Morgunblaðið - 17.09.1989, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 17.09.1989, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 1989 C 9 STELLINGARÁ VERKJATÍMABILI OG í FÆÐINGU. hvaða stelling sé best fyrir hana og barnið og hvaða öndun sé rétt- ust hveiju sinni.“ Hvað með fæðingarstóla? „Þó svo að notkun á fæðingar- stólum hafi verið algeng áður fyrr og nýir og fullkomnir fæðingarstól- ar hafi verið hannaðir, hefur verið sýnt fram á vandkvæði sem fylgja notkun hans,“ sagði Guðrún Ólöf. „Og það er einmitt spurningin, hvort við þurfum sérhönnuð hús- gögn til pð ala börn okkar í. Sem dærhi má nefna að gijónapúðar eru á flestum fæðingarstofum til þæg- inda fyrir konuna á verkjatímabil- inu og eru þeir mun þægilegri en hörð fæðingarrúm eða stólar." „Þá komum við aftur inn á mikil- vægi þess að skipta um stellingar á verkjatímabilinu og afturhvarfið til gömlu fæðingarsteilinganna," bætti Hrefna við. „Þegar konan sit- ur eða er á fjórum fótum, er þyngd- arpunkturinn réttur niður á við og þrýstir þar af leiðandi betur á spöngina og hættan á rifum og að konur séu klipptar minnkar. Fyrir utan að stellingin á fjórum fótum getur dregið úr bakverk sem konur finna oft fyrir.“ — Hvernig hgfur hljómgrunnurinn verið hjá öðrum ljósmæðrum og fæðingarlækn um? „Mjög jákvæður," sagði Hrefna. „Margir meðal ljósmæðra og fæð- ingarlækna hafa kynnt sér þessa nýju stefnu. Meðal þeirra er yfirljós- móðirin í Keflavík, Sólveig Þórðar- dóttir, sem nú er að taka við Fæð- ingarheimilinu í Reykjavík. Hún hefur starfað í Ystad í Svíþjóð, á fæðingardeild sem rekin hefur verið af Signi Jönsson um árabil en hún starfaði í Pithiviers. Nýlega breytti Sólveig, ásamt starfsfólki sínu í Kefiavík, fæðingardeildinni að þeirri fyrirmynd við góðar undir- tektir kvenna.“ Hrefna sagði að áhugi barnshafandi kvenna beindist greinilega í þessa átt, þær krefðust þess að fæða í heimilislegra um- hverfi og öðlast meira valfrelsi við fæðingar. — Hver er afstaða ykkar til heima- fæðinga? „Heilbrigðiskerfi okkar býður einfaldlega ekki upp á það,“ sagði Guðrún Olöf. „Hafi kona hins vegar fætt eðlilega áður og meðgangan öll er eðlileg getum við ekki séð neitt því til fyrirstöðu að hún fæði heima óski hún þess. í þeim löndum þar sem heimafæðingar eru algeng- ari ríkir líka allt annað hugarfar gagnvart fæðingum en hér á landi. — Nú velta konur óhjákvæmilega fyrir sér því öryggi sem sjúkrahúsin bjóða upp á. Hvað um þann þátt? „Hvað er öryggi? Er öryggið ekki fyrst og fremst fólgið í sérmenntuðu starfsfólki og góðri mæðravernd?" sagði Guðrún Olöf. „Undanfarin ár hefur straum fæðandi kvenna verið beint í eina átt þar sem mikið hefur verið fjall- að um öryggi vissrar stofnunar," sagði Hrefna. „Þá spyr maður sig hins vegar hvort það sé rétt og hvers eiga þá konur úti á lands- byggðinni að gjalda? Eru þær að stofna sér og barni sínu í hættu? Við erum ekki sammála þessari þróun og teljum að fæðing sé eðli- legur atburður í lífi okkar, en ekki tækniundur læknavísindanna. Það virðist vera að því menningarlegri sem við verðum þeim mun meira fjarlægjumst við náttúruna og það sem okkur er eðlilegast. Meðganga og fæðing eru aftur á móti í flestum tilfellum eðlilegir hlutir.“ Guðrún Ólöf sagði að allir gætu verið sammála um að tækjanotkun í afbrigðilegri þungun og fæðingu væri nauðsynleg en þessi öryggis- þáttur verkaði fráhrindandi þar sem samvinna væri ekki lengur milli tveggja einstaklinga heldur fyrir milligöngu þriðja aðila eða vélar. „í þessari þróun hefur mannlegi þátturinn ósjálfrátt orðið undir. Þar af leiðandi er fræðsla til verðandi foreldra mjög mikilvæg og tilgang- ur hennar er að undirbúa foreldrana fyrir fæðinguna og fyrirbyggja ótta, því eðlilega óttumst við það óþekkta.“ — Getum við þá ímyndað okkur að konur fæði börnin í framtíðinni án ótta og sársauka? „Án ótta, já,“ sagði Guðrún Ól- öf. „Með því að konan sjálf taki völdin á fæðingarstofunni, breyti hugarfari sínu gagnvart fæðing- unni og þeim sem hjálpa henni að fæða, getur hún losnað við ótta sem iðulega hefur fylgt konunni inn í fæðinguna. Þá verður fæðingin að því fallegasta kraftaverki sem við höfum tök á að upplifa. Markmið fræðslu og fæðingarundirbúnings á að vera að auka sjálfstraust kon- unnar og gera henni eðlilegt að velja sjálf hvernig hún vill fæða, í hvernig stellingu, með eða án verkjalyfja svo dæmi séu tekin. Það þarf ekki að kenna konum að fæða. Fagfólkið þarf ekki og á í raun alls ekki að stjórna fæðingunni ef að- stæður eru að öðru leyti eðlilegar. Fagfólkið á að hjálpa konunni að fæða á þann hátt sem hún sjálf kýs.“ Guðrún sagði ennfremur að sárs- aukann losnaði konan ekki við. Það væru viðhorfin til sársaukans sem skiptu meginmáli. Ef konan ynni með líkama sínum í fæðingunni og notaði lítið eða jafnvel ekkert af verkja- eða deyfilyfjum þá virkjaði hún náttúrulega aðferð líkamans til að stilla verkina. Líkaminn fram- leiddi þá sjáifur svokölluð endorfín sem væru skyld morfíni. Það hefði verið sýnt fram á að konur sem fæddu á þennan hátt kæmust oft í eitthvert yfirskilvitlegt ástand þar sem sársaukaupplifunin viki til hlið- ar fyrir svo djúptækri reynslu að erfitt væri að lýsa henni með orðum. „Það er djúp og persónuleg reynsla að verða eitt með lífmu, verða þátttakandi í sköpuninni; verða móðir“, sagði Guðrún Ólöf. „Þetta er engin draumsýn. Þróun í þessa átt hófst með stofnun Fæð- ingarheimilisins og þessu markmiði hefur Hulda Jensdóttir og starfsfólk hennar haldið ötullega á lofti. Nú er áhuginn fyrir að halda þessu áfram að breiðast út, meðal kvenna fyrst og fremst, en líka meðal starfsfólks. Við höfum trú á að þróunin verði ekki stöðvuð," sagði Guðrún Ólöf að lokum. árið 1930 var sýnt fram á með röntgenmyndum að við að konan beygir sig fram á við það eykst ummál grindarinnar um 30% sem er hagstæðara fyrir konu og barn.“ „Michel Odent hefur í gegnum starfsferil sinn fylgst með því hvernig konum er eðlilegast að bregðast við í fæðingunni og lært af þeim,“ sagði Guðrún Ólöf. „Hann leggur áherslu á að konan hafi frelsi til að velja sér fæðingarstell- ingar. Þau í Pithiviers reyndu að skapa heimilislegt umhverfi á fæð- ingardeildinni. Þau sáu fljótt að fæðingarrúmið var ekki mikilvæg- asta húsgagnið á deildinni og fjar- lægðu það. Þau fengu þess í stað stórt rúm eða dýnu, þar sem betur fór um konuna. Eins og Odent seg- ir sjálfur ætti umhverfið þar sem kona elur barn sitt að vera svipað þeim stað þar sem konan nýtur ásta.“ — Er þetta það sama og franska fæðingin sem Fæðingarheimilið býður upp á? „Nei, reyndar ekki,“ sagði Guð- rún Ólöf. „Franska fæðingarað- ferðin er kennd við Frederick Leboyer, sem var mjög umhugað um líðan barnsins í gegnum fæðing- una. Hann hélt því fram að sú upp- lifun gæti haft áhrif á allt okkar líf. Hann lagði mikið upp úr því að minnka það áreiti sem barnið varð fyrir, svo sem hávaða, sterka birtu og alla meðhöndlun þess. Þó að þessi aðferð sé kennd við Leboyer var Maria Montessori fyrst til að skrifa um þetta árið 1930.“ „Michel Odent og starfslið hans tóku tillit til Leboyer, konunnar sem var að fæða og barnsins og höguðu sinni starfsemi eftir því,“ sagði Hrefna. Hún sagði að Odent leggði mikið upp úr gildi náttúruiegrar fæðingar, að konan fengi að vera óþvinguð í fæðingunni, í rólegu og rökkvuðu umhverfi við eins heimil- islegar aðstæður og unnt væri. Við það yrði hún næmari fyrir eigin líkama og streymi nauðsynlegra fæðingarvaka myndi aukast. „Od- ent telur að fái konan að einbeita sér óáreitt í fæðingunni, viti hún SKRIFSTOFA NORRÆNU RAÐHERRANEFNDARINNAR óskar að ráða: 2 RÁÐUNAUTA Norræna ráðherra- nefndin er samvinnu- stofnun ríkisstjórna Norðurlanda. Samvinnan snertir flest meginsvið samfélags- ins. Skrifstofan hefur frumkvæði að verkefn- um og sér jafnframt um að ákvörðunum ráð- herranefndarinnar sé hrint í framkvæmd. Skrifstofan skiptist í fimrn sérdeildir, íjár- hags- og stjórnsýslu- dcild, upplýsingadcild og skrifstofu fram- kvæmdastjóra. Annan á sviði jarðyrkju og skógræktar og hinn til menningarkynning- ar í öðrum löndum. Tveir af ráðunautum okkar láta af störfum og við leitum annarra í þeirra stað. Ráðunauturá sviði jarðyrkju og skóg- ræktar Hinn nýi ráðunautur á að taka að sér fram- kvæmdastörf fyrir ráð- herranefndina (land- búnaðarráðherrana) og norrænu embættis- mannanefndina varð- andi jarðyrkju- og skóg- ræktarmál. Unnið er í samvinnu við norrænar stofnanir, samvinnu- nefndir og vinnuflokka ásamt þjóðlegum stofn- unum á viðkomandi starfssvæði. í starfinu felst einnig áætlanagerð og leiðbeining í sam- bandi við ýmis aðkall- andi vandamál um jarðyrkju- og skógrækt- armál á Norðurlöndum og á alþjóða vettvangi. Ráðunauturinn má bú- ast við að fram- kvæmdanefndin fcli honum einnigönnur verkefni. Ráðunautur til menningarkynningar í öðrum löndum Hinn nýi ráðunautur á að annast ýmis konar áætlana- og stjórnunar- leg mál á sviði norr- ænnar samvinnu um menningarkynningar. Framkvæmdanefndin vinnur núna að menn- ingarkynningu í lönd- um utan Norðurlanda með sýningarhaldi og kynningu á norrænni menningu. Nefndin hefir t.d. borið ábyrgð á norrænu sýn- ingunni Scandinavia Today í Bandaríkjun- Um 1982/83, með fram- haidiíJapan 1987/88. Sýningá norrænni aldamótarlist í Lon- don, Dússeldorf og París 1986/87. Fyrirhuguð starfsemi á næstunni er m.a. sýning á norrænni nútímalist - frá öðrum tug aldarinn- ar - í Sovétríkjunum í júní-sept. 1990. Umsækjandi þarf þannigaðhafastað- góða þekkingu á mis- munandi tegundum lista ásamt störfum við norrænar menningar- stofnanir. Reynsla af stjórnun þjóðlegra og alþjóð- legra menningarstofn- ana er æskileg. Ráðunauturinn má bú- ast við að fram- kvæ'mdanefndin feli honum einnig önnur störf. Sameiginlegt fyrir báðar stöður: Störfin gera miklar kröfur til samstarfs- hæfni og sjálfstæðis jafnframt því að geta tjáð sig skýrt bæði skrif- lega og munnlega á einu af þeim tungumálum sent notuð eru, en þau eru danska, norska og sænska. Störfin fela í sér (tals- verð) ferðalög. Ráðning er tímabundin með samningi til 4 ára með nokkrum möguleikum á framlengingu. Ríkisstarfsmenn eiga rétt á fríi frá störfum á ráðningartímanum. Skrifstofa ráðherra- nefndarinnarerí Kaupmannahöfn og aðstoðar hún við að útvega húsnæði. Á vett- vangi norrænnarsam- vinnu er lögó áhersla á jöfnuð ogjafnrétti og eru því konur jafnt sem karlarhvattartilað sækja um stöður þessar. Nánari upplýsingar varðandi stöðu ráðu- nauts á sviði jarðyrkju og skógræktar veitir Poul Andersen ráðu- nautur. Nánari uoplýsingar um stöðu ráðunautstil menningarkynningar í öðrum löndum veitir Trypvi Gíslason deild- arstjóri. Harald Lossius starfs- mannaráðunautur svarar fyrirspurnum um ráðningarskilmála. Sími í Kaupmannahöfn er 9045-33 1 1 47 1 1. U msóknarfrestur renn- ur út 1. október. Skriflegar umsóknir skal sendatil: NORDISK MINISTERRÁD, Generalsekreteraren, Store Strandstræde 18, DK-1255 Köbenhavn K.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.