Morgunblaðið - 07.09.1989, Qupperneq 1
64 SIÐUR B
202. tbl. 77.árg.________________________________FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1989_______________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins
HoIIand:
Líkur á að
stjórn verði
mynduð án
frjálslyndra
Haag. Reuter.
Kristilegi demókrataflokkurinn
hélt öllum þingsætum sínum í
kosningunum sem fram fóru í
Hollandi í gær. Verður því leið-
togi flokksins, Ruud Lubbers,
áfram forsæiisráðherra landsins,
þriðja kjörtímabilið í röð.
Kristilegi demókrataflokkurinn
fékk 54 þingsæti í kosningunum og
er áfram stærsti flokkur landsins.
Fijálslyndi flokkurinn tapaði hins
vegar fimm af 27 þingsætum sínum.
Flokkurinn sleit stjórnarsamstarfi
við Kristilega demókrataflokkinn í
maí vegna deilna um fjármögnun
umhverfisverndaráætlunar, sem
Lubbers beitti sér fyrir.
Joris Voorhoevre, leiðtogi Fijáls-
lynda flokksins, viðurkenndi í gær-
kvöldi að kjósendur hefðu refsað
flokknum fyrir að slíta stjórnarsam-
starfinu við kristilega demókrata.
„Þessi úrslit benda til þess að Kristi-
legi demókrataflokkurinn og Fijáls-
Iyndi flokkurinn myndi ekki nýja
stjórn,“ sagði Hans van den Broek
utanríkisviðskiptaráðherra úr Fijáls-
lynda flokknum. „Eins sætis meiri-
hluti nægir ekki til að mynda sterka
stjórn," bætti hann við.
Talið er líklegt að Lubbers myndi
stjórn með Verkamannaflokknum,
sem tapaði þremur af 52 þingsætum
sínum.
Óeirðir eftir
knattspyrnu-
leik í Svíþjóð
Enskar og sænskar knattspyrnu-
bullur gengu berserksgang í
Stokkhólmi eftir að landslið Svía
og Englendinga höfðu gert jafn-
tefli í undankeppni heimsmeist-
aramótsins í knattspyrnu í gær-
kvöldi. Um 150 Englendingar og
Svíar voru handteknir eftir
götuóeirðirnar og vom íbúar mið-
borgarinnar beðnir að halda sig
innan dyra. Á myndinni handtaka
lögreglumenn einn af óeirða-
seggjunum.
.V. -V V \ ? ý.
-X- * <••<:•
Morgunblaðiö/Þorkell
FAGNAÐARFUNDIR
Helgi Einar Harðarson kom heim til íslands í gær eftir langa sjúkra- /
húslegu í Lundúnum, þar sem hann gekkst undir hjartaígræðslu. Á
Keflavíkurflugvelli var honum tekið með kostum og kynjum. Enginn
lét gleði sína skýrar í ljós en heimilishundurinn Tryggur, sem bókstaf-
lega réði sér ekki fyrir kæti þegar vinur hans kom gangandi út úr
flugstöðinni. Lengst til vinstri er Ármann, bróðir Helga, en til hægri
Sigurbjörg Ásgeirsdóttir móðir hans. í baksýn eru bekkjar- og ferming-
arsystkin hans, sem fögnuðu honum með húrrahrópum í anddyri flug-
stöðvarinnar. Þessi hópur, ásamt sóknarprestinum í Grindavík, hefur
beðið fyrir félaga sínum í veikindum hans. Sjá bls. 22.
Þingkosningarnar í Suður-AMku:
7
Slj óniai'aiidstö ðuflokk-
arnir vinna verulega á
Jóhaimesarborg. Reuter.
Sljórnarandstöðuflokkariiir í
Suður-Afríku unnu verulega á í
kosningunum, sem fram fóru í
landinu I gær. Mikil óvissa var um
hvort Þjóðarflokkurinn næði
meirihluta á þinginu ellefta
kjörtímabilið í röð þegar Morgun-
blaðið fór í prentun í nótt. Atök
brutust út milli lögreglu og mót-
mælenda og efiit var til mestu
verkfalla í sögu landsins til að
mótmæla kosningunum.
Þjóðarflokkurinn tapaði fylgi bæði
til Ihaldsflokksins, sem berst fyrir
harðri aðskilnaðarstefnu, og Demó-
krataflokksins, sem er andvígur að-
skilnaði kynþátta. .Fylgistapið er
mikið áfall fyrir F.W. de Klerk, leið-
toga flokksins, sem tók við forseta-
embættinu til bráðabirgða af P.W.
Botha í síðasta mánuði.
Talsmenn Fjöldahreyfingar lýð-
ræðissinna (MDM), sem hóf herferð
gegn kosningunum og kynþáttaað-
skilnaðarstefnu stjórnvalda í síðasta
mánuði, sögðu að rúmlega þijár
milljónir blökkumanna hefðu tekið
þátt í mestu verkföllum í sögu lands-
ins í gær.
Til átaka kom í ýmsum borgum
og beitti lögreglan táragasi í einu
af hverfum kynblendinga í Höfða-
borg er mótmælendur kveiktu í hjól-
börðum á götunum. Ungmenni
köstuðu einnig steinum á lögreglu-
bíla, að sögn sjónarvotta. Þetta voru
mestu mótmæli í landinu frá því á
árinu 1986, er Suður-Afríkustjórn
setti neyðarlög til að kveða niður
mótmæli blökkumanna.
Geislavirkni vart í Barentshafi
Ósló. Frá Rune Timberlid, fréttaritara Morg^mblaðsins.
GEISLAVIRKAR joð-samsætur (ísótópar) liafa fundist í talsverðum
mæli í hafinu út af Finnmörk, en á þeim slóðum kviknaði í sovésk-
um kjarnorkukafbát.i af Echo-gerð 25. júní.
Bruninn í kafbátnum hófst um
110 km norðvestur af Soroy og
fram að þessu hefur geislavirkni
mælst allt austur að Vardo út af
Austur-Finnmörk, en hún er aust-
asti hluti Noregs.
Geislavernd norska ríkisins
(SIFS) hefur ekki viljað útiloka að
norskir björgunarmenn á svæðinu
hafi orðið fyrir skaðlegri geisla-
virkni. „Við vitum það ekki. Vissu-
lega virðist allt vera í lagi, en við
getum engar tryggingar gefið,“
■ segir Finn Ugleberg, vísindamaður
SIFS í viðtali við Dagbladet í gær.
Sovésk yíirvöld hafa sagt að
enginn úr áhöfn kafbátsins hafi
þurft að gangast undir meðferð
vegna heilsutjóns af völdum geisla-
virkni.
Upptök brunans voru i kjarna-
kljúfi kafbátsins. Nú virðist ljóst
að talsvert af geislavirkum sam-
sætum hafi farið út í umhverfið.
Allir, sem voru á þessum slóðum
hafa verið varaðir við geislahætt-
unni, en nú þarf að athuga hvort
geislavirknin hafi verið næg til
þess að valda heilsutjóni. Ekkert
er vitað um áhrif hennar á lífið í
sjónum.