reynt er að
slá ryki í augu almennings og yfir-
valda með stóryrðum og með því
að blanda saman óskildum málum
sem Dagsbrún koma flest hver ekk-
ert við. Um leið er því hafnað að
• leita úrskurðar á þessari tilbúnu
deilu eftir réttarfarslegum leiðum —
„slíkt er of seinlegt".
Og nú þegar ljóst er að Vari
bauð Reykjavíkurborg öryggis-
gæslu á lægra verði en keppinaut-
arnir er dregin fram 2 mánaða
gömul verkfallsboðun og borgar-
yfirvöldum tilkynnt að nú allt í einu
verði verkfallinu fylgt eftir af full-
um krafti. Eftir okkar reynslu er
svona framganga einsdæmi. Vari
er á þessu ári 20 ára. Ekkert stétt-
arfélag hefur áður reynt að beita
fyrirtækið þvingunum eða gert
kröfu um sérstaka kjarasamninga
við það — enda tíðkast slíkt ekki
almennt. Og hvað sem formaður
Dagsbrúnar segir þá hefur Vari
gegnum tíðina greitt lögboðin gjöld
af starfsfólki sínu og mun gera það
áfram.
Vari hlítir lögum
Á það skal lögð áhersla að Vari
hefur hvorki áhuga á að standa í
stríði við stéttarfélög né vill á nokk-
urn hátt gera lítið úr því merka
starfi sem mörg þeirra hafa unnið.
Dagsbrúnarmenn mega líka vera
vissir um að ef til þess kemur að
félagsmaður þar starfi hjá fyrirtæk-
inu þá verða greidd þangað öll gjöld
sem skylt er. Á móti verður hins
vegar að vera tryggt að Dagsbrún
misnoti ekki aðstöðu sína t.d. með
því að setja slíka menn í verkfall
til að knýja fram samning um ör-
yggisverði, heldur vísi þeim ágrein-
ingi sem uppi er um það mál til
úrskurðar á réttum stöðum. Valdi
fylgir ábyrgð.
Vari deilir ekki um rétt Securitas
hf. til að gera samning við Dags-
brún ef það hentar þeim. Slíkt er
hins vegar ekki bindandi fyrir Vara
hvað þá að fyrirtækinu sé vegna
þess forboðið að leita hagkvæmni
og rekstraröryggis eins og t.d. með
samningum við verktaka. Vari
væntir þess að réttur fyrirtækisins
til að gera ekki sérstakan samning
við Dagsbrún sé virtur og stjórnend-
ur þess og starfsfólk fái vinnufrið
og geti í framtíðinni einbeitt sér
að því að veita hagkvæma öryggis-
þjónustu í heiðarlegri samkeppni.
Höfundur er framkvæmdasljóri
Oryggisþjónustunnar Vara.
SIEMENS -gceði
GÓÐUR ÖRBYLGJUOFN
FRÁ SIEMENS!
• Fjórar stillingar fyrir örbylgjustyrk: 90, 180, 360
og 600 W • Tímarofi með hámarkstíma = 30 mín.
• Snúningsdiskur • Tekur 21 lítra • Góður leiðarvísir
og íslensk matreiðslubók.
Verð: 23.480,-
SMITH&NORLAND
NÓATÚNI 4 • SÍMI 28300
ast þau erindi og þær fyrirspurnir
sem berast. En góð almenn þjón-
usta er forsenda þess að ná megi
árangri. Að sjálfsögðu þarf að
nýta til hlítar nýjustu tækni, svo
sem aðgang að tölvuvinnslu, send-
ingar erinda með boðberum milli
embætta, telefax, og margvíslega
aðra tækni, sem er að ryðja sér
til rúms í viðskiptalífinu.
Hér þarf því að koma á eftirfar-
andi úrbótum:
Valddreifingu hjá hinu opinbera,
auknum afköstum í þjónustugeir-
anum, einföldun reglna og fyrir-
mæla, styttingu afgreiðslutíma
opinberra erinda, aukinni virðingu
fyrir þjónustustörfunum, aukinni
þekkingu meðal starfsmanna og
aukningu í framleiðni.
Þetta skal nú nánar rakið og
skilgreint.
Með því að innleiða valddreif-
ingu hjá stjórnvöldum, verður öll
ákvarðanataka fljótvirkari og ijöl-
mörg flókin viðfangsefni verða
viðráðanlegri, vegna þess að hún
færist nær fólkinu. Rétt er að vekja
athygli á því að fjölmörg einkafyr-
irtæki hafa innleitt kerfisbundna
valddreifingu með frábærum ár-
angri.
Breyta verður þjónustunni á
þann veg að hún fullnægi þörfum
viðskiptavinanna sem best. Nú eru
fyrir hendi miklar tækninýjungar,
sem að sjálfsögðu gera það mögu-
legt að auka afköst og afla betri
og fljótvirkari upplýsinga. Allt
þetta ber að hagnýta til hins
ítrasta.
Það er alkunna að nú eru fyrir
hendi flóknar reglur og fyrirmæli
á flestum sviðum í opinberri þjón-
ustu. En með einföldun má gera
alla afgreiðslu ábyrgðarmeiri,
sjálfstæðari og árangursríkari. En
þetta kallar áð sjálfsögðu á endur-
skipulagningu á stjórnun þjón-
ustunnar.
Markvisst verður að vinna að
því að stytta hinn langa afgreiðsl-
utíma hjá hinu opinbera. Nauðsyn-
legt ér því að setja ákveðin tíma-
mörk, þ.e. segja ákveðið hvenær
afgreiðsla liggur fyrir.
Virðingu fyrir þjónustustarfinu
má styrkja með því að stuðla að
meiri rétti og aukinni ábyrgð við-
skiptavinarins. Efla þarf og sjálf-
stæði þeirra er starfa í þjónustu-
störfum. Öll meiriháttar vandamál
eru leyst á æðri stöðum, en það
verður að stöðva. Þessi breyting á
ákvörðunartöku mun fljótlega
auka tiltrú almennings og jafn-
framt efla gæði þjónustunnar.
Þá er mjög mikilvægt að auka
kerfisbundið þekkingu starfs-
manna og er það að sjálfsögðu
grundvallaratriði til úrbóta. Það
er og ljóst að á þann hátt fæst
betri skilningur á þörfum fólksins.
Mikilvægt er að auka framleiðni
opinberra fyrirtækja og alveg sér-
staklega þau, sem fá ríkisstyrki.
Verður að miða við það að þessi
fyrirtæki auki framleiðnina í sam-
ræmi við aukningu á þjóðarfram-
leiðslu.
Taka þarf til hendi
Það er ljóst af framansögðu að
Finnar hafa talið að 41% af út-
gjöldum hins opinbera sem hlutfall
af vergri landsframleiðslu væri við-
unandi og taka þyrfti á fjármálum
þjóðarinnar með nýjum og skipu-
lögðum hætti. Jafnframt hafa þeir
gert sér ljóst að þessi þróun hafi
orðið án þess, að vandamálin væru
krufin til mergjar. Það er eindreg-
in skoðun greinarhöfundar að hér
hafi opinber rekstur stóraukist án
allrar fyrirhyggju og við stöndum
á enn alvarlegri tímamótum en
vinir okkar í Finnlandi.
Hér hefur að undanförnu verið
mikill hagvöxtur eða 21% á 4 árum
eða frá 1983 til 1987 og hefur
þetta að sjálfsögðu lækkað hlutfall
útgjalda miðað við landsfram-
leiðslu. Nú hefur þjóðhagsstofnun
spáð að hagvöxtur verði nær eng-
inn næstu árin og mun því þetta
hlutfall hækka og er að mínu mati
þegar komið yfir 40%, sem fijót-
lega mun sliga allt atvinnulíf hér
á landi.
Tel ég því mikilvægt og lær-
dómsríkt að fylgjast með því
hvernig Finnar hafa tekið á þess-
um vandamálum og mun fljótlega
senda aðra grein þar sem nánar
er fjallað um m.a. uppbyggingu
yfirstjórnar, dreifingu stjórnvalda,
eflingu sveitarstjórna og héraðs-
valds og hagnýtingu tækninnar.
í ágætum leiðara Morgunblaðs-
ins sunnudaginn 13. ágúst sl. var
bent á að ríkisendurskoðun telji
að nú stefni í 5 milljarða halla á
ríkissjóði og er talið að það skorti
10 milljarða til þes að endar nái
saman á næstu fjárlögum. En göm-
ul og ný reynsla kenni okkur, að
þegar ríkisstjórnir standa frammi
fyrir vanda af þessu tagi, leiti þær -
leiðir til að auka skatta. Einnig
telur leiðarhöfundur að ofvöxtur
ríkiskerfisins sé einn helsti efna-
hagsvandi þessarar þjóðar.
Ljóst er af framangreindu að
Finnar vilja taka á þessum vanda
öðrum tökum og tel ég því mikil-
vægt að kynna það nánar.
Höfundur er viðskipta- og
lögfræðingur.
Skrifstofutækninám:
Betra verð - einn um tölvu
Tölvuskóli íslands M
S: 67 14 66