Morgunblaðið - 09.09.1989, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 09.09.1989, Blaðsíða 40
Á ÞJÓÐVEGI1 SUMARÞÁnURKL. 13.30 RÁS I Q~< ÚTVARPIÐ Æ7Æ7ÆFÆAÍÆZ Efstir á blaði FLUGLEIÐIR H LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 1989 VERÐ í LAUSASÖLU 90 KR. Byggðastoftiun og Fiskveiðasj óður: Samþykkja til- J)oð Gullbergs B Y GGÐ ASTOFNUN og Fisk- veiðasjóður samþykktu í gær til- boð útgerðarfyrirtækisins Gull- bergs um leigu til áramóta á eignum þrotabús fiskvinnslunnar Norðursíldar hf. á Seyðisfirði. Landsbankinn, sem er einn stærsti kröfúhafinn, tekur af- stöðu til tilboðsins á mánudag. Bæjarfógetinn á Seyðisfirði úr- skurðaði fiskvinnsluna Norðursíld gjaldþrota á þriðjudaginn og skip- aði Arna Halldórsson, lögmann á Egilsstöðum, bústjóra. Barst bú- stjóra bréf frá forráðarnönnum Gullbergs á fimmtudag, þar sem þeir óskuðu eftir að taka eignir ~ þrotabúsins á leigu til áramóta. Er þar um að ræða tvö vinnsluhús, geymsluhúsnæði, hluta af skrifstof- um fyrirtækisins og allan tækjabún- að þess. Leigan verður 3% af greiðsluvirði afurða, samkvæmt til- boði Gullbergs. f Fjarðarkaup; Verðlækk- un á mjólk VERSLUNIN Fjarðarkaup í Haínarfirði hefúr undanfarið selt ýmsar mjólkurvörur á lægra verði en almennt geng- ur og gerist. Kostar litrinn af nýmjólk 67 krónur í Fjarð- arkaupum en 70,20 krónur annars staðar. Einnig eru skyr, rjómi og súrmjólk seld á lægra verði í Fjarðarkaup- um en annars staðar. „Við eigum marga ágætis við- skiptavini og til að létta undir með þeim í sívaxandi dýrtíð og ,á tímum rýrnandi kaupmáttar tókum við þá ákvörðun að lækka tímabundið verð á þessum neysluvörum sem vega hvað þyngst í bókhaldi heimilanna,“ sagði Sigurbergur Sveinsson, einn eiganda Fjarðarkaupa. Sagði hann kerfið greinilega ekki vera þess megnugt að lækka verð á helstu lífsnauð- synjum og hefðu Fjarðarkaups- menn því ákveðið að grípa til sinna eigin ráða til að létta und- ir með viðskiptavinum verslun- arinnar. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson AFTUR AÐ FARAIGONGUR „Eins mig fýsir alltaf þó/aftur að fara í göngur,“ sungu Hreppamenn, eins og skáldið, þegar þeir héldu í göngur í gær. Fjallkóngurinn, Stefán Jónsson í Hrepphólum, reið fremstur þegar fréttaritari Morgunblaðsins hitti þá rétt aust- an við Hruna í gær. Göngur eru víða að hefjast um þessar mundir og fyrstu réttir nálgast. Niðurfelling vörugjalds lækkar ekki vöruverðið - Hækkanir gætu þó orðið minni en eila LITLAR líkur eru á að niðurfelling vörugjalds þann 1. september síðastliðinn verði til þess að lækka vöruverð. Hins vegar getur niður- felling gjaldsins orðið til að vörurnar hækki minna í verði en ella hefði orðið. Ein helsta ástæða þess að vöruverðið lækkar ekki er sögð sú, að vörugjaldið hafi að litlu, jaíúvel engu, leyti verið bætt við vöruverð á sínum tíma þegar gjaldið var sett á, um síðustu áramót. Þá hækkaði jöfnunargjald úr 3% í 5% þann 1. júlí og kemur fram í nýjum innflutningi um leið og nið- urfelling vörugjaldsins. Þá hefur vöruverð hækkað vegna gengis- breytinga. Forsvarsmenn fyrirtækja á hús- gagna- og innréttingamarkaði sem leitað var til, sögðu áð samkeppni hefði verið svo hörð í þessum grein- um, ekki síst vegna minnkandi kaupmáttar almennings, að þeir Miðstjórn Alþýðubandalagsins: Innganga Borgaraflokks- ins í stjórnina samþykkt MIÐSTJÓRN Alþýðubandalagsins samþykkti á fúndi sínum í gærkvöldi inngöngu Borgaraflokksins í ríkisstjórnina með öllum greiddum at- kvæðum gegn fjórum. Hjörleifúr Guttormsson alþingismaður og Ragn- ar Stefánsson miðsljórnarmaður mótmæltu samstarfí við Borgaraflokk- inn. í dag mun flokksstjóm Alþýðuflokksins taka afstöðu til stjórnarsam- starfs við Borgaraflokkinn, en framsóknarmenn hafa þegar samþykkt 'það. Síðdegis í dag verður á miðstjóm- arfundinum rætt um aðild Birtingar að Alþýðubandalaginu. Ólafur Ólafs- son, formaður laganefndar flokksins, hefur komizt að þeirri niðurstöðu að félagið sé löglegt og eigi að fá öll réttindi í flokkskerfinu, á grundvelli lagagreinar sem heimilar að stofnað- ar séu grunneiningar innan flokksins til að sinna sérstökum verkefnum eða málefnum. Félög hafa þegar verið stofnuð innan Alþýðubandalagsins á grundvelli þessarar greinar, til dæm- is Kvennafylkingin í Reykjavík og á Suðvesturlandi og félag áhuga- manna um landbúnað. Álfheiður Ingadóttir, miðstjórnar- maður, hefur gagnrýnt álit Ólafs. Hún sagði í samtali við Morgun- blaðið að Birting væri ekkert annað en klofningsfélag úr Alþýðubanda- laginu í Reykjavík. Félag, sem hefði almenna stjómmálastarfsemi að markmiði, gæti ekki talizt málefnafé- lag í skiíningi flokkslaganna. Álf- heiður hyggst leggjast gegn því að miðstjórn heimili Birtingu að gefa út flokksskírteini og safna þannig félögum í Alþýðubandalagið í gegn um félagið. Svanfríður Jónasdóttir, formaður miðstjórnarinnar, telur að lög flokksins séu það afdráttarlaus að ekki sé hægt að banna félagið, en segir að á fundinum geti komið til atkvæðagreiðslu um það, hvort það fær að gefa út flokksskírteini eða ekki. hefðu ekki nema að litlu leyti treyst sér til að hækka vöruverðið í sam- ræmi við álagningu vömgjaldsins í ársbyijun. „Það hafa samtals orðið um 30% kostnaðarhækkanir á innfluttum húsgögnum á árinu, þar af eru um 18% vegna gengisbreytinga og 11,25% vörugjald," segir Erlingur Hallsson hjá Heimilisprýði. „Þessi hækkun er óframkvæmanleg á þessum markaði og næstum enginn hefur reynt það. Þar af leiðandi hefur verið nær óbreytt verð hjá okkur á árinu. Við kaupum mikið beint af framleiðendum á lager sem endist okkur fjóra til fimm mánuði í senn. Húsgagnasala hefur minnk- að um 40% síðan 1987 og það er gríðarleg samkeppni á þessum markaði, sem þýðir að verð press- ast niður.“ Hann segir ennfremur að til lengri tíma litið muni niður- felling gjaldsins skila sér í lægra vöruverði. „Allar beinar skatta- lækkanir hljóta að lækka vöruvei'ð, á sama hátt og skattahækkanir hljóta að hækka verð.“ Verðlagsstofnun hefur verið fa- lið að fylgjast með að niðurfelling vörugjaldsins skili sér í lækkun verðs. Þar fengust þær upplýsingar í gær, að ekki væri nema að litlu leyti hafin vinna við það, enda verk- efnið nýkomið til stofnunarinnar. Eitt af því sem gert verður er að kanna hvort fyrrnefndar fullyrð- ingar kaupmanna eigi við rök að styðjast, það er að vörugjaldið hafi að litlu eða engu leyti komið fram í verðinu. Sjálfsbjörg fékk á tólftu milljón SAFNAST hafði á tólftu milljón króna á miðnætti í gær í lands- söfnun Sjálfsbjargar. „Söfnunin hefur farið fram úr okkar björt- ustu vonum. I upphafi vorum við me_ð sex til sjö milljónir í huga. Ég er geysilega ánægður með þessar viðtökur. Við hjá Sjálfsbjörg kunnum öllum þeim, sem lögðu hönd á plóginn, bestu þakkir fyrir og landsmönnum öllum þökkum við sérstaklega fyrir frábærar móttökur í söfn- uninni,“ sagði Jóhann Pétur Sveinsson, formaður Sjálfs- bjargar. Þýsk-íslenska lagði fram eina milljón til söfnunar- innar og er það hæsta framlagið frá einum aðila. Reykjavíkur- borg lagði fram hálfa milljón og nokkuð mörg fyrirtæki létu 100 þúsund krónur af hendi rakna. Sjá frétt á bls. 16.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.