Morgunblaðið - 13.09.1989, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 13.09.1989, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 1989 TENNIS Hraf nhildur sló í gegn - vann meistaraflokk aðeins 11 ára gömul Hrafnhildur Hannesdóttir hefur sýnt mikla hæfileika í tenn- Hrafnhildur Hannesdóttir, sem er aðeins 11 ára gömul, hefur sýnt mikla hæfileika í tennis. Hún tók þátt í tennismóti á Víkingsvöllunum fyrir skömmu og sigraði þá í einliðaleik kvenna. Á Islandsmótinu í ágúst vann hún sinn flokk með yfirburðum, 11—13 ára, auk þess næsta flokk fyrir ofan sig, 14—16 ára. Hún fékk þá ekki að kepjia í meistaraflokki kvenna. Á mótinu á Víkingsvöllunum í Foss- vogi fyrir skömmu, Coca Cola mótinu, keppti Hrafnhildur í flokki 14-16 ára og í fyrsta sinn í kvennaflokki og vann tvöfalt. Christian Staub vann í karla- flokki og það ekki í fyrsta sinn. AIls voru 75 keppendur sem tóku þátt í mótinu, í fimm unglingaflokkum og sjö fullorðinsflokkum. Helstu úrslit voru sem hér segir: Einliðaleikur stúlkna 11—13 ára 1. Þórunn Bolladóttir 2. Brynja Magnúsdóttir Einliðaleikur pilta 11—13 ára 1. Guðlaugur Júníusson 2. Gunnar Einarsson Einliðaleikur stúlkna 14—16 ára 1. Hrafnhildur Hannesdóttir 2. Úlfhildur Indriðadóttir Einliðaleikur pilta 14—16 ára 1. Stefán Pálsson 2. Fjölnir Pálsson Tvíliðaleikur pilta 11—13 ára 1. Guðlaugur Júníusson/Kristinn Júníusson 2. ívar Gunnarsson/Arnar Jónsson Tvenndarleikur 1. Christian Staub/Guðný Eiríksdóttir 2. Sigurður Ásgeirsson/Margrét Svavarsdóttir Tvíliðaleikur kvenna 1. Guðný Eiríksdóttir/Steinunn Björnsdóttir 2. Margrét Svavarsdóttir/Steingerður Einars- dóttir Tvíliðaleikur karla 1. Einar Ásgeirsson/Kjartan Óskarsson 2. Christian Staub/Alexander Þórisson Einliðaleikur kvenna 1. Hrafnhildur Hannesdóttir 2. Guðný Eiríksdóttir Einliðaleikur karla 1. Christian Staub 2. Atli Þorbjörnsson B-keppni karla 1. Eiríkur Önundarson 2. Sigurður Ásgeirsson B-keppni kvenna 1. Steinunn Bjömsdóttir 2. Vilhelmína Þorvaldsdóttir TENNIS Graf og Becker óstöðvandi Boris Becker og Steffi Graf, vestur-þýski dúettinn, hafa verið óstöðvandi síðustu misseri. Þau sigruðu á Wimbledon-mótinu og um helgina tryggðu þau sér sig- ur á opna bandan'ska meistaramót- inu. Boris Becker sigraði Ivan Lendl 7:6, 1:6, 6:3 og 7:6 í skemmtilegum leik. Bekcer hefur leikið mjög vel og sýni mikið öryggi í úrslitaleiknum. Steffi Graf sigraði Martinu Navratilovu 3:6, 7:5, 6:1, eftir slæma byrjun. Graf hefur sigrað á sjö af síðustu átta stórmótum en sagði að það bandaríska væri erfiðast af þessum mótum. „Völlurinn er harður og við þurfum að leika undanúrslit og úr- slit á tveimur dögum og það er mjög erfitt,“ sagði Graf. „Undir lokin hugsaði ég um það eitt að ná að klára leikinn," sagði Graf. Þess má geta að Steffi Graf hef- ur leikið 223 leiki undanfarið þijú ár og sigrað i 216 en tapað 7. _ekkf bara hepPni Laugardagur kl.13:55 37"LEÍKyiKA-.isrsept, 1989"'""'^ Í1 fx 2 Leikur 1 Valur - K.R. Leikur 2 Keflavík - K.A. Leikur 3 F.H. - Fylkir Leikur 4 Fram - Víkingur Leikur 5 Þór - Akranes Leikur 6 Charlton Everton Leikur 7 Coventry - Luton Leikur 8 Man. Utd. - Millwall Leikur 9 Nott. For. - Arsenal Leikur 10 Q.P.R. - Derby Leikur 11 Sheff. Wed. - AstonVilla Leikur 12 Tottenham - Chelsea Símsvari hjá getraunum er 91-84590 og -84464. LUKKULÍNAN S. 991002 “ seinni KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNI BIKARHAFA Mótheijar Vals óvin- sælir í A-Þýskalandi DYNAMO Berlín, mótherjar Vals í Evrópukeppni bikarhafa, eru eitthvert alóvinsæiasta lið Austur-Þýskalands. Skýringin á því er sú, að félagið er jafn- framt knattspyrnulið hersins, og með því að skikka bestu knattspyrnumenn landsins í herinn á hverjum tíma, er hægt að búa til sterkasta félagsliðið. Velgengni liðsins hefur líka verið í samræmi við þetta, og f rá árinu 1979 hefur liðið unnið tíu meistaratitla íheimalandi sínu. Sigurganga liðsins var svo stöðvuð i fyrra er Dynamo Dresden varð meistari, en þá vann Berlínarliðið bikarkeppn- ina í staðinn. ÆT Iupplýsingum um Berlínarliðið, sem Valur sendi til fjölmiðla, er KR SUMARHÚS Sýningarhústil sölu, ertil sýnis að Kársnesbraut 110, Kópavogi. Einnig er til sölu 32 fm hús sem getur hentað sem sumarhús eða stór vinnuskúr með skrifstofu- og kaffiaðstöðu, ásamt WC. KR SlMARníS KR SUMARHÚS Kristinn Ragnarsson, húsasmíðameistari, Kársnesbraut 110, Kópavogi, sími 41077 og 985-20010. töluvert ljallað um meintar óvin- sældir þessa besta félagsliðs A- Þýskalands, og segir þar meðal annars, að þegar Dynamo Dresden rauf sigurgöngu þess í fyrra, hafi flestir landsmenn fagnað innilega. Segir að óvinsældir liðsins séu svo miklar að meira að segja á heima- velli liðsins, haldi flestir áhorfenda með aðkomuliðinu. Dómarar og línuverðir hafa hins vegar verið fremur hliðhollir liðinu í heima- landinu, og er skýringin sögð vera það mikla ægivald sem herinn hef- ur. Dynamo Berlín er alveg geysi- lega öflugt á heimavelii, og ,er skemmst að minnast þess að liðið sigraði Werder Bremen í fyrra 3:0 í A-Berlín, en varð hins vegar að gera sér að góðu 5:0 tap vestan megin járntjaldsins. Liðið hefur á að skipa mörgum landsliðsmönnum, og þrír þeirra velgdu íslenska lands- liðinu undir uggum í síðustu viku. Þeir voru Rainer Ernst og Thomas Doll, sem báðir skoruðu í lands- leiknum, og þriðji maðurinn var Burkhard Reich. Einn frægasti leik- maður liðins, Andreas Thom, leikur að líkindum ekki með liðinu í dag, en hann meiddist á æfingu með a-þýska landsliðinu skömmu fyrir landsleikinn á Laugardalsvellinum. Leikmenn Dynamo Berlín hafa samtals leikið yfir 200 landsleiki fyrir hönd A-Þýskalands, en eftir- fafandi leikmenn skipa liðið sem hingað kemur (upplýsingar um fæð- ingarár og ijölda landsleikja koma fram fyrir aftan. Markmenn: Bodo Rudwaleit, (1957 32), Oskar Koshe, (1967), Andreas Nofs, (1968) Aðrir leikmenn: Frank Rohde, (1960 34), Waldemar Ksi- enzyk, (1963 1), Burkhard Reich, (1964 3), Marco Köller, (1969), Jörg Fugn- er, (1966), Bernd Schulz, (1960 2), Hendryk Herzog, (1969), Christian Backs, (1962 9), Eike Kuttner, (1962), Heiko Bonan, (1966 1), Jörn Lenz, (1969), Thomas Grabow, (1970), Jörg Buder, (1969), Reiner Ernst, (1961 50), Andreas Thom, (1965 47), Thomas Doll, (1966 21), Frank Pastor, (1957 7), Dirk Anders, (1966), Þjálfari: Helmut Jáschke. „íslandsbaninn" Andreas Thom leikur með Dynamo Berlín gegn Val á Laugardalsvellinum í dag. í síðustu fjórum landsleikjum íslands og Austur- Þýskalands hefur hann skorað 7 af 13 mörkum Þjóðveija.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.