Morgunblaðið - 09.09.1989, Side 30

Morgunblaðið - 09.09.1989, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ LAl/GÁRDÁGUR 9, .SEBTEMBER 19fe9' fclk f fréttum LEIKLIST Victoria Principal Bandaríska leikkon- an Victoria Prin- cipal er nú hætt að leika Pamelu í Dallas-þáttun- um. Nýlega tók hún að sér hlutverk blindrar konu í sjónvarpsmynd- inni Blind reiði. Til þess að ná góðum tökum á hlutverkinu lagði hún það á sig að ganga um götur Hollywood í heila viku án þess að sjá nokkuð. Hún límdi augnlokin aftur með límbandi og setti svo á sig sólgleraugu til að fela það. Victoria hafði aðstoðarmann innan seilingar og hann gætti þess að hún færi sér ekki að voða. AÐDÁUN Michael Jackson Þeir eru ekki margir sem Michael Jack- son kallar vini sína en hann fer ekki leynt með hrifningu sína á þeim sem eru í náðinni hjá honum. Nú hefur hann ákveðið að láta gera marmarastyttur í fuilri stærð af átrúnaðargoð- um sínum Liz Taylor, Díönu Ross, Sophiu Loren og Fred Astaire. Stytturnar eiga að standa í garðinum hjá Michael. HJÚSKAPUR Björn Borg kvænist áný Tennisstjarnan Björn Borg kvæntist ítölsku dæg- urlagasöngkonunni Loredana Berte í Mílanó á Ítalíu á dög- unum. Þetta er annað hjónaband Borgs, hann var áður giftur Mari- önu Simionescu en húi> gaf feril sinn sem tenn- isleikari á bátinn þegar hún giftist Borg. Þau skildu eftir ijögurra ára sambúð. Björn Borg stóð einnig í löngu ástarsambandi við Jannike Björling og saman eiga þau soninn Robin. VERNDUN Falleg’ir fornbílar Þegar félagar í Fornbílaklúbbi íslands komu til Borgarness í sumar, fór Sæmundur Sigmunds- son sérleyfishafi til móts við hópinn á tveimur fornbílum sínum. Sá eldri er Ford T - fólksbíll, árgerð 1927 en hinn er Ford rúta frá árinu 1947. Sæmundur bauð með í ferðina þremur elstu bílstjórunum í Borgar- nesi sem fylgdust vel með þegar fólksbíllinn var gerður upp. Sæ- mundur sagðist ekki sjá eftir þeim peningum sem hefðu farið í gömlu bílana og sagðist eiga einn fornbíl til sem hann ætti eftir að setja í stand. „Ég stefni að því að koma T - módelinu inn í stofu hjá mér einhvern daginn, þar er hann best geymdur,“ sagði Sæmundur að lok- um. GÓÐGERÐARSTARF Rauða kross dansleikur í Mónakó Stefanía prinsessa í Mónakó sótti hinn árlega Rauða kross dansleik sem þar var haldinn fyrir stuttu. Hún vekur jafnan at- hygli fyrir klæðnað sinn sem ekki þykir alltaf við hæfi prinsessu. í þetta sinn var hún þó í síðum kjól en hann var með klauf sem náði upp á mjöðm. Á þennan sama dans- leik mætti leikkonan Joan Collins. Hún ætl- aði að sitja við borð sem var frátekið fyrir marg- ar frægar persónur sem von var á. Henni var hins vegar vísað til sæt- is með almennum gest- um sem höfðu greitt tuttugu þúsund krónur í aðgangseyri. Joan varð alveg fjúkandi reið og fór um leið og skemmtiatriðunum lauk. Morgunblaðið/Theodór Sæmundur við Ford rútuna sína ,M - 68 árgerð 1947. Með honum eru þrír elstu bílstjórar Borgar- ness, þéir Ólafiir Guðmundsson, Kristján Gestsson og Guðmundur Ólafsson. Hann lítur út eins og nýr, bíllinn 1 hans Sæmundar, þótt hann sé frá árinu 1927. COSPER II-2.QO COSPER - Það er gott að konan mín er ekki heima.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.