Morgunblaðið - 09.09.1989, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.09.1989, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. SEFfEMBER 1989 Hátt, hátt flýg- ur Fuglinn Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Sveiflan sigrar (,,Bird“). Sýnd í Bíóborginni. Leikstjóri og framleiðandi: Clint Eastwood. Handrit: Joel Oliansky. Helstu hlutverk: Forest Whitaker og Diane Venora. Kynnist nýrri hlið á Clint East- wood. Það þekkja allir hörkutólið en færri vita að hann er talsverður djassgeggjari og að hann lék á píanó í Kaliforníu áður en píreygði harðjaxlinn tók að bryðja í sig óbermin. Þeir sem drífa sig á „Bird“, bíómyndina sem Eastwood hefur gert eftir ævi eins af uppá- halds djössurum sínum, saxofón- leikaranum Charlie „Bird“ Parker, sjá að hann getur verið fantagóður leikstjóri líka. Ekki þessi „honkí- tonk“ leikstjóri heldur virkilegur listamaður. „Bird“, sem skotið er í sal tvö í Bíóborginni á milli metsölumynd- anna, er svolítið langdregin enda tveir og hálfur tími að lengd og hæg eftir því en hún er ómóstæðileg frá- sögn af einum merkasta djassista aldarinnar. Það er engu líkara en hún sé sett upp eins og spuni með óreglulegum en mjög skemmtileg- um klippingum fram og aftur í tíma, líkast því að reynt sé að ná hljóm- falli bíbobsins sem Charlie Parker var „sakaður" um, eins og hann sagði sjálfur í gríni, að vera einn af upphafsmönnunum að. Klippingamar tengjast með trommudiski sem þýtur í gegnum tímann og við vitum að þegar hann fellur, fellur Parker. Og Parker lifði stutt. Myndin byijar á sjálfsmorðstilraun hans 1954, árinu áður en hann lést 34 ára að aldri, búinn að eyðileggja sig á heróíni, sem hann ánetjaðist 15 ára, og brennivíni. Þaðan af gerist myndin mest í afturhvörfum og maður á oft bágt með að stað- setja sig í tíma. Vel skrifað og for- vitnilega samtvinnað handrit Joels Olianskys dvelur mjög við samband Parkers, sem fljótlega var kallaður- „Bird“ (eða „Yardbird", líklega af því honum líkaði kjúklingar en síðar átti það við flugið sem tónlist hans náði og hans hátt stemmda lífsstíl) og eiginkonu hans, Chan. Það var stormasamt hjónaband en ástríkt og ekki laust við sorg — þau misstu unga dóttur. Diane Venora, sem við höfum ekki séð áður, fer á kost- um og gerir hina dularfullu Chan að stórbrotnustu persónu myndar- innar á eftir Parker. Heróínfíknin og tilraunir Parkers til að sleppa undan henni, andstaðan við bíbobið, tónleikaferðir, félagamir (Dizzy Gillespie hefur stóra rallu) og hin áleitna persóna Parkers sjálfs (For- est Whitaker fer á kostum í hlut- verkinu) og tónlist hans fær allt að fléttast saman á seiðandi ljóð- rænan hátt á hinu breiða, flauels- mjúka tjaldi Eastwoods. Parker var útbranninn þegar hann lést aðeins 34 ára. Læknirinn sem skoðaði hann hélt hann væri 65 ára. Eastwood hefur tekist undravel að ná fram andrúmslofti og sann- færandi lýsingu á djasslífi fimmta og sjötta áratugarins. í kvikmynda- tökunni er dimman allsráðandi; myndin gerist að mestu að kvöld- lagi, í dimmum klúbbum eða dimm- um íbúðum, í dimmu sálarinnar. Hann hefur gert manninum og tón- list hans góð skil í innilega persónu- legri mynd, ómissandi fyrir alla djassgeggjara þessa heims. Það gleymist oft á meðan á sýningunni stendur að hér stendur hörkutólið Clint Eastwood að baki og eftir því sem það rennur oftar upp fyrir manni undrast maður það meira. En þetta getur hann gert. Mynd með sál. Umsjónarmaður Gísli Jónsson 503. þáttur 0g eins er það sama, þó sjálfsmennsku þræll þú sért, eins og flBldinn og ég, þín snilld breytir hreysum í hallir og skort í heimkynni allsnægjuleg. Þvi kóngborin sál gerir kimann að sal, að kastala garðshomið svalt! - Þó hafin sé dyrgjan á drottningar stól tók dáminn af kotinu allt. (Stephan G. Stephansson: „Kurlý“ (18)) í þessu ljóði sýnist dyrgja merkja lítilsigld kotkerling. í Islenskri samheitaorðabók eru greindar merkingarnar hlussa og subba; í íslenskri orðabók (Menningarsjóðs) tvær nokkuð ólíkar merkingar: 1) dvergvaxin kona. 2) digur, durgsleg kona. í Blöndalsorðabók stendur: „(kvenmaður, sem er dvergur) Dværginde" og í öðru lagi „(dig- ur kona) klodset tykt Kvinde- menneske“. Þá er því bætt við, að þetta geti verið eins konar gælunafn, og vitnað í Þjóðsög- ur Jóns Ámasonar (II, 362); „Þar kaustu hægri hönd af dyrgju minni (af min gamle tykke Kone).“ Hvað segir svo Fritzner? Harla fátt. Hann gefur aðeins merkinguna „Dverginde", enda munu menn hafa skilið svo að fomu. Ekki virðist orðið koma fyrir í fomum kvæðum, því að þess getur ekki í Lexicon Poeticum. Jan de Vries gengur svo langt í upprunaorðabók sinni, að telja dyrgja = „Zwergin“ og dyrgja = „grobe, dicke Frau“ tvö orð. En náskyld eru þau þá, því að samsvarandi karlkynsorð era dvergur og durgur. Meðan Hjaltar töluðu enn norræna tungu, hét gildvaxinn maður þar dorg. Durgur er skv. orðabókum um nútímamál klunnalegur maður, raddi, rasti, en í forn- máli gat orðið líka þýtt dvergur. Til var uppnefnið dyrgill, af durgur. Sögnin að dyrgja merkir hins vegar að dorga, „dúa færi“, sbr. sr. Stefán Ólafs- son: ísabijótur kaldan knúði krók á færi. Rönkufótur digurt dúði dorgarsnæri. (Rðnkufótsríma 11; úrkast) Sögnin að dúa hét reyndar áður að dýja (dúði, dúð), sbr. nafnorðið dý. Því getum við sagt með réttu: Jörðin dýr undir fót- um okkar. Sögnin að durga merkir að dúða eða kappklæða, en durgur (kvk. flt.), þær durgurnar, era fataræflar eða draslur. Durður era hið sama og durða sama og durga. ★ Aðsent: 1) „Rækjan stóð í veginum.“ (Blaðsfyrirsögn.) Já, ég veit það ekki. Þegar eitthvað stendur í mér, get ég ekki rennt því niður. Kannski veginum hafi svelgst á rækjunni. Nema þetta sé prentvilla og hafi átt að vera: Rækjan stóð á veginum, ef hún hefur þá hæfileika til þess að standa. Þriðji kosturinn er svo sá að þetta sé danska (stá i vej- en) og rækjan hafi komið í veg fyrir eitthvað. 2) „Réttindalaus maður lær- braut stúlku.“ Spurningin er: Til hvers átti hann að hafa rétt- indi? 3) Úr samtali: „Bijóttu ekki gluggana, í guðs bænum!“ „Ég er nú ekkert á leiðinni á þann bæ.“ ★ Til er það fyrirbæri sem enskutalandi menn nefna jetski og geysist á vatni. íslendingar hafa fyrir nokkra flutt þetta leiktæki inn, en ég held ég megi segja að bærilegt íslenskt heiti á því hafi ekki fengið táfestu enn. Ég hef séð og heyrt ónefni eins og „jet-skíði“, en til eru einnig skárri nöfn eins og sjó- köttur og þotuskíði. Hið síðara er náttúrulega bein þýðing á enska orðinu. Ekki fæ ég séð mikla líkingu við kött á þessu tóli, og hefur mér helst þóknast sú uppástunga, að nefna fyrir- bærið sjóþotu. Ég sé það þjóta á sjónum, eins og snjóþotu á snjónum. Hvað finnst ykkur? Þá leitar svolítið á huga minn sú uppástunga Björns Stefáns- sonar í Keflavík, að taka við útlenda orðinu taxi (beygist eins og Faxi) og stytta svo „bíla- leigubíll“ í leigubíll. Nú er „taxi“ þarfur þjónn eins og Faxi fyrram. ★ Salómon sunnan sendir þætt- inum fréttabréf. Hann kvað: Það var api í Apveijalandi og apynja í karlapastandi. Þeim fannst gaman að skapa og eignuðust apa, eina 18 í aphjónabandi. ★ „Við mættum því vel hafa í huga verndarstefnu og varð- stöðu þeirra sem börðust fyrir sjálfstæði Islands á síðustu öld og lögðu megináherzlu á réttindi íslenzkrar tungu og hún væri leiðarsteinninn á vegferð okkar til varðveizlu mannréttinda, ein- staklingsfrelsis, ávöxtunar þjóð- menningar og eflingar íslenzks sjálfstæðis. Embættismenn á íslandi þurftu án undantekninga að vera fullfærir í íslenzkri tungu til að geta gegnt skyldustörfum sínum.“ (Matthías Johannessen í Mbl. 9. júlí 1989) Skírnamafn Johans Fritzners varð í síðasta þætti „John“. Beð- ist er afsökunar á þessu. Teikning Harðar Myndlist Bragi Ásgeirsson Teikningin sem sjálfstæð list- grein hefur fram á síðustu tíma ekki átt upp á pallborðið hjá ís- lendingum. Hefur lengstum verið ■litið á hana sem nokkurs konar vinnukonu málverksins líkt og fleiri hliðargeira þess. Ogjafnvel þótt slík viðhorf séu næsta eðlileg era þau alröng því að listasagan greinir frá svo mörgu mikilfenglegu, sem gert hefur verið á þessum vettvangi frá upphafi, og svo er teikningin í sjálfu sér ein af burðarstoðum málverksins. Hún markar burðar- grindina, svo og útlínur þess, sem málað er, og er í einu og öllu al- staðar nálæg, þar sem pentskúf er drepið á dúk eða pappír. Og allir þeir, sem gengið hafa í listaskóla, vita hve mikil áhersla er lögð á teikninguna sem undir- stöðu og skiptir þá ekki máli, hvað viðkomandi leggur stund á. Ég er þá ekki að fjalla um fag- teikningu, og því síður tækni- teikningu, heldur þá þjálfun, sem almenn teikning á einstökum hlut- um og hlutveraleikanum allt um kring veitir, svo og því fullkomna stærðfræðilega sköpunarverki, sem mannslíkaminn telst. En það er alls ekki nóg að vera fær um að skila þesu tæknilega sómasamlega frá sér á blað, ekki einu sinni snilldarlega, því að ef sálina vantar, þykir útkoman klén. Teikningin hefur því í senn verið nefnd framlenging handar- innar, sem framlenging sálarinn- ar, og er þá átt við þá þjálfuða tilfínningu og ásköpuðu næmi, sem hún smám saman veitir og eykur hjá iðkanda sínum. Enda er hér mikill munur á æfðri og óæfðri hendi óg hin æðri stig riss- listarinnar nást ekki nema við þrotlausa þjálfun, enda vora hinir stóra meistarar málaralistarinnar síteiknandi og jafnvel margir rót- tækir' núlistamenn era ágætir teiknarar. Það vora og allir framkvöðlar núlista aldarinnar. Forráðamenn listasalarins Ný- höfn eiga þakkir skildar fyrir að hafa tekið upp á því að fiska eft- ir gömlum teikningum hjá íslenzk- um máluram, er við sögu núlista hafa komið og era þar með ósjálfr- átt mjög virkir í samtímanum. Þetta er nú einmitt það, sem víða hefur sést á undanfömum áram á hinum stóra söfnum er- lendis og í virðulegum listhúsum. Og í ljósi þess, sem grafið hefur verið upp, lítur margur öðram augum á list viðkomandi lista- manna og skilur betur samhengið í þróun hennar, eða í hinu fallinu, undrast hana enn meir! Ég er alveg viss um, að margur og þá einkum af yngri kynslóð, reki upp stór augu, er hann lítur hinar 29 teikningar Harðar Ágústssonar í Listhúsinu Nýhöfn, en sýningin hófst sl. laugardag og stendur einungis fram á sunnu- dagskvöld 10 þ.m. Þetta era mannamyndateikn- ingar, er hann gerði í París á áran- um 1947-49, og era mjög frá- bragðnar því, sem á eftir fylgdi í listsköpun hans. Og ég er ekki frá því, að þær afhjúpi heilmargt í eðli Harðar, sem má kenna við uppranalegan tón. Ég hafna því alfarið að nefna þetta akademí- skar teikningar svo sem ég skil það hugtak, því að í þeim mörgum felst einmitt kímið að mjög per- sónulegum vinnubrögðum. Aka- demísk teikning, svo sem t.d. ég þekki hana frá listháskólaáram mínum er mun strangari og leyfír sjaldnast jafn persónubundin vinnubrögð. Á íslandi hefur slík teikning aldrei verið kennd, svo ég viti, en þá er maður kannski að vinna í sömu teikningunni vik- um saman og aðaláherslan er nektarteikning frá morgni til kvölds allt skólaárið. I annan stað og til aukins skilnings er það sjálf- sagt skylt akademískri teikningu að láta nemendur teikna naglbít heilt skólaár eins og Fernand Lé- ger var frægur fyrir! Þetta er hins vegar miklu meira í ætt við það, sem menn gerðu í sjálfstæðum tímum í listaháskól- um og fengu svö gjarnan gagn- rýni á myndirnar eftirá ef þeir vildu. Loturnar era þá allt frá ein- um degi niður í þtjár mínútur. Þeir, sem hafa staðið heilu dag- ana fyrir framan sama módelið, vita hvað það er mikill léttir að fijálsu tímunum síðla dags eða á kvöldin, er menn fá tækifæri til alls konar sjálfstæðra æfinga og að kveikja í línunum, ef svo má að orði komast! Kasta frá sér allri kaldri akademískri yfirvegan og tillitssemi við lærimeistarann. Sýningin í Nýhöfn hefur yfir sér fágað og menningariegt yfir- bragð og er í senn listamanninum sem listhúsinu til sóma. Fram kemur að Hörður var mjög einlægur í listsköpun sinni á þessum áram og hann hefur leitast við að draga fram eitthvað sérstakt í fari persónunnar í hverri einustu teikningu. Það era einmitt atriði, sem era illa liðin í ströngum akademískum vinnubrögðum, þótt ólík líkamsbygging og útlit komi auðvitað fram. I tveim myndanna kennir mað- ur lærimeistarans hér heima en annars er hér um markverða og persónulega rannsókn á tjámiðlin- um og myndefninu að ræða og þegar best lætur kemur fram mikil næmi fyrir teikningunni sem tjámiðli einkum í nr. 3, 4, 6, 10, 13, 25 og í þeim svo og öllum þrem af Thor Vilhjálmssyni, er Hörður á þröskuldi þess að teljast yfirburða teiknari og ná meistara- tökum á miðli sínum. Maður getur einungis harmað það, að hann skyldi ekki halda áfram á þessari braut og feta einstigið til óhlutlæ- grar listsköpunar hægt og rólega, svona líkt og Jean Fautrier, sem er eitt glæsilegasta dæmið um rökrétta þróun. En sem sagt, mjög athyglisverð sýning.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.