Morgunblaðið - 13.09.1989, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.09.1989, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 1989 3 Bæði Visa og Euro-, card hjá Is- landsbanka „ÞAÐ er Ijóst að þegar íslands- banki tekur til starfa munu engin tengsl eða sambönd rofna, svo bankinn verður bæði með Visa- og Eurocard-greiðslukort. Það hefur alla vega ekki verið tekin ákvörðun um annað,“ sagði Valur Valsson, bankasljóri Islands- banka, í samtali við Morgunblað- ið. Iðnaðarbankinn á um 10% í Visa- ísland og Alþýðubankinn um 3%. Þá eiga Verslunarbankinn og Ut- vegsbankinn 25% hvor banki í Kred- itkortum hf., sem er með Eurocard- greiðslukort. Valur sagði að ekki hefði verið tekm ákvörðun um það enn hvernig Islandsbanki myndi haga þessum málum. „Það rofna engin sambönd og tengsl. Við erum með bæði kortin og verðum það áfram,“ sagði Valur. íslandsbanki verður fyrstur banka hér á landi til að vera með- af- greiðslu fyrir bæði Visa og Eurocard. Rækjuveiði í Oxarfírði verði áft*am bönnuð Hafrannsóknastoftiun hefur lagt til við sjávarútvegsráðuneyt- ið að rækjuveiði verði áfram bönnuð í Öxarfirði, en Kópaskers- menn bundu miklar vonir við að hægt yrði að stunda þar rækju- veiði í vetur. Það hefði orðið veru- leg lyftistöng fyrir allt atvinnulíf á Kópaskeri, en starfsemi í rækju- vinnslunni Geflu hf. hefur legið meira og minna niðri síðan um áramót, að sögn Ingunnar Sva- varsdóttur, sveitarsljóra á Kópa- skeri. Rannsóknaskipið Dröfn gerði at- huganir á rækjunni í Öxarfirði í síðustu viku að beiðni Kópaskers- 'manna, en rækjuveiði þar hefur ver- ið bönnuð undanfarin ár vegna of- veiði á miðjum áttunda áratugnum. Unnur Skúladóttir, fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, sagði að rækjan væri enn of smá til að vera veiðanleg, en magnið virtist vera að aukast. 85% meira magn hefði veiðst nú miðað við togtíma frá því í fyrra, en rækjan væri hinsvegar jafnsmá eftir sem áður. Stærðin á rækjunni væri 477 stykki í kg, en mætti ekki fara umfram 350 stykki til að vera veiðanleg. Hreppsnefnd Presthólahrepps hefur óskað eftir því við sjávarút- vegsráðherra að hreppsbúar fái einir að sitja að fyrstu 500 tonnunum upp úr Öxarfirði eftir að rækjuveiðar verða leyfðar þar á ný. Unnur sagðist ekki geta útilokað að veiðar hæfust í Öxarfirði næsta vetur. Laugardalur: Frítt í vatns- rennibrautina BORG ARRÁÐ heftir samþykkt til- lögu íþrótta- og tómstundaráðs um að framvegis verði ekki greitt sérstaklega fyrir aðgang að vatns- rennibrautinni í Laugardal. Að sögn Júlíusar Hafstein, for- manns íþrótta- og tómstundaráðs, þykir ekki svara kostnaði að inn- heimta aðgang að brautinni. „Á sínum tíma voru skiptar skoðanir um hvernig þessu máli skyldi hátt- að,“ sagði Júlíus. „Það hefur síðan komið í ljós að ekki er hagkvæmt fjárhagslega að innheimta þetta gjald vegna alls þess, sem því fylg- ir. Sérstök armbönd, miðasala og tvöföld vakt.“ Velgengni Apple leiðir til lægra verðs Til þess að auðvelda námsmönnum og fleirum að eignast Macintosh tölvur, hefur Apple Computer ákveðið að lækka verðið á ódýrari gerðum Macintosh tölva um allt að 25% á almennum markaði og kemur ríkissamningsafslátturinn svo ofan á pann afslátt. Pannig lækka ódýrustu tölvumar um allt að helming, fyrir pá sem hafa aðgang að ríkissamn- ingnum, en peir eru: Ríkisstofnanir og fyrirtæki í eigu ríkis- ins að hluta eða öllu leiti ásamt öllum ríkisstarfsmönnum, framhaldsskólar og starfandi kennarar peirra, grunnskólar og starfandi kennarar peirra, bæjar- og sveitarfélög, samtök peirra og starfsmenn, Háskóli íslands, nemendur og kennarar hans, Kennaraháskóli íslands, nemendurogkennararhans,Tækniskóliíslands,Verslunarskóliíslands, Samvinnuskólinn Bifröst og Búvísindadeildin á Hvanneyri, kennarar og nemendur á háskólastigi þeirra skóla. Kári Halldórsson, hjá Innkaupastofnun ríkisins, tekur á móti pöntunum á tölvum, jaðarbúnaði, forritumo.fi. oger föstudagurinn 15. september síðasti pöntunardagur fyrir næstu afgreiðslu. Afhending verður u.þ.b. 11/2 mánuði síðar. Eins og sjá má af línuritunum hér að neðan, hafa vinsældir Macintosh tölvanna farið vaxandi, ár frá ári og var fjöldi seldra tölva orðinn þrjár milljónir í júlí 1989, enda eru þær til í öllum verðflokkum eins og sjá má og við allra hæfi. Skífuritið, hér að neðan, er úr kandidatsritgerð Atla Arasonar í Viðskiptadeild Háskóla íslands og sýnir það markaðshlutdeild einkatölva hjá ríkisstofnunum. Það sannar að Macintosh tölvur eru vinsælli en nokkrar aðrar tölvur hér á landi, enda vom þær mest seldu tölvurnar á íslandi á síðasta ári, en þá þrefaldaðist salan frá árinu áður. Petta eru bestu meðmæli sem við getum fengið um Macintosh tölvurnar, en auk þess er vitað að mun fljótlegra er að læra á þær tölvur en nokkrar aðrar og afkastageta eykst um allt að 40% miðað við aðrar tölvur. Tölvur Tilboðsverð Listaverð Afsl. Lœkkun Sala á Macintosh tölvum í heiminum Macintosh Plus ÍMB/I drif.....85.388,- 126.000, Macintosh SEÍMB/IFDHD*.......123.558,- 192.000, Macintosh SE 2/201FDHD*......172.074,- 264.000, Macintosh SE/30 2/40*........246.932,- 369.000, Macintosh SE/30 4/40*........284.837,- 424.000, Macintosh IIcx 2/40*.........282.082,- 425.900, Macintosh IIcx 4/40*.........322.949,- 488.100, Macintosh II cx 4/80*........350.194,- 529.500, Macintosh IIx 4/80*..........375.737,- 568.400, *) Verð ín lyklaborðs Dœmi um Macintosh II samstæður: Macintosh IIcx 2/40..........325.845,- 491.600, einlitur skjár, kort, skjástandur og stórt lyklaborö ■ Macintosh IIcx 2/40........391.403,- 592.400,- 34% litaskjár, 8 bita kort, skjástandur og stórt lyklaborö Skjáir: 21" einlitur skjár meö korti...142.185,- 15" einlitur skjár meö korti...88.546,- 13" litaskjár með korti........94.421,- 12" einlitur skjár meö korti...28.863,- Lyklaborð: Lyklaborð........................6.045,- Stóit lyklaborð.................10.728,- Prentarar: ImageWriter n...................29.818,- ImageWriter LQ..................87.203,- LaserWriter IINT...............257.901,- LaserWriter IINTX..............320.905,- Arkamatari f/ImW II.............11.018,- Arkamatari f/ImW LQ.............16.427,- Minnisstœkkanir: Minnisstækkun 1MB(II).........23.414,- Minnisstækkun 2MB.............60.876,- Minnisstækkun 4MB(II)........140.482,- 216.300,- 134.700, - 143.700, - 42.900,- 34% 34% 34% 34% 9.200,- 34% 16.400,- 35% 44.000,- 32% 134.000,- 35% 382.000,- 32% 478.000,- 33% 14.300, - 23% 21.300, - 23% 35.600, - 34% 92.600, - 34% 213.800,- 34% (Verö miðast viö gengi USD 60,83) Macintosh tölvur eru til í öllum verðflokkum 100000 200000 300000 400000 500000 600000 VerO I kr. 1. Mptémber 19M Markaðshlutdeild hjá ríkisstofnunum 25% ■ Macintosh 34% □ IBM 25% H Victor 10% VI Atlantis 3% □ Wang 4% □ Tulip 4% S Island 6% 13 HP 3% □ Televideo 2% Q Aðrar tölvur 9% Skv. kandídatsriigerð Atla Arasonar í Viðskiptadeild Hískóla íslands 1989 Athugið að síðustu forvöð að panta Macintosh tölvubúnað fyrir næstu afgreiðslu hjá Kára Halldórssyni, Innkaupastofnun ríkisins, Borgartúni 7, sími 26844, em 15. september SKIPHOLT119 SÍMI 29800 Þessi auglýsing var unnin á Macintosh tölvu í forritunum PageMaker, Works og Cricket Graph og prentuö út á LaserWriter NTX.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.