Morgunblaðið - 17.09.1989, Blaðsíða 2
2 C
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 1989
||lp|
MmannasKarö
REYKiAVÍK
Kifkjubœjar^X Freysnes
klaustur. /
■■■■■■■■ Rúnar bakkar flutn-
Mnngo ingabíl sínum með
■ tU tengivagni að dyrum
Þórhólsgötu 2, bústað Gísla Gylfa-
sonar og Önnu Bjarnadóttur. Að-
stæður eru erfiðar; gatan er þröng
og í halla. Það gengur fljótt og vel
að lesta jarðneskar eigur þeirra hjóna
í tengivagninn. Norðfirðingar hafa
verið orðaðir við ákveðna róttækni í
stjórn- og skipulagsmálum. Þó er
Ijóst að frjálsir samningar einstakl-
inga um verð eru ekki óþekktir í
„rauða bænum“ Neskaupstað. Milli
Rúnars og Gísla spinnast nokkrar
umræður um þyngd og umfang flutn-
ingsins — og síðast en ekki síst verð.
Að lokum verða þeir ásáttir um 16
þúsundir króna.
ÞRIÐJUDAGUR
Það er sól og blíðskap-
|11 arveður á Norðfirði
þegar bíl og tengivagni
er lagt við fyrirtækið Mánaplast,
Urðarteigi 22. Bíllinn var keyptur í
vor en nú þegar sýnir akstursmælir-
inn 27411 kílómetra. „MAN 362 ár-
gerð ’89. Gírskiptingarnar 16 áfram
og 2 afturábak. Kostaði 7 milljónir
Við Djúpavog. Þeir mega ekki verða rúgbrauðslausir.
legur þjóðflokkur.
Jú, ég fór víst eitt eða tvö tonn
fram yfir einu sinni eða tvisvar. Slapp
með dómsátt. Öxultakmarkanir, jú
þær voru í fimm vikur í vor, þar af
voru 5 tonna takmarkanir í þijár
vikur og ég gat ekkert farið.“
er lagt af stað. Nokkr-
VI 1050 um mínútum og kíló-
III. 10 metrum seinna grípur
nokkurt fát Rúnar bílstjóra. „Eg hef
Þórhólsgata 2, Neskaupstað. Gísli Gylfason og Anna Bjarnadóttir
eru að flytja í fimmta sinn.
NESKAUPSTAÐUR
RuyfarfjörSur0jfc?>~-OMSskari
Fáskrúðsfjörðui^^ Vallarnes
Stöðvarfjörður^k^Kambanesskriöur
Breiðdalsvík
Bcrufjöróur
Djúpivogur
'Álftafjöróur
gleymt þeim! Ég verð víst að íjár-
festa í nýjum sólgleraugum á Eski-
firði.“
Milli Neskaupstaðar og Eskifjarð-
ar er Oddskarðið, í 705 metra hæð
yfir sjávarmáli en í 632 metra hæð
hafa verið gerð jarðgöng undir há-
skarðið, 626 metra löng: „Jú, skarð-
ið er erfitt á vetrum. Snjóruðningar
og Vegagerðin? Ég hringi stundum
í þessa góðu menn. Svörin? Ýmist
of þurrt, of blautt eða heflarnir bilað-
ir. Og ef það er eitthvað verið að
kvarta segja þeir: „Þú hefðir átt að
sjá vegina fyrir þijátíu árum.““
Þrátt fyrir jarðgöngin og umtals-
verðar vegabætur er leiðin um Odd-
skarð snarbrött og öll hin hrikaleg-
asta. „Ég vona að slitlagið komi seint
í Oddskarðið; hálkan er stórhættu-
leg.“
A Eskifirði eru keypt sólgleraugu
og álgrindur afhentar á flutnings-
og vöruafgreiðslu staðarins. Rúnar
lítur á nótur og minnismiða frá
Lindu. „Bílstjórar stjórna bílunum
en það má segja að afgreiðsludömur
stjórni bílstjórunum. Kannski eins
gott; þær eru elskulegri, samvisku-
samari og hafa betri röð og reglu á
hlutunum."
Kl
35 km frá Neskaup-
1CZ5 stað. Á Reyðarfirði er
* 0 stöðvað við KK-mat-
væli en nokkrar framkvæmdasamar
konur þar í plássinu búa til kæfur
og salöt undir forystu Kristbjargar
Kristinsdóttur. Þessar framleiðslu-
vörur senda þær til Hafnar í Horna-
firði og til Reykjavíkur. Myndarlegur
og þungur plaststampur vekur eftir-
tekt. Þetta munu vera ber sem Krist-
björg sendir dóttur sinni suður.
Sprettan hefur verið góð þarna
eystra í sumar. Meðfram vegakönt-
SEXTÁN
O
AFRAM
Rúnar Gunnars on hefur túrinn
frá Neskaupstað suður til
Reykjavíkur á þriðjudögum. —
En ekki er ráð nema í tíma
sé tekið. Síðdegis á mánudög-
um er Rúnar byijaður að sýsla við
flutning morgundagsins.
MÁNUDAGUR
■■■■■í^b Við Vöruafgreiðslu
VI iqis Viggós. Vöruaf-
Hl. 13 greiðslan er staðsett í
í tveggja hæða húsi við Hafnarbraut
ekki fjarri gömlum síldarplönum.
Húsið er nokkuð komið til ára sinna.
Hluti efri hæðarinnar er með sérinn-
gangi, á dyrum þar er nafnspjald
„Menningarnefndarinnar". Hljóm-
sveitin „Sue Ellen“ er þar með æf-
ingaaðstöðu. Þótt burðarbitar húss-
ins séu traustir og undir- og yfirspil
Sue Ellenar hljómfagurt, þá þykir
Rúnari Gunnarssyni eiganda fyrir-
tækisins aðstaðan nokkuð þröng og
óhentug. Hann ætlar að byggja nýja
vöruafgreiðslu á sama stað í sam-
ræmi við skipulagsáætlanir bæjarins.
— Hver verður flutningurinn suð-
ur, annar en Morgunblaðsmenn?
„Það kemur í ljós, þetta er að
tínast inn núna. Menn eru slæmir
með að koma á síðustu stundu. Hérna
eru húsgögn, skelfilega illa innpökk-
uð. — Svo verður fólk hissa ef eitt-
hvað skemmist! Búslóðaflutningarnir
eru mestir á vorin og haustin, þá er
skólafólkið að flytja. Hann er t.d. í
Vélskólanum hann Gísli. Ég sæki
búslóðina til hans í kvöld. Hann má
þó eiga það að hann kann að pakka,
enda í fimmta sinn sem hann flytur.“
Nú kemur að maður og spyr Rúnar
hvort nokkur möguleiki sé að koma
nokkrum fiskkörum með ýsu suður
á markað. Hér er á ferðinni Magnús
„mínúta" Magnússon, framleiðslu-
stjóri Síldarvinnslunnar. Viðurnefnið
hefur hann öðlast fyrir áherslu sína
á stundvísi og nákvæmni. Rúnar felst
á að „þarfir markaðarins" verði að
hafa forgang en nú er hleðsluplanið
gengið úr skorðum; Ijóst er að fiskur
og húsgögn geta ekki verið saman.
Það verður farið suður með tengi-
vagn líka.
Á Eskifirði. Álgrindurnar er hægt að hafa á vagnþakinu.
mm^mmma Við vöruafgreiðslu
W 1(100 Viggós. Ýmsum pökk-
■ lu um er raðað inn í
tengivagninn. Margháttuð pakka-
vara, reiðhjól o.fl.
— Hvað er það helst sem þú flyt-
ur landshornanna á milli?
„Sitt af hvetju tagi eins og þú
sérð,“ svarar Rúnar. „Við erum
komnir í dósaslaginn; þessir pokar
þama eru fullir af tómum áldósum.
En þeir komast ekki í Endurvinnsl-
una í dag. Bíllinn er fullur. En dósirn-
ar verða að fara fljótlega; húsið er
að fyllast.
Að sunnan kemur mat- og pakka-
vara. — Og í fyrra ojinaði ríki og
við flytjum vínið fyrir ÁTVR og bjór-
inn og blandið frá ölgerðinni. Ég er
umboðsmaður fyrir Egils hérna.“
Við kæligeymslu
Síldarvinnslunnar.
Ekki er hægt að senda
nema 21 fiskikar suður; bíll, tengi-
vagn og farmur mega ekki vera
þyngri en 38 tonn samanlagt. „Það
er leiðilegt að hitta vigtarana. Það
eru menn frá vegaeftirlitinu og lög-
reglunni, þeir sitja fyrir okkur út á
vegum og vigta bíl og farm. Sketfi-
á grind. Þetta er þægilegt tæki, hús-
ið er á fjórum fjöðrum svo maður
finnur ekki fyrir hristingi. Ég er far-
inn að hugsa um sjálfan mig,“ segir
Rúnar bílstjóri.
Hjá fyrirtækinu Mánaplasti eru
m.a. framleiddir plastborðar sem
strengdir eru utan um pappakassa
sem innhalda útflutningsvörur lands-
manna. Árlega eru framleiddar um
4000 rúllur, það reiknast 40 tonn
eða 10 þúsundir kílómetra af borð-
um. Vegna hins óvænta fiskflutnings
komast einungis 48 kassar með 192
rúllum suður, afgangurinn fer í
næstu ferð.