Morgunblaðið - 13.09.1989, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 1989
Þrotabú Fiskvinnslunnar á Seyðisfírði:
Gullberg leigir eign-
irnar til áramóta
GULLBERG hf. mun í dag taka eignir þrotabús Fiskvinnslunnar hf.
á Seyðisfirði á leigu. Helstu veðhafar hafa samþykkt tilboð sem fyrir-
tækið hefúr gert i eignirnar og mun það greiða 4% aflaverðmætis
fyrir frystiaðstöðu Fiskvinnslunnar og 5% fyrir aðstöðu til síldarsölt-
unar, auk þriggja milljóna króna lágmarksgjalds. Leigutíminn er til
áramóta.
Fiskvinnslan hf. á Seyðisfirði var
úrskurðuð gjaldþrota á þriðjudag í
síðustu viku. Á fimmtudaginn gerði
útgerðarfyrirtækið Gullberg á
staðnum veðhöfum í þrotabúinu til-
boð um að leigja eignir þess til ára-
móta og greiða fyrir 3% verðmætis
afurðanna.
Á föstudag var ljóst að Byggða-
stofnun og Fiskveiðasjóður féllust
á þetta tilboð en beðið var afstöðu
Landsbankans þar til á mánúdag.
Þá barst stjórn Gullbergs gagntil-
boð frá bankanum, þar sem fyrir-
tækinu var boðið að ieigja aðstöðu
Fiskvinnslunnar til síldarsöltunar
Margrét Björgólfsdóttir.
Ung kona
beið bana
í bílslysi
33 ÁRA gömul kona; Margrét
Björgólfsdóttir, Oðinsgötu
11, Reykjavík, beið bana er
bíll sem hún ók lenti út af
Haftiavegi á Reykjanesi um
klukkan hálfsex á mánudag.
Margrét heitin var ein í
bílnum og á leið frá Höfnum
er slysið varð. Bíll hennar lenti
út af veginum og fór tvær velt-
ur. Hún lést á sjúkrahúsi að-
faranótt þriðjudagsins. Mar-
grét Björgólfsdóttir lætur eftir
sig eiginmann.
til áramóta gegn leigu upp á 7%
verðmætis afurðanna og frysti-
aðstöðuna til lengri tíma gegn 5%
leigu.
Stjórn Gullbergs svaraði þessu í
gærmorgun méð gagntilboði, sem
fól í sér að 4% afurðaverðmætis
yrðu greidd fyrir ieigu á frystiað-
stöðunni og 5% fyrir aðstöðuna til
síldarsöltunár. Til viðbótar skyldi
Gullberg greiða 3 milljóna króna
lágmarksgjald fyrir leigu eignanna.
Leigutíminn væri til áramóta.
Landsbankinn féllst á þetta tilboð
í gær en ekki þurfti að leita sam-
þykkis Fiskveiðasjóðs og Byggða-
sjóðs, þar sem þeir höfðu fallist á
fyrra boð Gullbergs, sem ekki gekk
jafn langt og þetta.
Adólf Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Gullbergs, sagði í
samtali við Morgunblaðið í gær, að
það væri auðvitað ákveðinn léttir
fyrir aðstandendur fyrirtækisins að
nú hefði náðst samkomulag um
leigu eigna þrotabúsins. Samkomu-
lag þess efnis yrði undirritað í dag
og þá yrði farið að undirbúa að
koma rekstrinum af stað að nýju.
Morgunblaðið/RAX
Fjallsafti á Hrunamannaafrétti rennur í átt til byggða í gær, en vegna vatnavaxta seinkar Qallmönn-
um með safiiið af afréttinum.
Hrunaréttum seinkar um einn dag
Selfossi.
HRUNARÉTTUM seinkar um einn dag, verða á fóstudag, 15.
september. Fjallmönnum seinkaði með saftiið vegna vatnavaxta
á afréttinum. Réttað verður í Tungnaréttum á morgun, fimmtu-
dag, eins og venjulega en saftiið mun koma í réttirnar í tvennu lagi.
Fjallmenn - á afrétti Hruna-
manna ráku féð yfir Sandá um
hádegisbil í gær en höfðu daginn
áður orðið frá að hverfa vegna
þess hversu mikið var í ánni. Eft-
ir reksturinn yfir ána var féð
þreytt og þurfti tíma tii hvildar.
I kvöld verður féð rekið fram á
Tungufellsdal og í réttirnar á
fimmtudag. Réttað verður svo í
Hrunarétt á föstudag. Það hefur
aldrei gerst áður að Hrunamenn
hafi orðið að seinka réttum.
Fjallmenn á Biskupstungnaaf-
rétti eru með safnið í tvennu lagi.
Hluta þess þurfti að bíða með
austan í Biáfelli vegna mikils
vatnsflaums í Sniðbjargargili og
Illagili. Safn Tungnamanna kem-
ur í réttirnar í tvennu lagi. Fyrri
hluti safnsins kom í Tungnarétt
í gærkvöldi og verður byijað að
rétta það fé eins og venja er í
dag. Seinni hluti safnsins verður
svo réttaður þegar hann kemur í
réttina í dag. Þess vegna er að
þessu sinni reiknað með eitthvað
lengri réttum en venja er í
Tungnarétt. — Sig. Jóns.
Húseigendur funda með þingmönnum sínum vegna eignarskatts:
Margir sjá fram á það að
þurfa að selja eignir sínar
segir Pétur Blöndal formaður Húseigendafélagsins
FÉLAGAR úr Húseigendafélaginu, sem búsettir eru í Reykjavíkur- og
Reykjaneskjördæmum, héldu í gær fúnd með þingmönnum kjördæm-
anna vegna eignarskattsins, sem lagður hefúr verið á húseignir. Að
sögn Péturs Blöndal, formanns Húseigendafélagsins, var þingmönnum
gerð grein fyrir vanda margra húseigenda, sem ekki geta staðið und-
ir skattinum og standa jaftivel frammi fyrir því að þurfa að selja eign-
ir sínar.
Hópur fólks, sem á í míklum erfið-
leikum með að greiða eignarskatt
af húsnæði sínu, hefur stofnað sér-
staka deild innan Húseigendafélags-
ins. Að sögn Péturs var þingmönnum
boðið til viðræðna við þennan hóp
og leitað var eftir því, hvaða lausnir
þeir hefðu á vanda hans. „Þarna var
lýst vanda nokkuð margra, sem lentu
mjög illa í þessum skatti. Þar er
aðallega um að ræða konur, sem eiga
skuldlausar eignir en ekki mjög stór-
ar. Þarna eru líka einstæðar mæður
og ekkjur, sem beijast í bökkum með
börn sín. Það er einnig um að ræða
einstæðar mæður á lágum launum,
sem hafa barizt til þess að eignast
sitt eigið húsnæði og neitað sér um
allan óþarfa, til dæmis utanlands-
ferðir og jafnvel dagblöð og sjón-
varp, til þess að koma sér upp þaki
yfir höfuðið. Núna fá þær á sig eign-
arskatt sem þær ráða engan veginn
við,“ sagði Pétur. „Þetta fólk er að
snúa sér til sinna þingmanna, eins
Stapar hf. hafa ekki leng-
ur hug á að kaupa Sigurey
Segjast ekki lengur taka þátt í „slíkum skollaleik“
STJÓRN útgerðarfélagsins Stápa hf. á Patreksfirði ákvað á fúndi
sínum í gær að hætta afskiptum af togaranum Sigurey BA 25. Í
ályktun, sem stjórn Stapa hf. samþykkti, segir: „Vegna þess moldviðr-
is og hringlandaháttar um sölumál bv. Sigureyjar BA 25 lýsir stjórn
Stapa hf. því yfir að hún hættir hér með afskiptum af málinu enda
er timanum betur varið til annarra og brýnni verkefna en að taka
þátt í slíkum skollaleik.“
Sigurður Viggósson, varafor-
maður Stapa og oddviti Patreks-
hrepps, sagðist í samtali við Morg-
unblaðið í gærkvöld ekki hafa trú
á að Stálskip muni framselja Sigur-
ey til Patreksfirðinga þrátt fyrir orð
þar um í ijölmiðlum í gær. Hann
hefði eklþ trú á að á bak við þau
orð væri nein alvara miðað við það
sem á undan væri gengið. Því vildu
Patreksfirðingar nú fá frið til að
vinna að atvinnuuppbyggingu á
staðnum. „Eftir uppboðið vorum við
búnir að afskrifa Sigurey og vorum
farnir að huga að öðrum leiðum til
þess að koma atvinnulífinu hér .í
gang, m.a. með bátakaupum þvi
enginn togari er til sölu. Við von-
umst til að gleyma þessum síðustu
dögum og tökum upp þráðinn þar
sem frá var horfið,“ sagði Sigurður.
Ágúst Sigurðsson, einn eigandi
Stálskips, sagði að Stálskip hf. hefði
verið reiðubúið að eftirláta Stöpum
hf. skipið, sem aðila með næst-
hæsta tilboð, auk þess sem Stálskip
hf. hefði verið reiðubúið að greiða
mismuninn á boðunum, krónur
500.000, sem vanefndabætur. Þetta
hefði m.a. komið fram í skeyti sem
Stálskip hf. sendi sýslumanni
Barðastrandarsýslu og bústjóra
þrotabús Hraðfrystihúss Patreks-
fjarðar sl. laugardag og þess jafn-
framt óskað að skeytið yrði kynnt
kröfuhöfum. í skeytinu sagði enn-
fremur að verði ákvörðun tekin um
að gefa Stöpum hf. kost á skipinu,
teldi Stálskip hf. sig hafa firrt sig
frekari skaðabóta- eða vanefnda-
bótaábyrgð. Ákvörðun um að selja
þriðja aðila skipið á lægra verði
væri þá alfarið á ábyrgð kröfuhafa
og _þrotabús.
Ágúst sagði að Stálskip myndi
vissulega standa við sitt fyrra boð,
en gjaldfallin skuld við Byggða-
stofnun næmi 40 milljónum og
gjaldfallin skuld við Landsbanka
Islands væri upp á 25 milljónir.
Ekki hefði verið reynt að semja um
skuldirnar við veðhafa, en stjórn
Byggðastofnunar hafði samþykkt
fyrir uppboðið að gjaldfella van-
skilaskuldina ef skipið færi annað
en til Patreksfjarðar. „Okkur er
grófiega mismunað sem þegnum
þjóðfélagsins og vissulega_ gæti
þetta orðið þrætumál," sagði Ágúst.
Guðmundur Malmquist, forstjóri
Byggðastofnunar, sagði að það
væri í verkahring stjórnar Byggða-
stofnunar að ákveða hvort skuldin
yrði gjaldfelld nú þegar skipið væri
komið í hendur Stálskips. Stjómin
hefði samþykkt fyrir uppboðið að
gjaldfella skuldina aðeins ef skipið
færi í burtu frá Patreksfirði. Sú
samþykkt stæði þar til henni væri
breytt.
og kannski hefur allt of lítið verið
gert af í Reykjavík og á Reykjanesi.
Fólk úti á landi snýr sér til síns þing-
manns þegar eitthvað bjátar á, hvort
sem það er refarækt eða vandi Pat-
reksfirðinga, en kjósendur hér suð-
vestanlands hafa minna snúið sér til
þingmanna sinna.“
Að sögn Péturs kom fram á fund-
inum að eignarskatturinn myndi
valda því að töluvert margir einstakl-
ingar neyddust til að selja hús sín,
einkum eldra fólk, sem ætti í nógum
erfiðleikum fyrir að halda eigið heim-
ili. „Maður vonar þá að þetta fólk
eigi vísa dvöi á elliheimili eða slíkum
stofnunum. Hins vegar aukast gjöld
ríkis og sveitarfélaga um margfaldan
þennan skatt við það að þetta fólk
flyzt inn í félagslegt húsnæði," sagði
Pétur. „Það sparar hinu opinbera
milljónir með því að beijast við að
halda sitt eigið heimili í hárri elli.
Mönnum þótti það undarlegt að
skattleggja þetta fólk í þessari bar-
áttu.“
Pétur sagði að fundurinn hefði
verið gagnlegur að sínu mati og þing-
mennirnir hefðu sumir hveijir lýst
því hvað þeir hygðust gera til að
reyna að leysa vanda fólksins. „Eg
vona að niðurstaða fundarins verði
einhver úrræði og að þingmennirnir
muni ekki daufheyrast við þessum
óskum kjósenda sinna,“ sagði Pétur.
Á fundinn mættu 14 af 28 þing-
mönnum kjördæmanna tveggja.
Svavar Gestsson var eini ráðherrann,
sem mætti, en sex þingmenn
Reykjavíkur og Reykjaness eru ráð-
herrar. Svavar sagði í samtali við
Morgunblaðið eftir fundinn að ekki
væri á döfinni í ríkisstjórninni að
breyta þessari skattlagningu. Þó
teldu menn ekki óeðlilegt að skoða
hana í tengslum við fyrirhugaða
álagningu skatts á fjármagnstekjur.
Svavar sagði að í raun væri fráleitt
að kenna núverandi stjórn um vanda-
málið, þar sem það ætti rætur að
rekja til ársins 1978 er ákveðið hefði
verið að skattleggja hjón hvort í sínu
lagi.