Morgunblaðið - 13.09.1989, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.09.1989, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 1989 Ingibjörg Þorleifs- dóttir — Minning Fædd 20. júní 1926 Dáin 2. september 1989 Okkur langar til þess að minnast elskulegrar móður okkar, Stefaníu Ingibjargar Þorleifsdóttur, sem lést á Landspítalanum 2. september eft- ir stutta sjúkdómslegu. Hún var nýkomin úr ferðalagi frá Kýpur þar sem hún hafði átt yndis- lega daga. Það var létt yfir henni þegar hún kom heim, þrátt fyrir augljós merki veikinda hennar. En samt gerði enginn sér grein fyrir hversu stutt var eftir. Hún hlakkaði til að hitta vinkonur sínar og fara að vinna. Söknuðurinn er sár, svo sár og þegar maður hugsar til baka riíjast upp margar yndislegar minn- ingar um hana. Hún var svo blíð og góð, sagði aldrei styggðaryrði um neinn, var svo ráðagóð og gáf- uð. Margar setningar geymum við í minningu okkar. Ein af þeim var aldrei að gefast upp og svo sannar- lega lifði hún eftir því. Hún var mjög trúuð í víðum skilningi, hún var í Guðspekifélaginu í mörg ár og leit þannig á að lífið væri skóli og við værum hér í þessari jarðvist til að læra. Hún hafði mjög fágaða framkomu og við systurnar sögðum oft í gríni við hana að hún hefði örugglega verið hefðarkona eða greifynja í síðasta lífi. Heimili henn- ar var mjög listrænt og fallegt og alltaf gott og afslappandi að koma til hennar. Barnabörnin voru henni mikill gleðigjafi og voru mikið hjá henni og er því mikill söknuður hjá þeim. Hún bar mikla virðingu fyrir tengdasonunum og var þeim mjög góð og elskuleg. Alltaf tók hún þeirra málstað ef eitthvað blés á móti og gerði gott úr öllu. Hún hafði mjög skemmtilegan húmor en aldrei á kostnað annarra. Það var alltaf mikil hátíð hjá mömmu á jólakvöld, þá var hún með boð fyrir okkur systurnar og fjölskyldur okkar. Þetta fannst okk- ur ein hátíðlegasta stundin á jólun- um og er hætt við að okkur finnist tómlegt jólakvöldið hér eftir. Hún giftist föður okkar, Þórði Halldórs- syni, 1947 en þau slitu samvistum eftir 20 ára sambúð. Eins og gefur að skilja var erfítt fyrir einstæða móður með þijár dætur að sjá ein um heimilið en hún stóð sig eins og hetja og gafst aldrei upp. Við kveðjum með trega og söknuði elsku mömmu eða eins og við sögð- um svo oft þegar við vorum litlar: bestu mömmu í heimi. Guð geymi hana alla tíð, verndi og varðveiti elsku hjartað okkar. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V.Briem) Dæturnar Sigríður Sjöfii og Svala Þórðardætur „Tilvera okkar er undarlegt ferðalag, við erum gestir og hótel okkar er Jörðin“ (Tómas Guð- mundsson). Hver kannast ekki við ljóðið hans Tómasar og hversu mikill sannleik- ur er ekki fólginn í þessum orðum. Hún Ingibjörg var nýkomin heim úr ferðalagi, hún hafði dvalist í tvær vikur á Kýpur sér til hvíldar og hressingar ásamt vini sínum Herði Þormar. Hvern skyldi hafa grunað að aðeins örfáum dögum eftir heim- komuna yrði hún farin í annað og meira ferðalag. í það ferðalag þurfti hún engan farangur, þangað fór hún jafn allslaus og hún kom í þennan heim. Lífshlaup Ingibjargar bar góðsemi og göfuglyndi hennar skýran vott, mörg eru þau góðu fræ er hún sáði í hinn mikla akur mann- lífsins. Hún fæddist í Reykjavík 20. júní 1926. Hún var þeirrar gæfu aðnjót- andi að alast upp á ákaflega góðu heimili sem lagði grunninn að þeim lífsviðhorfum sem hún tileinkaði sér. Hún sagði mér oftsinnis að faðir hennar hefði ítrekað við sig að aldrei skyldi maður svíkja gefin loforð og aldrei skyldi maður gefast upp sama hvetju á gengi. Hún Ingibjörg gekk menntaveg- inn og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík. Hún giftist ung Þórði G. Halldórssyni og átti með honum þrjár dætur Sigríði, Sjöfn og Svölu. Þau skildu eftir 20 ára hjúskap og þá kom í hennar hlut að axla þá ábyrgð að ala upp ein og óstudd ungar dætur sínar. Því hlutverki skilaði hún með sóma. í lok þessarar vegferðar vil ég þakka Ingibjörgu fyrir allt það óendanlega góða sem hún hefur gefið mér. Jafnframt veit ég að hún heldur áfram að láta gott af sér leiða á sínum nýja starfsvettvangi handan við móðuna miklu. Með orðum prédikarans vil ég ljúka kveðju minni. „Því að maðurinn fer burt til síns Eilífðar- húss og grátendurnir ganga um strætið. Áður en silfurþráðurinn slitnar og gullskálin brotnar og skjólan mölvast við lindina og hjólið brotnar við brunninn og moldin hverf- ur aftur til jarðarinnar þar sem hún áður var og andinn til Guðs sem gaf hann.“ (Prédikarinn 12) Fari Ingibjörg Þorleifsdóttir í friði. Arni Jónsson Sigurðsson, tengdasonur Eftir 40 ára kynni, sem aldrei féll skuggi á, rifjast upp mörg eftir- minnileg atvik. Þegar ég kynntist mágkonu minni, Imbu, eins og hún var alltaf kölluð, í fyrsta skipti á jóladag 1948, kom á móti mér glæsileg stúlka, sem umvafði mig þeirri sérstöku hlýju, sem henni einni var lagið. Imba og Gunnar bróðir hennar ólust upp á ástríku heimili foreldra sinna, Sigríðar Stefánsdóttur og Þorleifs Gunnarssonar, bókbands- meistara, í Ingólfsstræti 9 — í hinu virðulega Amtmannshúsi, er Þor- leifur hafði breytt í íbúðir og að- stöðu fyrir fyrirtæki sitt, Félags- bókbandið. Þar bjuggum við í nágrenni hvor við aðra í nokkur ár, þar til við eign- uðumst okkar eigin hús. Alltaf var samband okkar náið, þótt bæir skildu að. Ung giftist hún Þórði Halldórssyni og eignuðust þau 3 dætur, sem urðu þeim upp- spretta mikillar gleði. Þau Þórður og Imba slitu síðar samvistum, en henni var það ávallt efst í huga að skapa dætrum sínum fallegt og gott heimili. Hún uppskar líka mik- ið af þeirra hálfu er árin liðu. Meðal mestu gleðigjafa hennar var áhugi hennar á listum. Heimili hennar bar þess vott, að þar var sannur fagurkeri, sem réði húsum. Gleðistundirnar voru margar, þó að mér finnist nú, að þær hefðu mátt vera fleiri. Síminn var óspart notaður, enda margt skrafað. Hún hafði góða kímnigáfu og frásagnar- hæfileikar hennar voru einstakir. Hún var tryggur vinur vina sinna, enda höfðu margar af vinkonum hennar haldið vináttunni frá því, að þær voru ungar í skóla. Þar veit ég að mikill söknuður er ríkjandi við fráfall hennar. Síðustu 10 árin vann hún að við- gerðum á bókum á Þjóðskjalasafn- inu við Hverfisgötu. Hún talaði oft um það, hve mikils virði það væri henni að vera með góðu fólki. Þar naut hún sín líka fullkomlega, innan um bækur, eins og hún átti ætt til. Þegar árin liðu og dæturnar gift- ust og barnabörnin komu, þá naut hún mikillar hlýju frá tengdasonun- um, enda eru þeir góðir og dugandi menn. Síðustu árin átti hún góðan vin og félaga, Hörð Þormar, sem var henni stoð og stytta og var henni mjög kær. Hörður mat hana rnikils og þau ferðuðust saman, utan Iands og innan, og veitti það þeim mikla gleði og ánægju. Hið snögga og ótímabæra fráfall mágkonu minnar var mér og fjöl- skyldu minni mikið áfall. Eg sé hana fyrir mér, hina látlausu hefð- arkonu, sem allir tóku eftir, hljóð- láta, með töfrandi persónuleika. Við, ijölskyldan í Fögrubrekku 47 í Kópavogi, kveðjum hana með söknuði og trega. Guð blessi minningu hennar. Hildur Kristinsdóttir Með þakklæti í huga kveð ég elskulega frænku mína Stefaníu Ingibjörgu Þorleifsdóttur, en hún fæddist 20. júní 1926 og lést 2. september 1989. Foreldrar hennar voru Sigríður Stefánsdóttir og Þorleifur Gunnars- son bókbandsmeistari. Einn bróður átti Ingibjörg, Gunnar Svan Þor- leifsson bókbandsmeistara og list- málara giftan Hildi Kristinsdóttur. Ingibjörgu varð þriggja dætra auðið Sigríðar, Sjafnar og Svölu Þórðardætra. Það var fagurt að sjá hversu annt dæturnar létu sér um móður sína í veikindum hennar ásamt Gunnari og Hildi konu hans tengdasonum hennar ásamt Herði. Ingibjörg var falleg hefðarkona, hún var mjog listræn og um það ber hið fagra heimili hennar vott. Kynni mín við þau systkini eru orðin löng en faðir Ingibjargar var móðurbróðir minn. Að móður minni látinni tóku þau Þorleifur og Sigríð- ur Þorbjörgu systur mína að sér og ólu hana upp sem væri hún er látin. + VILBORG O. BJÖRNSDÓTTIR frá Laufási við Eyjafjörð, - Sólvallagötu 17 - Frændsystkinin. t Faðir okkar, BJÖRN KJARTAIMSSON frá Seli, Grimsnesi, til heimilis að Efstasundi 31, Reykjavík, andaðist laugardaginn 9. september. Sigurður Björn Björnsson, Sigríður Björnsdóttir. t Systir okkar, HELGA JÓNSDÓTTIR, Týsgötu 4B, lést í Landakotsspítala föstudaginn 8. september. Fyrir hönd systkinanna, Guðrún Jónsdóttir. t Eiginmaður minn og faðir okkar, JÓN S. JÓHANNESSON fyrrv. stórkaupmaður, Eskihlíð 18a, andaðist í Landspítalanum 11. september sl. Katrfn Skaptadóttir og börn. + Móðir okkar og tengdamóðir, INGVELDUR BJÖRNSDÓTTIR, er látin. r Björn R. Einarsson, Ingibjörg Gunnarsdóttir, Guðmundur R. Einarsson, Halla Kristinsdóttir. + Útför systur minnar, SIGURVEIGAR PÁLSDÓTTUR frá Skógum í Reykjahverfi, fer fram frá kapellunni í Fossvogi fimmtudaginn 14. september kl. 15.00. Fyrir hönd vandamanna, Guðbjörg Pálsdóttir. þeirra eigin. En til þessara ^óðu hjóna var ég alltaf hjartanlega vel- komin og hefi ég oft þakkað þeirn í huga mér þann kærleik er þau sýndu mér ætíð. A sárum örlagastundum mega orð sín lítils, en það er samofið eðli okkar að syrgja ástvini, þótt við vitum að dauðinn er einungis fæðing inn á nýtt tilverusvið þar sem okkur veitast möguleikar til áframhaldandi þroska. Ég þekki hjón en faðir mannsins hafði látist fyrir nokkrum árum. En er þau hjónin sátu við dánarbeð móður hans þá allt í einu réttir hún fram hendurnar og andlitið geislaði af gleði og svo sagði hún: „Þau bíða eftir mér.“ Enginn vafi er á því að góðvinir Ingibjargar, foreldrarnir sem til- báðu hana, hafa beðið eftir henni. Einnig er ég sannfærð um að Ingi- björg mun fylgjast með ykkur öllum ástvinum sínum. Megi ljúfar minningar um góða móður, systur, ömmu og tengda- móður og vissan um að hún lifir og starfar áfram milda sorg ykkar og allra er hennar sakna. Stella frænka Nú, þegar náttúran skrýðist fögr- um litum haustsins og blómin falla, kveðjum við í hinsta sinn elskulega vinkonu mína. Ingibjörgu mátti líkja við blóni, hún var fögur, björt og fíngerð. Er við kynntumst fyrir tveim tugum ára, í stórum hópi fólks, vakti hún athygli mína vegna fágaðrar fram- komu og glæsileika. Við nánari kynni kom í Ijós, að Ingibjörg var greind og vel menntuð, frá einstöku menningarheimili og bar þess glöggt vitni. Dýrmætar eru mér minningarnar um yndislegar stund- ir á glæsilegu heimili hennar þar sem listfengi og formskyn Ingi- bjargar nutu sín til fulls. Mikið var rætt um hin ýmsu tilbrigði lífsins, og einkenndust skoðanir Ingibjarg- ar af raunsæi og mannþekkingu. Oft vakti hún athygli á þeim flötum tilverunnar, sem útundan verða í erli og ofurkappi daglegs lífs. Ætíð var hún málsvari þeirra, sem minna máttu sín, vinaföst og hollust ráða. Mér sýndi hún fölskvalausa vináttu og tryggð, sem ég vil nú þakka. Elsku Sirrý, Sjöfn og Svala. Megi minningin um ástríka móður og vin, sem trúði á líf eftir þetta líf, verða ykkur huggun í harmi. Ykkur, fjölskyldum ykkar og öðrum ástvinum votta ég mína dýpstu samúð. Hrafiihildur Stefanía Ingibjörg Þorleifsdóttir fæddist 20. júní 1926 og lauk stúd- entsprófi árið 1947. Hún hóf störf á Þjóðskjalasafni íslands árið 1972 og starfaði þar óslitið allt til dánar- dags. Hún var starfsmaður viðgerð- arstofu safnsins og annaðist eink- um viðgerð dagblaða og ýmis að- stoðarstörf við skjalaviðgerðir. Ingi- björg var hæglátur vinnufélagi og vann störf sín af hógværð og sam- viskusemi. Starfsorka hennar var löngum skert sakir veikinda en frá- fall hennar varð samt óvænt, er hún veiktist skyndilega nýkomin úr sumarleyfisferð. Stefanía Ingibjorg lætur eftir sig þijár uppkomnar dætur og vottum við þeim einlæga samúð okkar. Samstarfsfólk í Þjóðskjalasafiii íslands Kransar, krossar w og kistuskreytingar. W r* Sendum um allt land. ^ GLÆSIBLÓMIÐ GLÆSIBÆ, Állheimum 74. sími 84200

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.