Morgunblaðið - 17.09.1989, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 17.09.1989, Blaðsíða 29
esei aaaMsrraa .ti íiuDAauvívrjg GlQAJaHUOflOM ___________ ___________________3 8S MORGUNBLAÐIÐ AFMÆLI SUNNUDAGUR 17. SÉPTEMBÉR 1989.. -------c 29 Afmæliskveðj a: Dr. Armann Snævarr Ég fæ glampa í augun er ég hugsa til stjörnubirtunnar í Uppsala 1945 þegar við sungum „högt upp’ i Slott- et varenda ruta blixtrar som vore den en ádelsten!" og rómantíkin sveipaðist um „Ceeilia Wasa“. En einnig var sungið úr „Fjárlögunum“ að þjóðlegum sið og spilað undir á litla orgelið sem Ármann hafði með sér að heiman. Hann var þá „inac- korderad" lijá elskulegri gamalli konu sem vildi titla Ármann á viðeig- andi sænskan hátt, þ.e. einni gráðu ofar en satt var. En að segja „kandidaten" fannst henni ósiðlegt þar sem Ármann var þegar orðinn kandídat, og þannig ávörpuðu menn aðeins óbreytta stúdenta á þeirri tíð meðan heimurinn var enn og hét. Augu gömlu konunnar ljómupu þeg- ar hún komst að því að Ármann hafði um hríð verið bæjarfógeti (á Akranesi), og nú gat hún viðhaft sinn rétta tignarstíl og nefndi hann upp frá þeim degi aldrei annað en „stadsfiskalen". („Vill stadsfiskalen ha mera kaffe?“) Já, þá vorum við ung öll og glettin, en Ármann hefur haldið sínum stíl óbreyttum og er ekki ári eldri að háttalagi nú, 44 árum síðar, en þá var. — Við fórum öll mikið um nágrennið á reiðhjólum, og nú,_ á sínu síðara æskuskeiði, hefur Ármann tekið upp hjólreiðar á ný (til skelfingar öllum bílistum á Aragötunni) og heldur því óskertum æskuþrótti, enda sífellt við fræða- störf. Það er dýrmætt þegar menn rjúfa ekki samhengið í tilverunni og í eig- in ævi. Það vakti furðu sumra lög- fræðinga í Reykjavík fyrir 44 árum að Ármann Snævarr valdi sér að leggja stund m.a. á réttarhe/mspek/, en alla heimspeki og siðfræði töldu sumir þeirra víðsíjarri sönnum jús. (Húsmóðir ein sagði við mig: „Hvernig getur lögfræðingur lagt stund á heimspeki? Ég hélt að þeir fengjust aðallega við að innheimta víxla?“ — En síðan þá hefur rykti stéttarinnar hækkað allverulega.) En hin heimspekilega og siðfræði- lega spurning um rétt og rangt leit- ar langt út fyrir Lagasafnið og tek- ur mið af þjóðfélagi og einstaklingi. Isaac Bashevis Singer, nóbelshöf- undurinn óviðjafnanlegi, lýsir því í bók sinni „Rétturinn" eða „Dóms- húsið“ (Bet Dirí) að dómarastörfin séu í dýpsta eðli sínu sáttastarf þar sem saman eiga að fara mannþekk- ing, iögspeki og guðsótti og góðir siðir dómarans, eins og Jetró sagði við Móse, að hann skyldi velja sér dómara, „sem óttast Guð og eru sannsýnir og hata ágirnd“ (Guð- brandsbiblía, 2. Móse 18.21). Þótt aðferðafræði nútíma lögvísinda sé um margt frábrugðin þessu (var svo einkum á timum nazismans) hygg ég að þessu áþekkur sé grunntónn- inn í lögspekí Ármanns Snævarrs. Ég varð þess var eitt sinn að hann hefur lesið flest það er Singer hefur skrifað. Það kalla ég að varðveita samhengið í lífsferli sínum. Ármann Snævarr fæddist á Norð- firði, sonur skólastjórans og sálma- skáidsins Valdimars Snævarrs. Eftir glæsilegan nárnsfeUl í MA settist hann í lagadeild Háskólans og var í hópi þeirra stúdenta sem fóru fylktu liði haustið 1940 neðan úr Alþingishúsinu, þar sem Háskólin hafði hírst í nokkrum stofum, og vestur á mela til hins nýbyggða fræðaseturs, sem í augum Reyk- víkinga þeirra. ára var ekki hús held- ur eins konar álfahöll. Námshæfni hans beindi honum til vísindaiðkana, og eftir nokkurra ára framhaldsnám á Norðurlöndum var hann settur prófessor 1948 og skipaður tveimur árum síðar. Hafði þá lagadeild Há- skóla Islands og Háskólanum öllum bæst starfsmaður sem átti eftir að lyfta umhverfi sínu og flytja því ferskan blæ eftirstríðsáranna. Þegar það spurðist að þáverandi rektor, hinn merki sagnfræðingur Þorkell Jóhannesson myndi ekki gefa kost á sér til endurkjörs vorið 1960 vakti ég máls á Ármanni Snævarr sem fýsilegu rektorsefni. „Alltof ungur!“ var sama svarið. Á þeim árum þóttu ekki aðrir hæfir til rektorsstarfa en vel rosknir menn, og var rektorskjör einatt sem kóróna að afloknu alllöngu starfi. Ármann var þá ekki „nema“ fertugur. En ég nefndi þetta við Alexander Jóhann- esson, sem þá var hættur störfum, og hann sagði strax: Hann er rétti maðurinn! Við vorum nokkrir sem bundumst samtökum um kjörið, þeirra á meðal prófessorarnir Leifur Ásgeirsson, Þorbjörn heitinn Sigur- geirsson og Hreinn Benediktsson. Við drógum okkur i hlé er fréttist að Þorkell Jóhannesson gæfi kost á sér til endurkjörs, og var hann kjör- inn, en svo sorglega vildi til að hann veiktist uni haustið og lést í október- lok, öllum harmdauði. Höfðu þá tveir rektorar látist í starfi, hann og próf. Haraldur Níelsson (1928). Nítján dögum síðar, 19. nóvember 1960, var Ármann Snævarr kjörinn rektor Háskóla íslands fyrsta sinni, en hann var rektor í þrjú kjörtímabil, til hausts 1969. Nú voru með nokkrum hætti orð- in kynslóðaskipti í Háskólanum. Meðal „ungu mannanna“ voru að vísu noþkrir hinna eldri, svo sem Leifur Ásgeirsson og Þorbjörn Sig- urgeirsson, en nýir tímar voru komn- ir. Þeir mörkuðust af miklum al- þjóðlegum samskiptum háskóla og auknum möguleikum til framhalds- náms og rannsókna við þær efna- hagsaðstæður sem ríktu í álfunni allt fram til olíukreppunnar. Um margt mótaðist þetta skeið Háskól- ans af framsókn raunvísindanna, sem fram að þessu höfðu verið hálf- gerð hornreka, m.a. vegna þröngs ijárhags. Sótt var á brattann í öllum akademískum efnum, jafnt um ein- dregnari rannsóknastefnu sem og um ftjálslegri afstöðu til stúden- tanna, er tóku nú sem óðast virkari þátt í stjórnun og mótunarstarfi. (Og er það sjálfsagt skýringin á því að neikvæð áhrif stúdentauppreisnanna bárust ekki að neinu ráði til ís- Iands.) Ármann Snævarr háskóia- rektor var boðberi þessara nýju tíma, jafnt innan veggja Háskóla íslands sem utan þeirra, einnig um hlutverk Háskólans í íslensku þjóðlífi. í þessu var fólgin farsæld starfs hans fyrir Háskólann og þjóðfélagið. Hér er þess enginn kostur að rekja hinn farsæla feril Ármanns Snæv- arrs sem háskólarektors, starfa hans að málefnum fræða og kennslu, nemenda og kennara, stofnana og fyrirtækja Háskólans, bygginga- mála og skipulags. En það er ekki sagt til hnjóðs fyrri rektorum, sem bjuggu við allt önnur skilyrði og við- horf, þótt því sé hér haldið fram, að um margt hófst nýtt skeið í sögu Háskóla Islands er Ármann Snævarr hafði verið kosinn rektor. Hin glæsta hálfrar aldar afmælis- hátíð í október 1961 vakti þjóðarat- hygli og brýndi háskólamenn til þess að sækja fram á alþjóðlegum velli. Fulltrúar erlendra háskóla hvað- anæva að, íklæddir sínum marglitu rektorsskikkjurn, settu litríkan blæ á hátíðisdagana og minntu á að Háskóli íslands er ekki einvörðungu íslensk stofnun, sem hann er, heldur einnig hluti hins alþjóðlega aka- demíska heims, sem á rætur allt aftur í evrópskar miðaldir. — Og afmælið vakti endurhljóm í þjóð- félaginu um nauðsyn eflingar vísinda. Sterkast hljómaði lóðagjöf Reykjavíkurborgar til Háskólans undir forystu Geirs Hallgrímssonar, sem varð gi-undvöllur allrar útþenslu Háskólans á næstu árum (en það var Knud Zimsen borgarstjóri sem valdi háskólabyggingunni stað í önd- verðu). Bandaríkjastjórn gaf stofnfé til byggingar Raunvísindastofnunar Háskólans, sem var stærsta skrefið til eflingar náttúruvísinda og ann- arra raunvísinda allt frá stofnun Atvinnudeildarinnar (sem illu heilli hafði orðið að flytja af háskólasvæð- inu vegna lóðaskorts fyrri ára). Margs annars bæri að geta er varð- ar viðbrögð hins íslenska þjóðfélags við nýjum viðhorfum, en rúmast ekki hér. Landsbanki Islands stofn- aði kennslustól í hagfræði við Há- skóla íslands til tíu ára á 75 ára afmæli sínu í júlí 1961 og seðla- bankalögin nýju frá 24. mars 1961 gerðu ráð fyrir rausnarlegu árlegu framlagi af tekjum Seðlabankans til hins nýstofnaða Vísindasjóðs, sem allt til þessa dags er hin mesta lyfti- stöng rannsókna á öllum sviðum. Nú er ég auðvitað kominn út fyrir hið eiginlega svið Háskólans, þar sem það voru þingmenn, með Gylfa Þ. Gíslason menntamálaráðherra í broddi fylkingar, sem hér voru að verki. En þessi dæmi sýna hver við- horfin voru í þjóðfélaginu og Háskól- anum, undir forystu rektors, á þess- um árum. Það var gæfa Háskólans að Ár- mann Snævarr, sem síðar varð margfaldur héiðursdoktor í lögum, valdist til forystu á þessum nýstár- legu tímum. Það kvað við nýjan tón í ræðum hans á háskólahátíðum, sagði mér fólk úti í bæ (þeim var þá útvarpað) og hann örvaði unga menn til dáða. Það tel ég ekki síst til gildis Ármanni sem háskólarektor hve annt honum var urn að greiða götu þeirra sem voru fúsir til átaka í heimi fræða og háskólalífs. Er ég meðal þeirra ög honum þakklátur fyrir það traust sem hann sýndi mér á þeim árum og trygga vináttu við okkur Inger heitna. Þegar saga Háskólans verður rituð í framhaldi ágætrar bókar Guðna Jónssonar prófessors, hygg ég að Ármanns Snævarrs verði þar getið sem hins mesta framfaramanns þessa örlag- aríka skeiðs í sögu Háskóla íslands. Fjarlægðin gerir ekki aðeins fjöllin blá, heldur sjá menn þá tindana í víðara samhengi stærra hverfis. Og þótt ég hafi enga fúllmakt þar til, er ég viss um að allir háskólamenn íslenskir óska þess að prófessor Ár- mann Snævarr megi enn njóta virkra og frjórra ára við fræðastörf sín og holla lífsnautn, en það tvennt hefur ætíð farið saman í lífi hans. Við stöndum öll í þakkarskuld við hann fyrir forystu, og ekki síður fyrir drengskap, hina æðstu dyggð íslenskra kvenna og karla. Eldmýri, Þórir Kr. Þórðarson í eftirmælum um séra Tómas Sæmundsson árið 1841 sagði Jónas Hallgrímsson, að hann hefði verið allra manna einlægastur og ástúð- legastur vinum sínum, vilji hans til góðra verka ævinlega samur og jafn, hreinn og ákafur og einbeitt- ur. Það eru einmitt slíkar einkunn- ir, sem leita á hugann, þegar Ár- mann Snævarr er annar vegar, og eru þær þó einungis brot af þeim atriðum, sem þyrfti til að fylla mynd hins hugljúfa manns. Þær eru hins vegar settar hér á oddinn vegna þess, að í hugum okkar Ingu Ástu og sjálfsagt ótalmargra ann- arra hefur Ármann Snævarr öðru fremur gert heiminn elskulegri en ella, tilveruna bjartari og betri. Ármann Snævarr á að baki sér langan og merkan feril bæði lær- dóms og athafna. Þá sögu segir enginn í fáum orðum og sízt af öllu í stuttri kveðju. Verka hans mun lengi og víða sjá stað, hvort sem er á sviði kennslu og stjórnunar í Háskóla íslands, dómsýslu í Hæsta- rétti eða ritstarfa af margvísiegum toga. Margur hefði orðið fullsæmd- ur af dagsverki, sem þó væri ekki nema lítill hluti af því starfi sem liggur eftir Ármann Snævarr sjö- tugan. Hitt er þó meira um vert, að verk hans öll bera þess glögg merki, að hann hefur gengið að þeim með þeim hreina og ákafa og einbeitta vilja, sem Jónas taldi svo ótvíræða lyndiseinkunn hjá vini sínum Tómasi Sæmundssyni. Þess vegna eru það til dæmis einna skýr- ust einkenni á lagaverki Ármanns Snævarrs, að þar situr í fyrirrúmi skarpskyggni, víðsýni og vilji til umbóta. Ég minnist þess ekki lengur, hvenær ég kynntist Ármanni Snæv- arr, enda er það aðall hins góða, að það þekkir ekki upphaf sitt. Það skiptir í rauninni engu hver hafa verið mörk hins einbeitta læriföður og elskulega vinar Þau mörk verða að því skapi ógleggri, sem það er skýrara í hugskoti konu minnar, að Ármann hafi ávallt verið til stað- ar sem ljúfur og leiðbeinandi faðir barna sinna og traustur vinur vina þeirra — og þar með lýsandi minn- ingarmark úr barnæsku. Við Inga Ásta sendum þeim samvöldu hjón- um Ármanni og Valborgu og fjöl- skyldunni allri heillakveðjur á heið- ursdegi. Við þökkum fyrst og síðast fyrir ástúð, gleði og hlýju — þær eðlislægu eigindir, sem eru hvort- tveggja í senn ómetanlegar og ógleymanlegar í fari Ármanns Snævarrs. Pétur Kr. Hafstein ★ I tilefni þess að prófessor Ármann Snævarr, fyrrverandi háskólarektor og hæstaréttardómari verður sjötug- ur 18. september nk., hafa nokkrir nemendur hans og vinir ákveðið-að efna til afmælisrits honum til heið- urs. í ritnefnd eru Guðrún Erlends^ dóttir hæstaréttardómari, sem er formaður, Benedikt Blöndal hæsta- réttardómari, Drífa Pálsdóttir deild- arstjóri og dr. Gunnar G. Schram. Ritstjóri er Helgi Sigurðsson hdk Útgefandi ritsins er Sögufélag. í bókinni verða 18 ritgerðir um lög- fræðileg efni eftir innlenda og er- ienda fræðimenn. Þeir sem vilja heiðra prófessor Ármann Snævarr í tilefni sjötugsafmælis hans með því að gerast áskrifendur að ritinu, fá nöfn sín í heillaóskaskrá — tabula gratulatoria — Fyrirhugað er að ljúka áskrifendasöfnun fyrir 10. október nk. Þeir sem hafa áhuga á að gerast áskrifendur eru vinsamleg- ast beðnir um að snúa sér til Sögufé- lags, Garðastræti 13B, sími 14620 milli kl. 13-17. Haustönn 1989 ISLENSKA Málfræði, stafsetning DANSKA 1.-4. fl. NORSKA 1.-4. fl. SÆNSKA 1.-4. fl. ENSKA 1.-5. fl. ÞÝSKA 1.-4. fl. FRANSKA 1.-4. fl. ISLENSKA fyrir útlendinga ITALSKA 1.-4. fl. ÍTALSKAR BÓKMENNTIR SPÆNSKA 1.-4. fl. LATINA HOLLENSKA HEBRESKA RÚSSNESKA GRÍSKA PORTÚGALSKA TÉKKNESKA KÍNVERSKA STÆRÐFRÆÐI VELRITUN BOKFÆRSLA FATASAUMUR BÓKBAND SKRAUTSKRIFT LEÐURSMÍÐI POSTULÍNSMÁLUN HLUTATEIKNING MYNDBANDAGERÐ (vídeó) DANSKA, NORSKA, SÆNSKA, fyrir börn 7-10 ára til að viðhalda kunnáttu þeirra barna sem kunna eitthvað fyrir í málunum. í almenrium flokkum verður kennt einu sinni eða tvisvar í viku, ýmist 2, 3 eða 4 kennslustundir í senn í 11 vikur. Kennsla fer fram í MIÐBÆJARSKÓLA, LAUGALÆKJARSKÓLA, GERÐUBERGI, og ÁRBÆJARSKÓLA. Kennslugjald fer eftir stundafjölda og greiðist við innritun. Kennsla hefst í byrjun október. INNRITUN fer fra, 20. og 21. september kl. 17-20 í MIÐBÆJARSKÓI A. Fríkirkiuveai 1. pl$iripwwM»ít> Metsölublad á hvevjum degi!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.