Morgunblaðið - 09.09.1989, Side 25

Morgunblaðið - 09.09.1989, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 1989 25 ÝMISLEGT Umboð Dreifingaraðili á Norðurlandi óskar að taka að sér sölu og dreifingu fyrir Norðurland. Er staðsettur á Akureyri. Tiiboð sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 17. september merkt: „Sala - 6396". Málfundafélagið Óðinn Málfundafélagið Óðinn fer sína árlegu haustferð sunnudaginn 10. september næstkomandi. Farið verður til Stykkishólms og ekið það- an um naerliggjandi sveitir. Þeir, sem þess óska, geta keypt sér sigl- ingu um Breiðafjarðareyjar með Eyjaferðum. Lagt verður af stað frá Valhöll kl. 8.30 að morgni og áætlað að koma til baka kl. 19.00. Fararstjóri verður Pétur Hannesson. Fargjald er 1.600 kr. Skráning í ferðina og allar nánari upplýsingar í sima 82900. LÖGTÖK Tilkynning um lögtaksúrskurð í fógetarétti Árnessýslu og Selfoss hefur verið úrskurðað að lögtök fyrir eftirfarandi gjöldum álögðum 1989 megi fara fram: Fyrir gjaldföllnum en ógreiddum þinggjöld- um, en þau eru: Tekjuskattur, eignaskattur, eignaskattsauki, slysatryggingagjald vegna heimilisstarfa, iðnlánasjóðs- og iðnaðarmála- gjald, slysatryggingagjald atvinnurekenda skv. 36. gr., lífeyristryggingagjald atvinnurek- enda skv. 20. gr., atvinnuleysistrygginga- gjald, vinnueftirlitsgjald, kirkjugarðsgjald og skattur af verslunar- og skrifstofuhúsnæði. Einnig fyrir launaskatti, aðflutningsgjaldi, skipaskoðunargjaldi, lögskráningargjaldi, lestargjaldi, bifreiðagjaldi, skoðunargjaldi bif- reiða, slysatryggingagjaldi ökumanna 1989 og þungaskatti skv. ökumælum. Ennfremur fyrir gjaldfallinni en ógreiddri staðgreiðslu opinberra gjalda áranna 1988 og 1989. Þá hefur verið úrskurðað að lögtök geti farið fram fyrir söluskatti álögðum í Árnessýslu og á Selfossi, sem í eindaga er fallin svo og fyrir viðbótar- og aukaálagningu söluskatts vegna fyrri tímabila. Lögtök þessi mega fara fram á kostnað gjald- enda en á ábyrgð ríkissjóðs að liðnum 8 dögum frá birtingu þessarar auglýsingar. Bæjarfógetinn á Selfossi, sýslumaðurinn 'í Árnessýslu, 1. september 1989. Andrés Valdimarsson. SJÁLFSTŒDISFLOKKURINN FÉLAGSSTARF Týr, félag ungra sjálfstæð- ismanna í Kópavogi Kjör á landsfund Sunnudaginn 10. september verður almennur félagsfundur Týs hald- inn í Hamraborg 1, 3. hæð, kl. 21.00. Aðalefni fundarins verður kjör fulltrúa Týs á landsfund Sjálfstæðis- flokksins. Félagsmenn mætið. Stjórnin. Sjálfstæðisfélögin í Hafnarfirði Kosnir verða fulltruar sjálfstæöisfélaganna í Hafnarfírði á landsfund Sjálfstæöisflokksins á fundum, sem hér segir: Þór Félag sjálfstæðismanna í launþegastétt. Þriðjudaginn 12. september kl. 20.30. Vorboðinn Félag sjálfstæðiskvenna. Miðvikudaginn 13. september kl. 20.30. Stefnir Félag ungra sjálfstæðismanna. Fimmtudagur 14. september kl. 17.30. (Athugið breyttan fundartíma). Fram Landsmálafélag. Fimmtudaginn 14. september kl. 20.30. Allir eru fundirnir haldnir í Sjálfstæðishúsinu við Strandgötu 29. Félag sjálfstæðismanna í Skóga- og Seljahverfi Fundur verður í Félagi sjálfstæðismanna I Skóga- og Seljahverfi i Valhöll mánudaginn 11. september kl. 20.30. Dagskrá: 1. Kjör fulltrúa félagsins á landsfund Sjálf- stæðisflokksins í október nk. 2. Stjórnmálaviðhorfið. Birgir fsleifur Gunnarsson, alþingismaður, talar. 3. Önnur mál. Stjórnin. Félag sjálfstæðismanna í Háaleitishverfi Fundur verður í Félagi sjálfstæðismanna í Háaleitishverfi í Valhöll, mánudaginn 11. september kl. 20.30. Dagskrá: 1. Kjör fulltrúa á landsfund Sjálfstæðis- flokksins I október nk. 2. Stjórnmálaviðhorfið: Guðmundur H. Garðarsson, alþingismaður, talar. 3. Önnur mál. Stjórnin. Vesturland - Dalasýsla Aðalfundir sjálf- stæðisfélaganna í .Dalasýslu og full- trúaráðsins verða haldnir í Dalabúð, Búðardal, mánu- daginn 11. sept- ember 1989 kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðal- fundarstörf. 2. Önnur mál. Alþingismennirnir Friðjón Þórðarson og Pálmi Jónsson koma á fundina. Stjórnirnar. Félag sjálfstæðismanna í Langholtshverfi Fundur verður í Félagi sjálfstæðismanna í Langholtshverfi í Valhöllj miðvikudaginn 13. september nk. kl. 20.30. Dagskrá: 1. Kjör fulltrúa félagsins á landsfund Sjálf- stæðisflokksins i október nk. 2. Stjórnmálaviðhorfið. Ragnhildur Helga- dóttir, alþingismaður, talar. 3. Önnur mál. Stjórnin. Mýrasýsla Aðalfundur fulltrúa- ráðs sjálfstæðisfé- laganna í Mýrasýslu verður haldinn á Hótel Borganesi, 3. hæð, þriðjudag- inn 12. septerpber nk. Fundurinn hefst kl. 19.30 stundvíslega. Dagskrá: 1. Venjuleg aðal- fundarstörf. 2. Kosning fulltrúa á landsþing. 3. Önnur mál. Mýrasýsla - félagsfundur Fundur verður haldinn í Sjálfstæðisfélagi Mýrasýslu á Hótel Borgar- nesi, 3. hæð, þriðjudaginn 12. september kl. 20.30. Dagskrá: 1. Kosning fulltrúa á landsþing. 2. Stjórnmálaviðhorf á komandi haust og vetrardögum. Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Friðjón Þórðarson, þingmaður, mæta á fundinn. Seltirningar Félagsfundur Sjálfstæðisfélags Seltirninga verður haldinn þriðjudag- inn 12. september kl. 21 á Austurströnd 3. Fundarefni: 1. Kosning fulltrúa á landsfund. 2. Önnur mál. Stjórnin. Sauðárkrókur Fundur verður haldinn í Sjálfstæðisfélagi Sauðárkróks mánudaginn 11. september kl. 21.00 í Sæborg. Dagskrá: 1. Kosning fulltrúa félagsins á landsfund Sjálfstæðisflokksins í októ- ber nk. 2. Þorgrímur Daníelsson, formaður kjördæmisráðs Sjálfstæðis- flokksins í Norðurlandskjördæmi vestra, kynnir byggðastefnu ungra sjálfstæðismanna. 3. Önnur mál. Stjórnin. Félag sjálfstæðismanna í Hlíða- og Holtahverfi Fundur verður í Félagi sjálfstæðismanna í Hlíða- og Holtahverfi í Valhöll miðvikudag- inn 13. september kl. 18.00. Dagskrá: 1. Kjör fulltrúa félagsins á landsfund Sjálf- stæðisflokksins í október nki 2. Stjórnmálaviðhorfið. Geir H. Haarde, alþingismaður, talar. 3. Önnur mál. Fulltrúaráð sjálfstæðis- félaganna íKópavogi Fundur verður haldinn í fulltrúaráði sjálf- stæðisfélaganna í Kópavogi i Sjálfstæðis- húsinu í Hamraborg 1, 3. hæð, hinn 11. sept. 1989, kl. 21.00 stundvíslega. Dagskrá: 1. Kjör 23 fulltrúa á landsfund Sjálfstæð- isflokksins sem haldinn verður 5.-8. október nk. 2. Kjör 4 fulltrúa í kjörnefnd fulltrúaráðs- ins vegna bæjarstjórnarkosninga 1990. 3. Skoðanakönnun meðal fulltrúaráðs- manna um hvernig velja.skuli fram- boðslista flokksins við bæjarstjórnar- kosningar 1990. 4. Önnur mál. Fundarstjóri verður Bragi Michaelsson, formaður kjördæmisráðs. Fulltrúar fjölmenni á fundinn og boði varamenn i forföllum. Mætið stundvislega. Stjórn fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna i Kópavogi. Stjórnin. Hvert stefnir í sjávarútvegi? Almennur fundur í félagsheimilinu Víkur- röst, Dalvík, sunnudaginn 10. september kl. 10.00 árdegis. Ávarp: Halldór Blöndal. Samkeppnisstaða islensks sjávarútvegs á matvælamarkaði: Jón Þórðarsson. EB og íslenskur sjávarútvegur: Halldór Árnason. Er hagkvæmt að hagræða?: Finnbogi Baldvinsson. Sókn og afli: Ólafur Halldórssön. Drög að stefnuyfirlýsingu um stjórnun fiskveiða: Björn Dagbjartsson. Fundarstjóri: Trausti Þorsteinsson. Huginn FUS, Garðabæ: Félagsfundur Þriðjudaginn 12. september verður haldinn opinn félagsfundur Hugins á Lyngási 12 kl. 20.30. Dagskrá: 1. Kosning fulltrúa félagsins á landsfund Sjálfstæðisflokksins. 2. Vilhjálmur Egilsson skýrir út helstu hug- tök hagfræðinnar og tengir þau við vandamál líðandi stundar. Einnig mun hann svara fyrirspurnum fundarmanna. 3. Önnur mál. Nýir félagsmenn sérstaklega velkomnir. Stjórn Hugins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.