Morgunblaðið - 17.09.1989, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.09.1989, Blaðsíða 10
íö e tóM^OTiö MANNUFS^fMAIIIVfœaiyMWA^SGHTEMBER iffiSH LÆKNISFR/EÐI///'z;c’r tók efnafrœöi íþjónustu lcekninga? Fyrsta sýktatyfiö SÝKLALYFIN sem núlifandi kynslóðir leggja sér til munns og vilja þannig vernda og tryggja sína góðu heilsu eru öll tilkomin á tuttugustu öld. Einatt er því haldið fram að við hámum í okkur of mikið af þessari munaðarvöru, allt sé best í hófi, og mörg hv'rsdagsleg um- gangspest láti sér rátt um finnast og styttist hvorki né lengist fyrir áhrif súlfalyfja eða penisillíns. Auk þess hafi lyijaneysl^a stund- um fléiri og eftir Þórorin óheppilegri áhrif Guónason á heilsu manna en til var ætlast og síðast en ekki síst kosti lyf pen- inga; sum þeirra eru rándýr og þjóðin kvartar undan þeim dráps- klyfjum sem heilbrigðiskerfið leggur á hennar lúnu herðar. En vandfundinn mun sá sem ekki vill njóta bestu meðferðar sem völ er á þegar í harðbakka slær enda lagaskylda að veita hana. Maðurinn sem fyrstur bjó til sýklalyf, með öðrum orðum lyf sem granda sóttkveikjum í lifandi líkama var þýskur og hét Paul Ehrlich. Hann fæddist árið 1854, nam læknisfræði og fékk fljótlega mikinn áhuga á veíjalitun til undir- búnings smásjárskoðun og gerði sjálfur tilraunir með litunarað- ferðir. Hann tók eftir því að sum- ir litir settust að í frumukjarnanum en aðrir í fryminu í kring. Líka sá hann að litir skiptu sér furðu- misjafnlega niður á hvítu blóð- kornin og áttu athuganir hans á því fyrirbrigði mikinn þátt í eflingu nýs kapítula í læknisfræði, kapít- ulans um blóðsjúkdóma. í framhaldi af þessu braut Ehrlich lengi heilann um hvaða lögmál væru að verki milli þess eiturs sem sýklar gefa frá sér og þess móteiturs sem myndast í blóðinu þegar sýking á sér stað. Margir smitsjúkdómar geta ekki heijað nema einu sinni á sömu manneskjuna og það var þetta ónæmi sem gerði það að verkum að blóðvatnslækningar komu ein- att að góðum notum, t.d. við barnaveiki. Krabbamein var einn þeirra sjúkdóma sem mönnum lék for- vitni á að kynnast nánar þegar á þessu bernskuskeiði nútíma-lækn- isfræði og Ehrlich var meðal þeirra sem sökktu sér niður í þess háttar rannsóknir í nokkur ár. En smám saman hneigðist hugur hans meir og meir að efnafræði og þeirri lið- veislu sem hún kynni að geta veitt í stríðinu við sjúkdóma af völdum 'sýkla. Hann tók að dreyma stóra drauma um lyf sem megnaði að útrýma algerlega og undantékn- ingarlaust sýklum úr líkama sjúkl- ingsins, helst í einu vetfangi, með einum skammti. Gömul reynsla af tilhneigingu litarefna að velja sér ákveðna aðsetursstaði í líkams- vefjum kveikti hjá honum þá hug- mynd að ef til vill mætti brugga eitthvað banvænt handa sýklum þótt það hefði ekki skaðleg áhrif á líffæri sjúklinganna. Hann hélt áfram að vinna með litarefni og tengdi þau við eitruð efnasam- bönd, einkum arsenik sem lengi hafði vérið eftirlætisduft morð- ingja og svæft margan dándis- mann svefninum langa eftir að því hafði verið blandað í diykkinn hans. En Ehrlich kunni sína efna- fræði og gerði mörg hundruð próf- anir með mismunandi blöndur á sýktum tilraunadýrum. Blanda númer 606 reyndist skeinuhætt þeim sýklum sem valda kynsjúk- dómnum sárasótt og hlaut nafnið salvarsan eða Hata 606. Hata var japanskur aðstoðarmaður Ehrlichs og gárungarnir gerðu sér mat úr því og bjuggu til slagorðið “fyrst elska, svo hata“. Salvarsan reyndist ekki það allsheijar sýkileyðandi lyf sem Ehrlich hafði gert sér vonir um. Stóri draumurinn hans rættist ekki og mun sennilega aldrei ræt- ast en lyfið hans læknaði marga Paul Ehrlich verður lengi í minn- um hafður sem frumkvöðull lyfja- tilbúnings í beinum tengslum við eftiafræði nútímans. af sárasótt, einkum á frumstigi, og dró oft og einatt úr einkennum sjúkdómsins á síðari stigum hans líka. Það hélt velli sem sárasóttar- lyf þangað til penisillín leysti það af hólmi. Ehrlich fékk nóbelsverðlaun fyrir vísindastörf í læknisfræði 1908, tveimur árum áður en hann gerði heyrinkunnugt hveiju sal- varsan fengi áorkað. Hann dó 1915 þegar styijöldin í Evrópu var í algleymingi. Það fór víst ekki mikið fyrir dánarfregn þessa vel- gjörðamanns heimsbyggðarinnar mitt í fréttum af vopnabraki og manndrápum, en hann verður lengi í minnum hafður sem frum- kvöðull lyfjatilbúnings í beinum tengslum við efnafræði nútímans. Eftir hans dag og löngu seinna kom annar litameistari, Gerhard Domagk, með rauðu töflurnar sem hétu prontosíl og hin súlfalyfin í halarófu á eftir. Síðan verða eins konar þátta'skil. Næstu sýklalyf urðu penisillín og frændur þess, vaxin upp úr öðrum jarðvegi í bókstaflegri merkingu, en efna- fræðin var komin inn í lyfjafram- leiðslu og lækningar og lætur þar æ meira til sín taka. Salvarsan og súlfa leiddu hana góðu heilli inn í lyijabúrin. Hver veit nema hún eigi eftir að leggja að velli suma þá dreka sem nú æða um löndin og spúa eldi og eimyiju? j MATVR OG DRYKKURÆ/ saltfiskur eitthvaö merkilegur? Græna gullið HÉR á landi hefú yfirleitt ekki verið litið á saltfisk sem neitt hnossgæti, heldur venjubundna, freinur hvimleiða soðningu, enda höfiim við lengst af matreitt þetta ágæta hráefiii á afar hugmynda- snauðan hátt. Suður í Evrópu þykir saltfiskur aftur á móti herramannsmatur og uppskrift- irnar legíó. Einhveija kann að undra hvers vegna sá græni, salti er svo eftirsóttur þar um slóðir, hvers vegna Frakkar lögðu t.d. á sig skútuhark á Islands- og Nýfúndnalandsmiðum í aldarað- ir, og máttu búa við hreint ótrú- legt harðræði á sex mánaða ver- tíðum — ekki til heilsubótar að stærsti liluti fæðisins um borð var kex og áfengi — til að geta sótt „græna gullið“ í greipar hafsins. Um þetta geta landsmenn brátt fræðst af væntanlegri bók Elínar Pálmadóttur, Fransí, biskví, sem er í senn átakanleg og hrífandi. eftir Jóhönnu Sveinsdóttur Þorskveiðar eiga sér langa hefð meðal íbúa norðurstrandar Frakklands. Eftir að kristin trú hélt innreið sína mátti ekki bragða kjöt á hinni 40 daga löngu föstu, wammm—mmmm né heldur á föstu- dögum. Því varð að tryggja mann- skapnum annars konar fæðu, ríka af prótíni. Löngu áður höfðu íbúarn- ir á norðurströnd- inni lært af víking- unum, sém _ heij- uðu á þá um það leyti sem ísland byggðist, að geyma fisk saltaðan, og höfðu jafnvel komið sér upp söltunarstöðvum um 1200. En þorskurinn kláraðist fljótt úr Ermarsundi og þegar Frakkar fóru að sækja lengra á haf út, taka þeir líka að þurrka hann, líklega um 1550. Saltaður og þurrkaður þorsk- ur var hentugur til geymslu og flutnings út um landið og líka fyrir herinn, bæði heima og úti í nýlend- unum. Auk þess var hluti aflans seldur á erlendum mörkuðum, m.a. til Spánar og Portúgals. Sagt er að Spánveijar og Portúg- alir, einkum þeir síðarnefndu, lumi á saltfiskuppskrift fyrir hvern dag ársins, og nokkrum fyrir hvern dag föstunnar. Þykir þeim saltfiskurinn alveg jafn gómsætur ósoðinn sem soðinn eins og eftirfarandi upp- skriftir bera með sér. Saltfisksstappa frá Provence — Brandade Saltfiskréttir eru í hávegum hafðir í Suður-Frakkandi, einkum í Provence. Áttu norskir miðalda- kaupmenn ríkan þátt í að kynna fyrir Suður-Frökkum bæði saltfisk og skreið, skiptu á honum og vefn- aðarvöru og víni. Frakkar nota salt- fiskinn mikið í plokkfiskrétti — stöppur og jafnvel eins konar súpur — eins og þessi uppskrift og sú næsta ber með sér. Þessi uppskrift nægir í forrétt handa fjórum, en aðalrétt handa tveimur. 400 g afvatnaður saltfiskur / 50 g skorpulaust franskbrauð / 1 hnjólk / 2 hvítlauksrif / 4 msk. sítrónu- safi / 4 msk. ólífuolía / nýmalaður svartur pipar. 1. Hellið mjólkinni í pott, látið suð- una koma upp, bætið út í 2 msk. af sítrónusafa og nýmöluðum pipar. Setjið fiskstykkin út í og sjóðið við vægan hita í 10 mín. Látið fiskinn kólna í mjólkinni. Látið síðan dijúpa vel af honum, Ijarlægið roð og bein. Stappið hann síðan með gaffli. 2. Bleytið brauðið í 4 msk af soðinu og meijið það milli fingranna. Setj- ið í skál og stappið með gaffli. Bætið fiskinum út í og hrærið vel saman. 3. Meijið hvítlaukinn út í plokk- fiskinn og hellið því sem eftir er sítrónusafans saman við. Blandið vel saman, hrærið því næst olíunni saman við í smáskömmtum með trésleif. Piprið eftir smekk. Setjið lok á skálina og látið standa a.m.k. klukkustund í kæliskáp. 4. Berið plokkfiskinn fram vel kald- an með kapers, súrum gúrkum, rist- uðu brauði og smjöri. Próvensaiskur pottréttur — ■ Stoficado Þessi uppskrift er handa sex. Algengast er að sjóða með salt- fiskinum kartöflur og lauk, en púrra er eiginlega enn betri en laukur í þessu tilfelli. TILBOÐ OSKAST í Ford Mustang LX árgerð ’87 (ekinn 7 þús. mílur), Ford Bronco II 4x4 árgerð ’84, ásamt öðrum bifreiðum er verða sýndar á Grensásvegi 9, þriðjudaginn 19. september kl. 12-15. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. Sala varnarliðseigna. ANNÁLAR 1400-1800 Lokið er útgáfu annála 1400-1800 með út- komu sjötta heftis við 5. bindi (1988) og með útkomu 6. bindis (1987) (í einu lagi). Takmarkað upplag er enn til af eldri heftum, stökum og í heilum settum. Ritverkið er 6. bindi (31 hefti). Verð til félagsmanna Bókmenntafélagsins er kr. 20.200,- fyrir allt ritverkið. Hið íslenska bökmenntafélag Þingholtsstræti 3, s.21960.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.