Morgunblaðið - 17.09.1989, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 17.09.1989, Blaðsíða 7
Heimilið á Öldugötunni ein- kenndist af heiðríkju og ró. Þegar dætur mínar fóru að venja komur sínar til langafa og langömmu fundu þær einnig þennan kærleik og hlýju sem ríkti á þessu fallega heimili. „Litlir fætur“ voru ekki seinir á sér að taka sprettinn upp tröppurnar því þar beið þeirra ætíð opinn faðmur. Er ég hugsa um Guðna kemur mér ávallt í hug setn- ingin: „Leyfið börnunum að koma til mín ...“ Kveðjustundin er við fórum af landi brott til náms var afar erfið. En myndina af langafa geymdum við í brjósti okkar, og þegar við komum heim í frí var það okkar fyrsta hugsun að komast á Öldugöt- una, og þá var allt eins og það átti að vera. í sumar kvöddumst við eins og svo oft áður, en það var í síðasta sinn. En myndina fallegu varðveitum við. Guðni var gæddur góðum gáfum og hafði mikinn áhuga á þjóðmálum og öllu sem laut að velferð lands þjóðar. Hann var víðlesinn og átti mikinn fjölda bóka sem hann hélt mikið upp á. Hann ferðaðist oft til ókunnra landa og fræddist þannig um lönd og lýði, en las sér til um það sem upp á vantaði. Frásagnar- gleði hans var mikil og ánægjuleg- ustu stundir okkar áttum við í stof- unni á Öldugötunni, þegar Guðni miðlaði okkur sem yngri vorum af visku sinni. Þar sat kætin og létt- leikinn í fyrirrúmi og glettnin var aldrei langt undan þegar Guðni átti í hlut. í sorgum okkar og gleði nutum við þess að eiga hann að, sem ávallt var tilbúinn að hlusta og gefa góð ráð. Sárin urðu bæri- legri og gleðin stærri eftir heim- sóknirnar á Öldugötuna til Guðna og Jónu. Guðni var af kynslóð sem gengið hafði í gegnum margt, kynslóð sem hafði tíma til að gefa. Þetta fundu litlu stúlkurnar mínar. Þegar þær fréttu að langafi væri daínn sögu þær „Við höfum átt hann svo stutt“, en ég veit að á vissan hátt fylgir hann þeim alla ævi, hann hefur gefið þeim svo mikinn kærleik að hann er orðinn hluti af þeim. Auður Alfreðsdóttir Nú er hann elsku afi minn dáinn. Sem mér þótti svo vænt um. Það er svo erfitt að sætta sig við að missa hann. En endurminningarnar geymast alltaf í huga mér. Afi minn var glettinn og gamansamur. Ég gat alltaf leitað til hans þegar mér lá eitthvað á hjarta. ■ Ég vil votta elsku ömmu minni samúð mína á hennar erfiðu stundu. Guð blessi minningu afa míns. Ég fell að fótum þínum og faðma lífsins tré. Með innri augum mínum. Ég undur mikið sé. Þú stýrir vorsins veldi Og vemdir hveija rós Frá þínum ástareldi. Fá allir heimar ljós. (D. Stefánsson) Þórunn Jónína Tyrfingsdóttir, dótturdóttir. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavík og á skrif- stofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta tilvitnanir í ljóð eftir þekkt skáld, og skal þá höfundar get- ið. Sama gildir ef sálmur er birt- ur. Meginregla er sú, að minn- ingargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDÁGUR 17. SEPTEMBER 1989 C 7 ■V /5 Hallandi diskar eru með móttökubúnað, sem skyggir á útsendinguna, auk þess aö safna í sig snió Loðréttir diskar ná sterkara „merki en hallandi diskar á EchoStar gervihnattadiskum mánudaginn 18. til föstudagsins 22. september. Yfir 30 sjónvarpsrásir sneisafullar af fréttum, kvikmyndum, barnaefni, framhaldsþáttum, fræbsluefni, gamanmyndaflokkum,spurningakeppnum, tónlistarefni, íþróttum og mörgu fleira, á fjölmörgum tungumálum. Vegna milliliöalausra magninnkaupa getum viö boöiö lóörétta EchoStar gervihnattadiska á frábœru veröi! E IUROCARD V MHfMiiii Samkort greiðslukjör til allt að 12 mán.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.