Morgunblaðið - 17.09.1989, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ
MANIMLÍFSSTRAUMAR
SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 1989
C 13
LÖGFRÆÐIÆr bannaó ad
segja
sannleikannf
Bankaleynd
„NEI, ég er eiðsvarinn hér,“ sagði Sverrir Hermannsson, banka-
stjóri Landsbankans, þegar blaðamaður Morgunblaðsins spurði hvort
hann gæti upplýst um skuldir Sambandsins við Landsbankann. Banka-
stjórinn er hér að vísa til ákvæða laga um svokallaða bankaleynd,
sem mjög hafa verið í sviðsljósinu í vikunni sem er að líða. Tilefiiið
er auðvitað kaup Landsbankans á hlut Sambandsins í Samvinnubank-
anum.
Asakanir um brot á ákvæðum
laga um bankaleynd hafa eink-
um verið bornar á einn mann,
Lúðvík Jósepsson, sem sæti á í
bankaráði Landsbankans. Ef marka
má blaðaskrif um
þessi mál undan-
farna daga sýnast
mér tvenns konar
ásakanir hafa ver-
ið bornar á banka^
ráðsmanninn. í
eftir Davíð Þór fyrsta lagi að hann
Björgvinsson haf' r°flð trunað-
arskyldu sma:
Annars vegar með því að gefa upp-
lýsingar um skuldir Sambandsins
við Landsbankann og hins vegar
með yfirlýsingum sínum um stöðu
Samvinnubankans. í öðru lagi er
hann sakaður um að hafa gefið
rangar upplýsingar um þessi atriði.
Lúðvík heldur hins vegar fast við
að upplýsingarnar séu réttar og að
trúnaður hafi ekki verið rofinn
vegna þess að upplýsingar um þessi
atriði hafi áður komið fram opin-
berlega. í Pressunni síðastliðinn
fimmtudag kýs hann að orða það
svo að honum sé „... bannað að
segja sannleikann“.
Það er að sjálfsögðu ekki á færi
höfundar þessa pistils að skera úr
um það hvort framangreindar ásak-
anir eiga rétt á sér, enda illmögu-
legt að henda reiður á hinni raun-
verulegu atburðarás með því einu
að fylgjast með fréttum í fjölmiðl-
um. Hins vegar gefur þetta tilefni
til að fjalla aðeins um bankaleynd.
Það ákvæði sem hér reynir aðal-
lega á er í 25. gr. laga 86/1985
um viðskiptabanka, en þar segir:
„Bankaráðsmenn, bankastjórar og
aðrir starfsmenn viðskiptabanka
eru bundnir þagnarskyldu um allt
það er varðar hagi viðskiptamanna
bankans og um önnur atriði sem
þeir fá vitneskju um í starfi sínu
og leynt skulu fara samkvæmt lög-
um, fyrirmælum yfirboðara eða
eðli málsins nema dómari úrskurði
að upplýsingar sé skylt að veita
fyrir dómi eða lögreglu eða skylda
sé til upplýsingar lögum sam-
kvæmt. Þagnarskylda helst þótt
látið sé af starfi.“ Hliðstæð ákvæði
er t.d. að finna í 29.gr. laga nr.
87/1985 um sparisjóði og 38. gr.
laga nr. 36/1986 um Seðlabanka
íslands. Það kemur síðan í hlut
bankaeftirlits Seðlabankans að hafa
eftirlit með því að einstakir bankar
og sparisjóðir hagi starfsemi sinni
í samræmi við lög, reglugerðir og
samþykktir sem hvetju sinni gilda
um starfsemi þeirra. Þess má að
lokum geta að í 66.gr. laga um við-
skiptabanka kemur fram að brot á
lögunum skuli sæta sektum eða
varðhaldi.
Sams konar ákvæði er einnig að
finna í eldri bankalögum um ein-
staka viðskiptabanka. Þá er hlið-
stætt ákvæði að finna í bankalög-
gjöf flestra ríkja. Að auki má benda
á að víða í lögum er þagnarskylda
lögð á menn, sbr. t.d. hegningarlög-
um, lögum um réttindi og skyldur
starfsmanna ríkisins, lögum um
tekjusaktt og eignaskatt, lögum um
tekjustofna sveitarfélaga, lögum
. um stéttarfélög og vinnudeilur,
læknalögum og víðar. Eftir því sem
næst verður komist eru um 70 slík
ákvæði í íslenskum lögum.
Rökin fyrir þeirri vernd sem í
bankaleyndinni felst eru augljós. í
fyrsta lagi má einfaldlega líta svo
á að upplýsingar um fjármál manna
séu þeirra einkamál og kjósi menn
að halda þeim leyndum, eigi þeir
að eiga rétt á því án þess að þurfa
að tilgreina nokkrar ástæður. I raun
sé um að ræða upplýsingar um
einkahagi manna sem aðra varðar
ekki um. Þetta styðst m.a. við
grunnreglur um friðhelgi einkalífs.
I öðru lagi er eðlilegt að upplýsing-
um t.d. um skuldastöðu einstakra
fyrirtækja eða einstaklinga sé hald-
ið leyndum til að samkeppnisaðilar
í viðskiptum geti ekki hagnýtt sér
þær viðskiptavini bankans til tjóns.
Þó meginreglan sé sú að starfs-
mönnum banka sé óheimilt að láta
í té upplýsingar um hagi einstakra
viðskiptamanna bankans eru frá
henni veigamiklar undantekningar.
í fyrsta lagi er stjórnendum banka
og sparisjóða skylt samkvæmt
skattalögum að láta skattayfirvöld-
um í té þær upplýsingar og skýrsl-
ur sem þær beiðast. I öðru lagi
kemur fram í tilvitnuðu lagaákvæði
að skylda megi bankastafsmann
með dómsúrskurði til að gefa til-
téknar upplýsingar. Almennt er þó
litið svo á að slíkar undantekningar
verði að styðjast við skýrar laga-
heimildir og að þeim verði þá aðeins
beitt að til þess séu gild rök. Oft
hefur reynt á þessar undantekning-
ar. Hins vegar hafa mál vegna
meints brots á ákvæðum laga um
bankaleynd ekki komið til kasta
íslenskra dómsóla svo mér sé kunn-
ugt.
Eins og fyrr segir verður ekki
skorið úr því hér hvort brotin hafi
verið lagaákvæði um bankaleynd í
þeirri umræðu sem átt hefur sér
stað um skuldir Sambandsins við
Landsbankann. Það eru auðvitað
fjölmörg atriði sem hafa verður í
huga við mat á því. I fyrsta lagi
kann að skipta máli að hér er um
mjög mikilvægt mál að ræða, sem
snertir hagsmuni fjölmargra aðila
annarra en þeirra sem standa
beinlínis að umræddum viðskiptum.
Um er að ræða umsvifamikil við-
skipti banka „allra landsmanna",
sem auk þess er ríkisbanki, við
stærsta fyrirtæki landsins, sem fé-
lagmenn í Samvinnuhreyfingunni
eru taldir eiga, en þeir skipta tugum
þúsunda. Varðandi þetta síðast-
Sundlaugavegi 34.
Símar 687464
og 681616.
/sStOFHI'V
* /lÍNl
BARNADANSAR
11 tíma námskeið hefjast 25. sept. 1989.
Mánudaga
3- 4 ára kl. 16.00-16.30 kr. 2.100,-
4- 5 ára kl. 16.40-17.10 kr. 2.100,-
6-8 ára kl. 17.15-18.00 kr. 3.200,-
9-11 ára kl. 18.05-19.05 kr. 4.200,-
Fimmtudaga
3-4 ára kl. 17.00-17.30 kr. 2.100,-
12-15 ára kl. 17.40-18.40 kr. 4.200,-
Systkynaafsláttur er 25%.
GÖMLUDANSAKENNSLA OG ÞJÓÐDANSAR
hefjast upp úr mánaðarmótum og verða
auglýstir síðar.
Aðalfundur Þjóðdansafélags Reykjavíkur
verður haldinn fimmtudaginn 21. september
kl. 20.30 í húsi félagsins.
Þjóðdansafélag Reykjavíkur
nefnda má þó geta þess að menn
greinir nokkuð á um það hver eigi
Sambandið! I öðru lagi skiptir máli
að hve miklu leyti upplýsingar um
skuldir Sambandsins við Lands-
bankann voru almennt kunnar fyr-
ir, en um það er einnig deilt. í
þriðja lagi má svo deila um það
hvort í þessu tilfelli er um að ræða
upplýsingar af því tagi sem leynt
eiga að fara, þó telja verði senni-
legt að svo sé. Þá er einnig mögu-
legt að máli skipti af hvaða tilefni
upplýsingarnar eru látnar í té og
með hvaða hætti.
Að gefnu tilefni er að lokum rétt
að benda á að framangreindum
lagaákvæðum er auðvitað fyrst og
fremst ætlað að koma í veg fyrir
að menn gefi réttar upplýsingar um
þau atriði sem leynt eiga að fara.
Það er því út i bláinn þegar menn
reyna að verja gerðir sínar með því
að þeir hafi aðeins sagt sannleik-
ann. Sérstök vandamál koma síðan
upp ef í ljós kemur að upplýsingarn-
ar eru rangar, hvort sem það er
vísvitandi eða af þekkingarskorti,
en um það verður ekki fjallað frek-
ar að sinni.
WordPerfect 5.0 (Ný útgáfa)
Uppfærsiunámskeið ?5. sept., 4. og 20. okt. kl. 13-17.
4ra. klst. uppfærslunámskeið fyrir þá, sem hafa þekkingu á WP-ritvinnslu 4.1 eða 4.2.
Einnig verður námskeiðfyrir byrjendur í WordPerfect 4.2 18.-21. sept. kl. 13-17.
A TH: VR og fleiri stéttarfélög styrkja félaga sina til þátttöku
Allar nánari upplýsingar og bókanir hjá Ásrúnu Matthíasdóttur '
Einari J. Skúlasyni hf. Grensásvegi 10, sími 686933.
Tölvuskóli Einars J. Skúlasonar hf.