Morgunblaðið - 09.09.1989, Síða 22

Morgunblaðið - 09.09.1989, Síða 22
/ t ** * g2—, MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 1989 Sambandsstjórnin sam- þykkti ekki byggingarlBram- kvæmdirnar í Laugardal - segir Guðfínnur Ólafsson formaður Sundsambands íslands „ÞAÐ er ekki rétt sem haft er eftir Sveini Björnssyni forseta íþróttasambands ísiands að sambandssljórnin hafi sam- þykkt fyrirhugaða byggingu í Laugardal,“ sagði Guðfinnur *Ólafsson formaður Sundsam- bands íslands en sambandið helur gagnrýnt framkvæmdir íþróttasambands íslands, sem þegar eru hafnar í Laugardal í samvinnu við íslenska getspá. Guðfinnur sagði að samkvæmt lögum íþróttasambandsins hefði sambandsstjórnarfundur ekki heimild til að taka ákvarðanir um svo veigamikla og fjárfreka fram- kvæmd. Það væri íþróttaþings að ákveða enda hefði einungis verið samþykkt á fundinum í Borgar- nesi, að heimila byggingarnefnd að vinna enn frekar að undirbún- ingi og jafnframt að kanna framt- íðar húsnæðisþörf sambandsins. „Þegar síðan koma að íþróttaþingi rúmu hálfu ári síðar, var ekki getið um fyrirhugaða byggingar- framkvæmdir í dagskrá fundarins né kom það fram í fjárhagsáætlun íþróttasambandsins fyrir yfir- standandi ár að veita ætti fé til framkvæmdanna," sagði Guðfinn- ur. „Þar var hins vegar samþykkt eins og sjá má í fundargerð, til- laga frá Ftjálsíþróttasambandi ís- lands, íþróttabandalagi Reykjavíkur, Körfuknattleikssam- bandi íslands, Sundsambandi ís- lands og Borðtennissambandi ís- lands, um að skipuð yrði fimm manna nefnd til að endurskoða nýtingu og væntanlega húsnæðis- þörf íþróttasamtakanna vegna starfseminnar í íþróttamiðstöðinni við Sigtún í Laugardal og átti nið- urstaða nefndarinnar að liggja fyrir 1. apríl síðastliðinn." Guðfinnur sagði það ljóst að íþróttasambandið þyrfti að byggja í Laugardalnum, en það ætti ekki að gerast með þessum hætti. „íþróttasambandið á að eiga allt húsið en ekki hluta þess og leigja síðan íslenskri getspá, sem ég get ekki séð að þurfi að fá inni í Laug- ardalnum,“ sagði Guðfinnur. „Þá má ekki gleyma að stjórnvöld hafa skorið niður fé til íþróttasam- bandsins og því verður íþrótta- hreyfingin að sníða sér stakk eftir vexti og bíða með frekari fram- kvæmdir." Kvikmynda- sýningar MIR FÉLAGIÐ MÍR, Menningar- tengsl íslands og Ráðstjórn- arríkjanna, gengst að venju fyr- ir reglubundnum kvikmynda- sýningum á sunnudögum í haust og vetur í bíósal félagsins, Vatnsstíg 10. Sýningarnar heQ- ast kl. 16 hvern sunnudag og sýndar verða gamlar og nýjar sovéskar kvikmyndir, leiknar myndir og heimildarmyndir. I september verða sýnd verk eftir þrjá af kunnustu kvikmynda- gerðarmönnum Sovétríkjanna á síðari árum: 10. sept: Einn af okk- ur meðal ókunnugra, ókunnugur okkar á meðal; leikstjóri: Nikita Mikhalkov. 17. sept: Uppgangan (Seigla); leikstjóri Larisa Shepitko. 24. sept: Komdu og sjáðu; leik- stjóri: Elím Klímov. Stórmynd S. Bondartsjúks, Stríð og friður, verður væntanlega sýnd á „maraþonsýningu" með líkum hætti og í fyrra. GENGI OG GJALDMIÐLAR GENGISSKRÁNING Nr. 171 8. september 1989 Ein. Kl. 08.15 Kaup Sala gangi Dollari 61,94000 62,10000 61,16000 Sterlp. 95,70000 95,94800 95,65400 Kan. dollari 52,22800 52,36300 52,05100 Dönsk kr. 8,04420 8,06490 8,01840 Norsk kr. 8,58100 8,60230 8,55150 Sœnsk kr. 9,27520 9,29920 9,22060 Fi. mark 13,86920 13,90510 13,84020 Fr. franki 9,27040 9,29430 9,24640 Belg. franki 1,49300 1,49680 1,49050 Sv. franki 36,20530 36,29880 36,11030 Holl. gyllini 27,70440 27,77590 27,62670 V þ. mark 31,23080 31,31150 31,14050 ít. líra 0,04357 0,04369 0,04343 Austurr. sch. 4,43540 4,44680 4,42440 Port. escudo 0,37440 0,37530 0,37300 Sp. peseti 0,50100 0,50220 0,49810 Jap. yen 0,42258 0,42367 0,42384 írskt pund 83,33700 83,65200 83,12300 SDR (Sérst.) 76.57150 76,76930 76,18520 EíCU.evr.m. 64,81090 64,97830 64,66140 Tollgengi fyrir september er sölugengi 28. ágúst. Sjálfvirkur símsvari gengisskráningar er 62 32 70. Fiskverð á uppboðsmörkuðum 7. september FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð(kr.) Þorskur 61,50 53,00 59,79 26,438 1.580.687 Þorskur(smár) 30,00 30,00 30,00 0,014 420 Ýsa 93,00 40,00 81,40 9,373 763.083 Karfi 34,50 25,00 32,85 55,328 1.817.362 Ufsi 34,50 20,00 33,50 82,142 2.751.807 Steinbítur 48,00 36,00 45,92 3,450 158.471 Langa 43,00 36,00 41,43 2,242 92.893 Lúða 205,00 25,00 128,27 0,658 84.461 Koli 59,00 59,00 59,00 0,068 4.012 Skata 205,00 91,00 152,00 0,021 3.268 Skötuselur 106,00 106,00 106,00 0,049 5.247 Blandað Samtals 59,00 59,00 59,00 40,39 0,031 179,817 1.829 7.263.540 Á mánudag verður boðinn upp bátafiskur. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur Þorskur 70,00 27,00 59,32 19,017 1.128.081 Þorskur(smár) 12,00 12,00 12,00 0,016 192 Ýsa 91,00 50,00 84,60 12,244 1.035.844 Ýsa(undirmáls) 15,00 15,00 Í5,00 0,033 495 Karfi 38,00 27,00 33,19 6,103 202.588 Ufsi 37,00 15,00 35,42 8,508 301.404 Ufsi(undir- máls) 15,00 15,00 15,00 0,172 2.580 Steinbítur 50,00 46,00 46,71 0,197 9.202 Langa 37,00 37,00 37,00 0,555 20.535 Siginn fiskur 50,00 50,00 50,00 0,027 1.350 Lúða(stór) 170,00 170,00 170,00 0,084 14.280 Lúða(smá) 245,00 195,00 200,29 0,085 17.025 Sólkoli 60,00 60,00 60,00 0,292 17.520 Skarkoli 55,00 35,00 40,29 0,354 114.262 Hnísa 5,00 5,00 5,00 0,067 335 Skötuselur 80,00 80,00 80,00 0,023 1.840 Blandað Samtals 20,00 20,00 20,00 57,91 0,014 47,792 280 2.767.813 Selt var úr Skagaröst KE, Freyju RE og verður selt úr neta- og færabátum. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. bátum. Á mánudag Þorskur 61,00 46,50 58,13 14,929 867.811 Ýsa 101,00 20,00 72,70 3,375 245.370 Karfi 31,50 15,00 24,96 3,001 74.893 Ufsi 37,50 25,00 32,65 5,043 164.668 Steinbítur 49,50 15,00 46,73 0,653 30.513 Langa 34,50 22,00 26,48 0,706 18.693 Lúða 265,00 105,00 180,95 0,231 41.800 Sólkoli 38,00 38,00 38,00 0,008 304 Skarkoli 35,00 24,00 24,41 0,293 7.153 Keila 17,00 5,00 13,24 0,851 11.267 Skata 160,00 40,00 82,46 0,109 8.988 Skötuselur 225,00 52,00 181,75 0,008 1.454 Öfugkjafta 15,00 15,00 15,00 0,015 225 Lax 190,00 190,00 190,00 0,035 6.650 Hlýri 15,00 15,00 15,00 0,029 435 Blandað Samtals 15,00 15,00 15,00 50,32 0,180 29,466 2.700 1.482.924 Á mánudag verður seldur karfi 8 tonn úr Ágústi Guðmunds- syni. Einnig verður seldur bátafiskur. Eldeyjarboði selur 20 t af blönduðum afla. SKIPASÖLUR í Bretlandi 4. til 8. september. Þorskur 94,93 681,538 64.696.859 Ýsa 110,44 25,185 2.781.525 Ufsi 39,07 9,950 388.737 Karfi 66,60 0,765 50.952 Koli . 126,36 0,765 50.952 Blandað 132,72 2,495 331.134 Samtals 91,07 182,870 Súlan EA seldi í Hull, og Hjörleifur RE í Grimsby. 16.653.572 GÁMASÖLUR í Bretlandi 4. til 8. september. Þorskur 94,93 681,538 64.696.859 Ýsa 102,07 298,335 30.451.768 Ufsi 38,51 21,965 845.890 Karfi 55,60 27,580 1.533.385 Koli 89,24 91,810 8.192.743 Blandað 110,50 104,297 11.524.414 Samtals 95,67 1,225 117.245.109 SKIPASÖLUR i Vestur-Þýskalandi 4. til 8. september. Þorskur 87,39 74,774 6.534.639 Ýsa 99,99 6,230 622.916 Ufsi 60,68 102,438 6.215.911 Karfi 87,58 362,073 31.711.138 Grálúða 100,28 1,845 185.023 Blandað 29,08 30,550 888.492 Samtals 79,87 577,910 46.158.122 Selt var úr Guðmundi Kristni SU, Ögra RE, Framnesi ÍS og Skafta SK í Bremerhaven. Morgunblaðið/Hrafnkell A. Jónsson Aðalsteinn Jónsson, forstjóri Hraðfrystihúss EskiQarðar hf. af- henti Hrefhu Teitsdóttur forstöðumanni Leikskólans Melbæ á Eskifirði, leiktæki að gjöf frá Hraðfrystihúsinu. Eskigörður; Leikskólanum Mel- bæ afhent leiktæki Eskifírði. AÐALSTEINN Jónsson for- stjóri Hraðfrystihúss Eskifjarð- ar hf. afhenti Hrefinu Teits- dóttur, forstöðumanni Leik- skólans Melbæ á Eskifírði, leik- tæki að gjöf frá Hraðfrystihús- inu. Hér er um að ræða leiktæki framleidd af Barnasmiðjunni í Kópavogi, hin vandaðasta smíð. Börnin í Melbæ kunna vel að meta þessa viðbót við leiktækin og starfsfólkið iýsti ánægju sinni með gjöfina. Það kom fram 1 viðtali við Hrefnu Teitsdóttur, forstöðumann Melbæjar, að staðið hefur yfir endurnýjun á leikskólanum und- anfarin ár. Lokið er að endurnýja þann hluta húss leikskólans sem ætlaður er fyrir börnin, eftir er hins vegar að endurnýja starfs- mannaaðstöðu og að mestu ióð hússins. í Melbæ geta verið mest 70 börn og er starfseminni skipt í deildir, 3 fyrir hádegi og 3 eftir hádegi, en börnin eru á leikskólan- um 4 klst. á dag. Leikskólinn er ekki fullskipaður I dag, enda venjulega lægð í aðsókn eftir sum- arleyfi. - HAJ Flugfax; Hömlum ekki viðræðum um hleðslutæki fyrir breiðþotur GUÐMUNDUR Þór þormóðsson, framkvæmdastjóri Flugfax, um- boðsaðila flugfélagsins Federal Express á Islandi, segir það rangt, sem skilja hefði mátt af ummælum stöðvarstjóra Flug- leiða í Keflavík, í Morgunblaðinu á þriðjudag, að staðið hefði á Flugfaxmönnum, að ræða um kaup á tæki til hieðslu inn á efra þilfar breiðþotna á Keflavíkur- flugvelli. Hefðu þeir komið boð- um til Flugleiða um að þessi mis- skilningur yrði leiðréttur en það hefði því miður ekki verið gert. „Við höfum margsinnis óskað eftir þessari þjónustu við Flugleið- ir,“ sagði Guðmundur Þór Þormóðs- son. „Við höfum haft þörf fyrir Leiðrétting Fyrir nokkru birtist í blaðinu ályktun, þar sem mótmælt var 4% niðurskurði á rekstrargjöldum stofnana fyrir fatlaða. Ranghermt var í fréttinni að Svæðastjórn um málefni fatlaðra á Reykjanesi hafi staðið að þessari ályktun. Það voru þroskaþjálfar er starfa á vegum Svæðasíjórnarinnar, sem að henni stóðu. Beðist er velvirðingar á þess- um mistökum. hana og þurft að neita flutningum þar sem við höfum ekki getað notað efra dekk fiugvélanna. Til dæmis höfum við ekki getað komið hross- um til Evrópu né heldur tekið á inóti vörum, s.s. móðurtölvum, sem eru hærri en 1,60 metrar. Þá má nefna að til að útflutningur á fiski með flugi til Bandaríkjanna sé arð- -bær verður að taka minnst 35-40 tonn í hverri ferð. Þetta höfum við ekki getað gert þar sem magnið sem kemst á neðra dekk í Boeing 747 og DC-10 vélum nægir ekki til.“ Þörfin er því til staðar, sagði Guðmundur, og taldi hann Flugfax ekki eiga að þurfa að leggja fram neina frekari réttlætingu á henni. „Að okkar mati verður aðili sem hefur einkarétt á afgreiðslu að upp- fylla allar afgreiðslubeiðnir.“ Guðmundur sagði Flugfaxmenn hafa haldið ágætan fund með forr- áðamönnum Flugleiða 24. ágúst sl. en hefði sá fundur verið haldinn að þeirra eigin frumkvæði í gegnum þriðja aðila. Sagði hann Flugfax hvorki hafa borist ósk um fund hvað þá bréf né skeyti frá Flugleið- um um þetta mál. Flugleiðir hefðu í júlí sent bréf beint til Flying Ti- gers en það fyrirtæki hefði ekki haft trú á að niðurstaða næðist í viðræðum við Flugleiðir og snúið sér beint til utanríkisráðuneytisins með ósk um frekari viðræður.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.