Morgunblaðið - 13.09.1989, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 13.09.1989, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 1989 33 VEL\AKANDI SVAR/R í SÍMA 691282KL. 10-12 FRÁ NÁNUDEGt TIL FCSTUDAGS it riiiimáw/ww Þessir hringdu .. . Sýnum ábyrgðartilfinningu Guðrún S. Jóhannsdóttir hringdi: „í allt vor og sumar hafa birst tilkynningar í Velvakanda og dálkum fleiri blaða um týnda ketti og kettlinga. Og í sömu dálkum hafa svo birtst, jafnvel sama dag- inn, tilboð um gefíns kettlinga. Þetta er alltaf sama sagan ár eft- ir ár. Þrátt fyrir upplýsingar til fólks frá dýralæknum og öðrum sem þekkja þessi mál eru læður látnar gjóta aftur og aftur, og svo er bara auglýst: „Sætar kisur gefins, eru þrifnar og mannel- skar“. Ég segi að meira máli skipti að væntanlegir kattaeig- endur séu dýravinir því flest hús- dýr verða elsk að manninum ef þeim er sýnt gott atlæti. Vonandi fara menn að hugsa og fram- kvæma af meiri ábyrgðartilfínn- ingu í málum þessara gáfuðu og fallegu dýra.“ Úr Úr fannst í' höggmyndagarði Einars Jónssonar fyrir nokkru. Eigandi getur vitjað þess í Lista- safninu. Myndavél Myndavél af gerðinni Pentax varð eftir við Hnausapoll um helg- ina. Finnandi er vinsamlegast beð- inn að hringja í síma 31903. Köttur Grár og hvítur fressköttur tap- aðist frá sumarbústað við Meðal- fellsvatn í Kjós fýrir skömmu. Þeir sem vita hvar hann er niður kominn eru vinsamlegast beðnir að hringja í síma 19802. Gleraugu Gleraugu fundust um miðjan ágúst nálægt Austurbæjarbíói. Upplýsingar í síma 21726. Gróf orð prýða engan Kæri Velvakandi. Það er hart að þurfa að hlusta á blótsyrði í morgunstund barn- anna. Undanfarið hefur útvarps- maður veriðað lesa framhaldssögu fyrir böm. Ég held það hafí verið í fyrsta eða öðrum lestrinum sem blótsyrði kváðu við. Gróf orð prýða engan mann og þau eiga síst við þegar talað er við börn. Því er ekki að leyna að hér blóta margir, því miður. Það er varla við bömin að sakast: Sumir for- eldrar virðast ekki geta tjáð sig um dagleg málefni, hvað þá eitt- hvað sem þeir vilja leggja áherslu Röng ákvörðun Kæri Velvakandi. Ég get ekki þagað yfir óánægju minni með orlof húsmæðra Reykjavíkur á þessu sumri og ég veit að ég tala fyrir munn margra. Þær konur sem því réðu að farið var til Spánar hafa ekki hugmynd um öll þau vonbrigði sem þær hafa bakað íjölda húsmæðra sem hafa farið að Hvanneyri sér til hvíldar og hressingar frá dagleg- um störfum, en áttu engan veginn tök á að fara til Spánar, bæði vegna hita sem þar er um sumart- ímann og peninganna. Það er munur á að borga vem sína á Hvanneyri, 8—10 þúsund krónur, eða að fara til Spánar fyrir 30—40 þúsund. Það er fjöldi kvenna em ekkert hefur farið og á stjórn orlofsnefnd- ar engar þakkir skilið fyrir þessa breytingu. Það er ekki rétt að þær hafi fengið inni á Hvanneyri. Ég hefi kynnt mér það að aðeins var afmælisveislan undanskilin. Þær sem þessu stjórna verða að huga að fleiru en einu og vona ég að þessi ferð til Spánar verði ekki endurtekin og þær haldi sig innan- lands í framtíðinni. Elísabet Helgadóttir á, nema með blóti og formæling- um. Allt menningartah útvarpsins verður hjáróma þegar fúkyrði eru látin fjúka þess á milli, meira að segja í bamaefninu. Væri hægt að fá kristilegt efni í barnatímanum, t.d. biblíusögurn- ar sagðar við hæfi barna? Því miður er það staðreynd að biblíu- sögufræðslu í skólum hefur víða farið stórlega aftur. Ég tek jafnframt undir þá ósk sem komið hefur fram hér í blað- inu að á barnasíðum Morgunblaðs- ins verði meira uppbyggilegt efni og helst kristilegt og siðrænt. Ég er alls ekki að hafa á móti þrautum og gátum eða bréfum og myndum frá bömunum. En það eitt skilur svo lítið eftir. Lífið er miklu meira en afþreying. Lesandi Gæti skapað árekstra Til Velvakanda. Ég las fyrir nokkram dögum frétt í Morgunblaðinu þess efnis að ungt og áhugasamt fólk hefði í vor sl. stofnað með sér félag til kvikmyndagerðar. Það er í sjálfu sér ekki mjög fréttnæmt að fólk stofni með sér hlutafélag og taki að sér ákveðin verkefni. En það sem vakti athygli mína í fréttinni var nafn hlutafélagsins: Nýja Bíó hf. _ Árið 1982 stofnaði ég hlutafé- lag með þessu nafni. Ég verð að játa að ekki er ég það vel að mér að ég viti hvort hægt er að skrá fleiri en eitt hlutafélag með sama nafni, en 5 framhaldi af þeirri vangaveltu langar mig ti! að bera fram eina spumingu: Ef mér af einhveijum hvötum dytti í hug að setja auglýsingu í blað eða sjón- varp með eftirfarandi texta, hver yrðu viðbrögðin. Nýja Bíó hf. vill koma eftirfar- andi á framfæri: 1. Við eram ekki á nokkurn hátt fær um að taka að okkur verkefni í neinskonar kvik- myndagerð, einfaldlega vegna þess að við höfum ekki á að skipa hæfu fólki né tækjakosti til þeirra verka og viljum því eindregið benda fólki á að leita annað en til Nýja Bíós hf. 2. En ef þið finnið hæft fólk til að vinna að kvikmyndagerð fyrir ykkur, þá erum við fullfær um að sýna afrakstur þeirrar vinnu í kvikmyndahúsi okkar. pr.pr. Nýja Bíó hf. Steingrímur Kristinsson Auðvitað mundi ég aldrei eyða peningum í slíka auglýsingu, a.m.k. ekki án tilefnis. Hver veit annars hvort eitthvað tilefni gæti komið upp sem skapað gæti árekstra milli tveggja fyrirtækja með sama nafni', því ekki er óvar- legt að ætla að a.m.k. tveir aðilar, hvor öðrum óviðkomandi hafi prókúruumboð fyrir Nýja Bíó hf. Steingrímur Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 12, mánu- daga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskiptingar, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundur óski nafnieyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. Ást er... 0 ... að láta allan heiminn vita. TM Reg. U.S. Pal OH.—all rights reserved © 1989 Los Angeles Times Syndicate Þú segir stað konunnar vera í eldhúsinu. Þá er þinn vettvangur sorpið ... HÖGNI HREKKVÍSI // HVEK /-ieyNTi NlPUf? BLÖMA- POTTI ÚR 6LUGSAMUM?/" 1 ’J « s 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.