Morgunblaðið - 28.09.1989, Side 20
20
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1989
Hafrannsóknastofhun og Veiðaeftirlitið:
Mætti hugsa sér aukin völd
útgerðar og sjómanna
- segir Friðrik Sophusson, varaformaður Sjálfstæðisflokksins
„EG SÉ ekkert því til fyrirstöðu
að veiðaeftirlitið lúti sameig-in-
legri stjórn útgerðar, sjómanna
og sjávarútvegsráðuneytis. Eg
minni jafhframt á að sjávarút-
vegurinn tilnefnir í dag meiri-
hluta stjómar Hafrannsókna-
stofnunar. Til viðbótar því
mætti hugsa sér að ráðgjafar-
nefnd sto&iunarinnar fengi
meiri völd og væri tilnefnd í
meira mæli af þeim, sem borga
brúsann, en í dag skipar ráð-
herra alla 15 nefiidarmennina,“
segir Friðrik Sophusson, vara-
formaður Sjálfstæðisflokksins.
Friðrik hefur lagt til að hand-
hafar veiðileyfa greiði kostnaðinn
við veiðaeftirlit og fiskirannsókn-
ir. Morgunblaðið innti hann því
álits á því hvort þessum aðilum
bæru þá jafnframt aukin áhrif á
stjómun eftirlits og rannsókna
eins og komið_ hefur fram hjá
Hagfræðingi LÍÚ, Sveini Hirtir
Hjartarsyni. „Ég er sammála
Sveini Hirti Hjartsyni, hagfræð-
ingi LÍÚ um,að það verði að
tryggja afkomu útgerðarinnar
betur en gert hefur verið,“ sagði
Friðrik. „Eg minni á í því sam-
bandi, að þingflokkur Sjálfstæðis-
flokksins hefur nýlega samþykkt
að gengi krónunnar verði skráð
meira en nú er í samræmi við
framboð og eftirspurn, gjaldeyris-
verzlun verði fijáls og fiskverð
ákvarðist án atbeina ríkisvaldsins.
Þetta hlýtur að tryggja vel rekn-
um fyrirtækjum eðlilegan rekstr-
argrundvöll.
Málamiðlunartillaga mín geng-
ur ekki út á sölu veiðileyfa heldur
aðeins það, að handhafar veiði-
leyfa greiði kostnaðinn við veiða-
eftirlit og rannsóknir á fiskistofn-
um enda fái þeir hlutdeild í afla
til 10 ára. Þetta er ekki skattur,
heldur greiðsla fyrir kostnað sem
skattgreiðendur standa straum af
nú. Eg varpaði einnig fram þeirri
hugmynd að handhafar veiðileyfa
fái aðild að ákvörðunum sem
varða eftirlit með veiðum og rann-
sóknir á fiskistofnum enda hafa
þeir þeirra hagsmuna að gæta,
að fjármunum sé vel varið og
nauðsynlegt er að góður skilning-
ur ríki milli útgerðar, veiðaeftir-
litsmanna og fiskifræðjnga. Mér
finnst því eðlilegt að LÍÚ og sjó-
mannasamtökin taki aukinn þátt
í mótun eftirlitsreglnanna og
rannsóknarstefnunnar og eigi að-
ild að stjóm þessara mál. Eg sé
ekkert því til fyrirstöðu að veiða-
eftirlitið lúti sameiginlegri stjóm
útgerðar, sjómanna og sjávarút-
vegsráðuneytis. Eg minni jafn-
framt á að sjávarútvegurinn tiln-
efnir í dag meiríhluta stjórnar
Hafrannsóknastofnunar. Til við-
bótar því mætti hugsa sér að ráð-
gjafarnefnd stofnunarinnar fengi
meiri völd og væri tilnefnd í meira
mæli af þeim, sem borga brúsann,
en í dag skipar ráðherra alla 15
nefndarmennina. Ég treysti full-
trúum sjávarútvegsins fyllilega til
að bera ábyrgð á þessum málum.
Enginn hefur meiri hagsmuna að
gæta en þeir og þeir hafa sýnt
skilning á því að takmarka sókn-
ina í samræmi við afrakstursgetu
fiskistofnanna.
Aðalatriði málsins að mínu áliti
er, að rekstrarafkoma útgerðar
og vinnslu sé í lagi, fiskveiðistefn-
an sé mörkuð til langs tíma og
kostnaðurinn við kerfið greiðist
af þeim, sem fá veiðileyfin í sínar
hendur,“ segir Friðrik Sophusson.
Auðlindaskattur er út í hött
- segir Matthías Bjarnason, alþingismaður
„MÉR líst vægast sagt bölvanlega á hugmyndir um aukna skatt-
heimtu á sjávarútveginn, hvort sem það er í formi veiðileyfasölu
eða auðlindaskatts. Sjávarútvegurinn borgar sína skatta eins og
aðrir nú og skattheimta umfram það, auðlindaskattur, er út í
hött, einkum með tilliti til erfiðleikanna, sem við er að etja nú,“
sagði Matthías Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Vest-
fjarðakjördæmi í samtali við Morgunblaðið.
Matthías sagði, að skattur af hveijar tekjumar væru. Með hlið-
þessu tagi legðist fyrst og fremst
á þá staði á landsbyggðinni, sem
stæðu undir atvinnu með útgerð
og fiskvinnslu. Staða þessara at-
vinnugreina gæfi fyrst og fremst
tilefni til lagfæringar á rekstrar-
skilyrðum, ekki skattheimtu. Líta
yrði á það hver framleiðslukostn-
aður sjávarafurðanna væri og
sjón af þeirri niðurstöðu þyrfti
síðan að skrá gengið til að dæmið
gengi upp. Hann sæi að bæði for-
sætisráðherra og sjávarútvegs-
ráðherra væm því hlynntir og
hefði svo mátt vera fyrr. Fleiri
aðilar hefðu mátt gera sér grein
fyrir þessu og hver einasti maður
hlyti að geta séð að fastgengis-
stefna í bullandi verðbólgu væri
rugl.
„Þessi boðskapur manna um
veiðileyfasölu og auðlindaskatt er
ekki beinlínis sólargeisli í því
svartnætti sem grúfir yfir afkomu
útflutningsgreinanna. Mínir dag-
ar fara nú í að hlusta á raunasög-
ur aðila í sjávarútvegi, sem em
að missa allt sitt vegna hinnar
vonlausu rekstrarstöðu, sem þeim
er ætlað að'lifa við. Svo vilja sum-
ir auka skattheimtuna á þessa
atvinnugrein," sagði Matthías
Bjamason.
Sjávarútvegsráðherra andvígur auðlindaskatti:
Veiðileyfagjald standi undir
kostnaði við veiðieftirlitið
Hafrannsóknir verði áfram kostaðar af almannafé
„NÚ ER tekið gjald fyrir öll
veiðileyfi og rennur það til
veiðieftirlitsins. Gjaldskráin er
reyndar orðin of lág og úrelt,
enda hefur umfang eftirlitsins
vaxið verulega með kvótakerf-
inu. Eg tel að gjaldtaka fyrir
veiðileyfi eigi að standa undir
kostnaði við eftirlitið, því gott
eftirlit er allra hagur. Hafrann-
sóknir eru grundvallarrann-
sóknir, sem snerta hagsmuni
allrar þjóðarinnar og því tel
ég eðlilegft að fé til þeirra sé
tekið úr sameiginlegum sjóðum
og sjálfstæði Hafrannsókna-
stofnunar verði ekki rýrt. Þá
þykir mér umræða um auð-
lindaskatt fúrðuleg með tilliti
til bágrar stöðu sjávarútvegs-
ins, hvað sem framtíðin kann
að bera í skauti sínu,“ sagði
sjávarútvegsráðherra, Halldór
Asgrímsson, í samtali við
Morgunblaðið.
Halldór sagði, að gjaldskrá fyr-
ir veiðileyfi væri orðin úrelt og
dygði því ekki fyrir kostnaði við
veiðieftirlitið. Sér fyndist hins
vegar eðlilegt að gjaldtakan sam-
svaraði þessum kostnaði og bezt
væri að hægt yrði að auka eftirlit-
ið enn frekar. A sínum tíma hefði
komi fram á Alþingi tillaga sem
fól í sér heimild til ráðherra til
að innheimta gjald vegna veiðieft-
irlits og hefði þá fyrst og fremst
verið hugsað um eftirlit með sjó-
frystingunni. Sú tillaga hefði því
miður ekki náð fram að ganga.
Sjávarútvegsráðherra sagði
mikilvægt að sjálfstæði Hafrann-
Ósanngjamt að útg*erðin
greiði allan kostnaðinn
- segir forstjóri Hafrannsóknastoftiunar Jakob Jakobsson
„Hafrannsóknastofnun líður
önn fyrir fjárskort og því má
segja að sama sé hvaðan gott
komi. Hins vegar finnst mér
ósanngjarnt að útgerðin greiði
allan rekstrarkostnað stofnun-
arinnar, þar sem hún vinnur
að ýmsum grunnrannsóknum í
þágu þjóðarinnar allrar. Eðli-
legast finnst mér að stofnun
verði áfram rekin fyrir al-
mannafé, en sjávarútvegurinn
geti kostað ákveðin verkefni,
sem hann telur brýnt að við
vinnum o'g eru utan Qárhags-
getu okkar," sagði Jakob Jak-
obsson, forstjóri Hafrannsókn-
astonfunar, í samtali við Morg-
unblaðið.
Jakob sagðist í mörg ár hafa
reifað þá hugmynd sína, að sjáv-
arútvegurinn kæmi á fót sérstök-
um rannsóknarsjóði. Hlutverk
hans yrði að veita fé til þeirra
rannsókna, er taldar væru brýn-
astar hveiju sinni, en væru ekki
á áætlun Hafrannsóknastofnunar.
Sem dæmi um það mætti til dæm-
is nefna mögulega loðnuleit eða
aðrar sérstakar rannsóknir. Jakob
benti á að reyndar kostaði LÍÚ
að mestu leyti eitt rannsóknar-
verkefni, sem unnið væri af stofn-
uninni, en það fælist í úrvinnslu
aflaskýrslna frá bátaflotanum.
Rannsóknasjóðir á vegum at-
vinnuveganna væru engin ný-
lunda því aðrar atvinnugreinar
hefðu slíka sjóði og til dæmis
mætti þar nefna Iðnþróunarsjóð.
sóknastofnunar yrði ekki rýrt því
hlutverk hennar væri hlutlaus
ráðgjöf, sem snerti hagsmuni allr-
ar þjóðarinnar. Hann væri því
þeirrar skoðunar að hafrannsókn-
ir yrðu áfram kostaðar af al-
mannafé. Hins vegar væri rétt
að benda á, að samkvæmt lögum
um Hafrannsóknastofnun væri í
tengslum við hana starfandi
nefnd, meðal annars skipuð full-
trúum helztu hagsmunaaðila. Þar
væru ýmis mál tengd stjórnun
stofnunarinnar rædd og þar gætu
menn haft áhrif á gang mála.
Loks mætti benda á sívaxandi
samstarf stofnunarinnar við út-
gerðarmenn og sjómenn.
Ráðherrann sagði einnig, að
sér fyndist umræða um auðlinda-
skatt furðuleg um þessar mundir.
Afkoma fyrirtækja í sjávarútvegi
gæfi síður en svo tilefni til auk-
innar skattheimtu. Hvað framtíð-
in bæri í skauti sér vissu menn
auðvitað ekki, en hann væri fylgj-
andi auknu vægi sveiflujöfnunar-
sjóða eins og til dæmis Verðjöfn-
unarsjóðs fískiðnaðarins. Nauð-
synlegt væri að leggja fé til hlið-
ar í góðærum og haga gengis-
skráningu í samræmi við það og
eiga svo eitthvað í handraðanum,
er harðnaði á dalnum. I þessu
tilfelli mætti hugsa sér breytta
starfsemi Verðjöfnunarsjóðins.
Nú væru greiðslur í hann teknar
af fullunnum afurðum til útflutn-
ings, en til greina kæmi að miða
við afla upp úr sjó. „Ég óttast,
að geri menn sér ekki grein fyrir
mikilvægi sveiflujöfnunarsjóð-
anna og leggi þá jafnvel niður,
sé líklegra að auðlindaskattur
verði ofan á tii að jafna út afla-
toppana,“ sagði Halldór Ásgríms-
son.
Fulltrúar á
Allsherjar-
þingið til-
neftidir
FULLTRÚAR Alþingis á Alls-
herjarþing Sameinuðu þjóðanna
hafa nú flestir verið tilnefhdir.
Munu tveir hópar þingmanna
sækja allshetjarþingið, sá fyrri á
tímabilinu 13. október til 3. nóv-
ember og sá síðari frá 3. nóvem-
ber til 24. nóvember.
í fyrri hópnum verða þingmenn-
irnir Þorvaldur Garðar Kristjáns-
son, Sjálfstæðisflokki, Jón Kristj-
ánsson, Framsóknarflokki, og
Margrét Frímanssdóttir, Alþýðu-
bandalagi. í síðari hópnum verða
þau Þórhildur Þorleifsdóttir,
Kvennalista, Rannveig Guðmunds-
dóttir, Alþýðuflokki auk fulltrúa
Borgaraflokks sem ekki er enn ljóst
hver verður.
Bókaklúbbur AB:
Afmælis-
veislaá 15
ára afinælinu
FÖSTUDAGINN 29. september
mun elsti bókaklúbbur landsins,
Bókaklúbbur AB, halda hátíðlegt
15 ára afinæli sitt í Austurstræti
18. Veislan hefst stundvíslega
klukkan 14 í göngugötunni.
Hornaflokkur Kópavogs mun
leika, ung ljóðskáld munu lesa úr
verkum sínum, borin verður fram
risa afmælisterta og síðast en ekki
síst mun heilbrigðisráðherra fyrir
hönd sjúkrahúsa og hjúkrunar-
heimila landsins taka við bókagjöf
frá klúbbnum að verðmæti vel á
þriðju milljón króna.
Allir félagar og velunnarar Bóka-
klúbbs AB eru velkomnir í veisluna.
(Fréttatilkynning)
Ungt sjálfstæðisfólk
í Reykjaneskjördæmi:
Jöftiun at-
kvæðisrétt-
ar krafist
STJÓRN Kjördæmasamtaka
ungra sjálfstæðismanna í Reykja-
neskjördæmi hefúr sent frá sér
eftirfarandi ályktun.
„Ungt' Sjálfstæðisfólk í Reykja-
neskjördæmi krefst þess að jöfnun
atkvæðisréttar verði þegar komið
á. Þrátt fyrir nýlegar breytingar á
kosningalögum er misvægi at-
kvæða enn margfalt, en þar sem
atkvæðisrétturinn er hornsteinn
lýðræðisins og í senn grundvallar-
mannréttindi verður ekki unað við
slíkan ójöfnuð. Öllum rökum um
að aðstöðumunur milli dreifbýlis og
þéttbýlis réttlæti skerðingu lýðrétt-
inda er hafnað, enda verður at-
kvæðsréttur fólks ekki metinn til
Qár.“
Ný stjarna
hefur útsend-
ingar í dag
ÚTSENDINGAR nýju útvarps-
stöðvar íslenzka útvarpsfélags-
ins heQast í dag kl. 10 árdegis.
Stöðinni hefiir verið valið nafnið
„Ný stjarna fm 102“.
I fréttatilkynningu frá dag-
skrártjóm útvarpsstöðvarinnar seg-
ir að áhersla verði sérstaklega lögð
á nýja og ferska tónlist sem höfða
eigi tii hlustenda á aldrinum 15-25
ára.