Morgunblaðið - 13.09.1989, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1989
29
Skil á staðgreiðslufé:
EINDAGINN
ER 15.
HVERS MÁNAÐAR
rra q\a^a ...rQ\a'ds
"a9<-------------- a
c\í\öQTe'^s m\v\roöe'"i
“ssaasa.
Launagreiðendum ber að skila afdreg-
inni staðgreiðslu af launum og reikn-
uðu endurgjaldi mánaðarlega. Skilin
skulu gerð eigi síðar en 15, hvers mán-
aðar.
Ekki skiptir máli í þessu sambandi
hversu oft í mánuði laun eru greidd né
hvort þau eru greidd fyrirfram eða
eftirá.
Með skilunum skal fylgja greinar-
gerð á sérstökum eyðublöðum, „skila-
greinum11, blátt eyðublað fyrir greidd
laun og rautt fyrir reiknað endurgjald.
Skilagrein ber ávallt að skila einnig þó
svo að engin staðgreiðsla hafi verið
dregin af í mánuðinum.
Allar fjárhæðir skulu vera í heil-
um krónum.
Gerið skil tímanlega
Morgunblaðið/Júlíus
Eug'inia Ratti og Maren Finnsdóttur. Maren hyggur á nám hjá
Ratti með haustinu.
SÖNGLIST .
Byrjaði að syngja
í móðurkviði
Eugenia Ratti er ítölsk söngkona
sem nýlega kom hingað til
lands til að leiðbeina íslenskum
söngvurum. Ratti hóf feril sinn í
Scalaóperunni í Mílanó einungis 18
ára gömul og hefur sungið í fjöl-
mörgum óperum víða um heim.
Blaðamaður brá sér í heimsókn til
Ratti og ræddi við hana um sönginn
og förina til Islands.
„Mamma segir að ég hafi byijað
að syngja í móðurkviði. Hún segist
hafa fundið á sér þegar hún gekk
með mig að ég ætti eftir að standa
á sviðinu í Scala,“ segir Ratti. „Fólk
hló að henni en hún lét engan bil-
bug á sér finna.
Þegar ég var fjögurra ára ákvað
hún að kaupa handa mér píanó.
Skammt frá heimili okkar bjó gam-
all blindur maður sem seldi píanó.
Þangað arkaði mamma og bað um
ódýrt píanó sem borga mætti með
afborgunum. Blindi maðurinn seldi
henni svart píanó sem var flutt
heim í stofu og mér leyft að slá
nokkrar nótur. En mér líkaði ekki
píanóið, sagði að það væri vont og
fór að hágráta. Mamma var í öngum
sínum og skilaði píanóinu. Þá sagði
blindi maðurinn að það væri ekki
nema von að mér líkaði ekki píanó-
ið því fyrir þá fjárhæð sem hún
hafði borgað væri ekki hægt að fá
gott píanó. Hann sagðist ætla að
útvega okkur þýskt píanó í staðinn.
Ég sætti mig við þýska píanóið og
blindi maðurinn hrópaði af undrun:
„Þessi stúlka á eftir að ná langt.“
Ég var átján ára þegar ég fékk
fyrsta hlutverkið. Það var í Astar-
drykknum sem settur var upp í
Scalaóperunni. Eftir að hafa sungið
í Ástardrykknum var ákveðið að
ég héldi tónleika í heimaborg minni,
SUZUKI
1989« TS5QX
Iðnaðarráðuneytið í samvinnu við Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar gengst fyrir almennum fundi miðvikudaginn,
13. september 1989, kl. 20.30, í Alþýðuhúsinu á Akureyri.
Jón Sigurðsson, viðskipta- og iðn-
aðarráðherra, mun flytja framsögu-
erindi um uppbyggingu iðnaðar á
grundvelli orkulindanna, sérstak-
lega um hugmyndir um nýtt álver í
tengslum við virkjun Jökulsár í
Fljótsdal.
Að framsöguerindinu loknu verða
pallborðsumræður. Pátttakendur í
umræðunum verða auk ráðherra
sérfræðingar frá iðnaðarráðuneyt-
inu og Landsvirkjun og fulltrúar
Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar og
sveitarfélaganna á Eyjafjarðarsvæð-
inu. Fundargestum gefst færi á því
að beina spurningum til ráðherra
eða annarra þátttakenda í pall-
borðsumræðunum.
IÐNAÐARRAÐ UNEYTIÐ
RlKISSKATTSTJÓRI
Genova. Það var stórt skref en
mamma hafði hlotið uppreisn æru.
Hún keypti upp alla miða á tónleik-
ana og gaf þeim sem ekki vildu
trúa henni forðum daga. Frá því
ég söng í Ástardrykknum hef ég
ferðast út um allan heim og sung-
ið. Nú hef ég að mestu snúið mér
að kennslu.“
Ratti hefur oft komið til íslands
og er yfir sig hrifin af landi og þjóð.
„Það _sem mér finnst sorglegast er
að vita til þess að ekki fá allir notið
fegurðar landsins og birtunnar sem
oft er svo sérkennileg,“ segir Ratti.
„Á íslandi er líka mikið af efnileg-
um söngvurum. Sérstaklega bassa
og tenórrödum. Ég hef verið mjög
heppin með nemendur og sumir
þeirra ætla að koma út til mín í
sumar eða vetur og læra meira.“
SUZUKIUMBOÐIÐ H/F
Skútahrauni 15, S 65-17-25
Askriftarsíminn er 83033
Atvinna og orkulmdir
85 40