Morgunblaðið - 17.09.1989, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 17.09.1989, Blaðsíða 33
cm iiaaMtmab ,;t c-actA-Wimoi MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 1989 3 C ss 33 an Freyja og Kögurás, fyrirtæki smábátaeiganda, og ættu þessi fyr- irtæki að hafa nægan fisk út árið, ef vel er á málum haldið. Togarinn Elín Þorbjarnardóttir á eftir svolít- inn kvóta og Sigurvonin var á drag- nót í sumar og er nú hætt vegna kvótaleysis, það sem eftir er geyma þeir fram í nóvember, því þá fer hún á línuveiðar. Talandi um kvóta sem er mál málanna í dag, hef ég gott dæmi um mismun. Hér er 15 tonna bátur Ingimar Magnússon ÍS 650 sem tveir harðduglegir menn eiga og gera út. Þessi bátur er með það lítinn kvóta að hann verður að liggja bundinn við bryggju hálft árið í senn. En svo er verið að smíða fjöldann allan af bátum sem eru mældir 9,9 tonn, en eru jafn- stórir ef ekki stærri sumir hveijir en þessi umræddi bátur er. Þessir 9,9 t bátar mega fiska eins og þeir geta. Þetta hef ég aldrei heyrt þá menn tala um sem mest ropa útaf smábátunum." Hvernig leggst veturinn í þig? „Það má segja að, það sé alltaf vetur, en hann leggst þannig í mig að það verður að mestu autt fram að áramótum, síðan verður mikill snjór“, sagði Jói að lokum og tendr- aði í pípunni sinni áður en hann hvarf út á hafnarkant, þar sem nokkrir trillukarlar voru að ræða málin. Það endar með því að maður flýr land ef efhahagsástandið batnar ekki. Síðasti Súgfirðingurinn sem fréttaritari ræddi við var Jens Dan- íel Holm. Jens er 29 ára gamall og er húsgagnasmiður að mennt. Hann er svo að segja nýkominn heim er- lendis frá. Og fyrsta spurningin var: hvar hefurðu alið manninn? „Ég hef verið í Bandaríkjunum frá því í bytjun nóvember í haust. Þar þekki ég fólk sem ég ákvað að heim- sækja og ástæðan fyrir því að ég var svo lengi var aðallega sú að þar var ódýrt að versla í matinn Og svo var ég í ódýru húsnæði. Þetta var nú allt í lagi, ekkert neitt æðislega spennandi, borgin er mjög stór og umferðin þarna er hrein geðveiki. Ef þú ert ekki á bíl, getur það tekið þig allan daginn að kom- ast í bæinn. Maður er ótrúlega lítill í svona stórri borg, maður er eigin- lega ekki neitt. Aður en ég kom heim fór ég til Florida og Orlando og var þar í nokkrar vikur. Ég kom heim 9. júlí og skellti mér beint á handfærin. Það var gott að koma heim í heiðan dalinn þar sem allt var nær óbreytt frá því ég fór það- an. Stuttu eftir heimkomuna fór ég með félaga mínum í mánaðarreisu til Costa del Sol og síðan til Amst- erdám. Þannig að mitt sumarfrí er búið í ár.“ Hvað hyggstu fyrir í vetur? „Nú, það er að vinna og borga skuldir eins og við öll erum að gera. Vinnan bíður og ætli ég verði ekki við smíðar í vetur, það er nóg að gera í því hér. Annars er framtíðin alveg óráðin hjá mér það verður að ráðast með tímanum hvað verður ofaná. Mér finnst efna- hagsástandið hér á íslandi ekki bjóða upp á það að fólk geti lifað sómasamlegu lífi, nema það þræli sér út dag og nótt. Ríkisstjórnin verður að fara að gera eitthvað róttækt í byggðastefnu og kvóta- málum ef það skeður ekki fljótlega að þá er alveg eins gott að taka . pokann og drífa sig burt af klakan- um.“ Ertu að segja að þú sért að flýja land? „Það endar með því að maður gerir það ef efnahagsástand- ið batnar ekki. Ég hef áhuga á að heimsækja Ástralíu og jafnyel að vinna þar. Ég þekki nokkra íslend- inga sem búa þar og láta þeir vel af dvölinni. Fagmenntað fólk á auð- velt með að fá þar vinnu og hver veit nema maður sæki um atvinnu- leyfi þar á næsta ári.“ Áhugamál? „Það hefur farið lítið fyrir þeim vegna þessara ferðalaga, en þegar ég hef tíma, þá tek ég kassagítar- inn og munnhörpuna og spila dá- lítið fyrir sjálfan mig.“ Þannig að það má segja að þú hafir komið frá Hollywood á handfæraveiðar? „Eig- um við ekki að segja það“, sagði Jens Holm að lokum. Róbert Schmidt SHUSIÐ ’cedc霗 Gömlu dansarnir með Reyni Jónassyni og - hljómsveit í kvöld frá kl. 21 -01. Nú eigið þið dansgólfið. Samkvæmis-, gömlu og nýju dansarnir í kvöld frá kl. 21 -01. Frábær tónlist undir stjórn Sigurðar Björgvinssonar og Stefáns P. Nú mæta allir sem elska að dansa. Skemmdarverk í vegamálum - hvers vegna rís Steingrímur Sigfusson öndverður gegn jarðgöngum undir Hvalfjörð? Til Velvakanda. Járnblendifélagið og Sements- verksmiðja Ríkisins hafa boðist til að gera jarðgöng undir Hvalfjörð hinu opinbera að kostnaðarlausu. Menn skyldu nú ætla að ríkisstjórn íslands tæki tveim höndum svo einstæðu kostaboði. Nei, aldeilis ekki! Steingrímur Sigfússon þver- ast við sem versti durtur, hefur þegar tafið framgang þessa mikla nytjamáls í heilt ár, virðist helst vilja svæfa það að fullu og öllu. Hér eru stórir hagsmunir í húfi. Sparnaður myndi nema miljörðum á næstu árum: Minni bensíneyðsla (leiðin styttist um ca. 130 km fram og aftur), minna slit ökutækja, stytting aksturstíma (um hálfan annan tíma, fram og aftur) auk annars hagræðis. Þannig myndu sparast fleiri miljarðar í erlendum gjaldeyri og hefði einhvern tíma þótt enginn smáræðis búhnykkur. Um tveir þriðju til þrír fjórðu íslensku þjóðarinnar búa beggja vegna Hvalfjarðar. Þeir munu kunna Steingrími Sigfússyni litlar þakkir - ekki síst þeir sem þurfa oft að aka þessa leið, ef til vill 50 til 100 sinnum á ári. Til Velvakanda. Að gefnu tilefni, vegna skrifa Bjarnþórs Aðalsteinssonar í dálki þínum þann 13. september sl., óskar fyrirtækið eftir að eftirfar- andi verði birt í Velvakanda. Eurocard-gullkortahafar eru allir aukaaðilar að IAPA, sem eru alþjóðasamtök flugfarþega. Þetta veitir þeim rétt til afsláttar af hótelverði og af leigugjaldi bíla- leiga, en þeir þurfa að fylgja þeim reglum sem settar eru af IAPA til þess að fá þennan afslátt. Öllum Eurocard-gullkortahöfum er á hveiju ári send bókin „Eurocard En hver er orsök þessarar end- emislegu afstöðu ráðherra Al- þýðubandalagsins? Liggur Hval- fjörður ef til vill of nærri Reykjavík? Slikur fjandskapur mun ekki gleymast við næstu kosningar! Gull“, sem er „IAPA hotel bene- fits directoiy“. I þessari bók er tekið nákvæmlega fram hver af- sláttur er og hvað beri að gera til þess að hann verði veittur. í tilviki Bjarnþórs þá fylgdi hann ekki þeim reglum sem settar eru og þar af leiðandi fékk hann ekki afslátt. Á bls. 17 í fyrr- nefndri bók eru leiðbeiningar um það hvernig staðið skuli að pöntun á bílaleigubíl til þess að öðlast afslátt. F.h. Eurocard á íslandi, Gunnar R. Bæringsson Ekill Eurocard-gullkort veita afslátt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.