Morgunblaðið - 13.09.1989, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 13.09.1989, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 1989 23 jtjörnu- Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson Veikleikar Krabbans í dag ætla ég að fíalla um veikleika Krabbamerkisins (21. júní—22. júlí). Það þýðir að eftirfarandi umfjöllun verður neikvæð, en þýðir ekki að merkið búi ekki yfir já- kvæðri hlið. Einnig er rétt að geta þess að þar sem við höfum frjálsan vilja, getum við, ef við þekkjum veikleika okkar, forðast þá og yfirunn- ið, á sama hátt og við getum eflt hæfileika okkar ef við viljum og erum reiðubúin að leggja á okkur vinnu. ímyndunarveiki Krabbinn er innhverft tilfinn- ingamerki, sem þýðir að hann lifir töluvert í innri heimi til- fínninga og ímyndunarafls. Hann hugsar mikið og dregur þá gjarnan upp myndir af fólki, atburðum, fortíðinni og því sem gæti gerst í framtíð- inni. Þetta er ágætur eigin- leiki enda má t.d. geta þess að flestir Nóbelsverðlauna- hafar í bókmenntum eru í Krabbamerkinu. Ef ekki er að gáð getur þetta hins vegar leitt til ákveðinna vand- kvæða. Hættan er sú að of mikill tími fer í ímyndunar- aflið. Það þýðir að sumir Krabbar eiga til að festast í fortíðinni eða hugsa of mikið um framtíðina í stað þess að lifa hér og nú. ímyndunin getur t.d. búið til mótspyrnu þar sem engin er og fyrir vikið þorir Krabbinn ekki að framkvæma, eða verður a.m.k. of varkár. Feimni Annar frægur veikleiki Krabbans er feimni. (Það á ekki síður við um þá sem eru með Krabba rísandi). Senni- lega stafar þessi feimni af næmleika og varkárni. Krabbanum er t.d. illa við að særa aðra og því fer hann varlega. Sterkum tilfinning- um fylgir viðkvæmni og hætta á að láta særa sig of auðveldlega. Sumir Krabbar eru og mislyndir og vorkenna sjálfum sér þegar illa gengur og eiga til að velta sér upp úr vandamálum. Öryggisþörf Almennt þarf Krabbinn öry'ggi. Það á síður við ef Júpíter eða Úranus eru sterk- ir í korti hans, en á við um hinn dæmigerða Krabba. Það getur leitt til þess að Krabb- inn þorir ekki að breyta til og festist í viðjum vanans. Öryggisleysi Sama öryggisþörf getur leitt til aðhaldssemi og jafnvel nísku. Ef hann er á einhvern hátt óöraggur, þá þorir hann ekki að eyða peningum eða kasta frá sér gömlum hlutum sem þó hafa gengið úr sér. Fyrir vikið eru Krabbar stundum haldnir all einkenni- legri söfnunarnáttúru. Safnarupp Að lokum má geta einnar til- hneigingar Krabbamerkisins. Hún er sú að hann á til að byrgja inni í sér tilfinningar og safna upp óánægju. í stað þess að ræða hvert atvik fyr- ir sig á hann til að gusa allri súpunni úr í einu, án raka og skiljanlegs samhengis. Krabbinn þarf því að læra að koma hveiju einstöku máli frá sér strax, án þess að blanda tilfinningum og rökum saman. Að endingu vil ég ítreka það að framan- greint á fyrst og fremst við um veikleika hins dæmigerða merkis. Hver maður á sér mörg merki sem einnig hafa áhrif og þó veikleikar séu fyrir hendi þá eru margir sem hafa yfirstigið þá. GARPUR A/Ú ER BANNSETT \ L JÓ SFZlTVHAfiVél- /N BU-UÐ.'.-þAÐ J EKkíl T/L K'E/MS g GARPUR. 1//Ð F/NNUAjv L/EPU ALOREI. GRETTIR BRENDA STARR L ep <yy aONAPAR TE. H/ETT/£> /}£> PElA Y/FKUg GOSAR' öokasafm pohtwew- THEBOOtcSl vv EN EFþEIR. B/RTa TAKTO 8ARA /HYHOIP AFOKKUR I ^>-JÉVr/F BLOSS/VJUM, LEpry ' J=F) l/EEE/UR ÞÚ ^Aldre/ R'AD/N l’l l\Vv /OW Rníó' I UÓSKA ILr , Nji/ii „ . 1 Tllllí, FERDINAND (am.. 46 ^ | © 1939 v. | \ f fj / \ ''/NJ | HEV(GUIPE! JU5T 50Y0U KNOUJ..IF YOU 6ET U5 L05T, UJE'RE 60NNA 5UEÍ i 8» -d-zz Heyrðu, leiðsögnmaður! Bara svo að þú vitir það, ef við höfum villst, þá ætlum við að lögsækja þig. Eg tek málið að mér. BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson „Það er næstum því þess virði að gera sér ferð til Reykjavíkur til að fá tækifæri til að beita slíkri brellu,“ segir Frank Stew- art, bandarískur bridsbókahöf- undur, í lok umfjöllunar sinnar , um spil, sem virðist hafa komið upp á Flugleiðamótinu fyrir all- mörgum árum. Sjálfur hefur hann aldrei komið, og hlýtur þvi að hafa fengið spilið frá ein- hveijum samlanda sínum, sem lagði á sig svo strembið ferða- lag. Og uppskar þetta tækifæri: Norður gefur; allir á hættu. Norður ♦ ÁKG94 VÁIO ♦ 652 ♦ DG5 Vestur Austur ♦ 62 ♦ D1085 ¥732 lllllí ¥ KG9 ♦ K108 ♦ D73 ♦ K108673 Suður ♦ 73 ¥ D8654 ♦ ÁG94 ♦ 942 ♦ A8 - Vestur Norður Austur Suður — 1 spaði Pass 2 hjörtu Pass 2 spaðar Pass 2 grönd Pass Pass 3 grönd Pass Pass Útspil: laufsexa. Sögurmaður er í austur. Sagnhafi átti fyrsta slaginn á drottningu blinds og lagði niður hjartaás. Hann hugðist prófa hjartað fyrst, en snúa sér að spaðanum ef það brygðist. Ágæt áætlun, sem austur kæfði í fæð- ingu með því að láta hjartakóng- inn undir ásinn! Frá sjónarhóli aústurs er dag- ljóst að hjartaliturinn skilar sagnhafa 4 slögum. Því verður umfram allt að fæla hann frá því að spila litnum áfram. Og með G9 kostar ekkert að fórna kóngnum. Blekkingin gekk upp, því sagnhafi spilaði næst tígli heim á ás og svínaði spaðagosa. Ferð- in hafði þá ekki verið til einskis. SKÁK Umsjón-Margeir Pétursson Á heimsmeistaramóti unglinga 20 ára og yngri, í Tunja í Kól- umbíu, sem lauk um mánaðamótin, kom þessi staða upp í skák Van Wely, Hollandi, sem hafði hvítt og átti leik, og Huda, Kanada. 30. Hxf2! — H8f6 (Svartur sættir sig við mannstap og hefði eins get- að gefist upp, en eftir 30. — Hxf2, 31. g6 - Hfl+, 32. Kg2 - H8f2+, 33. Kg3 getur hann ekki forðað máti) 31. Hxf5 — Hxf5,32. Dh3 — g6,33. Dh6 og skömmu síðar gaf svartur. Heimsmeistari ungl- inga varð áður óþekktur Búlgari, Wasil Spassov, sem hlaut 9% v. af 13 mögulegum og var hærri að stigum en Pólveijinn Gdanski, sem hlaut jafnmarga vinninga. Næstir komu Sovétmennimir Ulybin og Dreev og Svíinn Wessmann, sem hlutu allir 9 v. Mótið var ekki nærri eins sterkt og í fyrra og var ung- verska stúlkan Zsusza Polgar, elsta Polgarsystirin, talin einna sigur- stranglegust Hún varð að láta sér nægja TA v. og varð i 11,—16. sæti. Ketevan frá Sovétríkjunum sigraði í stúlknakeþpninni, hlaut 1 llá v. af 13 mögulegum, en Madl, Ungvetjalandi varð önnur með 11 v. Þær tvær voru í sérflokki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.