Morgunblaðið - 09.09.1989, Page 14

Morgunblaðið - 09.09.1989, Page 14
MORGUNBl ,ÁÐIÐ LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 1989 14 Minning: ÞórðurJ. Gunnars- son íþróttakennari Fæddur 31. október 1948 Dáinn 30. ágúst 1989 í dag langar okkur að minnast vinar okkar og fyrrverandi þjálfara, Þórðar Jóhanns Gunnarssonar eða Tóta, eins og við nefndum hann oft- ast. Tóti var sundþjálfari okkar til margra ára og undir hans stjóm syntum við ófáa kílómetrana og háð- um marga keppni. Það var farið í margar skemmtilegar ferðir innan- lands, jafnt keppnisferðir sem útileg- ur og einnig fórum við í æfingabúðir erlendis. Þessara stunda minnumst við nú með hlýju og söknuði. Andinn í hópnum var ávallt mjög góður og samheldnin mikil og var það ekki síst Tóta að þakka. Hann lagði mikið upp úr því að við héldum saman og að vinátta okkar væri ekki einungis bundin við sundið og æfing- amar. Ófáar stundimar sátum við saman í heita pottinum eða gufunni og spjölluðum um heima og geima. Alltaf vorum við velkomin heim til Tóta, jafnt til foreldra hans, Helgu og Gunnars á Birkivöllunum, og heim til hans í Háengi 4 og mörg okkar nutu einnig gestrisni hans á heimili hans í Kaupmannahöfn. Það hefur alltaf verið glatt á hjalla þegar við hittumst og mikið hlegið, enda margt verið brallað í gegnum tlðina, en nú er ein röddin hljóðnuð mun fyrr en við áttum von á og víst er að hennar mun verða sárt saknað. Við minn- umst orða spámannsins: Þú skalt ekki hryggjast, þegar þú skilur við vin þinn, því að það, sem þér þykir vænst um I fari hans, getur orðið þér ljósara í fjarveru hans, eins og fjallgöngumaður sér íjallið bezt af sléttunni. (Kahlil Gibran, Spámaðurinn) Stjóm Sunddeildar Selfoss biður fyrir kveðjur og þakkar Þórði óeig- ingjarnt starf í þágu deildarinnar í gegnum árin. Við sendum aðstandendum hans innilegar samúðarkveðjur, Guð styrki ykkur á þessari erfiðu stundu. Brynja, Inga, Tryggvi, Þröstur, Gugga, Svanur María, Hugi og Ólöf. Hann Þórður er dáinn. Undarlegt er lífið, hann þessi ósér- hlífni og hressi drengur aðeins fer- tugur að aldri, eitt er víst að vegir Guðs eru órannsakanlegir. Mig langar til að þakka fyrir allt það sem hann veitti mér, sem góður vinur og sundþjálfari. Fyrstu kynni mín af Tóta, eins og við nefndum hann alltaf, voru er ég 9 ára gömul fór að æfa sund, þá æfði hann einnig en með eldri hópn- um. Fljótlega sneri hann sér að þjálf- un og var ég svo lánsöm að njóta tilsagnar hans, hann var ekki bara þjálfarinn minn heldur líka góður félagi. Einu sinni í viku kom sund- hópurinn saman í gufubaði og rifjaði upp nýafstaðnar keppnisferðir og fleira, mikið var oft hlegið, og Tóti sem hafði svo smitandi hlátur fékk alla til að hlægja með sér. Hann hafði lært rakaraiðn og sá lengi vel um hársnyrtingu á sund- fólkinu, þá við eldhúsborðið á Birki- völlunum hjá foreldrum sínum, ekki taldi hann það eftir sér eftir fullan vinnudag, ásamt þjálfun. Hann starf- aði við hársnyrtingu í nokkur ár hér á Selfossi, en þar sem íþróttir áttu hug hans allan leið ekki á löngu áður en hann sneri sér að íþrótta- námi, og starfaði síðan sem íþrótta- kennari á Selfossi, þar til hann flutt- ist til Danmerkur árið 1982. Þrátt fyrir að hann flytti af landi brott fylgdist hann alltaf með því sem var að gerast í íþróttum á Selfossi. Seinni ár æfði hann hlaup, þá með lang- hlaup I huga. 1986 veiktist hann alvarlega og lá lengi á sjúkrahúsi í Danmörku illa haldinn, sumarið 1987 heímsótti ég hann ásamt fjölskyldu minni og lét hann þá vel af heilsu sinni og ekki var hægt að finna á honum að hann væri alvarlega veikur. Hann átti lát- laust og yndislegt heimili í Kaup- mannahöfn, þar sem hann bjó. Á heimili mínu hefur oft verið vitnað í móttökurnar sem við fengum, svo góðar voru þær, allur maðurinn sem á borð var borin og allar skoðunar- ferðimar sem við fórum í saman lifa í minningunni. Það er komið að kveðjustund. Blessuð sé minning míns kæra vinar. Foreldram, systkinum, Arne og öðram aðstandendum sendi ég mínar bestu samúðarkveðjur. Elínborg Gunnarsdóttir Er ekki til miskunn? Jú, það er sól á bak við skýin og trú sem styrk- ir mann og eflir. Eftir langan vetur, þungbúið og stutt sumar er hann Þórður Gunnars- son, Tóti okkar í sundinu, kallaður til starfa á bak við skýin. Af hveiju hann? Við setjumst niður hrygg og hugs- um. Reynum að hugsa til baka, það gengur illa því það vantar hann Tóta, sem alltaf var tilbúinn að gefa, hjálpa, kalla saman eða gera það sem gera þurfti, því hópurinn er misjafn, einhver varð að leiða hjörðina. Það gerði Tóti, allt frá því í sundlauginni í „gamla daga“ til dagsins í dag. Við vitum að hann mun gera það áfram. Eftir að hann fluttist úr landi, og kom í heimsókn til fjölskyldunnar hafði hann ávallt tíma aflögu til að hóa okkur saman. Við vitum að hann lætur vita af sér þegar við komum saman kvöldstund, eða förum að dansa, því að ef dans var annars vegar var hann vanur að skilja eftir helming skósólanna áður en heim var haldið, slíkt var fjörið er slett var úr klaufunum. Það er undarlegt en þó ekki undar- legt, að þegar hugurinn fer að reika til baka hverfur bæði sorg og söknuð- ur. Að eiga slíkar lifandi minningar, er við kepptum hvert við annað eða aðra í sundinu, hittumst hvert heima hjá öðra, skiptumst á skoðunum og reyndum ávallt að leysa hvert annars vandamál, sem aldrei vora þó stór þegar Tóti var annars vegar. Það var síðast nú um páskana sem sest var niður og skrafað. Það verður sest niður áfram og skrafað, því þó Tóti sé ekki lengur á meðal okkar, þá munum við finna hann hjá okkur áfram í gleði og sorg, þó aðallega gleði því það var lífsstíll Tóta að sjá ávallt björtu hliðarnar. Það nægir að líta I myndaalbúmin og lesa gestabækurnar, þar ríkir gleði og það sönn gleði. Hvað annað hefði Tóti sagt, stæði hann í okkar sporam, hann hefði bent okkur á björtu hlið- arnar, í versta falli hefði hann arkað með okkur upp á Ingólfsfjall, til að sigra sorgina sem við munum gera og vonum að allir hans félagar geri. Því það sem maður eignast einu sinni í hjarta sínu, verður manni eilíft. Við kveðjum Tóta á hans máta, lítum upp til himins, til skýjanna og sjáum björtu hliðarnar. Við vottum foreldram hans, systk- inum, Ame og öllum ættingjum sam- úð okkar. Erla, Holli, Solla, Ella, Ólöf, Gummi Geir, Guðmunda. Miðvikudaginn 30. ágúst kvaddi Þórður frændi þennan heim eftir langvarandi veikindi. Sem lítil stelpa var alltaf spenn- andi að hitta Þórð, því að yfirleitt átti hann nóg af sælgæti. Þórður var mikið fyrir það að ferðast um heiminn og kom ávallt með eitthvað af gjöfum handa allri fjölskyldunni, foreldrum, systkinum og þeirra börnum. Þegar ég varð eldri þá fór ég að taka meira eftir honum sjálfum, hann var ekki leng- ur bara frændi sem kom með tyggjó og macintosh. Eins og allir vita sem þekktu Tóta þá starfaði hann sem íþrótta- kennari og hafði þ.a.l. mikið hugann við heilsufar fólks. Eg á t.d., við smávægilega fötlun á fótum að stríða, þess vegna hafði hann mikl- ar áhyggjur af því að ég ofreyndi mig á göngu. T.d heimsótti ég hann árið 1985 til Kaupmannahafnar, en þar bjó hann síðustu árin. Þegar strætisvagnabílstjórar fóra í verk- fall, þá labbaði ég heilmikið og hafði gott af. Einnig hvatti Þórður mig til að læra sund þegar ég var 16 ára og ég reyndi í 2 ár, én vatns- hræðslan náði alltaf yfirhendinni. Síðustu ár skrifuðumst við á, við höfðum nefnilega eitt stórt sameig- inlegt áhugamál, ferðalög, og oft fékk ég góðar upplýsingar þar að lútandi. Mínar minningar um Þórð verða ávallt þær hversu glaður og bjart- sýnn hann var, greiðvikinn, um- hyggjusamur og góður vinur. Og ég veit að það bíður hans góður heimur fyrir handan. Ósk Það er sárt að sjá á bak vini og finna það tóm sem myndast þegar vitneskjan berst um fráfall hans. Það brestur strengur sem frá barnæsku hefur verið ofinn af anda kunnings- skapar, vináttu, gleði og baráttu fyr- ir sameiginlegum áhugamálum. Á sama augnabliki og hugurinn með- tekur þá staðreynd að viðkomandi sé ekki lengur í tölu lifenda verður það ljóst að kynni af manneskjunni hafa byggt upp fléttu endurminninga sem greyptar eru í hugann af þeim þunga sem persónan gaf tilefni til. Þórður Gunnarsson íþróttakennari og sundþjálfari frá Selfossi lést 30. ágúst síðastliðinn á heimili sínu í Danmörku. Hann var sannur í sínum störfum og heilsteyptur í samskipt- um, maður sem axlaði byrðar í starfí og leik sem fáir skildu hvernig bera mætti og skila frá sér á þann hátt sem hann gerði. Hann ólst upp á Selfossi og var einn í krakkahópi sem tók sér ýmislegt fyrir hendur til að fá útrás og láta á sér bera í upp- vaxandi byggðarlagi. Á yngri áram datt okkur fáum í hug að Þórður yrði einn þeirra sem stýrðu einu besta félagsliði landsins á sviði íþrótta. En þannig var hann, tók ákvörðun sem ekki varð haggað fyrr en settu marki var náð. Þórður setti sér það að verða íþróttakennari og það er trúa mín að hann hafí í upphafi hugsað sér að ná langt á því sviði hver og varð raunin. Hann skipulagði nám sitt, lífið og vinnuna á þann hátt að að- dáunarvert var að fylgjast með. Þórður starfaði sem íþróttakenn- ari á Selfossi fram til þess tíma er hann flutti til Danmerkur. Á Selfossi lagði hann á starfsferli sínum grann að einu besta og harðsnúnasta sund- liði landsins og sjálfur var hann vel liðtækur íþróttamaður og mikill unn- andi hvers konar líkamsræktar. Það var kraftur í störfum Þórðar og mik- ið skipulag. Hann lagði persónu sína að fullu í starf sitt við skólakennsl- una og ekki síður í þjálfunarstörfin sem hann vann utan vinnutíma. Þar var hann, eldhuginn, sem dró með sér og laðaði til átaka ungt fólk í uppbyggilegt starf. Hann var þunga- miðjan og til hans sóttu menn kraft. Enda var það svo að metin stór og smá féllu hvert af öðru þegar táp- mikið lið hans atti kappi I sundlaug- inni. Árangur erfiðis síns og laun fékk Þórður við að upplifa velgengni ungmennanna sem hann annaðist. Hann gladdist ávallt yfir velgengni annarra, ekki eingöngu á sviði íþrótta heldur og í ölduróti hins dag- lega lífs. Það var alltaf gaman að hitta Þórð á förnum vegi. Gaman- semin var ávallt skammt undan og sá eiginleiki hans að láta í ljós gleði yfir því sem aðrir vora að fást við. í Danmörku starfaði Þórður sem íþróttakennari og sundþjálfari. Það var missir að honum þegar hann fluttist brott og víst er að þar fengu Danir góðan liðsmann. Hann hélt þó alltaf tryggð við æskustöðvarnar og fyrri starfsvettvang, gerði sér. far um að hitta vini og kunningja er hann kom í heimsóknir til foreldra sinna. Það er óhætt að fullyrða að með störfum sínum að íþrótta- og félags- málum á Selfossi hefur Þórður mark- að áþreifanleg spor í mannlífinu. Þau ungmenni sem störfuðu með honum og undir hans handleiðslu hafa reynst dugandi hvert á sínu sviði, hafa drakkið í sig nauðsyn þess að setja sér markmið að keppa að, sjálf- um sér og samfélaginu til heilla. I hugum okkar sem eftir stöndum er minningin um góðan dreng og það sem meira er, hugsun um verk hans, jákvæða og vel skipulagða starfs- hætti og fagurfræðilegt eðlisfar sem draga má ríkulegan lærdóm af. Þórður háði harða baráttu við skæðan sjúkdóm. Harður vilji hans mátti í þeim slag lúta í lægra haldi en það er vissa mín að því undan- haldi hefur hann tekið á sama hátt og þegar ekki .tókst sem skyldi í ein- hverri sundkeppninni. Með því að hefla uppbyggingu fyrir næsta áfanga. Við kveðjum góðan vin en minn- ingin um hann lifír, greypt I hugann þar sem hún yljar og hvetur. Við Esther sendum foreldram Þórðar, öðram ættingjum og vinum innilegar samúðarkveðjur. Sigurður Jónsson Gamli þjálfarinn minn hann Þórður er dáinn, aðeins fjörutíu ára gamall. Síðast hittumst við Þórður fyrir fjórum árum en þá vorum við báðir staddir á íslandi. Ekki hélt ég að það yrði í síðasta sinn sem leiðir okkar lágu saman. Samskipti okkar hófust fyrir átján árum, en þá var ég átta ára gamall og var ný byijaður að æfa sund á Selfossi. Þórður hafði þá tekið að sér starf sem sundþjálfari. Mjög fljótlega eftir að Þórður byij- aði sitt starf var mikill uppgangur í sundíþróttinni á staðnum. Þessi uppgangur gerði það að verkum að sunddeild Selfoss_ varð eitt öflug- asta sundfélag á íslandi í áraraðir. Við byijuðum á að vinna unglinga- meistaramótin og þegar fram liðu stundir þá urðum við ofarlega á bikarmeistaramótum og eignuð- umst marga Islandsmeistara. Árið 1982 urðum við svo bikarmeistarar í fyrstu deild, það er rétt að geta þess að á bikarmeistaramótum kepptum við undir nafni Héraðs- sambandsins Skarphéðins. Án þess að hafa mann eins og hann Þórð þá hefði þessi árangur aldrei náðst, en Þórður var mikið meira heldur en bara góður þjálfari. Hann var virkur í stjóm félagsins og hjálpaði mikið við skipulagningu og fjáröfl- un fyrir deildina, það sem meira var að Þórður var mjög góður vinur okkar allra. Það er þessi vinskapur og einlægni hjá Þórði sem gerði það að verkum hvað það var gaman að vera í með hónum og æfa undir hans leiðsögn. Eitt atvik er mér í fersku minni, sem að sýndi vel hvað Þórður gat lifað sig inn í sitt starf. Við vorum þá staddir á íslandsmeistaramóti í Sundhöll Reykjavíkur fýrir mótið hafði Þórður sagt við mig að ég ætti að reyna að setja mitt fyrsta íslandsmet. Eftir að ég hafði synt þetta sund þá leit ég strax á Þórð eins og ég alltaf gerði, þá sá ég hann hoppandi upp og niður eld- rauðan í framan en hann átti það til að roðna töluvert þegar hann varð æstur og sagði bara já, já, þarð var ekki fyrr en eftir dágóða stund að hann róaðist og gat sagt mér tímann og að ég hefði náð metinu. Þarna kom hans innri mað- ur í ljós, hvað hann sýndi starfí sínu mikinn áhuga. Eftir að hafa æft undir hans leið- sögn í níu ár hvatti hann mig til þess að sækja um skóla í Svíþjóð sem væri með sundfélag í skólanum og góðan þjálfara, sem ég og gerði og dvaldist þar I þijú ár, og hef nú búið i' Bandaríkjunum í ein fimm ár. Öll þessi ár skrifuðumst við Þórður á. Hann hvatti mig ávallt við sundið, námið og sýndi þvi áhuga sem ég var að fást við. Sjálf- ur á ég Þórði mikið að þakka fyrir þann framgang sem ég hef haft og án hans hefði ég ekki náð þeim árangri sem ég hef náð í dag. Það eru margir þjálfarar sem ég hef kynnst í gegnum árin og verð að segja að Þórður var einn sá besti. Sem núverandi þjálfari þá á ég eft- ir að taka hann mér til fyrirmyndar í minu starfi sérstaklega hvað varð- ar samskipti, áhuga og óeigingirni í garð annarra. Ég votta fjölskyldu hans og vin- um mína samúð, Guð veiti þeim styrk á þessum erfiðu tímum. Tryggvi Helgason Gangur lífsins er óráðin gáta. Þegar kemur að leiðarlokum finnst öllum tíminn hafa verið svo fljótur að líða og lífið ótrúlega stutt. Þórður Gunnarsson var æskuvin- ur og bekkjarbróðir sem hélt tryggð við hópinn þótt langt væri milli samverustunda. Glettinn og gaman- samur birtist hann jafnan, lyfti upp stundinni og gerði hana eftirminni- lega. Þórður gekk í gegnum erfiða tíma veikindi síðasta ár ævi sinnar, þá búsettur fjarri æskustöðvum. í því stríði fýlgdi honum hugur allra. Við kveðjum einlægan vin og geym- um dýrmæta glaðværa minningu um hann. Aðstandendum sendum við innilegar samúðarkveðjur. Verði mér hugsað að veðrahami lægðum í undarlegri kyrrð um óbuganleikans blóm: Ljósbera á mel, lilju á strönd, bláhvíta í fjörumöl, eða bumirót á syllu: Þá veit ég ekki fyrri til, vinur minn góður, en ég hugsa til þín og heimti seigluna aftur. (Ólafur Jóhann Sigurðsson) Bekkjarfélagar úr Barnaskóla Selfoss Kveðja frá skólafélögum í Iþróttakennaraskóla Islands 1974 Við vorum samankomin á nám- skeiði íþróttakennara á Laugar- vatni, er okkur bárust fréttir þess efnis, að skólabróðir okkar, Þórður Gunnarsson, væri látinn. Við höfðum frétt af veikindum hans, en óraði ekki fyrir því að hann ætti svo stutt eftir ólifað. Við sem útskrifuðumst saman vorið 1974 frá íþróttakennaraskóla ís- lands að Laugarvatni, höfðum í hyggju að hittast og halda upp á 15 ára útskriftarafmælið, strax að loknu þessu námskeiði. Það er óhætt að segja að skuggi hafi hvílt yfir þeirri samkomu eftir þessi tíðindi. Ósjálfrátt hvarflar hugurinn til þess tíma er við, 28 ungmenni víðs vegar að af landinu, hittumst á Laugarvatni 15 árum áður, þá nem- endur íþróttakennaraskólans. Það var mikill hugur í okkur og vænt- ingar miklar, þar sem þetta var fyrsti hópurinn sem tekinn var inn eftir að reglum skólans var breytt og námið lengt í tvö ár. Sökum þessarar lengingar gafst okkur kostur á að kynnast Þórði betur en venja var í Iþróttakennaraskólan- um. Þórður var góður námsmaður og skaraði fram úr okkur hinum þegar í sundlaugina var komið. Ekki var hann einungis góður sundmaður heldur fórst honum sundkennslan vel úr hendi, enda var hann rólegur og þolinmóður og hvers manns hug- ljúfi. Þórður var góður félagi og hjálp- samur og ósjaldan nutum við góðs af því er hann tók fram skærin, því hann var einnig lærður hárskeri. Um leið og við kveðjum látinn skólafélaga, sendum við foreldrum hans og öðram aðstandendum okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Þórðar Gunn- arssonar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.