Morgunblaðið - 17.09.1989, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.09.1989, Blaðsíða 17
Laddi. Báðir eru þeir hlédrægir þó þeir eigi auðvelt með að láta gamm- inn geisa og gera að gamni sínu svo fólk gráti af hlátri. Faðir þeirra er líka maður hlédrægur og hefur sig lítið í frammi alla jafna. Sigurður er meðalmaður á hæð, þéttvaxinn og sterklegur. Hann ber aldurinn vel, snarpur í snúningum og léttur á fæti. Hann er svipsterk- ur og í andliti hans má sjá hvað honum líður. Hann er með djúpa og karlmannlega rödd, án þess hon- um liggi hátt rómur. í Kirkjubæ má sjá á milli þijátíu og ijörutíu íðilfagrar, rauðblesóttar hryssur ásamt folöldum sínum á beit í grasi grónum högunum. Það er mikill auður fólginn í þessum stofni, sem reyndar verður aldrei metinn til fjár. Þegar grannt er skoðað, má sjá að hér býr listamað- ur sem hefur unun af því að skapa og gæða tilveruna meiri fegurð. Listin er fólgin í nýfæddum folöld- unum sem leika sér í haganum. Sigurður tók á móti aðkomu- manni á hlaðinu. Hann var nýkom- inn frá því að slá eitt túnið, þó svo rigningartíð hafí verið um skeið. „Þeir spá batnandi veðri,“ sagði hann, „og ég verð alveg viðþolslaus þegar ég sé grasið svona fullsprott- ið.“ Við gengum til stofu og að vörmu spori kom Evelin með ijúkandi kaff- ið. Ut um stofugluggana má sjá hinn fagra fjaliahring Suðurlands, — Ing- ólfsfjall í vestri, Vestmannaeyjar í suðri, Eyjaijallajökull og Heklu í austri og þar fram eftir götunum. Suðurland er Sigurði afar kært, einkum þó Rangárvellir. Foreldrar hans, Haraldur Jónsson og Sigríður Tómasdóttir, voru báðir fæddir í sýslunni. Móðir hans undir Austur- Eyjaijöllum, að Rauðafelli, en faðir hans undir Vestur-Eyjafjöllum, á bænum Vestur-Holtum. Ættir sínar lengra aftur rekur hann á sömu slóð- ir, sem síðan teygjast ögn lengra til austurs, eða tii Vestur-Skafta- fellssýslu. „Lengra til talið, þá er Helga dóttir Jóns Steingrímssonar eldprests langa-langa-langaamma mín,“ sagði Sigurður stoltur. Hann hafði greinilega gaman af að rifja upp gamla tíð og því lá beint við að halda áfram á sömu braut og skyggnast eilítið um á Tjömum undir Vestur-Eyjafjöllum, þar sem sveinninn sleit barnsskón- um. „Móðir mín var gift áður. Fyrri maður hennar hét Bergsteinn Berg- steinsson og var skipstjóri á vetrar- vertíðum í Vestmannaeyjum, en bjó þarna á Tjörnum. Hann drukknaði við eyjarnar og þá fór faðir minn til hennar sem vinnumaður. Hann ílentist hjá henni og þau giftu sig. Hún var miklu eldri en hann, fædd 1875 en hann 1893. Hann var því 18 ámm yngri, og var í raun aðeins unglingur um tvítugt þegar hann kom að Tjömum. Fóreldrar mínir eignuðust þijú börn, mig einan son og tvær dætur. Þegar ég var sjö ára gamall lést móðir mín úr berkl- um. Faðir minn kvæntist þá aftur. Þannig var að á Tjörnum var tvíbýli og í eystri bænum hafði hann kynnst stúlku sem hét Járngerður Jóns- dóttir. Hún var reyndar farin að heiman þegar þetta var, en kom til föður míns sem ráðskona, því hann átti óhægt um vik með þijú lítil börn. Síðan giftust þau og ég ólst upp hjá þeim til átján ára aldurs, eða þangað til ég hleypti heimdrag- anum og fór til náms í Hólaskóla. Áhugi minn var allur við búskap og búfé fyrst og fremst. Ég hafði ákaflega gaman af kindum og reyndar öllu búfé. Þess vegna lá beint við að ég færi á búnaðarskól- ann. Þar var ég óslitið í tvö ár og lauk þaðan prófí 1939.“ Faðirinn fylgir á leið Sigurður talar fallegt mál og kveður skýrt að. Orðaval hans er líka þannig að hann þarf ekki að nota orðaflaum til að koma skoðun- um sínum á framfæri, hann er mað- ur fáorður. „Tjarnir voru ákaflega illa settur bær, var mikið út úr, enda á milli stórvatna. Þess vegna voru sam- göngur erfiðar og þar mecj skóla- MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. SÉPTEMBER 1989 -r-H —í’" -i1-. i ■—H i H". 'j'V—1—>—( I > i 1—f—' í I 'i—H" Morgunblaðið/Hjalti Jón Sveinsson Sigurður við málverkið eftir Baltasar, sem félagar hans og velunnarar úr röðum hesta- manna færðu honum í tilefni sjötiu ára atmælisins. Myndin er af stóðhestinum Þætti 722 frá Kirkjubæ, sem horfír út í gerðið og gefur hrossunum þar gætur. ganga bama. Ég gekk ekki í eigin- legan skóla, heldur var látið nægja að ég gengi á næsta bæ, Brúnir, sem var einn hinna svokölluðu Hólmabæja sem lágu á'milli Vatna. Þar bjó Sigurður Vigfússon. Hann hafði áður verið bamakennari en var hættur því og sinnti bústörfum einvörðungu. Til þessa manns gekk ég vetur eftir vetur og lærði hjá honum. Á seinni ámm hef ég sann- færst um það að ég hafi engu tapað á þessu. Eg hygg að þama hafi'ég að mörgu leyti lært margfalt á við það sem ég hefði gert í venjulegum barnaskóla. Það kom líka á daginn seinna, — þegar ég tók lokaprófið á Hólum. Þá var meðal annars próf í íslensku og vomm við látnir skrifa ritgerð. Prófdómari var Kolbeinn Kristinsson á Skriðulandi, mikill fræðaþulur. Þegar við vomm búnir með íslenskuprófin kallaði hann í mig og bað mig að ganga með sér. Hann gekk með mig langt inn á dal. Erindið var þá það að spyija mig í þaula um uppeldi mitt, hvar ég væri uppvaxinn og hvert ég hefði gengið í skóla. Síðan sagði hann mér að þessi ritgerð, sem ég hafði skrifað, hefði hrifið sig svo, og þó einkum ein setning í henni. Ritgerð- in gekk út á það að segja frá því þegar unglingur, sem alist hefur upp í miklu fásinni, fer að heiman í fyrsta skipti. Ég notaði eina setn- ingu, sem ég hafði heyrt einhvern tímann eða lesið og hljóðar svo: Móðirin kveður heima, en faðirinn fylgir á veg. Þetta fannst Kolbeini einstakt hjá fávísum unglingi, að hugsa á þennan veg. Hann spurði mig sérstaklega út í þennan læriföð- ur minn, Sigurð Vigfússon, sem var ákaflega góður kennari, bæði í íslensku sem öðra. Hitt hefur þó samt verið miklu mikilvægara, að á heimili mínu á Tjörnum var mikið lesið. Það var fastur siður að pabbi las upp á hveiju einasta kvöldi einhveijar sög- ur, og ávallt eina fornsögu. Hann var óvenju góður upplesari. Ég held að íslenskukunnátta mín og málbeit- ing hafi að mestu leyti verið arfur frá honum. Ég ólst upp í miklu fá- menni og einkum með fullorðnu fólki, auk þess sem ég las mikið. Af þessum sökum tel ég mig ekki hafa tapað neitt á því að hafa ekki gengið í eiginlegan barnaskóla. Það hefur valdið mér angri oft síðan, að hafa ekki getað lært meira, þar eð ég hafði ákaflega mikla löngun til þess. Það var til dæmis fastákveðið hjá mér að halda til Danmerkur í landbúnaðarháskól- ann að loknu náminu á Hólum. andi og svona rak hver byggingin aðra. Við þetta starfaði ég til ársins 1962, en þá réðst ég sem ráðsmað- ur norður að Hólum í Hjaltadal.“ Ráðsmaður á Hólum Sigurður talar oft um vera sína sem ráðsmaður á Hólum. Þar lærði hann margt, einkum um hrossarækt og hestamennsku. Þar var lika lagð- ur grunnurinn að hinu mikilvæga starfí sem hann átti seinna eftir að sinna í Kirkjubæ, þó það hafi ekki hvarflað að honum þegar hann réðst norður til að njóta þessa guilna tækifæris sem honum fannst hann hafa hlotið. „Ég kvæntist aftur 1953 Sigríði Ágústsdóttur. Með henni eignaðist ég ijögur börn, tvo syni og tvær dætur, Guðjón, Sigríði og Guð- björgu, sem öll fæddust hér fyrir austan, og loks Ágúst sem kom í heiminn þegar við voram flutt norð- ur. Árni Pétursson, sem var nýtekinn við skólastjórastöðunni af Gunnari Bjamasyni, auglýsti eftir staðar- ráðsmanni. Ég hafði alltaf saknað Hólastaðar síðan ég var þar í skól- anum. Staðurinn gróf sig ákaflega fast inn í hugskot mitt. Ég sótti um starfið og fékk það. Sigríði konu minni þótti þetta ekkert sérstaklega spennandi, en hún gerði það fyrir mig að koma, úr því mig langaði. Reyndar var ásetningur minn mjög sterkur í þessu máli, og það er stundum eins og ekkert fái aftrað manni frá því að gera eitthvað sem maður hefur ákveðið. Ég er líka þeirrar gerðar, að taki ég einhveija ákvörðun, þá fær ekkert breytt henni, — það hefur oftast verið þannig. Á Hólum voram við í fimm ár, eða til 1967, þegar við komum hing- að í Kirkjubæ. Við Sigríður skildum síðan eftir að við fluttum suður.“ Eldheitar ræður í kindakofanum Sigurður berst lítið á. Hann vinn- ur á hinn bóginn að ýmsum áhuga- málum_ sínum með hægð og stað- festu. Á þann hátt hafa margir góð- ir hlutir náð fram að ganga fyrir hans tilstuðlan til dæmis á meðal hestamanna. Á fundum er hann þögull þegar hann hlýðir á mál ann- Sigurður og Evelin hafa búið sér fallegt heimili í nýja húsinu í Kirkjubæ. Kristján Karlsson skólastjóri var búinn að fá pláss þar fyrir mig auk þess að hafa búið svo um hnútana að ég gæti unnið á búgarði í Dan- mörku í eitt misseri áður en ég hæfi námið, — í þeim tilgangi að læra tungumálið. Mín ógæfa var sú að þetta var haustið 1939, en þá hófst seinni heimsstyijöldin. Þetta breytti nokkuð miklu fyrir mig því ég hafði hugsað svo sterkt til þessa og gert mér svo miklar vonir og framtiðarhugmyndir. Eftir prófin dvaldi ég um nokk- urra vikna skeið á Laxamýri í Þing- eyjarsýslu hjá Jóni bónda Þorbergs- syni. Því næst hélt ég heim þar sem ég dvaldi í eitt ár. Að því búnu fór ég til Reykjavíkur þar sem mikill uppgangur var að hefjast. Ég fór að vinna hjá Helga Kristjánssyni trésmíðameistara, sem var austan úr Rangárvallasýslu. Hann hvatti mig síðan til að fara í Iðnskólann í smíðanám. Það varð úr að ég hóf þar nám 1942. Að fjórum áram liðn- um lauk ég prófi og tilaut síðan meistararéttindi 1949. Ég var því á Reykjavíkursvæðinu allan áratug- inn á milli 40 og 50. Þarna giftist ég minni fyrstu konu, Unu Huld Guðmundsdóttur, og bjó með henni í Hafnarfirði. Með henni eignaðist ég fjóra syni, Har- ald, Hermóð, Valgarð og Þórhall. Áður hafði ég eignast einn son, Kristján, sem fæddist í Vestmanna- eyjum. Ég kunni prýðilega við mig syðra á veturna, en þegar voraði, fóru sveitin og fuglasöngurinn að toga í mig. Til þess að auðvelda mér vist- ina hafði ég ávallt bæði hesta og nokkrar kindur á húsi á veturna. Það kom svolítið los á mig þegar við hjónin slitum samvistum. Því var það árið 1950, að ég fór austur að Miðey til föður míns til þess að byggja fyrir hann íbúðarhús. Þetta var örlagaferð hjá mér, því ég fór aldrei suður eftir það. Ég fór að byggja hvert húsið eftir annað hérna fyrir austan. Fyrst byggði ég sam- komuhús niður í Landeyjum, Gunn- arshólma, síðan stórt verslunarhús á Hellu. Eg byggði skóla að Laugal- C 17 ------------------------:» I; arra. Hann horfír þá gjarnan íhug- ull í gaupnir sér og bærist ekki á meðan. Allt í einu kveður hann sér hljóðs og lætur álit sitt í ljós í örf- áum meitluðum setningum, — þann- ig að hvert orð hefur mikið vægi, — og eftir þeim er tekið. „Ég byijaði snemma að vinna að félagsmálum. Það þykir sjálfsagt nýstárlegt núna, að segja frá því hvemig það var. Þessir Hólabæir, sem yora þama á milli Vatna undir Vestur-Eyjafjöllum, vora svolítið sérstakt samfélag. Þar var til dæm- is bær sem Dalsel hét. Þar var stór systkinahópur og áberandi var tón- listariðkun krakkanna. Faðir þeirra, Auðunn Ingvarsson, var kaupmaður og oft kom ég þangað sem krakki og unglingur. Mér fannst alltaf eins og ég væri í kaupstað þegar ég kom þangað, enda var þar alltaf margt að gerast. Stundum var einn að spila á hljóðfæri, annar að syngja og þar fram eftir götunum. Einn bræðranna í DalselL hét Leifur. Hann var mikill áhugamaður um ræðumennsku. Hann fann upp á því að við fóram að halda málfundi í hlöðunni, — þá hef ég verið um fermingu. Við stofnuðum málfunda- félag og þó nokkur hópur unglinga starfaði með okkur. Smám saman . fóra félagar okkar að heltast úr lest- inni, þangað til við vorum aðeins tveir eftir. í langan tíma hittumst við einhvers staðar, til dæmis inni í kindakofa, og héldum æsingam- ikla, pólitíska fundi. Þá var annar okkar kannski kommúnisti og hinn íhaldsmaður. — Þetta vora mín fyrstu spor í félagsmálum og ræðu- mennsku. Þessi undirbúningur varð til þéss að ég átti tiltölulega auð- velt með að koma fram og flytja mál mitt þegar ég kom í skóla og fór út í lífið. , Ég fór snemma að taka þátt í starfi ungmennafélagsins Trausta í minni heimabyggð og var meira að segja formaður þess um skeið. Við héldum uppi fjöragu málfundahaldi og lögðum mikla áherslu á að æfa fijálsar íþróttir og íslenska glímu, sem þá var í hávegum höfð. Félagið réðst líka í að byggja sitt eigið sam- komuhús, sem var mikið átak á þeim tíma. Það var því heilmikið félagslíf heima í sveitinni á meðal unga fólks- ins, bæði í tengslum við ungmenna- félagið og auk þess gerðu unglingar mikið í því að hittast reglulega heima á bæjum eða í útreiðartúram á sunnudögum yfír sumarmánuðina. Það var föst regla heima á sumrin, að á sunnudagsmorgnum var hest- unum smalað. Það var því riðið út alla sunnudaga, nema þegar fólk var í heyskap." Sigurður hefur ekki verið áber- andi á sviði stjórnmálanna. Hins vegar kveðst hann snemma hafa orðið pólitískur í hugsun. Faðir hans var eldheitur sjálfstæðismaður og i þeim anda ólst hann upp, enda kveðst hann ávallt hafa verið sjálf- stæðismaður. „Á mínum unglingsáram starfaði ég með Sjálfstæðisfélagi Rangæ- inga, en á þeim tíma var ekki búið að stofna sérstakt félag ungra manna. Mér er það minnisstætt, að þegar ég var fjórtán ára, þá fór ég upp í pontu á félagsfundi og hélt hrókaræðu. Ég man ekki hvað ég sagði og ég gvjt ekki ímyndað mér að það hafi verið eitthvert vit í því. Ég man aðeins það, að téður Auð- unn, kaupmaður í Dalseli, kom og tók í höndina á mér eftir ræðuna og sagði að svona ættu ungir menn að vera.“ Fyrsti reiðtúrinn sögulegur Þegar setið er inni í stofu í Kirkjubæ, getur það tæpast farið fram hjá gestum, hvert aðaláhuga- mál heimilisfólks er. Hvarvetna hanga á veggjum myndir af hestum, auk þess sem ýmsir aðrir munir gefa forvitnum gestum vísbendingu. A dögunum var Sigurði fært mál- verk eftir Baltasar í tilefni sjötugs- afmælisins, af þeim hesti sínum sem hann hefur verið hvað stoltastur af, — stóðhestinum Þætti 722. Mynd- inni er fyrir komið þannig, að það er eins og hann horfi út í hestagerð- ið fyrir utan og gefi gripunum þar vökult auga. SJÁ NÆSTU SIÐU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.