Morgunblaðið - 13.09.1989, Blaðsíða 19
18
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 1989
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
HaraldurSveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið.
Austur-Þýskaland
riðar til falls
Samvinnubankamenn gengu á fiind viðskiptaráðherra:
Ummæli Lúðvíks Jósepsson
ar eru óábyrg o g út í hött
- segir Geir Magnússon
úsundir manna streyma nú
frá Austur-Þýskalandi um
Ungveijaland og Austurríki til
Vestur-Þýskalands. Berlínar-
múrinn, tákn uppgjafar og
mannfyrirlitningar kommúnista-
stjórnarinnar í Austur-Þýslandi,
dugar ekki lengur til að halda
ibúum landsins nauðugum innan
þess. Eftir að Ungveijar rifu
niður ,járntjaldið“ á landamær-
unum við Austurríki og gadda-
vírsrúllurnar þar urðu að minja-
gripum fundu Austur-Þjóðveijar
auðvelda leið til að yfirgefa land
sitt. Þeir brugðu sér í ferðalag
til bræðralandsins Ungveija-
lands og notuðu síðan tækifærið
þegar þangað var komið til að
sækja um landvist í Vestur-
Þýskalandi. Rúmlega sex þús-
und höfðu safnast saman í flótta-
mannabúðum við Búdapest, þeg-
ar ungverska ríkisstjórnin ákvað
að heimila þeim öllum að halda
vestur á bóginn. Hélt hópurinn
af stað á sunnudagskvöld og
sólarhring síðar höfðu um
16.000 austur-þýskir ferðamenn
í Tékkóslóvakíu snúið til Ung-
veijalands. Alls var talið að um
60.000 Austur-Þjóðveijar hefðu
dvalist sem ferðamenn í Ung-
veijalandi í síðustu viku.
Austur-Þýskaland er almennt
talið bjóða þegnum sínum best
lífskjör, ef tekið er mið af því
sem gengur og gerist í kommún-
istaríkjunum í Austur-Evrópu.
Fyrir ekki alllöngu voru ýmsir
þeirrar skoðunar, að Austur-
Þjóðveijar kynnu jafnvel að ná
frændum sínum í vestri, þegar
litið væri á efnahagslegan styrk.
Þeir sem farið hafa um bæði
löndin sjá auðvitað strax hvílik
heljargjá er á milli þeirra að
þessu leyti. Fátækt og skömmt-
un er fylgifiskur sósíalismans í
Austur-Þýskalandi eins og ann-
ars staðar.
Flóttafólkið sem fréttaritari
Morgunblaðsins hitti í búðunum
í Búdapest og í Passau í Vestur-
Þýskalandi fyrir og eftir helgina
nefndi allt frelsisþrána sem
helstu ástæðuna fýrir því að
þeir flúðu land. „Það er óþolandi
að búa við það að láta aðra
ákveða hvað maður má lesa, sjá
og heyra,“ sagði 24 ára stúlka
frá Dresden. „Mig langaði í lang-
skólanám en sleppti því af því
að ég var orðin þreytt á að láta
heilaþvo mig. Ég vil fá frelsi til
að móta mínar eigin skoðanir
og segja það sem ég vil í friði.“
Þá vill fólkið fá frelsi til að ferð-
ast að eigin vild. Loks vill það
að sjálfsögðu setjast að þar sem
lífskjör eru betri og fátæktar-
hrammur sósíalisma og komm-
únisma hvílir ekki yfir öllu.
Austur-Þjóðveijar eru betur
settir en aðrir íbúar ríkjanna í
Austur-Evrópu að því leyti, að
þeir fá sjálfkrafa vestur-þýskt
vegabréf. Pólveijar, Tékkar,
Ungveijar, Búlgarir, Rúmenar
og Sovétmenn njóta ekki slíkra
fríðinda. Þessar þjóðir líta þess
vegna öfundaraugum til Aust-
ur-Þjóðveija.
Þeir sem nú flýja Austur-
Þýskaland eru flestir á besta
aldri, menntað fólk úr öllum
stéttum. Þannig myndast viða
skörð í öllum greinum þjóðfé-
lagsins og á eftir að lama það
enn frekar. Austur-þýsk stjórn-
völd standa ráðþrota gagnvart
því gífurlega vantrausti sem
þeim er sýnt með því að allur
þessi fjöldi ákveður að greiða
atkvæði gegn þeim með fótun-
um. Afturhaldsseggir hafa hald-
ið um stjórnvölinn í landinu og
hugmyndafræðingar þeirra
segja einfaldlega, að landið missi
grundvöll sinn og tilverurétt ef
horfið verði frá sósíalískum
stjómarháttum. Þá verði enginn
munur milli þess og Vestur-
Þýskalands. Eins og málum er
nú komið er fastheldni í skoðan-
ir af þessu tagi í raun yfirlýsing
um að ánauð, fátækt og ófrelsi
séu forsendur austur-þýska
ríkisins. Hveijir vilja búa við
slíkar aðstæður ef þeir eiga ann-
arra kosta völ? Sósíalisminn í
Austur-Þýskalandi hefur þannig
einfaldlega verið að grafa undan
ríkinu eins og hann hefur verið
að gera hvarvetna.
Vandi þjóðanna í Austur-
Evrópu verður ekki leystur með
því að leyfa þeim að flytjast vest-
ur á bóginn, þótt auðvitað eigi
að leitast við að aðstoða alla, sem
leita skjóls utan fátæktar- og
ófrelsisríkjanna. Vandinn verður
því aðeins leystur, að þjóðirnar
fái að ráða sjálfar stjórnarhátt-
um sínum í almennum kosning-
um og þeim gefist kostur á að
bijótast sjálfar undan oki komm-
únismans. Þróun mála í Póllandi
og Ungveijalandi gefur vonir í
þessu efni. Þar er nauðsynlegt
að byija upp á nýtt í stjórn-
málum og efnahagsmálum og
landsmenn verða að leggja hart
að sér, sýna þolinmæði og þraut-
seigju. Það verður flóttafólkið
einnig að gera bæði á ferðalög-
um og í nýjum heimkynnum.
Öllum þeim erfiðleikum tekur
það hins vegar með brosi á vör
vegna þess að það á sér von um
betri framtíð. Nái sá vonarneisti
að kvikna hjá öðrum íbúum
Austur-Evrópulandanna verður
þeim auðveldara að takast á við
vandamálin á heimaslóðum.
GEIR Magnússon, bankastjóri
Samvinnubankans og Vilhjálmur
Jonsson, varaformaður banka-
ráðs, fóru á fúnd Jóns Sigurðs-
sonar, viðskiptaráðherra, síðdeg-
is í gær til að mótmæla umsögn
Lúðvíks Jósepssonar, bankaráðs-
manns í Landsbankanum um
Samvinnubankann. Lúðvík hefúr
m.a. gefíð í skyn i ljölmiðlum að
í lögum um viðskiptabanka nr.
86/1885 er fjallað um þagnarskyldu
starfsmanna bankanna í 25. grein.
Þar segir orðrétt: „Bankaráðsmenn,
bankastjórar og aðrir starfsmenn
viðskiptabanka eru bundnir þagnar-
skyldu um allt það er varðar hagi
viðskiptamanna bankans, og um önn-
ur atriði sem þeir fá vitneskju um í
starfi sínu, og leynt skulu fara sam-
kvæmt lögum, fyrirmælum yfirboð-
ara eða eðli málsins, nema dómari
úrskurði að upþlýsingar sé skylt að
veita fyrir dómi eða lögreglu eða
skylda sé til að veita upplýsingar
lögum samkvæmt. Þagnarskyldan
helst þó látið sé af starfi.“ Þetta
ákvæði gildir bæði fyrir hlutafélags-
bankana og ríkisbankana.
Þórður Olafsson vildi ekki stað-
Sambandið væri að verða gjald-
þrota og að búið væri að ganga
svo nærri Samvinnubankanum
að hann væri kominn í þrot.
„Svona yfirlýsingar eru algjör-
lega óábyrgar og út í hött og ég
lýsi þær alveg dauðar og ómerkar,"
sagði Geir Magnússon í samtali við
Morgunblaðið í gær. „Það veldur
vonbrigðum að ráðamaður í Lands-
festa að farið hefði verið fram á það
við bankaeftirlitið að gefin yrði út
yfirlýsing um stöðu Samvinnubank-
ans. „Ég vil hins vegar að gefnu til-
efni taka það fram að ýmis um-
mæli, án þess að við séum búnir að
kanna þau nákvæmlega, frá ábyrg-
um aðilum úr hópi bankaáðs Lands-
bankans hafa sveigt að fjárhagsstöðu
Samvinnubankans. Maður hlýtur að
harma slík ummæli sem eru sett fram
á slíkan hátt og það eru m.a. slík
ummæli sem við erum að kanna hvort
að séu í andstöðu við lagaákvæði."
Þórður sagði það fulljóst að ýmsar
yfirlýsingar sem hefðu verið við-
hafðar að undanfömu, og hefðu m.a.
beinst að Samvinnubankanum,
kynnu að valda tortryggni.
banka skuli fara með hluti svona
óvarlega sem geti orðið t.d. þessum
banka hættulegt ef fólk færi að
trúa því að við værum í einhverri
hættu. Bankaeftirlitið fer reglulega
yfir rekstur allra banka, skoðar
reksturinn, útlánin og tryggingar.
Við erum nýbúnir að fá skýrslu sem
gefur ekkert tilefni til svona um-
mæla nema síður væri. Við höfum
líka farið til bankaeftirlitsins og
beðið um að það lýsti því yfir að
yfirlýsing eins og Lúðvík gaf hafi
ekki minnsta grundvöll. Það er ekk-
ert tilefni að halda að þessi banki
sé kominn í þrot.“
Geir sagði að þær upplýsingar
sem nefndar hefðu verið um skuld-
ir Sambandsins í Samvinnubankan-
um væm getgátur. Hann sagði það
rétt að tap Samvinnubankans hefði
verið um 60 milljónir á fyrstu fjór-
um mánuðum ársins. Hins vegar
hefðu allir bankar tapað á þessum
tíma en tap Samvinnubankans hefði
ekki verið hlutfallslega öðruvísi en
annarra. Geir sagði aðspurður að
lausaljárstaða bankans hefði oft
verið þrengri um þetta leyti árs og
staðan ekkert óeðlileg nú miðað við
árstíma.
JÓn Sigurðsson, viðskiptaráð-
herra, sagði í samtali við Morgun-
blaðið að forráðamenn Samvinnu-
bankans hefðu kvartað yfir ummæl-
um manna í ábyrgðarstöðum í
bankakerfinu um fjárhagsiega
stöðu Samvinnubankans. Hefðu
þeir talið þau geta skaðað bankann
og viðskipti hans. „Ég hlýddi á
þeirra mál og hafði reyndar áður
rætt við bankaeftirlitið og beðið þá
um að ræða við forráðamenn Sam-
vinnubankans um útgáfu yfirlýs-
ingar til eyða hugsanlegri óvissu."
Viðskiptaráðherra vildi ekki tjá sig
frekar um hugsanleg viðbrögð sín
en sagði það vera rétt sem nýlega
hefði komið fram í Morgunblaðinu
að menn ættu ekki vera með fleipur
um mál sem þessi og ætti það við
bankaráðsmenn jafnt sem banka-
stjóra.
„Stóri bróðir“
eftir Hrafhkel A.
Jónsson
Á fundi bæjarstjómar Eskifjarð-
ar þann 7. september sl. var álykt-
að um undarlega afgreiðslu Fisk-
veiðasjóðs á lánsbeiðni Eskfirðings
hf. á Eskifirði vegna nýsmíði á
loðnuskipi og sérkennilega urnfjöll-
un stærsta og, að ég hélt, vandað-
asta fréttablaðs landsins, Morgun-
blaðsins, um sama mál.
Ritstjórar Morgunblaðsins fjalla
um samþykkt bæjarstjórnar Éski-
fjarðar í leiðara þann 9. september.
Leiðari Morgunblaðsins sýnir svo '
ekki verður um villst að það sem
bæjarstjórnarmenn á Eskifirði töldu
óvandaða blaðamennsku Mbl. er
ritstjómarstefna þess sama blaðs.
Það er að vísu ágætt að fá þau
spil upp á borðið en einkennilega
varð mér við að sjá þetta málgagn
einkaframtaksins gerast varðhund
„Stóra bróður“.
Leiðarahöfundur Mbl. ásakar
bæjarfulltrúa á Eskifirði um þröng
sérhagsmunasjónarmið. Rökin fyrir
þessari fullyrðingu blaðsins eru að
bæjarfulltrúarnir sætta sig ekki við
að reynt sé af aðilum eins og Fisk-
veiðasjóði að leggja niður eitt af
fyrirtækjum í byggðarlaginu.
Eskfirðingnr hf.
Eskfirðingur hf. er fyrirtæki sem
stofnað var af Aðalsteini Valdi-
marssyni skipstjóra á Eskifirði og
fjölskyldu hans. Áður hafði Aðal-
steinn í félagi við Garðar Eðvalds-
son á Eskifirði rekið fyrirtækið
Sæberg hf. sem gerði út nótaskip
og rak síldarsöltunarstöð.
Þeir félagarnir skiptu fyrirtæk-
inu fyrir nokkrum árum, Garðar og
fjölskylda hans reka söltunarstöð-
ina, en Aðalsteinn hefur ásamt fjöl-
skyldu gert út nótaskipið Eskfirðing
sem áður hét Sæberg. Auk þess
hefur Aðalsteinn verið að þreifa sig
áfram við framleiðslu á gæludýra-
fóðri sem m.a. er unnið úr ferskri
loðnu.
Á miðju sl. ári sökk Eskfirðingur
SU 9 þar sem skipið var við rækju-
veiðar á Héraðsflóa. Slík mildi var
yfir áhöfninni að veður var gott og
því björguðust allir. Ef þetta slys
hefði orðið að vetrarlagi í vondu
veðri og skipið fullhlaðið loðnu þá
er það mál manna að farið hefði á
annan og verri veg. Þetta leiðir
hugann að því til hvers það leiðir
að koma í veg fyrir eðlilega end-
urnýjun íslenska fiskiskipaflotans.
Mannslíf mælast víst ekki á þeirri
hagvog sem allir hlutir mælast á í
dag, í sjávarplássi sem á stóran
hluta sinna íbúa úti á sjó er hins
vegar ríkjandi það „ábyrgðarleysi"
í hugsun að leggja meira upp úr
öryggi sjómanna en „þjóðarhags-
munum“.
Eskfirðingur hafði yfir að ráða
loðnukvóta auk þess sem atvinnu-
rekstur fyrirtækisins í landi byggð-
ist að verulegu leyti á því að eigið
skip legði til hráefni. Af þeirri
ástæðu hófu Aðalsteinn Valdimars-
son og synir hans að leita eftir öðru
skipi. Fljótlega kom í ljós að ekki
var um neina fýsilega kosti að ræða
í eldri skipum og niðurstaðan varð
sú að gerður var samningur um
nýsmíði á skipi á Spáni.
Afgreiðsla Fiskveiðasjóðs
Lánsbeiðni var lögð fyrir Fisk-
veiðasjóð. Þar var m.a. uppfyllt
skilyrði um eigið fé sem telja verð-
ur jákvætt.
Eftir langt þóf, sem kostað hefur
Eskfirðing hf. verulegt fé, kom
synjun á þeim forsendum að skipið
hefði ekki rekstrargrundvöll. Eig-
endum Eskfirðings var með því
nánast sagt að þeir ættu að hætta
útgerð, selja loðnukvóta Eskfirð-
ings einhveijum væntanlega þókn-
anlegum formanni LÍÚ og hætta
þeim atvinnurekstri sem verið er
að byggja upp á Eskifirði og leggja
fjármagnið í eitthvað „arðbært11.
Og nú legg ég samviskuspurn-
ingu fyrir leiðarahöfund Mbl.
Hefðir þú skrifað heilan leiðara
til að fordæma offjárfestingu og
óþjóðholla starfsemi ef Aðalsteinn
Valdimarsson hefði fengið lóð í
hjarta Reykjavíkur og byggt fyrir
tryggingarfé Eskfirðings SU 9 og
Bankaeftírlitíð kannar
hvort ummæli Lúðvíks
séu andstæð lögum
„VIÐ höfíim tekið þá afstöðu að kanna þetta af gefíiu tilefni," sagði
Þórður Ólafsson, forstöðumaður bankaeftirlitsins þegar hann var inntur
eftir viðbrögðum stofnunarinnar við ummælum Lúðvíks Jósepssonar,
bankaráðsmanns Landsbankans um stöðu Sambandsins og Samvinnu-
bankans. „Þetta var sjálfstætt mat okkar að skoða ummæli þeirra manna
sem hafa tjáð sig um samskipti Landsbankans og Samvinnubankans
annars vegar og eins tjáð sig opinberlega um málefni Sambandsins,
um fjárhagsstöðu þess, og hvort þau ummæli kynnu að varða við þau
trúnaðarákvæði sem er að fínna í viðskiptabankalögunum."
MORGUNBLASIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. SEBTEMBER 1989
19
Jón Þorgilsson:
Mikil hagræðing*
fylgir sameiningu
Oeðlilega að samkomulaginu staðið,
segir Eyjólfur K. Sigurjónsson
Höfuðstöðvar SÍS við Kirkjusand.
Yfirlýsing ft-á Sambandinu:
JÓN Þorgilsson, fúlltrúi Sjálfstæð-
isflokksins í bankaráði Lands-
bankans, sagði að það liefði all-
lengi verið skoðun flestra sem um
það hefðu tjáð sig, að stefiia bæri
að hagræðingu og sparnaði í opin-
berum rekstri, þar á meðal banka-
rekstri. Margir hefðu talið að
bankar væru óþarflega margir og
þjónusta þeirra dýrari en þyrfti.
Vanskil hjá Landsbanka óveruleg
SAMBAND íslenskra samvinnufélaga hefur sent frá sér svofellda yfirlýs-
ingu í tilefni fí’étta af samkomulagi Landsbankans og fyrirtækisins um
sölu hlutabréfa í Samvinnubankanum:
„í tilefni umfjöllunar ijölmiðla og
ummæla Lúðvíks Jósepssonar í sjón-
varpsfréttum og víðar út af viðræð-
um Landsbanka íslands og Sam-
bands íslenskra samvinnufélaga um
sölu hlutabréfa í Samvinnubankan-
um vill Sambandið taka fram eftir-
farandi:
1. í samræmi við stefnu fyrrver-
andi og núverandi stjórnvalda um
aukna skilvirkni bankastarfsemi í
landinu leitaði Sambandið eftir því,
fyrir röskum tveimur árum, að kaupa
Utvegsbanka íslands, í því augnam-
iði að samræma starfsemina Sam-
vinnubankanum.
2. En þrátt fyrir að öllum áskiln-
aði var mætt varðandi greiðslur og
tryggingar gáfu stjórnvöld ekki kost
á því að kaup þessi næðu fram að
ganga.
3. í framhaldi af þessu bakslagi
fóru fram áþreifingar um það, hvort
Landsbankinn hefði e.t.v. hug á að
kaupa hlutabréfaeign Sambandsins
í Samvinnubankanum og þá með
framangreinda stefnu stjórnvalda í
huga. Hafði þá verið rætt óformlega
við stjórnvöld og þau málinu ekki
andstæð.
4. Áþreifingarnar leiddu síðan til
þess að Landsbankanum var skrifað
trúnaðarmál þann 13. mars sl. og
honum boðinn til kaups eignarhluti
Sambandsins í Samvinnubankanum,
en eðlilegur áskilnaður var gerður
um áframhaldandi viðskipti, sölu-
möguleika annarra hlutafjáreigenda
og atvinnuöryggi starfsmanna.
5. Bréf Sambandsins leiddi til skip-
unar viðræðunefnda um málið og
átti Sambandið að sjálfsögðu engan
þátt í því hvernig það var kynnt
bankaráðinu eða einstökum trúnað-
armönnum þess.
Aftur á móti var það fest hand-
sali að um trúnaðarviðræður væri
að ræða og yrði efnið ekki gert opin-
bert fyrr en samningur væri undirrit-
aður, að því undanskildu að 828
millj. króna söluverð 52% eignarhluta
Sambandsins pr. 31. desember sl.
skyldi birt, ef bankaráðið og Sam-
bandsstjórn samþykktu kaupverðið
og umræðugrundvöll áskilnaðarat-
riðanna.
- 6. Af hálfu Sambandsins hefur
þess ávallt verið gætt að trúnaður
yrði ekki rofinn og hafa talsmenn
Sambandsins, þ.e. stjórnarformaður
og forstjóri, jafnan sinnt þessu við
umfjöllun málsins. Eins var trúnað-
arskylda lögð á Sambandsstjórn,
þegar hún afgreiddi málið á fundi
sínum þann 3. september sl.
7. Með skírskotun til umsamins
trúnaðar finnst Sambandinu á sér
brotinn réttur, auk þess sem um
lagabrot kann að vera að ræða, varð-
andi þagnarskyldu manna í opinberu
starfi.
8. Þá vill Sambandið staðfesta að
ummæli um lánamál þess eru ekki
rétt og því ámælisverðari, sem hlut-
aðeigandi bankaráðsmaður hefur
greiðari aðgang að uppiýsingum inn-
an sinna eigin vébanda. Auk lánafyr-
irgreiðslu Landsbankans, . sem er
töluvert minni en af er látið, hefur
Sambandið ávallt séð lánveitanda
fyrir fullum tryggingum og veðum
og skal fullyrt að þau nema nú veru-
legum ijárhæðum umfram lánveit-
ingar.
9. Þá er vísvitandi hallað réttu
máli varðandi lausafjárstöðuna og
útgreiðslu hlutabréfanna og sakar
ekki í því sambandi að upplýsa að
greiðsluvanhöid Sambandsins hjá
bankanum eru óveruleg og skipta
ekki tugum milljóna króna.
10. Varðandi samskipti Citibank
og Sambandsins, sem staðið hafa
með ágætum um 75 ára skeið, skal
staðfest að lánafyrirgreiðsla bankans
hefur markast af starfseminni bæði
vestan hafs og austan og hefur eng-
in breyting orðið á lánunum vestan-
hafs. Aftur á móti tilkynnti bankinn
snemma á þessu ári að sökum breyt-
inga á rekstri hans í Evrópu al-
mennt, hefði hann ákveðið að inn-
kalla lánveitingar undir svokallaðri
„Corporate Finance” og bæri Sam-
bandinu að endurgreiða honum úti-
standandi lán að fjárhæð 3 milljónir
bandarískra dollara, eða um 185
millj. króna á tilskildum innköllun-
artíma. Hefur Sambandið þegar orð-
ið við þessum óskum, enda í sam-
ræmi við viðskiptahefðir og er að
jafnaði ekki talið tiltökumál.
11. Ljóst er að Sambandið hefur
— án allra saka við bankaráð Lands-
bankans — orðið fyrir aðkasti í-um-
ljöllun þessa bankamáls og virðist
ekki ein báran stök í því efni.
Hitt er þó sýnu verst ef menn sjást
ekki fyrir í málflutningi sínum og
tvínóna ekki við að bijóta meinta
eiða og iandslög, — og er þá illa
farið um embættisgengi og val í
æðstu trúnaðarstöður.
Þá kemur Sambandinu í hug ráð
Ólafs konungs digra um tilkvaðningu
Dags Rauðssonar, sem sá kost og
löst á mönnum ef hann vildi hug á
leggja og að að hyggja. Yrðu þá
ýmsir skrítnir ármennirnir á íslandi."
F.h. Sambands íslenskra sam-
vinnufélaga
Kjartan P. Kjartansson, fram-
kvæmdastjóri
Eyjólfur K. Siguijónsson fulltrúi
Alþýðuflokks í bankaráðinu segir
að óeðlilega hafí verið staðið að
samkomiilagi um kaup á Sam-
vinnubankanum, það væri í verka-
hring bankaráðsins að taka slíkar
ákvarðanir en ekki bankastjóra.
„Það mun hafa verið á síðastliðn-
um vetri sem upp kom sú hugmynd
að sameina bankana með þvi að
Landsbankinn keypti Samvinnuban-
kann,“ sagði Jon. „Vafalaust hafa
þessar hugmyndir tengst þeirri miklu
umræðu sem þá var um málefni ban-
kanna og hins vegar íjárhagsvanda
Sambandsins og skuldum þess við
Landsbankann. Við sameiningu þess-
ára banka sýnist vera hægt að koma
á vérulegri hagræðingu í rekstri
Landsbankans. Utibúum ætti að geta
fækkað. Nefnd hefur verið talan
12-14' og um leið mun losna til-
heyrandi húsnæði. Starfsmannafjöldi
sem nú er í bá.ðum þessum bönkum
ætti að geta minnkað verulega þó
það taki að sjálfsögðu einhvern tíma.
Nú fer fram meiriháttar úttekt á
starfsemi Landsbankans og í kjölfar-.
ið tillögur um bættan rekstur hans.
Kaupin á Samvinnubankanum og
þær skipulagsbreytingar sem af þeim
leiða ættu að geta fallið vel að þess-
ari heildarendurskoðun á rekstri
Landsbankans sem nú fer fram.“
Ekki staðið rétt að þessu
Eyjólfur K. Sigurjónsson, fulltrúi
Alþýðuflokksins í bankaráði Lands-
bankans, sagði að eftir hefði verið
að forvinna ýmislegt og gera ýmsar
úttektir áður en til ákvörðunartöku
gæti komið. „Heimavinnu hjá okkar
mönnum var ekki lokið. Við báðum
um frest í nokkra daga og tíminn
væri notaður til að fá frekari upplýs-
ingar en því var neitað. Ég held að
það sé ekki staðið rétt að þessu. Það
er í verkahring bankaráðs að kaupa
og selja eignir bankans og áður en
menn skrifa undir svona viljayfirlýs-
ingu á að leggja það fyrir bankaráð-
ið.“
Hrafnkell A. Jónsson.
„Hlutur Mbl. er alveg
sérstakur, undanfarin
misseri hefur stefna
blaðsins beinst alveg
sérstaklega að því að
skapa neikvætt almenn-
ingsálit í garð lands-
byggðarinnar.“
andvirði loðnukvóta skipsins skrif-
stofuhúsnæði upp á nokkur þúsund
fermetra?
Ég er ekki í nokkrum vafa um
viðbrögð Mbl., það hefði komið
opnuviðtali í viðskiptablaði blaðsins
um hinn framsýna og athafnasama
Aðalstein Valdimarsson sem léti
verkin tala.
Erlent lán
í stað þess að leggja árar í bát
vegna viðbragða „Stóra bróður"
fékk Aðalsteinn leyfi viðskiptaráðu-
neytisins til erlendrar lántöku, sem
sýnir að í sósíalistastjórn
Steingríms Hermannssonar ríkir
meiri skilningur á rétti einstaklings
til að hætta eigin fé heldur en sam-
anlagt á ritstjórn Mbl. og í stjórn
Fiskveiðasjóðs.
Það tók viðskiptaráðuneytið hálft
ár að afgreiða lánsumsóknina, svo
ekki var kastað til höndunum við
þá afgreiðslu.
Aðalsteinn Valdimarsson hefur
nú keypt Hörpu RE 342 og með
henni hálfan loðnukvóta skipsins
auk þess sem keyptir hafa verið 4
litlir bátar sem samanlegt hafa
tæplega 200 tonna þorskkvóta. Allt
er þetta til þess fallið að styrkja
útgerð þess skips sem verið er að
smíða fyrir Eskfirðing hf.
Afstaða bæjarstjórnar
Eskifiarðar
Það er hins vegar ljóst að stjórn
Fiskveiðasjóðs hefur með aðgerðum
sínum valdið útgerðinni verulegu
tjóni sem vel getur skipt sköpum í
rekstri skips og fyrirtækis.
Neikvæð umfjöllun í blöðum og
talsmanna LÍÚ veldur fyrirtækinu
auknum erfiðleikum í samskiptum
við innlenda og erlenda aðila sem
fyrirtækið þarf að semja við, enda
er leikurinn vafalaust til þess gerð-
ur.
Allt tal um að bæjarstjórn Eski-
fjarðar láti þröng sérhagsmuna-
sjónarmið ráða gerðum sínum er
rugl, við biðjum aðeins um að Esk-
firðingur hf. njóti sömu .fyrir-
greiðslu og aðrir sem fengið hafa
lán úr Fiskveiðasjóði.
í öllu falli förum við fram á að
fyrirtækið fái frið til að leysa sín
mál án þess að einstakir stjórnar-
menn Fiskveiðasjóðs eða fjölmiðlar
á borð við Mbl. vinni skemmdarverk
á fyrirtækinu.
Fullyrðingar um að nýsmíði Esk-
firðings sé viðbót við_ flotann eru
einfaldlega rangar. í stað nýja
skipsins fer Eskfirðingur SU 9 sem
að vísu er sokkinn en heldur sínum
veiðiheimildum, Harpa RE 342 sem
hefur hálfan loðnukvóta auk þess,
eins og fyrr sagði, að 4 litlir bátar
sem hafa um 200 tonna þorskkvóta
hafa verið úreltir.
Þetta nýja skip kemur til með
að hafa meiri veiðiheimildir en stór
hluti flotans hefur í dag.
Bæjarstjórn Eskifjarðar telur,
gagnstætt formanni LÍÚ og Mbl.,
að eðlileg endurnýjun íslenska fiski-
skipaflotans sem tryggi öryggi
íslenskra sjómanna eigi að vera
forgangsverkefni, og er ekki tilbúin
að leggja líf íslenskra sjómanna á
móti einhvetjum hagstærðum.
Það vakna síðan fleiri spurningar
í framhaldi af þeirri stefnumótun
Fiskveiðasjóðs og Mbl. að farist
skip þá eigi að leggja viðkomandi
útgerð niður.
Á síðustu tveimur áram hefur
brunnið hjá tveimur fyrirtækjum á
Eskifirði. Á að loka þessum fyrir-
tækjum með þeim rökum að aðrir
geti tekið við?
Stefna í byggðamálum
Ég get svo ekki látið hjá líða að
gera stefnu Mbl. og Sjálfstæðis-
flokksins í byggðamálum að um-
talsefni.
Hlutur Mbl. er alveg sérstakur,
undanfarin misseri hefur stefna
blaðsins beinst alveg sérstaklega
að því að skapa neikvætt almenn-
ingsálit í garð landsbyggðarinnar.
Undirstöðuatvinnuvegir þjóðar-
innar, sjávarútvegur og landbúnað-
ur, hafa fengið mjög neikvæða
umfjöllun á sama tíma og hliðstæð
vandamál verslunar og þjónustu,
þ.e. offjárfesting hafa alveg sloppið.
Myndbirting með vísindalegri
úttekt Morgunblaðsins á byggða-
stefnu sýndi ef til vill betur en
mörg orð hug blaðsins til hinna
dreifðu byggða landsins.
Morgunblaðið hefur um nokkurt
skeið verið að hasla sér voll sem
óháð blað og hefur viljað losna við
flokksleg tengsl við Sjálfstæðis-
flokkinn. Það er allt gott og bless-
að. Ég sé hinsvegar í neikvæðri
Aths. ritstj.:
Ásökunum greinarhöfundar um
„óvandaða blaðamennsku" Morg-
unblaðsins er vísað á bug. Blaðið
hefur birt fréttir um áform um r
kaup á loðnuskipi. Ekkert rang-
hermi hefur verið í þessum fréttum.
Morgunblaðið hefur skrifað for-
ystugrein um málið. Blaðið hefur
fullan rétt á að setja fram sínar
skoðanir, ekki síður en forseti bæj-
arstjórnar Eskifjarðar.
Morgunblaðið hefur hvað eftir
annað birt fréttir um offjárfestingu
í atvinnuhúsnæði á höfuðborgar-
svæðinu.
Staðhæfingar Hrafnkels A. Jóns-
sonar um, að Morgunblaðið hafi
unnið að því að skapa „neikvætt
almenningsálit í garð landsbyggð-
afstöðú blaðsins til landsbyggðar-
innar kristallast svipaða strauma
og mikið fer fyrir innan Sjálfstæðis-
flokksins.
Það verður eitt meginmarkmið
landsfundar Sjálfstæðisflokksins í
næsta mánuði _að takast á um
byggðastefnu. Ég hvet allt sjálf-
stæðisfólk sem til þess verður kjör-
ið og efla vill byggð í landinu að
mæta á landsfundi, þar komum við
til með að beijast fyrir tilveru okk-
ar innan Sjálfstæðisflokksins.
Landsfundur Sjálfstæðisflokks-
ins velur þar á milli þess hvort
stefna flokksins á að vera að byggja
upp landið eða hvort stefnt verður
að borgríki við Faxaflóa með útstöð
á Akureyri.
Höfundur er forseti bæjarsijórnar
á Eskifirði.
arinnar" eru fáránlegar. Lesendur
Morgunblaðsins vita mæta vel, að
blaðið hefur alla tíð lagt áherzlu
á, að haldið yrði byggð um land allt.
Kjarninn í deilu Morgunblaðsins
og bæjarstjórnar Eskifjarðar er
þessi:
Morgunblaðið hefur ítrekað sýnt
fram á með fullum rökum, að fækka
verður fiskiskipum til þess að meiri
hagnaður náist af sjávarútvegi. Það
á líka við um loðnuskip. Samkvæmt
upplýsingum Kristjáns Ragnars-
sonar, formanns LIÚ, væri hægt
að fækka þeim skipum um tíu. Of
mörg fiskiskip miðað við aflamagn
þýða kjaraskerðingu fyrir launþega.
Verkalýðsforinginn Hrafnkell A.
Jónsson hlýtur að gera sér grein
fyrir því.