Morgunblaðið - 28.09.1989, Síða 14
í tilefni 25 ára afinælis Hjartaverndar:
Ahættuþættir og æðakölkun
eftir dr. Sigurð
Samúelsson
Þegar hjartaverndarsamtökin
voru stofnuð fyrir 25 árum lágu til
þess æmar ástæður. Samkvæmt
niðurstöðum af krufningum á árun-
um 1940-1960 hafði skyndidauði
af völdum kransæðastíflu nær átt-
faldast á því tímabili. Þessi þróun
hélt áfram næstu árin. Sjúkdómur-
inn var mikils til nýr með þjóðinni
en hann var hatrammur. Það var
því engin furða þótt við hjartasér-
fræðingar freistuðum þess að finna
leið til að sporna við þessum mikla
vágesti. Þegar Hjartavernd var
stofnuð árið 1964 voru hjarta- og
æðasjúkdómar orðnir langalgeng-
asta dánarmeinið hér á landi og
raunar í öllum hinum vestræna
heimi.
Hjartavemd hafði frá upphafi
aðallega tvennt á stefnuskrá sinni:
rannsóknir og fræðslu. Rannsókn-
arstöð Hjartaverndar tók til starfa
árið 1967 og þar hafa um 80 þús-
und einstaklingsskoðanir farið
fram, bæði faraldsfræðilegar rann-
sóknir og skoðanir á fólki sem kom-
ið hefur þangað af sjálfsdáðum.
Rannsóknarstöðin var frá upphafi
einstæð í sinni röð hér á landi og
að sjálfsögðu hefur hún verið mik-
ilsverð leitarstöð. Nú er æ betur
að koma í ljós hvaða þýðingu hún
kemur til með að hafa fyrir heil-
brigðisþjónustuna í landinu. Eins
og til var ætlast liggja þar nú fyrir
geysimikil gögn til að byggja á
haldkvæmar niðurstöður í heil-
brigðismálum.
Fræðslustarf Hjartaverndar
hófst með stofnun samtakanna.
Stofnendum var ljóst, bæði lærðum
og leikum, að besta vörnin gegn
hinum skæðu sjúkdómum væri að
freista þess að gera almenning virk-
an í forvömum. Við ferðuðumst því
um landið og fluttum fyrirlestra um
þá áhættuþætti sjúkdómanna sem
þá voru nokkurn veginn þekktir og
viðurkenndir, skrifuðum greinar í
blöðin og töluðum í útvarp. Frá
upphafi lagði Hjartavemd áherslu
á baráttu gegn reykingum, háum
blóðþrýstingi og hækkaðri blóðfitu,
þeim áhættuþáttum sem enn eru
taldir mestir áhrifavaldar.
Einn þátturinn í rannsóknum
Rannsóknarstöðvar Hjartaverndar
var könnun á reykingavenjum
landsmanna. Um þetta efni hefur
Hjartavernd gefið út mikilsverðar
skýrslur enda sígarettureykingar
taldar ein aðalorsök kransæðastíflu.
Því var eðlilegt og sjálfsagt að
Hjartavemd tæki upp baráttu gegn
reykingum. Nú hafa fleiri lagt þar
hönd á plóginn á áhrifaríkan hátt
og er það vel. Eru líkur á að þessi
barátta gegn reykingum hafi skilað
og muni skila umtalsverðum ár-
angri.
Rannsóknir höfðu leitt í ljós að
hár blóðþrýstingur stuðlaði að æða-
kölkun. Það var því næsta eðlilegt
að Hjartavernd kannaði ástandið í
þessum efnum meðal íslendinga.
Kvillinn er mjög algengur með þjóð-
inni og þegar Hjartavernd hóf rann-
sóknir sínar vissi aðeins einn af
hveijum íjómm að hann væri hald-
inn þessum kvilla en nú vita það
þrír af hveijum íjómm þeirra sem
sjúkir em. Meðferð við háum blóð-
þrýstingi hefur því stómm batnað
í seinni tíð.
Hjartavernd hefur lagt mikið af
mörkum í rannsóknum á háþrýst-
ingi. Yfirlæknir Rannsóknarstöðv-
ar, dr. Nikulás Sigfússon, varði
doktorsritgerð um þennan sjúkdóm
við Háskóla íslands árið 1985 og
var ritgerðin reist á niðurstöðum
úr rannsóknargögnum Hjarta-
verndar. Ritgerðin var síðan fylgirit
Acta Medica Scandinavica, tímarits
á ensku sem dreift er víða um lönd.
Er enginn vafi á því að betur er
gætt að blóðþrýstingi fólks en áður
var. Ekki er talið fullvíst að hár
blóðþrýstingur hafi beinlínis áhrif á
kransæðaþrengsli þótt vitað sé að
hann stuðli að æðakölkun. Öðm
máli gegnir um heilablóðfall. Há-
þrýstingur er mikill orsakavaldur
þess. Slagtilfelli virðast vera í rénun
hin síðari árin og má það vafalaust
þakka betri meðferð og almennri
þekkingu á hækkuðum blóðþrýst-
ingi.
Hjartavemd verður 25 ára
þann 25. október nk. I tileftii
þess mun Morgunblaðið birta
stuttar greinar um hjartasjúk-
dóma, rannsóknir, meðferð og
forvamir. Greinarnar em ritaðar
af sérfræðingum, er tengjast
starfi Hjartaverndar. Fyrsta
greinin, eftir dr. Sigurð Samúels-
son, birtist hér.
Við forsvarsmenn Hjartaverndar
höfum frá upphafi lagt mikla
áherslu á mataræði með tilliti til
forvarna. Umræðan hefur ekki hvað
síst snúist um áhrif fæðutegunda á
blóðfitu og þá aðallega um magn
dýrafitu í fæðu. Enginn efi er á því
að fæðuval fólks hefur breyst til
hins betra á síðustu ámm og ára-
tugum. En betur má ef duga skal.
Lengi vom um það allskiptar
skoðanir hvort blóðfita, kólesterólið,
væri afgerandi áhættuþáttur krans-
æðastíflu. Deilur risu jafnvel um
þetta og má vafalaust rekja þær
til þess að inn í þessar umræður
spunnust ráðleggingar um fæðuval
og þá einkum það hvaða fæðuteg-
undir bæri að varast. Forráðamenn
Hjartavemdar létu jafnan í ljós
ákveðnar skoðanir í þessum efnum,
bæði í ræðu og riti. Samtökin fengu
andbyr í blöðum landsins vegna
þessa málflutnings, bæði frá lærð-
um og leikum.
Um langt skeið hafa allir þekktir
hjartasérfræðingar verið sammála
um að kólesterólið sé einn aðal-
áhættuþáttur kransæðastíflu.
Rannsóknir Hjartaverndar styðja
þá staðreynd.
Á þingi norrænna hjartasérfræð-
inga sem haldið var hér í Reykjavík
í júní síðastliðnum greindi dr. Guð-
mundur Þorgeirsson yfirlæknir frá
rannsókn á 5.000 látnum einstakl- ■
ingum sem allir höfðu verið þátttak-
endur í hinni miklu hóprannsókn
Hjartaverndar. Dánar- og krufning-
arskýrslur voru bornar saman við
skýrslur Hjartaverndar. Niðurstöð-
ur voru þær að hækkuð blóðfita
væri mikilvægasta orsök hjarta-
dauða. Dr. Guðmundur mun gera
nánari grein fyrir niðurstöðum
þessarar rannsóknar hér í blaðinu
innan skamms.
Ég hef lengi verið sannfærður
um að blóðfitunni, kólesterólinu,
hafi verið of lítill gaumur gefinn í
umfjöllun og meðferð hjarta- og
æðasjúkdóma og á ég þar ekki síst
við kransæðastíflna. Enginn vafi
leikur á því að ýmsir eiginieikar sem
stuðla að hækkaðri blóðfitu eru
arfgengir og lifnaðarhættir, sam-
félagssiðir og neysluvenjur koma
til móts við og magna þessa erfða-
þætti. Má þar nefna streitu. Fólki
er ekki nærri nógu kunnugt um
þetta og því er algengara en skyldi
að menn „beri dauðann í hjartanu".
Rannsóknir hafa sýnt að kólesteról-
gildi í blóði Islendinga er mjög hátt.
Að vísu mun dauðsföllum af völdum
kransæðastíflu ekki hafa fjölgað á
síðasta áratugnum. Samt er hún
algengasta dauðameinið svo að um
þriðja hvert dauðsfall er af hennar
völdum. Og það hörmulega er að
skyndidauðsföllum á aldrinum
45-55 ára fækkar ekki að ráði.
í tilefni 25 ára afmælis Hjarta-
verndar tel ég það verðugt verkefni
að vekja alvarlega athygli lækna-
stéttarinnar og almennings á hætt-
unni af hækkun blóðfitu án þess
að fólk geri sér grein fyrir henni,
þar sem ástand þetta er einkenna-
laust. Því hef ég flutt um það til-
lögu í framkvæmdastjórn Hjarta-
verndar að samtökin beiti sér fyrir
því með styrkjum, ráðgjöf og aðstoð
að blóðfita verði mæld í fólki á sem
flestum heilsugæslustöðvum lands-
ins. Áður var ekki svo hægt um vik
í þessum efnum en nú eru komin á
Samband allra sambanda
eftir GústafNielsson
I.
„Þetta er eitt af þeim sjaldgæfu
tilfellum, þar sem maður getur með
góðri samvisku fyigt kommúnist-
um. Og í þessu tilfelli ætla ég að
nota orð eins góðs læknis, nefnilega
að það er hægt að nota eiturlyf til
góðs í einstökum tilfellum. Þess
vegna segi ég já.“
Með svofelldum orðum greiddi
Hriflu-Jónas atkvæði á Alþingi
1947 er Sósíalistaflokkurinn lagði
fram breytingartillögu við frumvarp
um Fjárhagsráð o.fl., sem gerði ráð
fyrir sérstakri ívilnun handa sam-
vinnufélögum á kostnað einkaversl-
unar. Því er þetta riíjað upp hér
að nú á að sækja „eiturlyf“ í fjár-
hirslur Landsbankans til þess að
rétta við Sambandið — „dópistann"
í íslensku viðskiptalífi, í stað þess
að senda hann í meðferð og knýja
hann til að bæta ráð sitt.
Hér er ekkert ráðrúm til þess að
ræða samskipti Sambandsins og
Landsbankans, en fullyrt að fyrir-
greiðsla til SIS og tengdra fyrir-
tækja í þeim banka er langt umfram
það sem eðlilegir viðskiptahættir
gefa tilefni til — og verðið fyrir
Samvinnubankann er alltof hátt
hvernig sem á málið er litið. Allar
fullyrðingar um annað eru fjar-
stæðukenndir viðskiptafimleikar.
Af fréttum má ráða að skuldir
Sambandsins við bankann nema að
„Fari Sambandið á
hausinn, þá fer það á
hausinn og búið spil.
Það eina sem gerist í
reynd er það, að aðrir
taka við þeim viðskipt-
um sem Sambandið
sinnti áður. Hér er því
enginn þjóðarvoði á
ferð.“
minnsta kosti 1.600 milljónum,
skuldir KEA 1.400 milljónum og
séu skuldir annarra tengdra fyrir-
tækja tíundaðar, hlaupi skuldir á
mörgum þúsundum milljóna. Og
þessu til viðbótar kann að vera
ástæða til að ætla að veð ýmiss
konar vegna þessara skulda séu
með öllu ófullnægjandi þar sem
eignir víða um land seljast langt
undir brunabótamati. Sé reyndin
þessi hljóta menn að spyija hvers
konar þræðir Iiggi á milli Sam-
bandsins og Landsbankans, sem í
reynd hafa gert því kleift að starfa
í vernduðu viðskiptaumhverfi ára-
tugum saman. Þessu verður auðvit-
að að linna og er Sambandinu og
Landsbankanum og stjórnendum
þessara fyrirtækja fyrir bestu.
Gústaf Nielsson
II.
Vandi Sambandsins er auðvitað
ekkert öðruvísi en vandi annarra
fyrirtækja, sem fjárfesta með lánsfé
umfram getu til endurgreiðslu —
og er vitaskuld fjarri því að vera
einhver sameiginlegur vandi allrar
þjóðarinnar, eins og látið hefur ver-
ið í veðri vaka í fjölmiðlum og ráða
má af ummælum sumra stjórn-
málamanna. Fari Sambandið á
hausinn, þá fer það á hausinn og
búið spil. Það eina sem gerist í
reynd er það, að aðrir taka við þeim
viðskiptum sem Sambandið sinnti
áður. Hér er því enginn þjóðarvoði
á ferð. Maður kemur í manns stað
og fyrirtæki í fyrirtækis stað. Svo
einfalt er það nú.
Mönnum verður að skiljast sú
staðreynd, að tími hömlulausrar
póiitískrar fyrirgreiðslu og verndar
er að renna sitt skeið á enda. Nútím-
inn krefst nýrra vinnubragða. Þeir
lifa, sem reka fyrirtæki sín með
árangri, taka réttar ákvarðanir á
réttum tíma — hinir deyja. Þetta á
við um Sambandið sem önnur fyrir-
tæki.
III.
Hveijar svo sem lyktirnar verða
í þeim viðskiptavals, sem Samband-
ið og Landsbankinn stíga nú um
stundir, er næsta víst að fleiri dans-
herrar verða kallaðir til, þeirra á
meðal viðskiptaráðherra. Honum er
vandi á höndum. Erfitt er að hugsa
sér annað, en að mál þessi komi til
umræðu á Alþingi, sem kemur sam-
an innan skamms, áður en ráðherra
tekur ákvörðun, enda skyldu menn
ekki gleyma því að Landsbankinn
er þjóðbanki, eign fólksins í landinu.
Ófært er að beita þjóðbanka ótæpi-
lega í takmarkalausa fjárþarfarhít
Sambandsins — fyrirtækis, sem
þarf nauðsynlega að laga sig að
breyttum aðstæðum — fyrirtækis,
sem er að renna sitt skeið á enda
í núverandi mynd. Fyrirgreiðsla af
því tagi, sem nú er um rætt, mun
aðeins tefja þá þróun, en stöðvar
hana ekki.
Höfundur er skrifstofustjóri
Áfengis- og tóbaksverslunar
ríkisins.
Dr. Sigurður Samúelsson
„Enginn vafi leikur á
því að ýmsir eiginleikar
sem stuðla að hækkaðri
blóðfitu eru arfgengir
og lifiiaðarhættir, sam-
félagssiðir og neyslu-
venjur koma til móts
við og magna þessa
erfðaþætti. Má þar
neftia streitu. Fólki er
ekki nærri nógu kunn-
ugt um þetta og því er
algengara en skyldi að
menn „beri dauðann í
hjartanu“.“
markað handhæg og tiltölulega
ódýr tæki til blóðfitumælinga. Af-
sökun er því ekki lengur fyrir hendi.
Er það von mín að læknastétt
landsins og heilbrigðisyfirvöld taki
höndum saman við Hjartavemd um
að freista þess að stemma stigu við
þeim bölvaldi sem hækkuð blóðfita
er. Oft er unnt að lækka blóðfitu
með breyttu mataræði en þar sem
það dugar ekki þarf að grípa til
lyfja. Em nú komnar á markað
töflur sem reynst hafa vel í þessum
efnum.
Höfiindur er formaður
Hjarta verndar og fyrrv. prófessor
og yfírlæknir á Landspítala.
Suður-Kórea:
Vörur sex ís-
lenskra fyrir-
tækja kynntar
VÖRUR 6 íslenskra fyrirtækja,
Álafoss hf., Sölumiðstöðvar hrað-
frystihúsanna, Sölusamtaka lag-
metis, sjávarafurðadeildar Sam-
bandsins, Marbakka hf. og Seifs
hf., eru kynntar á sýningu í Suður-
Kóreu sem hófst 25. september
síðastliðinn og Iýkur 29. október
næstkomandi. Sýningin nefnist
Evrópsk framleiðsla og er haldin
að frumkvæði heimamanna. Þar
eru kynntar vörur frá flestum
ríkjum Vestur-Evrópu, segir í
fréttatilkynningu.
„Það hefur gengið þokkalega á
þessari sýningu hér í Suður-Kóreu,“
sagði Theódór S. Halldórsson fram-
kvæmdastjóri Sölusamtaka lagmetis.
„Við erum að sýna hér vörur á nýjum
markaði og hversu stór hann verður
er ekki komið í ljós ennþá. Ég geri
þó ráð fyrir að við getum selt hingað
grásleppuhrognakavíar, niðursoðna
rækju og einhveijar síldartegundir,"
sagði Theódór.
Útflutningsráð íslands og íslensku
fyrirtækin héldu á mánudag blaða-
mannafund um viðskiptamöguleika
íslands og Suður-Kóreu. Þá flutti
Ingjaldur Hannibalsson, fram-
kvæmdastjóri Útflutningsráðs ís-
lands, erindi um ísland á námstefnu
í Seoul á þriðjudag. Einnig voru
íslenskir sjávarréttir kynntir í hádeg-
isverðarboði og Linda Pétursdóttir,
Ungfrú heimur, kom fram í sjónvarpi
þar sem Ungfrú Suður-Kórea spjall-
aði við hana um ísland.