Morgunblaðið - 07.09.1989, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 07.09.1989, Blaðsíða 55
MORGÚNBLÁÐIÐ ÍÞRÓTTIR FIMÁl'niDAGUR k'. SEPTEMBER 1989 55^ Morgunblaðið/Sverrir Ellert B. Schram, formaður KSÍ afhenti Siegfried Held, landsliðsþjálfara, vasa að gjöf í hófi í gærkvöldi og þakkaði honum gott starf sl. þijú ár. „Sár endir á ánægju- legu tímabili“ - sagði Siegfried Held, sem er hættur sem landsliðsþjálfari og Arnór í þeim stöðum. Það er alltaf auðvelt að gagnrýna liðsval, einkum eftir á, en sú stefna var .tekin að leggja upp úr samheldni og samstöðu — annað hvort gæfu menn kost á sér í alla leiki eða ekki. Við getum ekki verið að hringja í menn vikulega.“ Hefur það gilt um alla leikmenn? „Alla á íslandi. Það er erfiðara að eiga við atvinnumenn, sem eru skuldbundnir sínum félögum." Samið við Anderlecht Þú nefnir Arnór. Heill er hann einn af bestu leikmönnum íslands, en tókstu ekki áhættu með því að láta hann leika með tilliti til þess að hann hefur átt í meiðslum og er ekki orðinn góður? „Ég vissi um ástand Arnórs, en hanr var nær heill og r,ein slíkur styrkir hann alltaf liðið. Hins vegar var gert samkomulag við And- erlecht um að Arnór léki aðeins í um 45 mínútur og því tók ég hann út í byrjun seinni hálfleiks.“ Held var spurður, hvers vegna hann hefði ekki skipt Rúnari Krist- inssyni inná. „Ef leikurinn hefði þróast öðru- vísi hefði Rúnar tekið þátt. Staðan breyttist hins vegar okkur í óhag á skömmum tíma og hans vegna vildi ég ekki setja hann inná. í slíkri stöðu er ekki gott fyrir sjálfstraust ungs leikmanns að koma inn.“ Fyrsta markið réði úrslitum Hvað fór úrskeiðis í leiknum? „Við vissum fyrir leik að við átt- um enn möguleika á að komast áfram. Eins gerðum við okkur grein fyrir að Austur-Þjóðveijar eru betri en staða þeirra í riðlinum gefur til kynna og því var þetta spurning um fyrsta markið. Austur-Þjóðveij- ar skoruðu og eftir það áttum við ekki möguleika. Ég var ekki alls kostar ánægður með fyrri hálfleik, en vongóð.ur. Það var skammgóður vermir. Sókrrarleikur okkar gekk ekki upp, einkum vegna þess hve Þjóðveijarnir voru snöggir aftur. Ég vil ekki gagnrýna mína menn eftir minn síðasta leik — þetta eru sem synir mínir — en úrslitin eru viss vonbrigði." Hvaða breytingu sérðu helstar á liðipu undir þinni stjóm? „Samheldnin hefur aukist og sjálfstraustið. Liðið hefur oft leikið vel og náð árangri, sem hefur sýnt strákunum að allt er hægt ef vilji er fyrir hendi og allir leggjast á eitt.“ . Fleiri leiki Einhver heilræði til eftirmanns- ins? „Það er erfitt að vera landsliðs- þjálfari íslands. Vandinn er fyrst og fremst að fólginn í því að fá bestu mennina saman hveiju sinni. En liðsandinn er góður og honum verður að við halda. Eins má ekki gleyma því að bestu menn ná ekki alltaf að sýna sitt besta og því má ekki hlaupa til og gera breytingar þess vegna. Reynsla hefur mikið að segja og íslenska landsliðið þarf að fá mikið fleiri verkefni, fleiri vináttuleiki en verið hefur,“ sagði Siegfried Held. Dirk Stamann hefur betur gegn Sævari Jónssyni í gærkvöldi. „Var ekki tilbúinn" - sagði Arnór Guðjohnsen. Ekki með gegn Tyrkjum Arnór Guðjohnsen fór af velli eftir tæplega klukkustundar leik. „Ég sé það og finn núna, að ég var ekki tilbúinn. Það tekur sinn tíma að ná sér eftir svona meiðsli og sá tími er ekki liðinn,“ sagði Arnór við Morgunblaðið og kvartaði undan verk í nára. „Leikurinn var daufur hjá okkur. í svona leik verðum við að taka af skarið, en það gerðum við ekki og því er draumurinn úti að sinni. Ég hef sagt í mörg ár og segi enn að í svona keppni eigum við alltaf möguleika á að komast áfram, þegar tvö lið fara upp úr riðlinum. Ég hef ávallt verið bjartsýnn — það er alltaf smuga eins og hefur sýnt sig í þessari keppni. Með smá heppni hefðum við átt að sigra Sovétmenn og Austurríkismenn hér á Laugardalsvelli og eins gátum við fengið bæði stigin í Tyrklandi. Það eru þijú mikilvæg stig. Hins vegar verðum við ávallt að stilla upp sterkasta liði, sem völ er á hveiju sinni og þetta var ekki. okkar sterkasta lið, þó ég vilji ekki nefna nein nöfn í því sambandi,“ sagði Arnór. Arnór tók áhættu meiðslanna vegna með því að leika, en sagðist ekki hafa versnað. Hann yrði samt að byggja sig hægt og sígandi upp og gerði ekki ráð fyrir að leika með Anderlecht gegn Lokeren um helg- ina og varla í Evrópuleiknum eftir viku. „Og fyrst svona fór fæ ég mig ekki lausan í landsleikinn gegn Tyrkjum," sagði Arnór. Sævar aftur í bann Sigurður Grétarsson einnig í leikbanni Sævar Jónsson fékk gult spjald í gærkvöldi. Hann fékk einnig gult spjald í fyrri leiknum gegn Austurríki og verður því í leik- banni er ísland mætir Tyrklandi á Laugardalsvelli 20. september. Sævar fékk að sjá rauða spjaldið í fyrri leiknum gegn Austur-Þjóðveij- um og var því ekki með gegn Sovétmönnum í Moskvu í vor. Sigurður Grétarsson fer einnig í leikbann. Hann fékk gult spjald í gær og einnig í leiknum gegn Austurríkismönnum í Salzburg. ff Verður sárt að þurfa að fylgjast með* úr stúkunni“ - segirÁsgeirSigurvinsson sem lék líklega sinn síðasta landsleik ÁSGEIR Sigurvinsson lék líklega sinn síðasta landsleik í gær. Hann hefur leikið 44 landsleiki á 17 árum og yfirleitt verið lykilmaður í liðinu, enda án efa einn sterkasti leikmaður sem ísland hefur átt. Við höfum alltaf verið í vand- ræðum með austur-þýsk lið. Ég veit ekki af hveiju, kannski hafa þau eitthvert tak á okkur. Annars voru við slakir í þessum leik, sérstaklega í síðari hálfleik,“ sagði Ásgeir. „Við áttum möguleika á að svara fyrir okkur eftir fyrsta markið. En annað markið, þar sem þeir voru mjög heppnir, setti okkur útaf laginu. Eftir það var bara eins og liðið hefði gefist upp. Þriðja markið hleypti svo öllu lofti úr okk- ur og síðasta hálftímann vorum við bara „statistar.“ Við höfum leikið mikið inná miðj- una, á sterka skallamenn, en þeir sáu við því. Vörn þeirra var sterk og við vorum of lengi að skipta um leikaðferð. í síðari hálfleik urðum við að sækja, því jafntefli var sama og tap, og þá opnaðist vörnin. Eg verð að segja það að mér finnst þetta austuUþýska lið mun betra en það austurríska og held að þetta lið sé mjög svipað að getu og það sem sigraði okkur. fyrir tveimur árum 6:0. Það var hinsvee ar mikill munur á þessum leik og' leiknum gegn Austurríki. Nú vant- aði neistann og mér fannst vera svolítil þreyta í liðinu. Það kemur reyndar ekki á óvart því mér skilst að leikmenn hafa verið á fullu í allt sumar með liðum sínum og svo með landsliðinu í þeim stuttu fríum sem þeir hafa fengið. Menn verða smám saman þreyttir og þá er ekki við _því að búast að þeir eigi toppleik. Eg leik ekki með gegn Tyrkjum og þetta verður því líklega síðasti landsleikur minn. Ég kem vissulega til með að sakna þess að leika fyri^- Islands hönd. Það hefur verið gam- an að koma inn í landsliðshópinn fyrir þessa leiki því það er góður andi í hópnum. íslendingar eiga án efa eftir að vinna sæta sigra á næstu árum og tapa stórt, og ég veit að það verður sárt að fylgjast með því úr stúk- unni en einhvern tímann verður maður að hætta'* sagði Ásgeir. KNATTSPYRNA / HEIMSMEISTARAKEPPNIN „ÞETTA er sár endir á annars ánægjulegu tæplega þriggja ára tímabili," sagði Siegfried Held við Morgunblaðið í gær- kvöldi eftir að hafa stjórnað íslenska landsliðinu í síðasta sinn. Held hélt dapur inn í búnings- herbergið eftir 3:0 tapið gegn Austur-Þjóðveijum og er inn var komið gekk hann þegjandi fram og aftur inni i klefa Steinþór áður en hann fór Guöbjartsson fram á gang og skrifar ræddi við frétta- menn. Morgunbiaðið spurði Held fyrst hvort hann hefði stillt upp bestu mönnum, sem völ var á. „Já, þetta var sterkasta liðið.“ Hvað með Pétur Ormslev, Pétur Pétursson og Þorvald Örlygssön? „Pétur Ormslev lofaði mér í fyrra að láta landsliðið ganga fyrir, en fór síðan í frí í fyrrahaust og vaf ekki tneð í mikilvægum leikjum. Síðan hef ég ekki talað við hann, en samstarfsmenn mínir hjá KSl hafa sagt mér að hann gæfl ekki lengur kost á sér og það eru síðustu upplýsingar, sem ég hef um hann. Þorvaldur vildi ekki fara til Aust- urríkis og Pétur Pétursson gaf ekki kost á sér í vor.“ En þessir menn hafa sagt að þeir séu tilbúnir að leika fyrir ís- land. Getum við þá verið án þeirra? „Vissulega eru þetta allt sterkir leikmenn. Pétur Pétursson hefði kannski getað eflt framlínuna, en hinir eru frekar sóknartengiliðir en varnar- og við vorum með Ásgeir ÚRSLIT 7. RIÐILL: Bclgía - Portúgal............3H) Jan Ceulemans (34.), Marc van der Linden 2 (.59., 69.) Áhorfendur: 26.500 Fj. leikja u J T Mörk Stig BELGÍA 6 4 2 0 12: 2 10 TÉKKÓSL. 5 3 1 1 8: 2 7 PORTÚGAL 4 2 1 1 5: 5 5 SVISS 4 1 0 3 5: 6 2 LUXEMBURG 5 0 0 5 1: 16 O ■Tvö efstu liðin fara til Ítalíu. AUKASÆTIN Þau tvö lið sem ná bestum árangri í öðru sæti í I., 2. og 4. riðli, komast til Ítalíu: - DANMÖRK................4 2 2 0 11:3 -6 SVÍÞJÓÐ.................4 2 2 0 4:2 6 V-Þýskaland.............4 1 3 0 5:1 5 ■Eins og staðan er nú, eru V-Þjóðveijar ekki inni í HM á Ítalíu. VINÁTTULEIKIR írland - V-Þýskaland...............1:1 fyank Stapleton (10.) - Hans Dorfner (33.) Áliorfendun 45.000. Pólland - Grikkland..................3:0 Itobert Warzycha (1.), Dariusz Dziekanowski (28.), Jacek Ziober (42.). Áhorfendun 15.000. Holland - Danniörk...................2:2 Koeman (33.), Wouters (57.) - Bartram (64. -. vitasp.), Heintze (66.) Áhorfendur: 12.000 ÍTALÍA Ascoli - Samþdoria.................2:1 Cvetkovic 2 — Salsano. Áhorfendun 12.000. Atalanta - AC Mflanó...............0:1 — Ancelotti. 29.000 Bari - Veróna........................2:1 Gerson, Scarafoni - Gutierrez. 30.000 Ccsena - Napolí....................0K) 18.000 Sampdoría - Róma.....................0:3 - Völler 2/1. 24.000. Intcr Mflanó - Lecce...............2:1 Klinsmann, Brehme - Pasculli. 45.000 Juventus - Fiorcntinn..............3:1 Casiraghi, Schillaci, Aiessio - Kubik. 36.000 Lazio - Cremonese..................1:1 Ruben Sosa — Dezotti. 25.000 Udinese - Boiogna..................1:1 Orlando - Villa. 25.000 Staða efstu liðanna er þessi: : 3 2 l 0 6:4 5 Napolí 3 2 1 0 2:0 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.