Morgunblaðið - 17.09.1989, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.09.1989, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGlllUÍtJfeBPTEMBER 1989 C> 2 3 VfíY'KDlAST/Gjafir eru kjami íslenskra listasafna... Stóífengleg lista- verkagjöfErrós I GÆR hófst á Kjarvalsstöðum mikil sýning á málverkum eins firemsta núlifandi listamanns Islendinga, Errós. Við opnunina tilkynnti Davíð Oddsson, borgarstjóri, að Iistamaðurinn hafí gefið Listasafni Reykjavíkur stórkostlegt safti verka sinna til varðveislu. Er hér um að ræða eina stærstu listaverkagjöf, sem íslensku safiii hefur nokk- urn tíma verið færð. Af þessum sökum verður að telja laugardaginn 16. september 1989 einn af mestu happadögum íslenskrar listasögu. Gjöfin samanstendur af hundruð- um verka af ýmsu tagi. í henni er mikill flöldi málverka, þar af mörg úr þekktum flokkum verka sem Erró hefur gert. Einnig eni í henni grafísk verk og teikningar, allt mik- ilsverð verk. Loks er að nefna sam- klippur, en þær hafa löngum verið grunnurinn að öllum stærri mál- verkum hans. — Þessi verk Errós eru allt frá æskuverkum til lista- verka sem gerð hafa verið síðustu ár og verða kjarni í Erró-safni, sem væntanlega mun fljótlega stækka umtalsvert og íslendingar munu verða stoltir af í framtíðinni. Gjöfina er auðvitað ekki hægt að meta til fjár, en ljóst er að sam- anlagt verðmæti verkanna er hið minnsta myndarleg níu stafa krónu- tala. Það er því mikið tráust sem Erró sýnir Listasafni Reykjavíkur með því að ákveða að þar skulu verk hans varðveitt. Með þessum verkum geta íslend- ingar í fyrsta sinn státað af því að listasafn hér á landi bjóði upp á sýningar á alþjóðlegri samtímalist úr eigin safni, því að listaverk Err- ós eru fyrst og fremst hluti af heimsmenningunni. Nú verður til staðar í Reykjavík bæði hin sér- stæða myndlist okkar kunnu meist- ara, sem sumir eiga vart sinn líka annars staðar, og alþjóðalist eftir myndlistarmann, sem kemur úr íslenskum jarðvegi og hefur haldið fullum tengslum við land og þjóð, en jafnframt þróað list sína inn í Erró (Guðmundur Guðmunds- son) er sá íslenskur iistamaður, sem hefur náð hvað mestum frama í hinum alþjóðlega listheimi. Hann hefur náð að skapa sérstæðan stíl, sem hann hefur stöðugt þróað og endurnýjað frá því snemma á sjöunda áratugnum. Auk- inn hróður hans hefur borist víða, og má finna nýleg dæmi þess að list hans sé metin að verðleikum víða um heim; verk hans skipa mikilvægan sess á stórri yfir- litssýningu á alþjóðlegri list, sem nú er haldin í Moskvu, og nýverið var Erró sæmdur hærri gráðu af ,Ordre des Arts et des Lettres“, þekktu heiðursmerki fyrir lista- menn í Frakklandi. Verk Errós er að finna í listasöfn- um víða um heim, og engin lista- saga síðustu þriggja áratuga verður samin án þess að verk hans hljóti þar sinn sess. Hann hefur starfað og sýnt víða, en mest í Frakklandi; þar hefur Erró einnig unnið tals- vert fyrir opinbera aðila, bæði ríki og bæjarfélög, og er ekki að efa að mörgum söfnum í Frakklandi þætti mikill sómi að því að fá að hýsa verk listamannsins. í ljósi þessa er listaverkagjöfin ómetan- legur heiður fyrir Reykjavík og raunar alla íslendinga. eftir Eirík Þorlóksson Erró — ómetanlegur heiður. þá hringiðu heimslistarinnar, sem við tengjumst sífellt sterkari bönd- um. Listaverkagjöf Errós leiðir hug- ann að öðrum stórgjöfum, sem lista- menn og listunnarar hafa fært þjóð- inni. Ef grannt er skoðað, hafa slíkar gjafir orðið upphafið að flest- um listasöfnum hérlendis og mynd- að kjarna þeirra. Vert að nefna nokkrar af þessum merku gjöfum í tilefni tilkynningar borgarstjóra í gær. Safn Einars Jónssonar var gjöf listamannsins til þjóðarinnar og sömu sögu er að segja um Safn Asgríms Jónssonar (gjöf Ásgríms Jónssonar til þjóðarinnar, _sem nú er undir stjórn Listasafns íslands). Listaverkagjöf Ragnars Jónssonar varð stofninn að Listasafni ASÍ, og gjafir Ásmundar Sveinssonar og Jóhannesar Kjarvals urðu að Safni Ásmundar Sveinssonar og Kjarvals- safni, sem Kjarvalsstaðir voru reist- ir til að hýsa. — Einnig má nefna að Gunnlaugur Scheving gaf fjölda listaverka sinna til Listasafns ís- lands og sömu sögu er að segja um þann merka listaverkasafnara og listvin, Markús ívarsson. Þá er ótal- inn fjöldi gjafa frá listamönnum, ættingjum þeirra svo og öðrum list- unnendum, til safna á höfuðborgar- svæðinu og ekki síður til héraðs- og byggðasafna víða um land. Þannig má landsmönnum vera Ijóst, að myndlistin er almennings- eign fyrst og fremst fyrir tilstilli listaverkagjafa til hinna ýmsu safna. Og þannig hlýtur það að verða áfram. Listaverk hafa stigið mjög í verði hin síðari ár og næsta víst að opinber framlög til lista- verkakaupa fyrir söfnin munu tæp- ast ná að halda í við þá þróun hér innanlands, hvað þá heldur þegar boðið er í verk í samkeppni við söfn og safnara erlendis. Því má segja að gjafir listamanna og listvina hafi verið og muni um ókomna framtíð vera kjarni íslenskra lista- safna. En slíkar gjafir leggja einnig miklar kvaðir á þá sem þær þiggja. I fyrsta lagi þarf að hýsa þær sóma- samlega, þannig að listin sé að- gengileg. Jafnframt þarf að varð- veita verkin við fullkomnar aðstæð- ur, með tilliti til ytri aðstæðna, svo sem lýsingar, lofthita og rakastigs. Listaverk þarf að tryggja á öruggan hátt og þau þurfa stöðugt eftirlit og jafnvel viðhald, til að komandi kynslóðir fái notið þeirra um ókomna tíð; það er frumskylda allra. listasafna að standa vel að þeim málum. — Einnig er sú skylda lögð á listasöfn, að í þeim sé aðstaða fyrir fræðimenn og aðra til rann- sókna og fræðistarfa, til að unnt sé að auka stöðugt skilning fólks og áhuga á þeirri myndlist, sem þar finnst. Því miður er nú mjög mis- jafnt, hvernig söfnum gengur að uppfylla það síðastnefnda og kemur þar þrálátur íjárskortur til. Það fylgir því gjöfinni mikil ábyrgð og er vonandi að borgaryfirvöld beri gæfu til að sýna verkum Errós þann sóma sem þau eiga skilið, og nái að skapa þeim þær aðstæður, að bæði listunnendur og fræðimenn fái notið verkanna sem best, og þau verði til þess að auðga íslenskt list- alíf um ókomna tíð. Þá verður gam- an að lifa fyrir íslenskt áhugafólk um myndlist. Fer inn á lang flest heimili landsins! WordPerfect II. Útg. 5.0. 26.-28. sept. kl. 13-17 (Orðsnilld) fyrir lengra komna. Kafað enn dýpra í ritvinnsluna WordPerfect, t.d. er farið í samsteypur, teiknun, reikning, textadálka, fjölva, kafiaham o.s.frv. Allar nánari upplýsingar og bókanir hjá Ásrúnu Matthíasdóttur Einari J. Skúlasyni hf. Grensásvegi 10, sími 686933. ATH: VR og fleiri stéttarfélög styrkja félaga sina til þátttöku. Tölvuskóli Einars J. Skúlasonar hf. V etr artrniiim hjá SJÓVÁ-ALMENNUM er frá níu til fimm Haustið er komið og veturinn nálgast óðum. Hjá SJÓVÁ-ALMENNUM skiptum við yfir í vetrarafgreiðslutíma sem er frá klukkan níu til fimm. Vetrartíminn gildir frá 15. september til 1. maí. SJOVAOnuALMENNAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.