Morgunblaðið - 13.09.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.09.1989, Blaðsíða 1
40 SIÐUR B 207. tbl. 77. árg.______________________________MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 1989______________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Austur-Þýskaland: Kreijast þess að ung- versk stjómvöld stöðvi flóttann til Vesturlanda Austur-Berlín. Moskvu, Búdapest, Prag, Vín. Reuter. AUSTUR-ÞÝSKA ríkisstjórniu krafðist þess í gær að ungversk stjórn- völd stöðvuðu flótta austur-þýskra þegna frá Ungverjalandi til Aust- urríkis og Vestur-Þýskalands. Samskipti rikjanna hríðversnuðu þegar Ungverjar ákváðu að rifta samkomulagi sínu við austur-þýsk stjórn- völd og leyfa Austur-Þjóðverjum að fara um landamæri sín til Aust- urríkis án vegabréfsáritunar. Gennadíj Gerasíniov, talsmaður sovéska utanríkisráðuneytisins, sagði að ákvörðun Ungverja væri „afar óvenju- leg“. 10.516 flóttamenn hafa farið til Vestur-Þýskalands frá því að Ungveijar opnuðu landamæri sín á miðnætti sunnudags, að sögn tals- manns austurríska utanríkisráðuneytisins. Svo virðist sem nú hafi dregið úr flóttamannastrauminum. „Austur-þýsk stjórnvöld vænta Reuter Austur-þýskir flóttamenn staldra við til að líta á atvinnutilboð á skilti sem hefur verið komið upp í flóttamannabúðunum í Vilshofen i Vestur-Þýskalandi. þess að ungverska ríkisstjórnin dragi tafarlaust til baka einhliða ákvörðun um að rifta hluta samkomulags s'íns við austur-þýsku ríkisstjórnina um vegabréfsáritanir," sagði í opinberu mótmælaskjali sem embættismönn- um í ungverska utanríkisráðuneyt- inu var afhent og AKAT-fréttastofan austur-þýska sendi frá sér. ADN sendi frá sér frétt á mánu- dag þar sem Ungveijar voru sakaðir Cárl I. Hagen, formaður norska F ramfaraflokksins, í viðtali við Morgunblaðið: Minnihlutaslj órn Bnmdt- land verður áfi'am við völd Ósló. Frá Rune Timberlid, fréttaritara Morgnnblaðsins. CARL I. Hagen, formaður Framfaraflokksins i Noregi, segir í samtali við Morgunblaðið að viðræður borgaraflokkanna þriggja, Hægriflokks- ins, Miðflokksins og Kristilega þjóðarflokksins, í næstu viku verði „látalætin ein“. Hann telur Miðflokkinn þegar hafa ákveðið að veita minnihlutastjórn jafiiaðarmanna áfram stuðning á þingi. Gro Harlem Brundtland, forsætisráðherra minnihlutastjórnar jafnaðarmanna, hef- ur lýst því yfir að hún muni ekki segja af sér af fúsum og frjálsum vilja og enn er eftir að ná samkomulagi um stjórnarsáttmála mögulegr- ar minnihlutasfjórnar þriggja borgaraflokka. Flokkarnir þrír munu hefja viðræður í næstu viku. um að hafa þegið fé af vestur- þýskum stjórnvöldum fyrir að veita austur-þýskum flóttamönnum farar- leyfí. Guyla Horn, utanríkisráðherra Ungveijalands, sagði í viðtali við útvarpið í Búdapest að slíkar árásir væru ekki svaraverðar. Hann sagði að austur-þýsk stjórnvöld lægju sjálf undir þeim áburði að þiggja greiðsl- ur fyrir að leyfa austur-þýskum þegnum að fara til Vestur-Þýska- lands. A meðan þúsundir flóttamanna flýja til Vesturlanda hafa andófs- menn í Austur-Þýskalandi stofnað fyrstu stjórnarandstöðuhreyfinguna í landinu sem hlotið hefur nafnið Nýr vettvangur. Yfir eitt hundrað manns skrifuðu undir stofnskrá hreyfingarinnar þar sem hvatt er til viðræðna við kommúnista um lýð- ræðisumbætur í landinu. 230 Austúr-Þjóðveijar, sem dvalið hafa í vestur-þýska sendiráðinu í Prag í Tékkóslóvakíu á fimmta mán- uð, gáfu í gær upp von um að kom- ast til Vestur-Þýskalands. Þeir ák- váðu að snúa aftur til Austur-Þýska- lands að áeggjan austur-þýskra embættismanna sem hétu þeim að- stoð við að komast frá heimalandi sínu á löglegan hátt. Sjá: „„Það sem sýnt er í Leipz- á bls. 16. Kristilegir demókratar: Sennilegt er að borin verði fram vantrauststillaga á stjórn Brundt- land er stefnuræða stjórnarinnar verður rædd í Stórþinginu þegar fundir þess hefjast á ný eftir þijár vikur. Sigurvegari kosninganna, Framfaraflokkurinn, hyggst greiða vantrauststillögu atkvæði sitt. Þar með ætti meirihlutinn að vera tryggður og Brundtland hlyti að víkja. Enn er hins vegar óljóst hvort tekst að samræma sjónarmið hægri- manna og Miðflokksins sem hefur undanfarin þijú ár verið styrkasta stoð minnihlutastjórnar Brundtland á þingi. Flokkurinn hét því á hinn bóginn fyrir þingkosningarnar á mánudag að reyna að mynda borg- aralega samsteypustjórn. „Þetta verður erfitt en ekki ókleift. Fólk krefst þess að við leggjum hart að okkur,“ sagði Jan P. Syse, formaður Hægriflokksins, er kosningaúrslit voru kunn. Johan J. Jakobsen, for- maður Miðflokksins, tók undir þetta en benti á að styrkleikahlutföll á þingi gerðu stjórnarmyndun mjög erfiða. í símaviðtali Morgunblaðsins við Carl I. Hagen í gær var liann spurð- ur hvort hann teldi líkur á að hægri- menn legðu á hilluna yfirlýsingar sínar um að hafna allri samvinnu við Framfaraflokkinn. „Það hef ég ekki hugmynd um, ég bíð eftir við- brögðum þeirra, en sem stendur andar mjög köldu í okkar garð og fuíjtrúar hinna borgaraflokkanna hafa ekkert rætt við okkur í dag. Það fer ekkert á milli máia að við viljum taka þátt í viðræðum um stjórn borgaraflokka en þá sem jafn- ingjar." Formaðurinn sagði að Framfaraflokkurinn væri reiðubúinn að slaka á kröfum sínum til að ná samkomulagi við hina flokkana og sýna að flokkurinn vildi axla ábyrgð, engir úrslitakostir yrðu settir. Að- spurður viðurkenndi Hagen að þetta gæti að vísu valdið því að flokkurinn glataði einhveiju fylgi, einkum svo- nefndum „óánægjukjósendum", en þá yrði að taka því; þriðji stærsti flokkur landsins yrði að sýna ábyrgðartilfinningu. „En ég hef enga trú á því að viðræður flokk- anna þriggja í næstu viku beri nokk- urn árangur, Miðflokkurinn hefur alltaf haft í hyggju að styðja stjórn jafnaðarmanna eftir sem áður. Þess- ar viðræður verða þess vegna til- gangslaus látalæti og stjórn Brund- tland mun halda völdum nieð stuðn- ingi Miðflokksins," sagði Hagen. Sjá ennfremur: „Spáð óvissu ... “ á bls. 16. Kohl end- urkjörinn formaður Bremen. DPA. Reuter. HELMUT Kolil, kanslari, var end- urkjörinn formaður flokks Kristi- legra demókrata á landsþingi flokksins, sem nú stendur yfir. Hlaut hann 77,4% atkvæða eða minna fylgi en nokkru sinni frá því hann tók við formennsku í flokknum fyrir 16 árum. í umræðum fyrir kjörið var Kohl gagnrýndur fyrir þá ákvörðun sína að reka Heiner Geissler úr starfi framkvæmdastjóra flokksins. Kohl varðist og hvatti til einingar vegna væntanlegra þingkosninga. Helsti andstæðingur Kohls, Lothar Spáth, forsætisráðherra Baden- Wiirttembergs, lýsti því yfir í gær að kanslarinn hefði farið með sigur af hólmi í valdabaráttu innan flokks- ins. Spáth, sem þykir fijálslyndur, hafði gagnrýnt stefnu kanslarans harðlega en hann gekk þó ekki svo iangt að bjóða sig fram gegn honum. Carl I. Hagen, formaður Framfaraflokksins, fagnar sigri í norsku þingkosningunum á mánudag. Flokkur hans tífaldaði fylgi sitt. Alræði júgóslavneskra kommúnista afiiumið? Bclgrad. Keuter, STJORNVÖLD í Júgóslavíu hyggjast fylgja fordæmi Pólverja og Ungverja á stjórnmálasviðinu og afiiema alræði eins flokks, kommúnistaflokksins, í landinu. Ivan Birgic, sem á sæti í stjórn- máladeild júgóslavneska komm- únistaflokksins, skýrði frá þessu í ræðu er hann flutti á íúndi mið- stjórnar flokksins á mánudag. Birgic sagði í ávarpi sínu að um- bætur þessar yrðu leiddar \ lög í nýrri stjórnarskrá Júgóslavíu. í henni yrði m.a. kveðið á um að kommúni- staflokkurinn hefði engu sérstöku forystuhlutverki að gegna á vett- vangi hugmyndafræði og stjórnmála. Svo sem alkunna er hafa nú bæði Pólvetjar og Ungveijar hafnað þess- ari skilgreiningu á hlutverki komm- únista í mannlegu samfélagi. Ivan Birgic sagði að þess í stað væru ráðamenn flokksins tilbúnir til að keppa við „hugmyndafræðileg öfl í samfélaginu" á jafnréttisgrundvelli. Kommúnistar hafa verið við völd í Júgóslavíu allt frá lokum síðari heimsstyijaldarinnar en stjórnvöld þar í landi hafa þó ætíð fylgt sjálf- stæðri stefnu og standa Júgóslavar þannig m.a. utan Varsjárbandalags- ins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.