Morgunblaðið - 09.09.1989, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 09.09.1989, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 1989 j a, hver þrefaldur! Þrefaldur fyrsti vinningur í kvöld! Þreföld ástæða til að vera með! i | Sími 685111. Upplýsingasímsvari 681511. f jfc, pinrgaw § Bladiö sem þú vaknar við! QD Raunvextir atvinnulífs eftir Gunnar Tómasson Grein höfundar um „Raunvexti atvinnulífsins," sem Morgunblaðið birti fyrir nokkru, hefur orðið til- efni nokkurra athugasemda. Af ástæðum, sem fram komu í grein Eggerts Haukdals, „Veit ekki hvað vextir eru“, (Morgunblaðið, 5. september), verður hér ekki vikið að athugasemdum aðstoðarseðla- bankastjóra í Morgunblaðinu 16. ágúst sl. Athyglisverð grein Einars Júiíus- sonar „Höfum við gengið til góðs“, (Morgunblaðið 3. september), gefur hins vegar tilefni til nánari útskýr- ingar á útreikningi höfundar á raunvöxtum atvinnulífsins. „Venjulegast eru raunvextir mið- aðir við verðbólguna í landinu," segir þar, „en ekki er óeðlilegt að miða raunvexti útfiutningsatvinnu- veganna við gengið eins og Gunnar gerir. Það ætti þá samt með réttu Gunnar Tómasson að taka með einnig verðbólguna í viðskiptalandinu," bætir Einar við. Tilefni fyrri skrifa höfundar var umfjöllun aðila fjármagnsmarkaðar um hæð raunvaxta á íslandi með hliðsjón af tveimur breytistærðum, þ.e. nafnvöxtum og verðlagsvísi- tölu. Hliðstæður útreikningur raun- vaxta útflutningSatvinnuvega og samkeppnisiðnaðar byggir á þeim tveimur breytistærðum, sem eru nafnvextir og vísitala gengis — eins og Einar bendir réttiiega á, þá er hér ekki tekið tillit til þriðju brejAi- stærðar, sem er kaupmáttur gjald- eyris. í almennri umræðu um raun- vexti á íslandi hafa raunvextir ein- att verið skilgreindir sem mismunur nafnvaxta og verðbólgustigs — það er misskilningur Einars, að hlið- stæður útreikningur höfundar á raunvöxtum atvinnulífs jafngildi framlagi til uppfræðslu í hlutfalla- reikningi. Reykjavík, 5. september 1989 Höfundur er hngfræðingur. Árni P. Lund bóndi í Miðtún i - Afinæliskveðj a Það er langt fyrir þann, sem rúllaði á mjólkurbílnum í sveitina sína, Grímsnesið góða, að senda frumburðinn í sveit norður á Mel- rakkasléttu. En langamman hafði veitt Ninna húsaskjól meðan hann var í Kennaraskólanum, svo að til- boðið kom, sem ekki var hægt að hafna. Brátt barst líka bréf að norð- an um ævintýraferð landið endi- langt, kríumergð svo að dró fyrir sólu, auk alls þess milli himins og jarðar, sem útvegsbændur geta heillað unga menn með. Þá var sleg- ið í drógina og farið á vit Þingeyja- þings. Helga og Arni Pétur Lund kunna á ungar sálir, enda eiga sjö glæsi- lega syni. Sumarævintýrin sex á Leirhöfn voru byijuð. Hvílíkt hérað. Norðurheimskautsbaugurinn sleikir túnfótinn, en samt hef ég aldrei upglifað annað eins Mæjorkaveður á íslandi. Og krían, Valdi sagði engum ofsögum af henni. Sá sem ekki hefur farið fyrir Tjömesið og horft yfir Kelduhverfið í norðurátt, veit ekkert hvað fegurð íslands er. Jökulsárgljúfur, Þeistareykir og sjálfur gulldómurinn, Ásbyrgi, þar sem Sleipnir hinn áttfætti Óðins- bleikur hafði þóknast að tylla fæti á móður jörð. Þýtur í smávængjum grein af grein, grösin við morguninn tala. Áin sekkur í sjóinn sem dropi í brunni, en sá, sem ræður, þig stöðvar við norð- lenzka blettinn. (E.B.) Innilega til hamingju með dag- inn. Guðlaugur Tryggvi Karlsson Bjarnarrót Meum athamanticum Blóm vikunnar Umsjón: Ágústa Björnsdóttir Þáttur nr. 139 Meum er gamalt grískt plöntu- nafn sem ekki er vitað hvað þýðir en síðara heitið er dregið af At- hamasfjalli í Grikklandi. Þessi litla planta, 20-30 sm á hæð, er af sveipjurtaætt eins og hvönn og einnig með lítil hvít blóm í sveip- um um mitt sumar. En það eru ekki fyrst og fremst biómin heldur laufblöðin sem gera bjarnarrótina svo eftirsóknarverða og allt að því ómissandi í steinhæðir og fleiri staði í garðinum. Blöðin eru óvenju dökkgræn og fjaðurskipt í hárfína flipa. Þau mynda þétta brúska og man ég ekki eftir neinni plöntu sem mér finns jafnast á við bjarnarrót að blaðfegurð. Samt er eins og hún láti svo Iítið yfir sér að mörgum sjáist yfir fegurð hennar og yndisleik. Þetta á reyndar við um margar aðrar blaðfallegar plöntur og virðist fólk oft sækjast um of eftir litfögrum blómum en gleyma því að fleira þarf til að skapa skemmtilegan heildarsvip. Bjarnarrót var ein af fyrstu plöntunum sem ég eignað- ist og þreifst hún vel þrátt fyrir vankunnáttu í meðferð og óblíða veðráttu. Er því óhætt að mæla með ræktun hennar hvar sem er á landinu. Hún er ættuð sunnan úr Alpafjöllum og Pyreneafjöllum þar sem hún vex í allt að 2.500 m hæð yfir sjó. Bjamarrót þroskar hér fræ og má fjölga henni með sáningu. Þess ber þó að geta að fræið ligg- ur í dvala fyrst og spírar ekki fyrr en það hefur legið í moldinni einn vetur. Fljótlegra er að fjölga henni með skiptingu, en hún er nokkurn tíma að ná sér eftir flutn- ing. Hún þrífst ekki í mjög þurmm jarðvegi en er að öðru leyti mjög nægjusöm. Ath. í síðustu grein nr. 138 um Lambagras féll í prentun niður nafn höfundarins, sem er Agnar Ingólfsson. Bjarnarrót. Ljósmynd/ Árni Kjartansson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.