Morgunblaðið - 28.09.1989, Side 12

Morgunblaðið - 28.09.1989, Side 12
§£. - ÍlOIiGGflBÍABIÐ ©55'... Gunnar R. Bjarna- son með eitt verka sinna. Mosi og birtuskil Myndlist Bragi Ásgeirsson Það sem einna mest er áberandi í vinnubrögðum íslenzkra myndlist- armanna er, að fjölbreytnin er stöð- ugt að aukast. Sumir koma frma með alveg ný vinnubrögð, en aðrir eins og stokka upp þau eldri, þannig að útkoman verður eins og nýtt vín í gömlum belgjum. Það síðasttalda datt mér einmitt í hug, er ég leit hina vönduðu sýn- ingu Gunnars R. Bjarnasonar í Hafnarborg, menningarmiðstöð þeirra Gaflara á dögunum. Gunnar er annars betur þekktur sem leik- myndahönnuður og hefur á löngum starfsferli sem slíkur og með myndlsitariðkun í hjáverkum, ein- ungis haldið tvær myndverkasýn- ingar áður. Vinnubrögðin eru vissulega óvenju fersk og vönduð, og sem slík eiga þau rétt á sér, í hvaða formi sem þau birtast í myndlist- inni, því að baki þeirra leynist jafn- an ekta sköpunargleði. Það má þannig greinilega merkja þá ánægju, sem Gunnar hefur af miðli sínum, sem að þessu sinni er olíu- pastel á pappír. Hann reynir að fanga lit- og Ijósbrigðin í náttúr- unni á ýmsa vegu, og á stundum skiptir hann myndheildinni með ljósri eða dökkri ræmu, sem gengur í gegnum myndflötinn og minnir það dálítið á vinnubrögð Sverris Haraldssonar í eina tíð, en aðferðin var þó engin heimatilbúin uppfínn- ing hans. Við það öðlast flöturinn iðulega meiri dýpt, magnaðri birtu- skil og fleiri víddir og vísa ég hér t.d. á myndimar þijár frá Þingvöll- um (22, 30 og 34) og „Úr Heið- mörk“ (39), en myndimar hanga hlið við hlið. Einnig sér þessa stað í nokkram húsamyndum, sem era færðar í stílinn. En Gunnar gerir þetta á sinn eigin hátt, og því persónulegri sem tök hans verða á myndefninu þeim mun meiri árangri nær hann. En hápunktur sýningarinnar þykir mér vera nokkrar hreinar og tærar myndir þar sem mosatilbrigði koma mikið við sögu, og þar sem fyrrnefndra vinnubragða sér ekki stað, svo sem „Úr Kapelluhrauni" (14), „Úr Heiðmörk" (28), „Frá Þingvöllum" (48) og fleiri myndir í slíkum dúr. Hér þykir mér eigin- lega Qári vel staðið að verki í gerð slíkra mynda og óvenjulegt að sjá jafn fersk og lifandi vinnubrögð af gamla skólanum í íslenzkri lands- lagsmyndagerð. Slík hrein, bein og heilsteypt vinnubrögð kann ég mun betur að meta en allan bægslagang og tæknibrellur. Það var og óvenju létt yfir list- rýninum, er hann hélt á brott. Það vantar hvorki unggæðings- háttinn né sprellið í myndverk Gústavs Geirs Bollasonar, sem fram að næstu helgi kynnir nær fjóra tugi verka sinna í Listasafni ASÍ. Gústav Geir er nýútskrifaður úr MHÍ og sýnir hér m.a. ýmis sjálf- stæð hugverk frá vinnu sinni innan veggja skólans. Sjálfstæð að því marki, að í þeim era lítil sem engin merkjanleg áhrif frá kennuram, en hins vegar kenn- ir ýmissa grasa úr heimslistinni, sem og eðlilegt má teljast. Yfírgnæfandi meirihluti mynd- anna er unninn á þessu ári, en fá- einar myndir era frá síðustu tveim áram, þekki ég m.a. nokkrar frá lokaverkefni skólans nú í vor. Auðlesið er af myndunum, að Form- rænn stígandi Það er ótvírætt eitthvað að geijast í myndum Erlu Þórarinsdóttur, sem hefur fyllt eystri sal Kjarvalsstaða af nýjum málverkum og stendur sýn- ingin til 1. október. Á fyrri einkasýningu og samsýn- ingum einkenndust myndir hennar öðra fremur af órólegum formum og táknum, en nú era það hin traustu frumform og myndbyggingarlögmál- in, sem eiga hug hennar öðru fremur ásamt stígandi litarins. Það er einmitt meðferðs litarins, — þanþol hans og stígandi, sem at- hygli vekur á þessari sýningu og gerir hana nokkuð óvenjulega í sýn- ingarflóra haustsins. Einkum vegna þess, að slík yfirveguð og hnitmiðuð vinnubrögð eru að verða nokkuð fá- gæt meðal listamanna af yngri kyn- slóð sem hafa margir gefið sig á vald augnablikshrifa eða mjög fá- breytts litastiga. En Erla er þó ekki á leið aftur í tímann né að gerast íhaldssöm, þvi að vel er ég þess meðvitandi, að strangflatalistin er komin til vegs aftur í listheiminum sem virk núlist og endurmat hefur um leið átt sér stað á ýmsum fulltrúum listastefn- unnar og verð verka þeirra margfald- ast. Og hér er tækifærið að koma þeim sannindum enn einu sinni á framfæri, að helstu fulltrúar stefn- unnar lögðu ekki árar í bát, þótt á móti blési, heldur unnu áfram að list sinni, þótt ekki þættu þeir í farar- broddi lengur. í einu virtasta listhúsi Parísarborgar, Gallery Gilbert Brow- nstone, mátti sjá í sumar mikla sýn- ingu á verkum Gottfried Honegger, sem í áratugi hefur þróað einfalt myndmál sitt jafnt í tvívídd sem þrívídd og uppsker nú ríkulega. Og höfundurinn vill fara sínar eigin Ieiðir í útfærslu mynda sinna, og á það bæði við um val myndefna og vinnubrögð. Hann er hugmyndarík- ur, og til að fá útrás fyrir hugmynd- ir sínar stokkar hann iðulega upp vinnubrögðin eða hrærir þeim sam- an, þannig að útkoman verður blönduð tækni og jafnvel málaðar lágmyndir. Það er gaman að fylgja Gústavi Geir í þessari leit hans að fótfestu, sem á stundum fleytir honum furðulangt og hlýtur að sannfæra hvern athugulan skoðanda, að hér sé dijúgur hæfileikamaður á ferð. — Það er einhver skondinn og kíminn undirtónn, sem gengur eins og rauður þráður um sýninguna alla, og kemur einnig fram í nafn- giftum myndanna. Það góða við Erla Þórarinsdóttir eitt gott verk eftir framkvöðulinn Auguste Herbin fer á tugmilljónir króna á uppboðum. Það er þannig mesta gæfa lista- manns að geta unnið að listrænum rannsóknum sínum í friði og ró, óháð- ur listamarkaðnum og sveiflum hans. Góð list verður svo alltaf verðmæt, þegar fram líða stundir, hvernig sem á málin er litið, — en keppikefli lista- mannsins er þó jafnan fyrst og síðast árangurinn sjálfur. Ekki væri allskostar rétt að telja Erlu á leið til hreinnar strangflata- listar, því að það er svo margt fleira, sem henni liggur á hjarta, og hér er það áferð, styrkur og þanþol litar- ins, sem miklu hlutverki gegna svo og skírskotun til hins dularfulla og skynræna. Á sýningunni eru nokkur verk er skera sig úr og þar sem þessir eigin- leikar listamannsins koma einna skýrast fram, nefni ég hér nr. 7 „Hraunvatn", „Þórsmörk" (8) og „Gígur“ (13). Og í myndaröðinni „Farangur“ einkennir kraftur og dulúð myndir eins og „Næturvagn" (21), „Huliðshjálmur" (43), „Vemd- ari“ (44) og „Hughjálmur" (51). Sömu eiginleikar prýða og myndina frammi í gangi, sem er utan skrár. Augljóst er af þessari sýningu að Erla Þórarinsdóttir er mjög að sækja í sig veðrið. þennan undirtón er, að hann á sér ýmis blæbrigði og lífgar upp 'stund- um dökkar og drangalegar mynd- heildir svo sem í myndunum „Bjór- geit“ (7) og „Litli og stóri“ (8), en báðar era þossar myndir með því eftirtektarverðasta á sýningunni. Gústav Geir færist oft mikið í fang, myndir hans eru stórar og stundum er eins og þær beri svip af minnismerkjum, séu „monu- mental“, líkt og það heitir á fag- máli. Það má vel vera að þessi sýning hins unga listamanns boði ný við- horf og sé angi af kynslóðaskiptum í íslenzkri myndlist, en hér skal engu spáð, einungis minnt á, að hæfíleika þarf að þroska. Bjórgeit o g sverðskrímsl To g- streita ( I Ásmundarsal heldur Björg Sveinsdóitir sína fyrstu sjálfstæðu sýningu. Björg er líffræðingur að mennt, jafnframt því sem hún lauk prófi úr málunardeild MHÍ vorið 1987. Á sýningunni era 17 olíumál- verk af ýmsum stærðum, sem öll era máluð á síðustu tveim áram. Henni lýkur 1. október. Það sem er mest áberandi við þessa sýningu, er hve mjög hún skiptist i tvö horn, jafnvel þannig að líkast er sem um tvo heima sé að ræða eða tvo ólíka listamenn og skapar þetta vissa togstreitu á sýningunni. Á stundum er eins og um byijanda sé að ræða, sem hef- ur orðið hugfanginn af fjarrænni hugmyndafræði, — fram koma < súlnahof, hallir og upphafin sólar- dýrð, en svo hins vegar eru það myndir, sem minna ber á í fyrstu, < en skera sig úr eftir nánari skoð- un, jafnvel svo, að hin fyrirferðar- meiri eins og hverfa í bakgrunn- inn. Era það málverk þar sem hið hreint myndræna ræður ferðinni og hinar fjarrænu hugmyndir láta í minni pokann í hita átakanna við efniviðinn á milli handanna. Hér nær Björg með sanni mun betri tökum a' miðli sínum enda virðast eðlisbundnir hæfileikar hennar liggja nær slíkum vinnu- brögðum. Ekki er ég hér að agnúast út í hið hugmyndafræðilega að baki myndanna í sjálfu sér, heldur ein- ungis sjálfa útfærslu myndanna, sem fer um margt úrskeiðis í þessu, tilfelli við slíkar hliðarvangaveltur. Sjálf frásögnin vill þá yfirgnæfa 1 Gústaf Bollason heldur sína fyrstu einkasýningu í Listasafni ASÍ. Nokkur orð um útvarpsþátt eftirJón Óskar Nú líður að því að farið verði að ákveða vetrardagskrá Ríkisút- varpsins. Þá hvarflar hugur minn til rithöfundar norður í landi, höf- undar sem um árabil hafði fastan þátt í útvarpinu og flutti mál sitt á góðri íslensku sem mér hefur skilist að forráðamenn þjóðarinnar vilji nú fara að hafa sérstaklega í heiðri, eftir að ljóst er orðið hversu íslensk tunga hefur mengast erlendum áhrifum og brenglast á síðustu áram, en fyrmefndur höfundur var látinn hætta við þátt sinn fyrir nokkram áram, eins og stjórnendur hefðu ekki enn áttað sig á því að betra væri að halda í slíka menn sem væra útvarpinu til sóma í með- ferð tungunnar. Þessi maður er Einar Kristjáns- son frá Hermundarfelli, smásagna- höfundur, kíminn og skemmtilegur. Útvarpsþáttur hans, Mér eru fornu minnin kær, var svo vinsæll á sinni tíð að samkvæmt skoðanakönnun var fátt í útvarpinu sem meira var hlustað á fyrir utan fréttir. En svo undarlega vildi til, að þegar þetta hafði verið upplýst var þátturinn lagður niður, eins og það væri sér- stök óhæfa að vera með þátt sem var í senn menningarlegur og skemmtilegur og þannig, að fjöldinn hlustaði á hann. Forráðamenn út- varpsins hafa sjálfsagt gert þetta í einhveiju hugsunarleysi, en ekki af því að Reykvíkingar geti ekki þolað að utanbæjarmaður sé vinsæll í útvarpinu. Mér sýnist kominn tími til að bæta fyrir umrædd mistök og ráða aftur þann mann sem kunni að gera svo ágæta dagskrá, en það sem einkenndi Einar var hve fundvís hann var á efni úr sögu þjóðarinnar og hve laginn hann var að fjalla um það í þeim kímni- blandna stíl sem er hans og einskis nema hans. Ef menn vilja loks fara að huga betur að meðferð íslensk- unnar, hvar á þá að byija, ef ekki í útvarpinu, og hvemig á að bæta um betur ef ekki með því að nýta þá sem vinsælir hafa orðið í útvarp- inu og kunna íslenska tungu nægi- lega vel til að ragla ekki hugtökum Einar Kristjánsson frá Hermundarfelli. „Ég held að ýmsir muni sakna þessa þáttar sem alltaf var hægt að hlusta á sér til ánægju og fróðleiks.“ og orðatiltækjum eins og sífellt al- gengara er orðið nú á tímum í út- varpinu gamla og góða, hvað þá hinum nýrri og verri? Þá hafði Ein- ar jafnan með sér góða upplesara og skýrmælta sem að sjálfsögðu áttu sinn hlut að því hve mikið var hlustað á þáttinn. Ég held að ýmsir muni sakna þessa þáttar sem alltaf var hægt að hlusta á sér til ánægju og fróð- leiks — gildir einu þótt aðrir hafi síðan reynt að feta í fótspor Einars frá Hermundarfelli og búa til þætti með efni úr fortíðinni, þeir hafa stundum tekist vel, aðrir miður, en þáttur Einars var sérstakur og reyndist ná svo vel til fólksins í landinu að sjálfsagt hefði átt að vera að leyfa honum að lifa. Ég' legg til, að hann verði tekinn upp aftur. Höfundur er rithöfundur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.