Morgunblaðið - 09.09.1989, Síða 3

Morgunblaðið - 09.09.1989, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. SEFrEMBER 1989 3 Endurvinnsla: Hringrás tekur við bíl- flökum án endurgjalds HRINGRÁS hf., endurvinnslufyrirtæki í Reykjavík, heiiir ákveðið að taka við bílflökum til endurvinnslu án sérstaks endurgjalds, þar til skilagjald verður innheimt af bílum, en þá hyggjast forráða- menn fyrirtækisins bjóða að endurvinna flökin fyrir 1.500 krónur hvert. Hringrás hf. hefiir sent Bílgreinasambandinu bréf þar sem boðin er samvinna um endurvinnsluna. Sveinn Ásgeirsson fram- kvæmdastjóri Hringrásar segir að ætlunin sé að selja bílflökin í brotajárnsbræðslu, innan- eða utanlands á heimsmarkaðsverði. í bréfi Hringrásar hf. til Bílgreinasambandsins segir meðal annars: Hringrás hf., áður endur- vinnsla Sindra-Stáls hf., i Sunda- höfn, sem starfað hefur að endur- vinnslu brotajárns og málma í 40 ár, hefur ákveðið að hefja móttöku á bílflökum. Þrátt fyrir ítrekaðar Borgarráð samþykkir kaupin á Alfsnesinu BORGARRÁÐ Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í gær kaup Reykjavíkurborgar á Álfs- nesi í Kjalarneshreppi og samn- ing borgarinnar við Kjalarnes- hrepp um sorpurðun á landinu og yfirtöku Hitaveitu Reykjavíkur á hitaveitu hrepps- ins. Samningarnir voru samþykktir með fimm samhljóða atkvæðum. Alfreð Þorsteinsson, varaborgar- fulltrúi Framsóknarmanna og áheyrnarfulltrúi í borgarráði, lét bóka óánægju með vinnubrögð borgarstjóra í málinu. Jafnframt er Alfreð andvígur því að sorp- böggunarstöð verði í Gufunesi, eins og gert hefur verið ráð fyrir. tilraunir okkar síðastliðin tvö ár til að ná samkomulagi við borgar- yfirvöld um eyðingu bílflaka fyrir þær 1.500 krónur sem við höfum farið fram á á síðastliðnu ári, hef- ur okkur ekki tekist að ná saman. Borgaryfirvöld hafa nú gert sam- komulag við erlenda aðila, það er íslenska stálfélagið, fyrir mun hærri greiðslu en við höfum boð- ið.“ Sveinn Ásgeirsson var spurður hvers vegna fyrirtækið hefði snúið sér til Bílgreinasambandsins. „Bílgreinasambandið er á móti því að skilagjald sé svo hátt sem ætl- unin er,“ segir hann. „Þeir vissu að við buðum ódýran kost. Við höfum áhuga á að halda þessum kostnaði niðri eins og hægt er án þess að tapa á því, á þann hátt fara hagsmunir bíleigenda, sveit- arfélaga og okkar saman.“ Hann segir Hringrás eiga tækjabúnað sem er van- eða ónýtt- ur, og þess vegna bjóðast til að taka bílflökin án endurgjalds fyrst um sinn. Segir hann að staðið verði við fyrri boð um 1.500 króna kostnað þegar skilagjald er farið að greiða af bílum. „Mér finnst einkennilegt að ekki skuli vera hægt að tala við okkur á þeim grundvelli, það er til skammar fyrir þá menn sem hlut eiga að máli. Okkur er hreinlega misboðið, okkur er sýnd svo grófleg mismun- un með því að ganga svona fram hjá okkuf. Þess vegna leitum við samstarfs við Bílgreinasamband- ið.“ Skákmeistarar heiðraðir Morgunoiaoio/iíiinar þ aiur Skáksamband íslands bauð í gær til hófs, þar sem flórir skákmeistarar voru heiðraðir. Jón L. Árnason fékk afhentan bikar fyrir sigur í Skákþingi íslands 1988, en keppninni lauk fyrir skömmu. Svo kann að fara að Jón haldi bikarnum aðeins í nokkra daga, því Skákþing íslands 1989 hefst í næstu viku. Þá var Jóhanni Hjartarsyni afhentur peningur því til staðfestingar að Skáksamband Norðurlanda valdi hann skákmann Norðurlanda. Loks voru tveir eftirlifandi meðlimir skáksveitar íslands á Ólympíuskákmótinu í Argentínu 1939, þeir Baldur Möller og Guðmundur Arnlaugsson, heiðraðir sérstaklega í tilefni af því að 50 ár eru liðin frá þeim frækna árangri er ísland vann til Forsetabikarsins á Ólympíuskákmótinu. íslenzka sveitin var í rúma fjóra mánuði í Argentínuförinni og á meðan á mótinu stóð braust seinni heimsstyij- öldin út. Á myndinni má sjá skákmeistarana fjóra ásamt forseta Skáksambands íslands, f.v. Jóhann Hjartar- son, Jón L. Árnason, Einar S. Einarsson forseti SÍ, Guðmundur Arnlaugsson og Baldur Möller. Bik- ararnir eru verðlaun fyrir sigur á Skákþingi íslands og Forsetabikarinn, sem vannst í Argentínu fyrir 50 árum. Ráðstefiia um íslenskar flugsamgöngur: Islendingar með mest flugumsvif allra þjóða MÖRG erindi voru flutt á ráðstefnu um íslenskar flugsamgöngur sem haldin var á vegum Verkfræðingafélags Islands á Hótel Loftleiðum í gær. Tilefni ráðstefnunnar var sjötíu ára afmæli flugs á Islandi. Nær hundrað ráðsteftiugestir tóku þátt í ráðstefhunni og var fiallað um um ýmsa þætti i sögu flugsins, nútíð og framtíð. Steingrímur J. Sigfússon, sam- gönguráðherra, var meðal ræðu- manna en hann lagði áherslu á hve spennandi og miklir möguleikar væru í flugþróun í dag. Þar væri ekkert sjálfgefið en mikið mál að halda vöku sinni. Leifur Magnússon, formaður Flugráðs, sagði m.a. að íslendingar væru í fimmtugasta sæti miðað við tonnkílómetra í flugi og fertugasta og sjötta sæti miðað við farþegakíló- metra. Hefðu margar milljónaþjóðir minni umsvif. Miðað við höfðatölu væru íslendingar með lang mest umsvif allra þjóða í flugi. í ræðu Sigurðar Helgasonar, formanns stjórnar Flugleiða, kom fram sú áherslu að framsæknir ein- staklingar og dugmiklir hefðu ráðið mestu um uppbyggingu flugsins á íslandi. Sigurður sagði einnig að æskilegt væri að taka uþp nánara samstarf við Grænlendinga og Fær- eyinga um flug og einnig hugsanlega flug tengt Norður-Noregi. Hagsmunaðilar í sjávarútvegi af öll- um Vestfjörðum voru á atvinnumála- fúndi í Stjórnsýsluhúsinu á ísafirði í gær. Halldór Ásgrímsson sjávarútvegs- ráðherra sagðist ekki vilja ræða, skýrslu Kristjáns á þessum fundi, taldi að viðfangsefnið hefði verið nálgast öðruvísi en hann gerði. Hann lagði þó áherslu á að fundurinn væri mjög gagnlegur og að hann hefði fullan vilja til að hitta Vestfirðinga aftur og reyna að samræma sjónar- mið þegar hann væri búinn að kynna sér innihald skýrslu Kristjáns Jóa- kimssonar. Hann sagði að menn fyndu að öllu sem gert væri, en hann væri ekki búinn að sjá að skrap- dagakerfið væri betra eða einhver önnur ótilgreind kerfi. Hann vildi að menn sameinuðust um þann grund- völl sem þeir hefðu og reyndu að betrumbæta hann. Eitt af því sem hann taldi brýnt Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson Kristján G. Jóakimsson sjávarútvegsfræðingur flutti skýrslu um þróun sjávarútvegs á Vestijörðum. að taka á væri afli smábáta, sem hefði aukist úr 10 þúsund tonnum 1983 í tæp 40 þúsund tonn á síðasta ári. Þá taldi hann of mikla fiárfest- ingu hafa átt sér stað í frystiskipum á síðustu árum. Hann varaði við því að stærstu kaupendur islensks fisk væru ekki innlendar fiskvinnslustöðv- ar heldur hafnirnar Grimsby, Hull og Bremerhaven, menn þyrftu að hyggja að því hvort ekki mætti hafa þarna áhrif. Reyndar lægju nú fyrir tillögur um að skerða meira hlutdeild afla sem fer óunninn til útlanda. Hann varaði við því að njörfa aflaréttindi mður á ákveðna staði því þróun íslands- byggðar væri ekki lokið og menn gætu ekki horft fram hjá því að bú- ferlaflutningar munu eiga sér stað. Það væri síld í dag, loðna á morgun og rækjustofninn sveiflaðist. Aðrir frummælendur á fundinum voru Einar K. Guðfinnsson útgerðar- stjóri í Bolungarvík, Gunnar Þórðar- son framkvæmdastjóri á Isafirði, Reynir Traustason skipstjóri á Flat- eyri og Jón Páll Halldórsson fram- kvæmdastjóri á ísafirði sem mælti fyrir ályktun fundarins. Þeir lögðu allir áherslu á sérstöðu Vestijarða þar sem stærra hlutfall mannafla vinnur við sjávarútveg en annars staðar á landinu eða 37% á móti 12,5% á landinu öllu. I máli þeirra kom fram að þrátt fyrir svipuð ytri skilyrði hafi eigið fé fyrirtækja i sjáv- arútvegi dregist saman um helming á síðasta ári og sé nú aðeins um 5% af eignum. Einar sagði að farið hefði verið ránshendi uin eignir sjávarát- vegsfyrirtækja í landinu og fé flutt til annarra greina hagkerfísins með rangri gengisskráningu, seðlaprent- un og erlendri skuidasöfnun og til að standa undir umframeyðslu í þjóð- félaginu. Gunnar Þórðarson sagði að þrátt fyrir varnaðarorð rækjuverkenda hefði rækjuverksmiðjum í landinu fjölgað mikið á síðustu árum eða eft- ir að úthafsveiðar hófust. Með því hefði myndast mikil umframeftir- spurn eftir hráefni sem hafi valdið mikilli spennu og óhagstæðari rekstr- arskilyrðum. Þarna hafi verið um stjórnvaldsaðgerðir að ræða. Síðan þegar til vandræðanna dró hafi verð- jöfnunarsjóður notaður til að greiða upp tapið á nýju verksmiðjunum með innistæðum þeirra eldri. Þá hafi kvótaskiptingin orðið þann- ig að loðnuskipin hafa 40% kvótans, sérveiðiskip 25% en bátaflotinn af- ganginn, en hann hafði áður 80-90% kvótans ásamt togurunum. Þetta þýði að vinnslustöðvar á Vestfjörðum verði að sækja 80% hráefnisins til skipa úr öðrum landshlutum. Reynir benti á að margt hefði far- ið úr böndum með kvótakerfinu. Skipastóllinn sem átt hafi að minnka hafi aukist um 30-40%, þorskaflinn . orðið 352 þúsundum tonnum meiri en stjórnvöld ætluðu á þessum flórum árum og 430 þúsund lestum meiri en fiskifræðingar ráðlögðu. í ályktun fundarins segir að at- vinnumál í fjórðungnum séu nú alvar- legri en um langt árabil, vegna afla- samdráttar og efnahagsstefnu síðustu ára. „Kvótakerfið hefur í stór- um dráttum mistekist. Eitt mesta hagsmunamál sjávarátvegs og lands- byggðar sé að meiri stöðugleiki sé í atvinnugreininni en afli hafi sveiflast úr 469 þúsund tonnum 1981 í 284 þúsund tonn 1984 og er nú lagt til að veiða 250 þúsund tonn á næsta ári. Enginn atvinnuvegur geti búið við slíkar sveiflur. Þá er lagt til að næstu 5 árin verði leyfilegur ársafli þorsks 320-380 þúsund lestir og 280-320 þúsund lestir af öðrum botn- lægum tegundum eftir ástandi fiski- stofna á hveijum tima. Þá er bent á að frá því að kvótaskipting var tekin upp á úthafsrækju hafi afli Vestfirð- inga minnkað úr 30-35% í 6%. Úlfar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.