Morgunblaðið - 17.09.1989, Blaðsíða 24
2^q
MORGUNBLAÐIÐ
—
MENNINGARSTRAUMAR
'AGUR 17. SEPTEMBER 1989
ar strengirnir smullu á brettinu
fyllti gamla New Orleans-tilfinning-
in salinn.
Louis Nelson er enn hress og
söng Ice Cream og dúndraði í bás-
únuna með þessum fítonskrafti sem
einkennir gömlu lúðrasveitargaur-
ana í New Orleans. Tónninn málm-
fylltur og grófur. Hann var vel
málhress og mundi enn eftir Kaup-
mannahafnardvölinni, hafði undir-
búið sig vegna rithandarsafnara og
er þeir þyrptust að með penna og
blöð útdeildi hann í staðinn árituð-
um nafnspjöldum.
Næsta sunnudag: Ellington
og allt hans lið.
DfASS/ Hvad erhcegt ad hlusta á mikinn djass áþremur
dögumf
Upptaktuy með
magabitter
ÞÁ ER ég í þriðja sinni í Haag
á Norðursjávardjasshátíðinni —
langt orð það og hátíðin ekki
styttri: þrír djassdagar og hvern
dag er djassað í tólf sölum í tíu
tíma stanslaust: tvöhundruð og
fimmtíu tónleikar í allt. Því er
mikilvægt að velja og hafna,
gaumgæfa dagskrána fyrirfram
og ætla sér ekki um of. Ég lét
mér nægja að sitja tuttugu og
fimm tónleika — eða standa ef
svo bar undir — allt frá því fyrstu
tónar Ellington-bandsins bárust
mér klukkan Qögur á fóstudegi
þar til trompetblástur Miles
Davis hljóðnaði klukkan tvö á
sunnudagsnóttu.
Congresgebouw er mikil bygging
og i staðinn fyrir tjaldið mikla
þar sem stórstimin léku áður er
komin höll með sætum aftast en
miklu gólfrými fremst og rúmar
þúsundir. PWA-
salurinn er sem
fyrr loftkældur og
sæti bólstruð og
betra að sitja
framarlega í þessu
margfalda Há-
skólabíói. Aðrir
salir eru minni og
bjóða uppá nánara
samband við tónlistarmennina, þó
rúmar Turnpaviljoen þúsundir og
standa þar flestir og Jan Steen-
zaal, sem áður nefndist Carrouss-
elzaal 1, er býsna stór, en þar sitja
allir á gólfinu. Það er því betra að
vera í góðum gallabuxum í þeim
sal. Aftur á móti er nóg af sölum
þar sem sæti em bólstruð fyrir þá
sem ekki leggja í gólfsetur eða lang-
ar stöður — en þá er hætta á að
maður missi af mörgum snillingn-
eftir Vernhorð
Linnet
Auk tónlistarinnar eru lista-
verkasýningar og ljósmynda á öllum
göngum og djassmyndbandasýn-
ingar í hvetju horni. Svo eru hljóm-
plötuverslanir í kjallara og má þar
fá allt það sem fáanlegt er í djass-
músík.
Barir og matsölustaðir alls konar
eru á hveiju strái: bjórvagnar,
pylsuvagnar, hamborgaravagnar
og ísvagnar; enda betra að næra
sig vel til að halda tíu tíma törnina
út. Ég var í samfloti með ágætum
djassgeggjara, Rúnari Sigurðssyni,
á þessari hátíð og bjuggum við hjá
Ömu dóttur hans sem er að nema
ljósmyndun í Haag. Gerði hún fleira
en að skjóta skjólshúsi yfir okkur
því hún ljósmyndaði það sem grein
þessari fylgir.
Við Rúnar komumst fljótt að því
hvernig best yrði að því staðið að
halda góðri heilsu; staðgóður morg-
unverður hjá Örnu og síðan bjór í
hófi og eitt staup af Jágermeister
milli tónleika, auk léttra máltíða og
þyngri, gæfist tóm frá tónlistinni
sem sjaldnast var. Sá galli var þó
á gjöf Njarðar að Jágermeister
mátti aðeins fá á einum bar í höll-
inni allri: Coffie bar hét sá og var
í nágrenni PWA-salarins og að
sjálfsögðu glæsilegasti barinn á
svæðinu. Svo var komið að þjónarn-
ir gripu Jágermeisterflöskuna
ósjálfrátt er við Rúnar nálguðumst
og skenktu í staup. Eftir fyrstu
tónleikana síðasta daginn renndi
þjónninn börnunum í staup mitt og
stóð með tóma flösku. Spurði ég
þá titrandi röddu: „Er allt búið?“
„Nei,“ svaraði hann, „það er önnur
til. Við vissum að þið yrðuð hér líka
í dag.“ Það er ekki ofsögum sagt
af lækningamætti Jágermeisters-
ins, þó ekki sé Gammel dansk síðri
Svipmyndir ur veislunni Vernharður Linnet
segir hér frá djasshátíð í Haag í fyrsta pistli af
fjórum.
magabitter, því að við félagar vor-
um jafnhraustir á fyrstu tónleikun-
um og þeim síðustu. Sönnuðust þar
orð Sigurðar Oddgeirssonar er hann
mælti í Jonshúsi í Kaupmannahöfn
forðum: „Þegar Jágermeisternum
-hefur verið rennt niður vélindað
leggst hann eins og græðandi hönd
á magaslímhúðina, enda bruggaður
úr fjörutíu og sjö lækningajurtum.“
Kvöldið áðuren hátíðin byijaði
varð okkur þremenningum gengið
inná krá í miðborg Haag. Settumst
við fyrir framan sviðið og fengum
okkur bjór og bitter. Hljóðfæri voru
á sviðinu og áttum við von á að
einhveijir Hollendingar myndu
djassa þar — en viti menn: Allt í
einu er allt fullt út úr dyrum og
við fyrir tilviljun á besta stað og inn
gengur Louis Nelson, básúnuleikar-
inn aldni frá New Orleans, ásamt
yngri fylgisveinum, svörtum og
hvítum. Upphefst þarna hinn ágæt-
asti forleikur að hátíðinni og yndis-
legt að rifja upp kynnin við þennan
frumstæða talligateblásara. Ég
hlustaði á kallinn fyrst með New
Orleans-bandi Kid Thomas Valent-
ins í Berlín 1971 og þá fannst mér
hann kominn til ára sinna. Þeir léku
þar einn ópus með Ellington-band-
inu og var stórkostlegt hvernig
hertoginn og sveit hans spunnu
kringum kallana. Tveimur árum
síðar hitti ég Louis í Kaupmanna--
höfn og var hann enn með Kid og
á bassann Ed Garland, sem lék með
King Oliver. Sá var svo hrumur að
bera varð bassann á svið — en þeg-
IiVIKIVlYNDIR///vernig er
híómenning Islendingd?
Að virða fyrir sér þá sem sækja
bíóin er oft miklu skemmtilegra
en glápa á hrútleiðiniega endaleysu
á hvíta tjaldinu jafnvel þótt lítið sé
«ftir Arnold
Indriðoson
að sjá nema manngerðirnar því til
þess er tekið hve
prúðir íslendingar
eru í bíó. Frægt
er í Bandaríkjun-
um t.d. hvernig
áhorfendur lifa sig
inn í myndina og
hrópa og kalla og
stappa þegar
vondi kallinn er
veginn eða/og kannski enn frekar
þegar vondi kallinn vegur saklaus
fórnarlömbin. Freddi, Freddi,
Freddi dynur um salinn þegar
martraðarmyndimar á Álmstræti
eru sýndar. Það vottar lítillega fyr-
ir þessu hér í bíóunum en það er
varla orðið almennt eða viðtekin
venja, sem betur fer. Bíómenning
hér er yfirleitt mjög siðuð. Það
heyrist stundum óánægjuhljóð úr
horni þar sem tveir eða þrír töffar-
ar sitja með kók og popp og hrópa
niður vasaklútamynd sem þeir fóru
á í hallæri. Það er gjarnan sussað
á þá af þeim sem komnir eru til
að njóta viðkvæmra stunda en það
er alltaf eins og töffararnir séu að
bíða eftir því að einhver komi og
troði kókdollunni oní þá — og heimti
skilagjald.
Auðvitað eru til undantekningar
frá rólegu sýningunum og þær
finnast um helgar. Þegar Prince-
myndin „Purple Rain“ var sýnd
fyrir nokkrum árum í Austurbæj-
arbíói lenti ég á ellefusýningu á
föstudagskvöldi og stemmningin
var slík að það var næstum eins
og Prince stæði á sviðinu. Krakk-
arnir voru að koma sér í stuð áður
en þeir rústuðu einhveijum ungl-
ingaskemmtistaðnum. Síðustu sýn-
ingar á föstudags- og laugardags-
kvöldum eru raunar alltaf fjörug-
astar. Bíóin eru notuð fyrir sam-
kvæmisstað áður en unglingabólan
skellur á miðbænum.
Andstæðan við unga fólkið sem
sér allt er fólkið sem fér á eina
mynd á ári. Það er fullorðna fjöl-
skyldufólkið og þaðan af eldra sem
er „löngu hætt að fara í bíó“ og
þarf eitthvað eins og Regnmanninn
til að endurnýja kynni sín af stóra
tjaldinu. Það horfir ekkert endilega
minna á bíómyndir en fær það sem
það þarf í sjónvarpinu, Stöð 2 sér-
staklega, og á myndbandaleigum
en annars er það í byggingabasli
og barnauppeldi.
Allt þar á milli skiptir sér nokkuð
reglulega niður á myndir. Það er
t.d. mjög forvitnilegt að mæta á
frumsýningu á nýrri Clint East-
wood-mynd. Gosbílstjórar og vega-
vinnumenn í vinnufötunum fylla
salinn og eini kvenmaðurinn við-
staddur afgreiðir í sjoppunni. Clint
er og hefur alltaf verið Sóða-Harry
vegavinnuflokksins. Hann bjargar
degi gosbílstjóranna. Tólf trylltar
malbikunarvélar gætu ekki dregið
þá á Óbærilegan léttleika tilverunn-
ar. Þangað fer unga menntaða liðið
fullt af námslánum og „umræðu" í
eitt af fáum bíóblissum fyrir heilann
og fer svo og drekkir myndinni í
næsta rauðvínsglasi. Tólf trylltir
stundakennarar gætu ekki dregið
það á Clint. Við sumar myndir loð-
ir kellingastimpillinn; Alltaf vinir
er þriggja klúta mynd fyrir kelling-
ar og Móðir fyrir rétti jafnvel líka
og er óvíst hvort hefur komið óorði
á hitt. Góðar gamanmyndir virðast
laða að alls konar fólk og svona
mætti lengi telja.
Svo er dulítill hryðjuverkahópur,
Félagi nr. 1 hringir stundum í mig,
íslenskir
bíógestir
- yfirleitt
mjög sið-
aðiren
það eru til
undan-
tekning-
ar...
sem veit allt um það sem hann
kallar „últravibba" og „múltísex"
en fær sem betur fer sjaldnast neitt
við sitt hæfi í bíóunum. Þetta er
hópurinn sem finnst „Hellraiser“
ekki nógu krassandi, Keðjusagar-
morðin í Texas eins og fræðslumynd
um meðferð garðáhalda og „Deep
Throat" eins litlaus og Nýi kvenna-
fræðarinn. Við skulum vona að þeir
haldi áfram að fá ekki myndir við
sitt hæfi.
Annar hópur og kannski forfaðir
þessa sótti alltaf léttu klámmynd-
irnar, Rúmstokksmyndirnar og
Emmanúellurnar, sem nú eru horfn-
ar þökk sé breyttu bíóúrvali. Á þeim
sýningum var allt krökkt af úlpum
og frökkum og þeir sem fóru niður
í hléi hlógu alltaf að þeim sem eft-
ir sátu. Nú er þetta horfið. Án þess
að skarð hafi verið höggvið í bíó-
menninguna.