Morgunblaðið - 09.09.1989, Síða 20

Morgunblaðið - 09.09.1989, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 1989 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Arvakur, Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Loðnuskip og Eski- flörður Gefi þeir sig fi Bæjarstjóm Eskifjarðar hefur gert samþykkt vegna áforma um kaup á loðnuskipi til Eskifjarðar og segir þar m.a.: „Bæjarstjórn Eskifjarðar telur ámælisvert, að jafn víðlesið blað og Morg- unblaðið skuli skrifa af jafn miklu þekkingarleysi um mik- ilvæg atvinnumál einstakra byggðarlaga og birzt hafa í blaðinu að undanförnu. Jafn- framt skorar bæjarstjóm Eskifjarðar á blaðamenn Morgunblaðsins að kynna sér betur en þeir virðast hafa gert málefni fyrirtækja á lands- byggðinni, eins og Eskfirðings hf. á Eskifirði.“ í samþykkt þessari er einnig lýst vanþókn- un á vinnubrögðum Fiskveiða- sjóðs í sambandi við kaup á þessu loðnuskipi. Samþykktin var birt í heild í Morgunblað- inu í gær. Hveijar em þær sakir Morgunblaðsins í þessu máli, sem leiða til sérstakrar sam- þykktar bæjarstjómar Eski- fjarðar? Þær eru þessar: Morgunblaðið hefur upplýst, að viðskiptaráðherra hefur veitt heimild til erlendrar lán- töku til kaupa á loðnuskipi eftir að Fiskveiðasjóður hafði hafnað umsókn viðkomandi útgerðarfyrirtækis um lán- veitingu á þeirri forsendu, að fýrirsjáanlegt væri, að skipið gæti ekki staðið undir þeim lánum. Viðskiptaráðherra hef- ur skýrt frá því á síðum Morg- unblaðsins, að hann hafí heim- ilað þessa lánveitingu, þar sem kaupandi skipsins hafí yfír nauðsynlegu eigin framlagi að ráða. Þá hefur Kristján Ragn- arsson, formaður LIU, upplýst á síðum Morgunblaðsins, að hægt sé að fækka loðnuskip- um um tíu en þau sem eftir yrðu gætu veitt það magn af loðnu, sem heimilt er að veiða. Á undanfömum vikum hafa farið fram miklar umræður í landinu um nauðsyn þess að fækka fískiskipum. Nú má segja, að einhugur sé um nauðsyn þess. Rökin em svo augljós, að ekki þarf um þau að deila. Við vitum að hvaða aflamagni við getum gengið og raunar hefur Hafrann- sóknastofnun lagt til, að þorskafli minnki verulega á næsta ári. Augljóst er, að við getum veitt þann þorsk, sem veiða má, með færri skipum, minni tilkostnaði og þar með meiri hagnaði. Augljóst er, að við getum veitt þá loðnu, sem veiða má, með færri skipum, minni tilkostnaði og meiri hagnaði. Þessar staðreyndir þýða, að hvert einasta nýtt fiskiskip, sem kemur til landsins, þýðir í raun kjaraskerðingu fyrir hvern einasta íslending. Hvert nýtt fiskiskip þýðir óþarfa fjárfestingu, sem enginn arður fæst af, og þessi óarðbæra fjárfesting leiðir til versnandi lífskjara. Á sama tíma og Hafrannsóknastofnun leggur til að minnka þorskaflann á næsta ári í 250 þúsund tonn eru á leiðinni til landsins ný fiskiskip_ fyrir 2 milljarða króna! A. sama tíma og for- maðúr LÍÚ segir, að hægt sé að fækka loðnuskipum um tíu veitir viðskiptaráðherra út- gerðarmanni heimild til er- lendrar lántöku til kaupa á nýju loðnuskipi! Þetta er hætt að vera grín og er orðið grafal- varlegt mál. Þessa vitleysu verður að stöðva. Bæjarstjórn Eskifjarðar hefur ekki leyfi til þess að líta á þetta mál út frá þröngu sér- hagsmunasjónarmiði eins byggðarlags. Bæjarfulltrúar á Eskifirði verða, eins og aðrir ábyrgir trúnaðarmenn fólks í þessu landi, að líta á heildar- hagsmuni þjóðarinnar. Þeir eru í því fólgnir að fækka fiskiskipum — ekki fjölga þeim. Launþegar á Eskifirði munu búa við versnandi kjör vegna offjárfestingar í fiski- skipum, ekki batnandi kjör. Launþegar á Patreksfirði hafa ekki notið góðs af offjárfest- ingu í sjávarútvegi þar. Á Eskifírði, eins og í öðrum sjávarplássum í þessu landi, býr dugmikið fólk. Þessu fólki er enginn greiði gerður með því að ýta undir offjárfestingu í sjávarútvegi. Þvert á móti. Bæjarfulltrúar í bæjarstjórn Eskifjarðar ættu frekar að huga að hagsmunum sinna umbjóðenda en senda frá sér samþykktir um ávítur á Morg- unblaðið fyrir fréttaflutning, sem er í alla staði eðlilegur. eftir Þorstein Pálsson Skömmu eftir að núverandi vinstri stjórn var mynduð síðastliðið haust hótaði Olafur Ragnar Grímsson, fjár- málaráðherra í ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar, því að nú skyldi gengið á milli bols og höfuðs á íslenskum „fjármagnseigendum". Þá nafngift hefur ráðherrann valið þeim þúsundum almennra launamanna sem sýnt hafa fyrirhyggju og ráð- deild, lagt fé til hliðar og ávaxtað það í lánastofnunum og lífeyrissjóð- um. Fullyrti ráðherrann að með því að leggja skatt á sparifé, sem hann kallaði „fjármagnstekjur", væri hægt að ná milljörðum króna í ríkissjóð. Ríkisstjórn Steingríms Hermanns- sonar virtist ekki hafa áhyggjur af því, að þessi áform myndu leiða til þess að sparnaður almennings, sem hefur grundvallarþýðingu fyrir hag- sæld í landinu, drægist verulega saman eða hryndi. Hugmyndir ríkisstjómarinnar mætti snarpri andstöðu þegar í stað. Meðal annars voru Samtök sparifjár- eigenda stofnuð á fjölmennum borg- arafundi og þau settu fram það skyn- samlega sjónarmið að fremur ætti að verðlauna sparifjáreigendur en refsa þeim. Ríkisstjórnin fór þá í var og ekkert fréttist af hugmyndum hennar í þessu efni næstu mánuðina. Menn vörpuðu öndinni léttar og svo virtist sem tekist hefði að koma í veg fyrir þetta óráð. Gripdeildir undirbúnar Nú er komið á daginn að ijármála- ráðherra hefur allan tímann setið við sinn keip og undirbúið gripdeildirnar á bak við tjöldin. Nefnd sem Ólafur Ragnar skipaði til að vinna að þess- um hugmyndum hefur skilað áliti, þar sem Iagt er til að vaxtatekjur af sparifé almennings og fé lífeyris- sjóða verði skattlagt. Undir þetta tekur ráðherrann. Rök hans eru þau, að víðast hvar í nágrannalöndunum séu tekjur af sparifé skattlagðar upp að vissu marki. Eðlilegt sé að sömu reglur gildi um þetta, eins og annað í skattakerfinu, hér á landi og í ná- grannalöndunum. Það er aukaatriði í þessu sam- bandi en mikilvægt samt, að fjár- málaráðherrann er sjálfum sér ósamkvæmur þegar hann talar um nauðsyn þess að samræma íslenskar reglur um skatta og fjármagn því sem tíðkast í ríkjunum í næsta ná- grenni við okkur. Hann hefur sjálfur haft forystu um að koma í veg fyrir að slík samræming taki gildi á mörg- um veigamiklum sviðum, t.d. hvað varðar frjálsa fjármagnsflutninga milli landa. í því efni er hann aftur- haldssamari og hleypidómafyllri en sænskir kratar. Hitt er aðalatriði þessa máls, að meðan ríkissjóður er rekinn með gífurlegum halla og erlendar skuldir eru að sliga þjóðarbúið, er fráleitt að gera atlögu að innlendum sparn- aði með sérstakri skattheimtu. Slík skattlagning mun leiða til þess að fólk tekur sparifé sitt út úr lánastofn- unum. Og viðurkennt er af efna- hagsráðgjafa fjármálaráðherra að þessi nýja skattlagning muni leiða til þess að vextir hækka. Lækkun vaxta er hins vegar í orði kveðnu eitt helsta keppikefli ríkisstjórnarinn- ar! Óverjandi ráðagerð Við þær aðstæður sem nú eru í íslensku efnahagslífi eru áform Ólafs Ragnars Grímssonar hvorki veijandi siðferðislega né þjóðhagslega. Þau eru skemmdarverk sem afstýra verð- ur. Hafa ber í huga að víða erlendis er skattlagningu á sparifé beitt í því skyni að draga úr spamaði og örva neyslu og fjárfestingar. Þetta er gert þar sem þannig stendur á. Hér er það hins vegar skortur á sparnaði sem veldur þjóðarbúinu miklum vandræðum. Og því skyldi samræmingu á íslenskum og erlendum reglum ein- göngu vera beitt í því skyni að íþyngja borgurunum en ekki auka svigrúm þeirra og fijálsræði? Er ekki við hæfi að Ólafur Ragnar Grímsson leiði hugann að því? Þjóðveijar, sem eru einhver ríkasta þjóð í heimi og methafar í almennum sparnáði, hafa nú fallið frá skattheimtu af þessu tagi fyrir þá sök að hún þótti draga íjármagn frá atvinnulífinu og fé var farið að streyma úr landi. Svo virðist á hinn bóginn sem ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar haldi að þjóðin lifi á ríkissjóði. Atlaga að lífeyrissjóðunum I hugmyndum ríkisstjórnarinnar felst að skattleggja á iðgjöld og vaxtatekjur lífeyrissjóðanna í landinu eftir því sem fréttir herma. Þau áform eru sérstaklega ámælisverð eins og bent er á í samþykkt sem þingflokkur sjálfstæðismanna gerði síðastliðinn fimmtudag. Skattlagning á tryggingafé lífeyr- issjóðanna rýrir að sjálfsögðu grund- völl þeirra og mun hafa í för með sér aukna skerðingu á lífeyrisgreiðsl- um. Skattlagningin felur í sér að ráðist er á afkomu og lífskjör aldr- aðs fólks með hætti sem ekki verður við unað. Því verður að leita allra leiða til að koma í veg fyrir að tillög- ur ijármálaráðherra nái fram að ganga. Sjálfstæðismenn heita lífeyris- þegum stuðningi í baráttunni gegn þessum glapræðishugmyndum. Þær skulu ekki verða að veruleika. Eindagar og frestir Eitt einkennið á málatilbúnaði vinstri stjórnar Steingríms Her- mannssonar og liðsmanna hennar er sífelldir eindagar og frestir sem ver- eftir Guðmund H. Garðarsson Frá því að hin óvinsæla ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar, forsæt- isráðherra, var sett á laggirnara haustið 1988 að frumkvæði Ólafs Ragnars Grímssonar, núverandi „skattamálaráðherra", hefur Sjálf- stæðisflokkurinn gagnrýnt harðlega hin neikvæðu vinnubrögð þessarar ríkisstjórnar. Þegar í upphafi starfs- ferils síns valdi ríkisstjórnin rangar leiðir við úrlausn aðsteðjandi vanda í íslensku atvinnu- og efnahagslífi. Úr því skal ekki dregið að á árinu 1988 komu upp mikil vandamál í atvinnulífinu, sem mátti fyrst og fremst rekja til stórversnandi stöðu útflutningsatvinnuveganna. , Verð- hrun varð á veigamiklum útflutn- ingsafurðum og staða dollarans, þýð- ingarmesta gjaldmiðilsins fyrir fisk- iðnaðinn, var mjög veik. Stefna jafn- vægis í íslensku efnahagslífi, sem m.a. átti að tryggja með sem stöðug- ustu gengi, hrundi vegna of mikilla innlendra kostnaðarhækkana á árun- um 1986-1988 að viðbættum þeim vanda er að framan er lýst. Þá kom enn betur í ljós, að sveigjanleikinn í rkiskerfinu til að mæta breyttum aðstæðum og samdrætti í þjóðartekj- um var ekki fyrir hendi. I vissum skilningi voru og eru íslendingar í algjörri sjálfheldu í þessum efnum. Atvinnuvegunum fórnað Þessa stöðu hagnýtti ríkissósíal- istinn Ólafur Ragnar Grímsson, for- maður Alþýðubandalagsins, sér að fuilu haustið 1988. Annars vegar voru atvinnuvegir í vanda, sem kröfðust raunhæfra aðgerða, og hins „Hitt er aðalatriði þessa máls, að meðan ríkis- sjóður er rekinn með gífurlegum halla og er- lendar skuldir eru að sliga þjóðarbúið, er frá- leitt að gera atlögu að innlendum sparnaði með sérstakri skatt- heimtu. Slík skattlagn- ing mun leiða til þess að fólk tekur sparifé sitt út úr lánastofnun- ið er að setja. „Þetta verður að ger- ast í næstu viku annars er vá fyrir dyrum,“ segja þeir einn daginn. „Við höfum í mesta lagi þijá mánuði til stefnu annars hefur allt mistekist," er sagt annan daginn. Og svo fram- vegis. Og ekkert gerist annað en atvinnulífi hnignar og lífskjörin versna. Fremstir í flokka „eindaga- manna“ eru forsætisráðherrann sjálfur og Stefán Valgeirsson, al- þingismaður, sem gumað hefur af því að hafa líf stjórnarinnar í hendi sér. í grein í DV 6. júní síðastliðnum undir fyrirsögninni „Athafnir í stað orða“ (nema hvað!) minnir Stefán á, að ríkisstjórnin hafi setið í átta mánuði án þess að nokkuð bóli á hinum „raunhæfu aðgerðum" sem boðaðar hafi verið í upphafi. vegar pólitisk staða metnaðargjarnra manna, Steingríms Hermannssonar og Jóns Baldvins Hannibalssonar. Þremenningarnir kusu völdin á kostnað atvinnulífsins. Að tillögu Ólafs Ragnars var kné látið fylgja kviði. í stað þess að tryggja betur stöðu atvinnuveganna, eins og Sjálf- stæðismenn lögðu til við Alþýðu- flokkinn og Framsóknarflokkinn í ágúst/september 1988, gengu þessir flokkar Olafi Ragnari á hönd og sam- þykktu að efla ríkisvaldið enn frekar — auka skattheimtuna. Trygging pólitískra valda um stundar sakir var að mati Steingríms og Jóns Baldvins meira virði en stjórnarsamstarf við Sjálfstaéðis- flokkinn, sem vill draga úr umsvifum hins opinbera og leggja í stað þess áherslu á uppbyggingu atvinnuveg- anna og betri afkomu launafólks. Ríkið eflt Sterkt ríkisvald þýðir aukin skatt- heimta. Það þýðir jafnframt að eftir því sem skattheimtan eykst og hlut- fall ríkisútgjalda af þjóðarframleiðslu hækkar versnar staða fyrirtækjanna og afkoma fólksins almennt. Þessi sannindi eru flestum ljós. Þau eru því miður að koma áþreifanlega fram í versnandi stöðu fyrirtækja og lak- ari Iífskjörum þjóðarinnar. Nútíma ríkissósíalismi formanns Alþýðubandalagsins, Ólafs Ragnars Grímssonar, er þegar farinn að lama meginstoðir atvinnulífsins. Mörg einkafyrirtæki, sem áttu þegar í erf- iðleikum haustið 1988, eru nú komin á kné fyrir tilverknað núverandi ríkisstjórnar. Hinir nýju valdamenn vinstri flokkanna ætluðu aldrei að grípa til þeirra ráðstafana á Alþingi Atvinnuve ir hafi forg Yernd eignarréttar gegn ásælni ríkisva

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.