Morgunblaðið - 28.09.1989, Síða 18

Morgunblaðið - 28.09.1989, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1989 Breiðaflarðarferja afhent í desember Dýpkunarfélagið hf. býður átta millj- ónir í Baldur D YPKUN ARFÉL AGIÐ hf. á Siglufirði hefiir boðið átta miHjón- ir í Breiðaflarðarfeijuna Baldur og Guðmundur Lárusson, fram- kvæmdastjóra Baldurs hf. sagðist í samtali við Morgunblaðið gera Menntamálaráðherra: Hafiiar úr- skurði Jafii- réttisráðs SVAVAR Gestsson, menntamála- ráðherra, hefur sent Jafnréttis- ráði bréf þar sem hann hafnar úrskurði ráðsins frá 15. ágúst sl. þess efiiis að hann hafi gerst brot- legur við jafiiréttislög með því að ráða Reyni Daníel Gunnarsson skólastjóra Olduselsskóla í stað Valgerðar Selmu Guðnadóttur. Bréf ráðherrans verður rætt á fundi Jafiiréttisráðs í dag en ekki er búist við að ráðið grípi til sér- stakra aðgerða vegna þessamáls. í bréfi sínu hafnar menntamála- ráðherra niðurstöðu Jafnréttisráðs og segir ráðninguna ekki hafa verið brot á jafnréttislögum. Einnig hafnar hann tilmælum ráðsins um að Val- gerður Selma verði ráðin í stöðuna. Elsa Þorkelsdóttir, framkvæmda- stjóri Jafnréttisráðs, sagðist ekki eiga von á að Jafnréttisráð myndi fara með þetta mál fyrir dómstóla. Ef svo færi yrði það gert í samráði við Valgerði Selmu en hún hefði ekki óskað eftir því. Önnur kæra á hendur mennta- málaráðherra hefur einnig legið fyrir Jafnréttisráði í nokkum tíma. Er það vegna ráðningar Magnúsar Jóns Ámasonar í stað Vénýjar Lúðvíks- dóttur sem yfirkennara við Vífils- staðaskóla. Að sögn Elsu Þorkels- dóttur hefur afgreiðslu málsins margsinnis verið frestað að ósk menntamálaráðuneytisins en hún bjóst fastlega við því að það yrði tekið fyrir á fundi ráðsins 10 október næstkomandi. ráð fyrir að gengið verði til við- ræðna um þau viðskipti. Dýpkun- arfélagið hyggst nota ferjuna sem þjónustuskip við dýpkunarfram- kvæmdir. Áætlað er að ný Breiða- Qarðarferja verði afhent eigend- um sínum 2. desember nk.. Guðmundur Lámsson sagði, að von væri á margföldum farþega- og bílaflutningum yfir Breiðafjörð með tilkomu nýju feijunnar miðað við það sem nú væri. Baldur hf. skilaði þriggja milljóna króna rekstrartapi á síðasta ári og sagði Guðmundur að skýringuna mætti rekja til þess að gamli Baldur svaraði ekki lengur kalli tímans. Með nýrri feiju gætu höfuðborgarbúar farið að taka stór- an „Þingvallahring" um helgar um Vestfirði. Kostnaður við smíði nýju feijunn- ar er talinn nema um 230 milljónum króna. Alþingi hefur heimilað láns- fjármagn vegna nýsmíðinnar sem væntanlega verður greitt niður með jöfnum greiðslum úr ríkissjóði á næstu árum. Hlutafélagið er í eigu ríkis, nokkurra sveitarfélaga og sýslufélaga. Gert er ráð fyrir að nýi Baldur geti flutt allt að 200 farþega í einu og 25 bifreiðar, sem hægt verður að aka inn í feijuna. Gamli Baldur hefur hinsvegar aðeins heim- ild fyrir flutningi 80 farþega og tólf bíla, sem hingað til hefur þurft að hífa um borð. Linda Hrönn Ævarsdóttir (t.v.) og Dís Sigurgeirsdóttir frá Vestmannaeyjum taka þátt í kynningu á smáloðnuréttum í japönskum verslunum um mánaðamótin. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna: Smáloðnuréttir kynntir í Japan RÉTTIR unnir úr islenskri smáloðnu verða kynntir á stórmörkuð- um í Tókío, Ósaka og fleiri japönskum borgum um næstu mánaða- mót. Fyrir kynningunni standa dótturfyrirtæki Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna í Tókíó í Japan og sá aðili sem flytur mest inn af íslenskri loðnu til Japans, Kaisei Suisan. Tvær fiskvinnslustúlkur frá dóttir, munu taka þátt í kynning- Vestmannaeyjum, Dís Sigurgeirs- unni. dóttir og Linda Hrönn Ævars- Kaisei Susan keypti 1.200 tonn af smáloðnu frá SH-húsum á síðustu loðnuvertíð, eða um helm- ing þeirrar smáloðnu sem seld var til Japans. íslendingar sitja einir að smáloðnumarkaðinum í Japan en þar er smáloðna vinsæl hjá börnum sem nasl, segir í fréttatil- kynningu. Trjónukrabbi og beitukóngur skiptir fleiri þúsundum tonna Bestu veiðisvæðin eru í Faxaflóa, Breiðafirði, Vestflörðum og Húnaflóa „SKAGAFJÖRÐURINN firá Þórð- arhöfða að Hegranesi er áberandi best failinn tfl veiði á tijónukrabba og beitukóngi, en mjög lítið fannst á öðrum svæðum út af Norður- landi,“ sagði Sólmundur Einars- son, leiðangursstjóri á rannsókna- skipinu Dröfn, sem nýkomið er Fyrsta skóflustungan að hjúkrunar- og dvalarheim- ili á Kirkjubæjarklaustri FYRSTA skóflustungan að nýju hjúkrunar- og dvalarheimili aldraðra á Kirkjubæjarklaustri var tekin fyrir skömmu. Aðdragandi byggingar- innar er orðinn nokkuð langur, fyrstu teikningarnar að húsinu komu á blað síðla árs 1984. úr krabba- og kuðungaleiðangri út af Norðurlandi. Að þessu sinni voru Þistilfjörður, Öxarfjörður, Skjálfandi, Eyjafjörður og Skagafjörður kannaðir, en á und- anfömum þremur árum hafa önnur hafsvæði í kringum ísland verið könnuð með tilliti til veiða á tijónu- krabba og beitukóngi. Með þeim leið- angri, sem nú var að ljúka, hefur hringnum verið lokað, að sögn Sól- mundar, en í framhaldi af þessum rannsóknum verða tekin fyrir þau svæði, sem þykja hvað vænlegust, og þeim fylgt eftir árstíðabundið. Sólmundur sagði að ef á heildina væri litið, kæmi Faxaflói, Breiða- fjörður, Vestfírðir og Húnaflói best út hvað þessa veiði varðaði og skipti magnið fleiri þúsundum tonna á þessum svæðum. „Við erum búnir að sýna fram á að þetta er hægt auk þess sem við erum búnir að finna heppilegustu veiðisvæðin og nú verða aðrir að taka við. Smærri bátar hafa sýnt veiðum á trjónukrabba og beitu- kóngi töluverðan áhuga, en það vant- ar að koma vörunni á markað. Varan er vandmeðfarin og erfitt er að kom- ast inn á þessa sælkeramarkaði í Mið-Evrópu, Bandaríkjunum og Jap- an. Framboð á tijónukrabba og beitukóngi er nokkuð árstíðabundið erlendis, en þar sem við íslendingar teljum okkur lifa við ómengað haf- svæði, eigum við hiklaust að nýta það í sölu- og markaðsmálum og selja hreinlega út á það,“ sagði Sól- mundur. íslenskur skelfiskur í Vogum á Vatnsleysuströnd hefur unnið beitu- kónginn töluvert og hefur það fyrir- tæki fundið upp hentuga vinnsluað- ferð. Varan hefur síðan verð seld í veitingahús hérlendis og hefur þótt mjög góður forréttur, að sögn Sól- mundar. Hann sagði að það vantaði ein- hveija bjartsýnismenn til að byija á þessum veiðiskap í alvöru því ýmsir möguleikar væru fyrir hendi. Útgerð- arkostnaður ætti ekki að þurfa að vera mikill. Til þyrfti 200 til 300 gildrur og kostaði hver gildra á bilinu tvö til þijú þúsund krónur. Þess má geta að beitukóngur og tijónukrabbi er utan kvóta. Heildarflatarmál hússins er rúm- lega 1.100 fermetrar en fram- kvæmdinni er skipt í 3 áfanga. Sá sem nú er byijað á er 530 m2 og'er sá hluti sem nefnt er þjónustuálma en hluti af henni verður nýttur sem hjúkrunardeild til að byija með og er gert ráð fyrir í framkvæmdaáætl- un að hún verði tekin á árinu 1991. II áfangi er svo hjúkrunardeildin þar sem gert er ráð fyrir 12 vistrým- um og III áfangi er dvalarheimili þar sem verða einstaklingsíbúðir fyrir 8 manns. Þessi bygging tengist síðan leigu- íbúðum aldraðra sem fyrir eru, en það eru 8 tveggja manna íbúðir. HSH Þjóðræknisfélagið fímmtíu ára í desember; Býður ungmenni af íslenskum ættum til ársdvalar hér á landi Þjóðræknisfélag íslendinga - Reykjavík, verður fimmtíu ára þann 1. desember næstkomandi og hyggst í tengslum við afinælið bjóða ungmenni af íslenskum ættum frá Kanada að koma hingað til lands til árs dvalar til að læra íslensku og kynnast íslenskri menningu. Morgunblaðið/Hanna Hjartardóttir Páll Pálsson tekur fyrstu skóflustunguna að hjúkrunar- og dvalar- heimilinu á Kirkjubæjarklaustri. Jón Ásgeirsson fréttastjóri tók við formennsku í Þjóðræknisfélag- inu síðastliðið vor. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að starf félagsins hefði að mestu legið niðri á undanfömum árum. Með nýrri stjórn væri hugmyndin að færa út kvíarnar með því að efla þjóðernis- kennd íslendinga út um allan heim. Hingað til hefur starf félagsins aðallega verið fólgið í tengslum við íslendinga í Vesturheimi. „Okkur langar til að setja á stofn upplýsingamiðstöð hér á landi fyrir íslendingafélög víðs vegar um heiminn. Við gætum til dæmis að- stoðað þá sem leita að ættingjum sínum hér á landi. Einnig væri hugsanlegt að aðstoða félögin sem eru að koma á laggirnar minjasöfn- um og bókasöfnum. Þá höfum við i hyggju að efna til íslendingadaga. Raunar hefur sá fyrsti þegar verið haldinn, en það var 20. ágúst síðastliðinn þegar hingað komu Vestur-íslendingar og og héldu upp á daginn úti í Viðey. Næsti íslendingadagur verður væntanlega í tengslum við afmælið 1. desember." Jón sagði að félagið ætlaði einn- ig að efla þjóðernisvitund íslend- inga sem búsettir eru hér á landi til dæmis með því að græða landið. „Umhverfismál eru ofarlega á baugi hjá félaginu vegna þess að við viljum geta búið í notalegu umhverfi. Kannski eru þetta of háleitar hugsjónir því við höfum engar fastar tekjur og höfum ekki fengið neinn fjárstuðning. Þó erum við sannfærð um að ýmislegt sé hægt að gera án þess,“ sagði Jón. „Við stefnum að því að geta kom- ið upp einhvers konar aðstöðu fyrir félagið en þetta tekur allt sinn tíma. En brýnast er að efla tengslin við íslendinga um allan heim og nota til dæmis til þess nútíma fjölmiðlun. Það gæti leitt til aukinnar land- kynningar og hugmyndir eru uppi um að gera heimildarkvikmyndir. Okkur skortir sem sagt ekki hug- myndir, en til að hrinda þeim í fram- kvæmd munum við leita fjárhagsað- stoðar einstakra aðila í hvert sinn,“ sagði Jón Ásgeirsson formaður Þjóðræknisfélagsins að lokum. Með honum í stjóm em þau Jón Ármann Héðinsson varaformaður, Teitur Lámsson ritari, Kristbjörg Ágústsdóttir og Baldvin Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.