Morgunblaðið - 13.09.1989, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 13.09.1989, Blaðsíða 36
SJQVÁögALMENNAR ffrgtmfrlafeife FÉLAG FÓLKSINS ININCHESTER BYSSUR OG SKOTFÆRI Heildsöludreifing: I.Guðmundsson, sími: 24020 MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 1989 VERÐ I LAUSASOLU 90 KR. Erró á Kjarvalsstöðum Morgunblaðið/Börkur Listamaðurinn Erró er kominn til landsins til þess að sýna verk sín á Kjarvalsstöðum. Á sýningunni eru tvær syrpur sem hann vann að á síðastliðnum fjórum til fimm árum. Erró hefur verið önnum kaf- inn í kjallara Kjarvalsstaða við að strekkja og ramma inn myndir sínar þá fjóra daga sem hann hefur dvalið hér. „Þegar ég get grafið mig upp úr kjallaran- um fer ég að hengja upp og svo svara ég því hvern- ig mér líst á íslenska veðrið," sagði hann hressilega er litið var inn til hans í gær. Fjógur ár eru síðan Erró hélt sýningu hérlendis, en hann kom síðast til landsins í laxveiði á fyrra sumri. Qdelscape heitir myndin að baki listamannsins og er híjn í eigu Reykj avíkurborgar. Búistvið 13-14% hækkun á kinda- kjöti fyrir vikulok Á FUNDI ríkisstjórnarinnar í gær var fjallað um nýtt verð á kinda- kjöti sem ákveðið verður nú í vikunni, en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er gert ráð fyrir að smásöluverð hækki um 13-14%. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra segir að ríkissljórnin leiti allra leiða til að koma í veg fyrir þessa hækkun, en þó sé ekki á döfinni að setja bráðabirgðalög í því skyni. Nýtt verð á kindakjöti þarf að liggja fyrir í lok þessarar viku, þar sem sauðfjárslátrun er hafin í flest- um sláturhúsum og nýtt kjöt vænt- anlegt á markað um næstu helgi. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins er talið að óniðurgreitt heildsöluverð á kindakjöti þurfi að hækka um 8%, en það þýðir um 13,5% hækkun á smásöluverði mið- að við óbreyttar niðurgreiðslur að krónutölu. Sexmannanefnd hefur ekki gengið formlega frá nýju grundvallarverði til bænda, en að sögn Guðmundar Sigþórssonar rit- ara nefndarinnar er gert ráð fyrir að það hækki um tæplega 8%. Fjall- að verður um hækkun á slátur- og heildsölukostnaði á fundi fimm- mannanefndar í dag. • * >-------------- Fyrstu umferð skákþings lokið FYRSTA umferð í landsliðsflokki á skákþingi íslands var tefld í gærkvöldi. Jón L. Árnason vann Þröst Árnason og Karl Þorsteins vann Sigurð Daða Sigflisson. Þröstur Þórhallsson vann Ágúst Karlsson, Tómas Björnsson vann Hannes Hlífar Stefánsson, Björgvin Jónsson Jón G. Viðarsson og Guð- mundur Gíslason vann Rúnar Sigur- pálsson. Fundur iðnaðarráðherra og sjávarútvegsráðherra á Egilsstöðum: Fjárfesting í fyrirhugaðri stóriðju 120-130 milljarðar Hugsanlegt að reisa hvalstöð á Austurlandi ef hvalastomar verða fullnýttir Egiisstððum. Frá Steingrími Sigurgeirssyni, JÓN Sigurðsson iðnaðarráðherra segir að þau áform um stóriðju og virkjunarframkvæmdir, sem nú séu efst á baugi, geti haft í för með sér 120-130 milljarða króna fjárfestingu á fimm til tíu árum og tvöföldun raforkuframleiðslu landsmanna á sama tíma, úr 4.500 gígawattstundum í 9.000 GWh. Þetta kom fram á sameiginlegum fundi iðnaðarráðherra og Hall- dórs Ásgrímssonar sjávarútvegs- ráðherra um orku- og atvinnu- mál, sem haldinn var í Valaskjálf á Egilsstöðum í gærkvöldi. Iðnaðarráðherra sagði þau áform, sem nú væru efst á baugi, fyrst og fremst vera stækkun álversins í Straumsvík úr 90.000 tonna árs- framleiðslugetu í rúmlega 200.000 t ársframleiðslugetu. Einnig byggingu nýs álvers með 185-240.000 t árs- framleiðslugetu. Pjórföldun álfram- leiðslu myndi hafa í för með sér að stóriðja yrði næstum því hálfdrætt- ingur á við sjávarútveginn hvað gjaldeyrisöflun varðar. Slíkar stór- iðjuframkvæmdir hefðu í för með sér nýjar virkjanir, þar á meðal á Þjórs- ár-Tungnaársvæðinu og í Fljótsdal. Taldi ráðherra þetta raunhæf áform.. Ráðherra að sérfræðinganefnd á vegum iðnaðarráðuneytisins, I sam- ráði við Byggðastofnun og Þjóð- hagsstofnun, myndi skila í haust at- hugun á áhrifum stóriðju- og virkjun- arframkvaemda þessara. Hann sagði að til samanburðar við hugsanlega fjárfestingu í þeim mætti nefna að fjárfesting á heilu ári í atvinnuveg- um, íbúðarhúsnæði og opinberum mannvirkjum væri á bilinu 50-60 milljarðar króna. Af 120-130 millj- arða fjárfestingu yrðu væntanlega blaðamanni Morgunblaðins. 40% í virkjunum og mætti reikna með að til hennar yrði aflað erlendra lána, en gjaldeyristekjur af henni myndu gott betur en standa undir endurgreiðslu þeirra. Halldór Ásgrímsson sjávarútvegs- ráðherra ræddi meðal annars um nýja möguleika í sjávarútvegi. Hann nefndi þar til hýtingu van- eða ónýttra fiskstofna. Þá mætti koma til bætt nýting og meðferð sjávar- fangs. Ráðherrann nefndi einnig nýj- ar og arðbærari söluaðferðir, svo sem flug með sjávarafurðir frá Austurl- andi til meginlands Evrópu og út- flutning ferskfisks með hraðskipi. Ráðherra sagði að ef til þess kæmi að fullnýta hvalastofnana þyrfti að reisa nýja hvalstöð á Austurlandi. Ein nægði ekki til. Hann sagðist telja að yrðu stofnarnir fullnýttir mætti afla eins milljarðs í tekjur af þeim á ári. Bylgjan rift- ir samningi við Stjörnuna EIGENDUR útvarpsstöðvar- innar Bylgjunnar hafa rift samningi við eigendur Stjörnunnar um sameiningu útvarpsstöðvanna tveggja. Samningur um sameining- una var undirritaður fyrir um hálfu ári, en skuldir Stjörnunn- ar munu hafa verið mun meiri en íslenska útvarpsfélagið hf., eigandi Bylgjunnar, hafði búist við. Þar með munu forsendur sameiningarinnar hafa brostið. Forráðamenn beggja út- varpsstöðvanna sátu á fundi fram yfir miðnætti í gærkvöldi en engar fregnir bárust af fundinum. Samvinnubankinn: Óskað eftir traustsyfírlýs- ingn frá bankaeftirlitinu BANKASTJÓRI Samvinnubankans, Geir Magnússon, segir yfirlýsing- ar Lúðvíks Jósepssonar, bankaráðsmanns í Landsbankanum, um að Samvinnubankinn sé kominn í þrot, algjörlega óábyrgar og út í hött. Hefur hann af því tilefhi óskað eftir því við bankaeftirlit ið að það lýsi því yfir að yfirlýsingar Lúðvíks hafi ekki minnsta grund- völl. Þórður Ólafsson, forstöðumaður bankaeftirlitsins, kvaðst ekki vilja staðfesta að slík beiðni hefði borist en sagðiað verið væri að kanna hvort ummæli, sem sveigt hefðu að fiárhagsstöðu Samvinnu- bankans, væru í andstöðu við lagaákvæði. Kjartan P. Kjartansson, fram- kvæmdastjóri fjárhagsdeildar Sam- bandsins, sendi frá sér yfirlýsingu í gær, þar sem rakin eru rri.a. til- drög að því samkomulagi sem bankaráð Landsbankans samþykkti á fundi sínum á sunnudag. Þar kemur fram að Landsbankanum var boðinn til kaups eignarhluti Sam- bandsins í Samvinnubankanum þann 13. mars sl. Eðlilegur áskiln- aður hefði hins vegar verið gerður um áframhaldandi viðskipti, sölu- möguleika annarra hlutafjáreig- enda og atvinnuöryggi starfs- manna. Þá segir í yfirlýsingu Kjart- ans að fest hafi verið handsali að um trúnaðarviðræður yrði að ræða og yrði efnið ekki gert opinbert fyrr en samningur væri undirritað- ur, að því undanskildu að 828 millj- óna króna söluverð 52% eignarhluta Sambandsins pr. 31. desember sl. skyldi birt, ef bankaráðið og Sam- bandsstjórn samþykktu kaupverðið og umræðugrundvöll áskilnaðarat- riðanna. Þá segir orðrétt: „Með skírskotun tii umsamins trúnaðar finnst Sam- bandinu á sér brotinn réttur, auk þess sem um lagabrot kann að vera að ræða varðandi þagnarskyldu manna í opinberu starfi. Þá vill Sambandið staðfesta að ummæli um lánamál þess eru ekki rétt og því ámælisverðari, sem hlutaðeig- andi bankaráðsmaður hefur greið- ari aðgang að upplýsingum innan sinna eigin vébanda. Auk lánafyrir- greiðslu Landsbankans sem er tölu- vert minni en af er látið, hefur Sambandið ávallt séð lánveitanda fyrir fullum tryggingum og veðum og skal fullyrt að þau nema nú verulegum fjárhæðum umfram lán- veitingar." í yfirlýsingu Kjartans segir enn- fremur að verulega halli réttu máli varðandi lausafjárstöðu Sambands- ins og að greiðsluvanhöld þess hjá Landsbankanum séu 'óveruleg. Loks segir varðandi samskipti Citibank og Sambandsins að bankinn hafi snemma á þessu ári tilkynnt inn- köllun á öllum lánveitingum undir svokallaðri „Corporate Finance". Hefði Sambandið orðið við óskum um að greiða 185 milljónir enda væri það í samræmi við viðskipta- hefðir og að jafnaði ekki talið til- tökumál. Sjá nánar í miðopnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.