Morgunblaðið - 13.09.1989, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 13.09.1989, Blaðsíða 28
1 MORGUNBLftÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 1989 í^8 Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Skiptinemar þeir sem voru á námskeiði á Selfossi á vegnm AFS á íslandi þar sem þeir voru búnir undir ársdvöl hjá íslenskum fjölskylduni. NÝTT LAND Skiptinemar á námskeiði Undirbúningsnámskeið fyrir skiptinema, sem dvelja hér á landi á vegum AFS á íslandi næsta árið, var haldið í Gagnfræðaskólan- um á Selfossi fyrir skömmu. Nem- arnir dvöldu allir hjá fjölskyldum á Selfossi meðan á námskeiðinu stóð. 25 skiptinemar frá Bandaríkjun- um, Mexíkó, V-Þýskalandi, Belgíu og Ghana verða hér á landi næsta árið á vegum AFS á íslandi. Þeir verða hjá fjölskyldum út um allt land og munu allir stunda nám í fram- haldsskólum. A námskeiðinu á Selfossi fengu skiptinemarnir íslenskukennslu, þeim voru kynntir siðir og venjur Islendinga, lærðu um skólakerfið og farið var yfir reglur AFS. Þar fengu þeir einnig tækifæri til að kynnast hveijir öðrum. Halldóra Kristín Gunnarsdóttir á Selfossi sá að mestu um að finna „fósturfjölskyldur" þær sem nemarn- ir voru hjá námskeiðsdagana en starfsfólk og sjálfboðaliðar AFS sáu um framkvæmd námskeiðsins að öðru leyti. Tuttugu og sjö íslenskir unglingar hafa verið á vegum félagsins á suður- hveli jarðar frá því í byijun þessa árs og 64 verða næsta árið í Banda- ríkjunum og Evrópu. íslendingarnir búa allir hjá fjölskyldum og ganga í skóla eins og nemamir gera sem eru hér. Sig.Jóns. BLOMABAÐ Danadrottning blómum skreytt Margrét Þórhildur Danadrottning er list- ræn kona og þekkt fyrir sköpunargleði og smekkvísi. Hún er afskaplega hrifin af blóm- um og er gjarnan í kjólum með blómamynstri. A þessari mynd hefur hún ekki látið það nægja heldur skreytt hár sitt með lifandi blómum, hvítum rósum og grænum blöðum. Angela og Tony Ijá hvort öðru ást sína í þáttunum „Hver á að ráða?“ RÓMANTÍK * Ahorfendur vildu ástar- samband Gamanþættirnir „Hver á að ráða?“ sem sýnd- ir eru í ríkissjónvarpinu eiga sinn trygga áhorf- endahóp. Margir hafa gam- an af að fylgjast með sam- Leikannn Tony Danza er giftur og á bandi söguhetjanna Angelu dótturina Katie sem er tveggja ára með og Tonys, en þau laðast eiginkonu sinni Tracy. greinilega hvort að öðru en hafa hingað til ekki þorað að láta tilfínningar sínar í ljós. Framleiðendur þáttanna hafa fylgst vandlega með bréfum þeim sem bandarískir sjón- varpsáhorfendur senda þeim og þeir hafa tekið eftir að nú finnst áhorfend- um kominn tími til að eitthvað fari að gerast í ástarmálunum á heimil- inu. Því hefur verið ákveðið að í þeim þáttum sem verða framleiddir í vetur muni Angela auglýsingaforstjóri og heimilishjálpin hennar, hann Tony, tjá hvort öðru ást sína. En þar sem Tony vill mennta sig og fara í háskóla þá verður ekkert úr hjónabandi þeirra strax. SJÓNVARP Hin velklædda Murphy Brown Candice Bergen sem leikur Murphy Brown í samnefndum sjónvarpsþáttum þykir ein best klædda konan í bandaríska sjón- varpinu. Murphy er sjónvarpsfrétta- kona sem hefur munninn fyrir neðan nefið og þættirnir um hana njóta mikilla vinsælda vestan hafs. Margar raunverulegar fréttakonur hafa tekið fatastíl hennar til fyrirmyndar og klæðast rúllukragabolum, jökkum í sterkum litum og eru með stóra ein- falda skartgripi. Þættirnir um Murp- hy Brown verða á dagskrá Stöðvar 2 síðar í þessum mánuði. Morgunverðarfundur fimmtud. 14. sept. Atvinnulíf ið í samdrætti Á morgunverðarfundi VÍ fimmtudaginn 14. sept. kl. 8.00-9.30, í Skálanum, Hótel Sögu, verðurfjall- að um ástand og horfur í íslensku atvinnulífi. Frummælendur verða: - Sigurður B. Stefánsson, er flytur framsögu er nefnist „Fjármagnsmarkaður: Lækkar fjár- magnskostnaður?" - Einar Oddur Kristjánsson, „Vinnumarkaður: Eru raunhæfir samningar mögulegir?" - Vilhjálmur Egilsson: 1990, samdráttar og verð- bólguár? Að loknum framsöguerindum verða umræður, en fundinum mun Ijúka kl. 9.30. Þátttökugjald kr. 500, morgunverður innifalinn. Þátttaka tilkynnist til Verslunarráðs íslands, sími 83088. VERSLUNARRÁÐ ÍSLANDS FRAMHJÁHALD Tom Jones orðinn einn á báti Söngvarinn og hjartaknúsar- konum sem vilja óðar og upp- inn Tom Jones er nú einn á vægar hugga hann eftir skilnað- báti eftir að eiginkona hans, inn. Linda, sagði skilið við hann eftir 32 ára hjónaband. Hún sætti sig ekki við framhjáhald eiginmanns- ins og krefst nú helmings eigna þeirra hjóna eða um 750 milljóna króna. Fyrr í sumar var Tom Jones dæmdur faðir lítils drengs í New York og byggðist sá dómur á nið- urstöðu blóðprufu en söngvarinn neitaði því að hafa nokkurn tímann hitt móðurina. Með konu sinni átti Tom þrítugan son, sem er umboðsmaður föður síns og barnabörnin eru orðin tvö. Flestir töldu að söngvarinn væri ham- ingjusamlega giftur fjölskyldufað- ir en sú ímynd hans er nú hrunin. Tom Jones segist nú vera búinn að fá nóg af kvenfólki og skeytir ekkert um blóm og bréf sem hon- Heimili þeirra Toms og Lindu var í Englandi en starfí hans fylgdu um berast daglega frá miðaldra mörg ferðalög til Bandaríkjanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.