Morgunblaðið - 17.09.1989, Blaðsíða 28
28 C
Stjörnu-
speki
Umsjón: Gunnlaugur
Guðmundsson
Veikleikar Sporö-
drekans
í dag ætla ég að fjalla um
veikleika Sporðdrekans (23.
okt.- 21. nóv.). Athygli er
vakin á því að þó hér sé lögð
áhersla á veikleika, að þá býr
merkið yfir mörgum merki-
legum verðleikum. Einnig er
rétt að hafa í huga að við
getum yfirunnið veikleika
okkar og því þarf eftirfarandi
ekki að eiga við um alla
Sporðdreka.
ímyndar sér
Sporðdrekinn er tilfinninga-
ríkur og hefur sterkt ímynd-
unarafl. í því er fólginn einn
af veikleikum hans. Hann á
til að ímynda sér að þetta eða
hitt geti gerst og lifa of mikið
í eigin innri heimi en ekki
nógu mikið í nútíðinni. Sporð-
drekinn setur á svið atburði í
eigin hugarheimi. Ef hann er
kvíðinn málar hann gjarnan
skrattann á vegginn og dreg-
ur úr sjálfum sér.
Bœlir niður
Annar möguglegur veikleiki
Sporðdrekans er fólginn í dulu
eðli hans. Það þýðir að hann
á stundum til að bæla niður
í sér tilfinningar eða reiði, og
loka á sjálfan sig. Það getur
síðan leitt til þess að innra
safnast upp vanlíðan. Sporð-
drekinn lætur síðan vera að
tala við aðra um málin. Það
getur leitt til þess að smámál
verður með tímanum að stór-
máli.
Magnar upp
Þegar við tölum um að smá-
mál verði að stórmáli setjum
við fingurinn á eirin af veik-
leikum drekans. ímyndunar-
afl hans er það mikið að ef
ekki er að gáð og stjórn höfð
á ímyndunum þá býr hann til
atburði úr litlu sem engu, t.d.
þyí að ástvinurinn kemur of
seint heim úr vinnunni eða
öðru álíka.
Rífur niöur
Annar veikleiki, einungis
mögulegur, er sá að Sporð-
drekinn hefur tilhneigingu til
niðurrifs. Hann á því til að
bijóta sjálfan sig niður og
vera neikvæður á umhverfið.
Alvörugefinn
Sporðdrekinn lifir sig sterkt
inn í hvert einstakt mál og
almennt má segja að hann sé
alvörugefinn. Þetta háir hon-
um stundum á þann veg að
hann tekur það sem er að
gerast í umhverfi sínu of
nærri sér. Þeir Sporðdrekar
eru því til sem alltaf virðast
vera í styqöldum eða að tak-
ast á við erfið mál.
Svarísýnn
Sporðdrekinn er að upplagi
sálrænt merki. Hann sér i
gegnum yfirborðið og þolir
ekki hræsni eða fals. Þetta
er ágætur eiginleiki en getur,
ef hann gætir sín ekki, leitt
til þess að hann verður svart-
sýnn, kaldhæðinn og tor-
trygginn. Lífssýn hans á því
til að verða full dökk. Þetta
gengur stundum það langt að
Sporðdrekinn virðist oft vera
að bíða eftir því að fólk geri
eitthvað af sér og hefur því
fullmikinn vara á sér gagn-
vart fólki.
Öfgafullur
Sporðdrekinn er ákafur og
skapstór og hefur góða ein-
beitingu. Það er ágætt en
getur í sumum tilvikum leitt
til öfga, þess að hann fær
ákveðin mál á heilann og úti-
lokar annað. Hann getur því
átt tii að vera þreytandi og
fullkrefjandi á stundum. Að
lokum má geta þess að drek-
inn á til að vera full ráðríkur,
frekur og stífur á sinni mein-
ingu. Hann á til að bíta í sig
ákveðnar skoðanir og viðhorf.
MORGUNBLAÐIÐ MYNDASOGUR SUNNUDAGUR 17. SEFl’EMBER 1989
-------i--—----------------;--:-------------------:----:--------
BRENDA STARR
LJÓSKA
TH15 15 CALLEP
‘‘TRI&0LUMINE5CENCE ‘‘
Ég er búin að átta mig á þessu,
herra.
Tyggigúmmí kemur fram blossa
vegna rafmagnsáhrifa.
Þetta er kallað gegnumlýsing.
|VE 60T IT FIGURED 0UT,5IR..
UUINTER6REEN CANC7T
MAKE5 SPAKK5 BECAU5E
OF ELECTRhLAL CMARSE5..
SMÁFÓLK
Jæja, tyggðu betur, ég er að reyna
að lesa kortið.
Ég held að ég sé búin að missa allar
tennur.
BRIDS
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Það heitir „öfugur blindur"
þegar slögunum er fjölgað með
því að stinga oft á þeirri hendi
sem lengri er í trompinu. Nafn-
giftin kemur til af því að sagn-
hafi á almennt fleiri tromp
heima en í blindum. Nauðsynlegt
skilyrði til að slík spilamennska
gangi upp er að blindur eigi
nægar innkomur, en oft kemur
vömin til hjálpar í því efni.
Norðurgefur; enginn á hættu.
Vestur Norður ♦ K72 V10763 ♦ KD10 ♦ G72 Austur
♦ 1054 ♦ 83
V Á984 llllll ▼ DG52
♦ G43 ♦ 95
+ K65 ♦ D10843
Vestur Suður ♦ ÁDG96 ▼ K ♦ Á8762 ♦ Á9 Norður Austur Suður
— Pass Pass 1 spaði
Pass 2 spaðar Pass 3 tíglar
Pass 4 spaðar Pass 4 grönd
Pass 5 tíglar Pass 6 spaðar
Pass Pass Pass
Útspil: hjartaás.
Stórkarlalega sagt af hálfu
suðurs. Hann spurði um ása með
fjórum gröndum og fékk upp
einn af fimm (trompkóngurinn
talinn með). Það var út af fyrir
sig gott, en varla gat hann búist
við að norður stoppaði upp í öll
göt með réttum millispilum.
En þegar neyðin er stærst er
hjálpin næst. Vestur var ekkert
óánægður með útspilið þegar
hann sá að ásinn fangaði kóng-
inn, og hélt ótrauður áfram með
litinn. Það gat varla sakað, eða
hvað?
Með hagstæðri tígullegu á
sagnhafi klippt og skorið 11
slagi og aðeins einn möguleika
til að sækja þann tólfta — með
öfugum blindum. Til þess þarf
hann að trompa þijú hjörtu
heima og komast inn á blindan
til að taka síðasta trompið af
andstæðingunum. Langsótt, en
vestur gaf honum von með því
að spiia hjarta í öðrum slag. Það
var trompað, tígli spilað á kóng
og hjarta aftur trompað. Nú var
trompi tvisvar spilað og tígultíu
síðan svínað! Loks var síðasta
hjartað trompað og farið inn á
biindan á tígul tii að taka spaða-
kónginn og henda laufníunni
heima.
SKÁK
Umsjón Margeir
Pétursson
Á opnu móti stórmeistarasam-
bandsins í Belgrad í desember
kom þessi staða upp í skák Sovét-
mannsins Avshalumov (2.420),
sem hafði hvítt og átt.i leik, og
Rúmenans Dumitrache (2.405).
31. Re6+!! - Bxf6, 32. Bxf6 -
Hxe2, 33. Hxe2- Db5, 34. Hxe6
- Dxd7 (Eftir 34. - Dfl+, 35.
Kh2 - Df4+, 36. Kh3 - Dh6+,
37. Kg3 sleppur hvítur úr skákun-
um.) 35. Hxa6 (Hvítu mennirnir
vinna svo vel i saman að svartur
verður fyrirsjáanlega að láta
drottningu sína fyrir hrók. Hann
reyndi: 35. - Ddl+, 36. Kh2 -
Dd5, 37. Hb6 - Da8, 38. Be5!
(En alls ekki 38. Hd6?? - Db8.)
38. — 15, 39. Hb8+ og hvftur
vann.