Morgunblaðið - 17.09.1989, Blaðsíða 18
18 C
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 1989
IYR8ÍI
REtDTÍlDDY...
„Hestar hafa alltaf verið mikil-
vægur þáttur 'í mínu lífi. Ekki
hrossarækt endilega, heldur það, að
eiga góðan hest. Þó minn fyrsti reið-
túr hafi verið sögulegur og gæti
jafnvel hafa nægt til þess að ég
léti þar við sitja, þá hafði hann eng-
in áhrif á áhuga minn á hesta-
mennsku. Systir mín, sem er fáum
árum eldri en ég, var hér fyrir
skömmu og var að rifja upp þennan
fyrsta reiðtúr minn sem hún fylgd-
ist með. — Ég var þriggja ára gam-
all og fékk ekki að fara í réttirnar
því ég þótti ekki fær um það. Hún
fékk hins vegar að fara. í staðinn
mátti ég ríða á gamalli meri, sem
Mön hét, um hlaðvarpann fram og
til baka. í fyrstu ferðinni fór hún
undir þvottasnúruna og ég straukst
auðvitað aftur af henni, fór að skæla
og neitaði að fara á bak aftur.
Fyrsta hestinn gaf pabbi mér í
fermingargjöf. Hann hét Tjaldur og
var jarptoppóttur. Það var ágætis
hestur en mér þótti hann ekkert
sérstaklega spennandi og seldi
hann, — enda þótt pabbi harð-
bannaði mér það. Ég hef oft verið
að velta þessu fyrir mér á seinni
árum hvað ég var ákveðinn, — en
kannski er þetta ekkert óalgengt á
meðal unglinga þegar þeir hafa tek-
ið eitthvað í sig og láta ekki segj-
ast. — En að selja hestinn svona, —
ég er bara oft að velta þessu fyrir
mér, alveg undrandi. . .“
Skaparans meistaramynd
Kannski voru það forlögin sem
réðu því að lífsferill Sigurðar tók
skyndilega óvænta stefnu. Pálmi
Jónsson, bróðir þeirra Eggerts og
Stefáns Jónssona frá Nautabúi í
Skagafirði, sem hófu hrossaræktina
í Kirkjubæ og báðir voru látnir, fór
þess á leit við Sigurð að hann tæki
við búinu.
„Það kom mér satt að segja ákaf-
lega mikið á óvart þegar Pálmi hafði
samband við mig, ég hef reyndar
aldrei skilið hvers vegna hann kom
auga á mig. Hitt er annað mál að
Pálmi vissi það að við Stefán höfðum
verið skólabræður og miklir vinir.
Þess vegna þekkti ég vel til hug-
mynda hans og áhugamála. Að því
leyti til var ég kannski ekki svo illa
undir það búinn að koma hingað í
Kirkjubæ, en í hjarta mínu fannst
mér ég ákaflega vanbúinn að taka
við þessu mikla starfi.
Fyrst og fremst hef ég haft það
að leiðarljósi að halda sömu stefnu
og tekin var í upphafi. Mér fannst
það vera heilög skylda mín fyrst ég
á annað borð tók þetta að mér. Það
hefur verið stefnumark númer eitt
að halda sömu áttinni; — að rækta
rauðblesótt reiðhross, með ákveðna
hæfileika og eins mikla skapnað-
arfegurð og hægt er. Sannleikurinn
er sá að þetta féll ákaflega vel að
mínum smekk, — því auðvitað met
ég hæfileika hrossa ákaflega mikils,
en útlit þeirra met ég kannski ennþá
meira. Það höfðar svo mikið til mín
og það særir mig að sjá sérstaklega
Ijót hross. Ég hef því sterka hneigð
til þess að bæta útlitið og gera
hrossin fögur. Ég held satt að segja
að það sé alveg nauðsynlegt fyrir
okkur að auka áhersluna á sköpu-
lagið. Ég má kannski ekki segja
það, en ég verð samt að ljóstra því
upp, að ég held næstum að ég geti
játað á mig að ég hafi stundum
gleymt því að taka nógu stíft tillit
til hæfileikanna vegna þess hvað
ég hef verið upptekinn af því að
gera hrossin fegurri.
Það er margt sem sannfærir mig
um að ég sé á réttri leið, — annars
vegar ágætt gengi margra hrossa
héðan í keppni og sýningum, og í
annan stað eftirspurnin eftir þeim.
Eftirsóknin í hrossin mín er það
mikil að ég get ekki nærri því svar-
að henni allri. Það er kannski besta
sönnunin fyrir því að einhver árang-
ur hafi náðst.
Hrossaræktin fullnægir þörf
minni til þess að skapa eitthvað
nýtt. Það kemur enn og aftur að
þessu sama. Ef ég kem auga á ein-
hvem einstakling sem mér finnst
skara fram úr, þá finnst mér að ég
fái endurgreiðslu fyrir erfiði heils
árs, í þessu eina folaldi. Ég gæti
bent nú á stundinni á eitt folald hér
úti í girðingu sem er alveg hrein-
asti dýrgripur að mínu mati. Að
setjast á þúfu og horfa á þennan
eina einstakling og sjá þessa yfir-
máta fegurð, — þessa skaparans
meistaramynd, — það launar mér
fyrir þennan hörmulega vetur, sem
. veróiykkur aógóóu!“
De Dietrich
Frönsku gæða
heimilistækin frá
De Dietrich fást hjá okkur. Við höfum fyrirliggjandi
m.a. bakarofna, helluborð og uppþvottavélar.
Skoðaðu tækin hjá okkur áður en þú ákveður annað.
Viðurkennd varahluta- og viðgerðarþjónusta.
1SUÐARVOGI 3-5,
SÍMI 687700
olli því næstum að ég var kominn
að því að missa móðinn.
Langamma Elsu Lund?
Yngstu synir- mínir, þeir Guðjón
og Ágúst, hafa verið í mestum
tengslum við þetta hér fyrir austan
og hafa verið í búskapnum með mér
frá blautu barnsbeini. Ég á bara
tvær dætur sem báðar eru feiknar-
lega áhugasamar, en hafa dregið
sig í hlé í bili. Eldri strákamir eru
í þessu líka nema reyndar Haraldur
og Valgarður. Kristján býr í
Keflavík og stundar þar hesta-
mennsku af kappi ásamt ijölskyldu
sinni. Þeir Hermóður og Þórhallur
eru með sína hesta í Reykjavík á
veturna.
Ekki eru það mín fyrirmæli, en
þeim finnst það vera siðferðileg
skylda sín að vera með hesta héðan
og ekki annað. Ég er nú oft að segja
við þá að þeir ættu að fá sér eitt-
hvað annað til samanburðar."
Talið berst nú að Ladda, sem
farinn er að stunda hestamennskuna
af miklum eldmóði. Reyndar ferst
honum þetta svo vel að greinilegt
er að hann er með hestamennskuna
í blóðinu. — En hvað segir faðirinn
um hæfileika sonarins á sviði leik-
listar og árangur hans við að
skemmta íslendingum?
„Ég á nú erfitt með að alhæfa
um það. Ég skal ekki segja hvert
hann sækir það. — En hitt er stað-
reynd að í minni ætt er mikið af
leikurum, enda þótt þeir séu ekki
lærðir. Einn föðurbróðir minn var
þvílíkur leikari að það var alveg
með eindæmum. Hann gerði það að
gamni sínu stundum, að klæða sig
í kvenmannsföt og fara þannig bú-
inn á bæi. Fólkið á næstu bæjum
þekkti hann ekki þar sem hann
bankaði upp á sem förukona í upp-
hlut. Hann lék það þá að fara með
fréttir og slúður sem hann spann
upp. Hann var alveg frábær leikari.
— Hann gæti kannski hafa verið
langamma EIsu Lund sem Laddi
hefur verið að gera fræga upp á
síðkastið.“
Að lokum beindust umræðumar
um framtíð Kirkjubæjarbúsins og
hvemig hún yrði best tryggð.
„Það er nú von mín, að synir
mínir þeir-Ágúst og Guðjón taki við
starfi mínu hér í Kirkjubæ. Þeir
hafa fylgst vel með þessu á undan-
förnum árum og þekkja orðið hross-
in ákaflega vel. Auðvitað fer mjög
að styttast í það að ég hætti búskap.
Mikilvægast er að þekkja hrossa-
stofninn hér, þá þekkingu er ekki
unnt að meta til ijár. Þeir bræður
eru nú báðir komnir vel inn í málin.
Ég hygg að þeir hafi sama smekk
og ég, annaðhvort áunninn eða
meðfæddan. Eðlilegast væri að þeir
tækju við þessu.“
Það var komið ágætis veður þeg-
ar við lukum við spjallið, klæddum
okkur í útiflíkur og stormuðum út
í hagann. Þar gat að líta hinn
tveggja vetra gamla stóðhest, Glúm
Goðason, með nokkrum bestu hryss-
um Kirkjubæjarbúsins. Sigurður
bindur miklar vonir við þennan fola,
og skal engan undra. Það lá vel á
bóndanum, enda eru horfurnar góð-
ar í ræktun hans um þessar mundir.
ptagtni*
í Kaupmannahöfn
FÆST
í BLAÐASÖLUNNI
Á JÁRNBRAUTA-
STÖÐINNI,
KASTRUPFLUGVELLI
OG Á RÁDHÚSTORGI