Morgunblaðið - 28.09.1989, Side 13
MORGUNBLABIÐ FIMMTUDAGUB 2jj,. .SEITEMBER 1989
H
og kæfa myndmálið. Sem dæmi
um slíkar myndir og miklar and-
stæður í vinnubrögðum vil ég
nefna „Dýrð“ (6), „Úranus“ (12)
og „Eilífð“ (15), en hins vegar
„Osigrandi" (3), „Vatn og eldur“
(8), „Kvika“ (II) og „Umbrot“
(14).
Hefðu einungis myndverk af
seinni tegundinni ratað á sýning-
una hefði hún að mínu mati orðið
mun heilsteyptari og frumraun
Bjargar Sveinsdóttur eftirminni-
legri.
Teiknað í landið
í „Gallerí list“ í Skipholti 50B
sýnir um þessar mundir og fram
til 1. október Jakob Jónsson nokk-
ur myndverk unnin á pappír.
Það fer ekki mikið fyrir þessum
listamanni þrátt fyrir að hann
hafi langt nám að baki í myndlist,
eða tvö ár við Glyptotekið og fjög-
ur við fagurlistaskólann í Kaup-
mannahöfn.
Jakob er ei heldur stórtækur á
sýningavettvangi, myndir hans
sjaldnast yfir meðalstærð og líða
nokkur ár á milli sýninga. Jafn-
framt virðist hann hafa lítinn
áhuga á að taka þátt í samsýning-
um eða gerast virkur í einhveijum
listhópi, er frábitinn öllum hávaða,
eins konar einfari og utanveltu-
maður.
En hins vegar hafa sýningar
hans vakið athygli upplýstra, því
að auðséð er í þessu tilfelli, að
gerandanum liggur heilmikið á
hjarta og kafar djúpt í viðfangs-
efni sín.
Jakob virðist mjög frábitinn öll-
um hávaða í kringum myndir sínar
og yfírborð þeirra er eins hreint
og látlaust og hugsast getur, en
samt verður maður var við heil-
mikla geijun á myndfletinum.
Geijun, sem fýrst og fremst virð-
ist afrakstur mikilla íhugunar og
vangaveltna, sem smátt og smátt
fá a sig form.
I eðli sínu eru þessar myndir f
senn úthugsaðar sem skynrænar
og á þann hátt, að þær gera nokkr-
ar kröfur til skoðandans, — þær
grípa hann ekki án tafar og slíkar
sýningar eru síst fallnar til mú-
Jakob Jónsson
gæsinga, jafnvel þótt heimsfrægð
lægi að baki.
En þar fyrir eru þær verðar
allrar athygli og á þessari sýningu
er, röð mynda hlið við hlið á veggj-
um „Teiknað í Landið" (5), „í aft-
anskini“ (6), „Landslag“ (7),
„Blæbrigðafjöld" (8) og „Lands-
lag“ (9), sem búa allar yfir miklum
innri þrótti og vaxtarmagni.
Litil en athyglisverð sýning, þar
sem höfundurinn er að þakka og
kvitta fyrir hálfs árs starfslaun,
en sem stendur allt of stutt eða
einungis átta daga.
Námsgagnastoftiun:
Sögubækur á léttu máli
Námsgagnastofíiun hefiir gef-
ið út nýja sögubók á léttu máli
eftir Andrés Indriðason með
myndum eftir Gylfa Gíslason.
í fréttatilkynningu frá útgefanda
segir að sagan sem heitir Sprelli-
gosar fjalli um hvernig Ólafi Helga
líður eftir að hafa skotið úr túttu-
byssu á Tomma besta vin sinn, hve
erfítt er að einbeita sér að því sem
fram fer í skólanum á meðan
Tommi er í sjúkrahúsi, hvernig
Ólafur Helgi ákveður að reyna að
bæta fyrir brot sitt og margt fleira.
Bókin kemur einnig út á hljóm-
bandi sem ætlað er til lestrarþjálf-
unar. Bókin er 136 blaðsíður í brot-
inu A5.
Námsgagnastofnun hefur einnig
gefið út tvær þýddar léttlestr-
arbækur sem sérkennararnir Guð-
finna Guðmundsdóttir og Valgerður
Snæland Jónsdóttir hafa þýtt úr
dönsku. Bækurnar eru Davíð og
fiskarnir eftir Bent Faurby og
Sprengjusérfræðingurinn eftir
Hjördisi Varmer.
Davíð og fískarnir er einkum
ætluð nemendum á aldrinum 8 til
10 ára en Sprengjusérfræðingurinn
nemendum á aldrinum 11 til 14
ára. Davíð og fiskarnir eru 87 blaðs-
íður í brotinu A5 en Sprengjusér-
fræðingurinn 61 blaðsíða í sama
broti.
Bækurnar koma einnig út á
hljómböndum sem ætluð eru til
lestrarþjálfunar. Nemandinn getur
fylgst með í bókunum um leið og
hann hlustar á böndin.
I
nmwiiWG
6.ÖKT
] HM
í Hótel Islandi
í þessari vönduðustu sýningu sem sviðsett hefur verið í Hótel Islandi
verða flutt lög úr þekktustu söngleikjum og rokkóperum allra tíma, s.s.
West Side Story, Sound Of Music, Tommy, Cats, Litlu tiryllingsbQðinni o.fl.
í þessari stórsýningu er fullnýttur hinn glæsilegi Ijósa- og hljóðbúnaður
með vægast sagt stórkostlegum órangri.
Sðngvarar:
Eyjólfur Kristjónsso.n, Siggo Beinteins,
Karl Örvarsson, Andreo Gylfadóttir,
Reynir Guðmundsson, Sigrún Eva og
Cerise Johns.
Jón Egill Bragason, Helena Jónsdóttir,
Guðrún Kaldal, Ragna Sara Jónsdóttir,
Elín Helga Sveinbjörnsdóttir, Lizý
Steinsdóttir, Júlíus Hafsteinsson,
Guðbjörg Jakobsdóttir, Rúna
íris Guðmundsdóttir.
Hliómsveit:
Jón Ólafsson: ItljÓmborð
Grétar örvarsson: hljótnborð oq hljóðgervlar
Jón Elvar Hafsteinsson: gítar
Stefón Hjörleifsson: flítar
Eiður Arnarsson: bassi
Þorsteinn Gunnarsson: trommur
Össur Geirsson: básóna
Snorri Valsson: trompot
Einar Bragi Bragason: SðXOfÓnn
Leikstjórn og handrit: Tracey Jackson
Hljómsveitarstjórn: Jón Ólafsson
Búningar: Dóra Einarsdóttir og Sunna
María Magnúsdóttir
Förðun: Gréta Boða
Lýsing: Aðalsteinn Böðvarsson
Hljóð: Sigurður Bjóla
Leikmynd: Jón Þórisson
Miðasala og borðapantanir í síma 687111.
jU
IjJAND
salir - eitthvað fyrir alla