Morgunblaðið - 28.09.1989, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 28.09.1989, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR .28. SgPTEMBER 198? n. Morgunblaðið/Ami Sæberg Myndin var tekin eftir æfíngu Sinfóníuhljómsveitar íslands í gær. Frá vinstri: Einar Jóhannesson klari- nettleikari og stjórnarmaður í stjórn Sinfóníuhljómsveitinni, Gunnar Egilson skrifstofustjóri Sinfóníu- hljómsveitarinnar, Jónas Ingimundarson, formaður verkefnavalsnefndar, Rafn Jónsson blaðafulltrúi, Áskell Másson tónskáld, Christian Lindberg, básúnuleikari sem leikur einleik á tónleikunum í kvöld, Petri Sakari aðalstjórnandi Sinfóníuhljómsveitarinnar og Sigurður Björnsson framkvæmdastjóri hljóm- sveitarinnar. Sinfóníuhljómsveit íslands: 40. starfsárið hefst í kvöld Vinnuveitendasamband íslands: Varað við hugmynd- um um skattlagiiingu raunvaxta af sparifé 40. STARFSÁR SlnfóníuhUóm- sveitar íslands hefst í kvöld með fyrstu áskriftartónleikum vetrar- ins. Frumfluttur verður básúnu- konsert eftir Áskel Másson en alls mun hljómsveitin frumflytja sjö íslensk verk í vetur. Stjórn- andi verður Petri Sakari, hinn fínnski aðalstjórnandi hljóm- sveitarinnar, og einleikari sænski básúsuleikarinn Christian Lindberg. „Hann er tvímælalaust besti básúnuleikari í heimi,“ sagði Gunnar Egilson skrifstofú- sljori Sinfóníuhljómsveitarinnar. Önnur verk á efnisskrá kvöldsins eru „Sheherazade" eftir Rim- sky-Korsakoff og tónaljóð Sibel- iusar „Dóttir norðursins". íslensku verkin sem frumflutt verða í vetur eru, auk Basúnukon- serts Áskels, Fiðlukonsert eftir Atla Heimi Sveinsson, sem frumfluttur fræðslu vegna alnæmis. Rauði kross íslands, Samtök áhugafólks um alnæmisvandann og Landsnefnd um alnæmisvarnir stóðu að námstefnunni, sem einkum var ætluð fólki í heilbrigðisstéttum og félagslegum störfum. Hátt í áttatíu manns sátu fundinn þar sem haldnir voru sjö fyrirlestrar, myndbönd sýnd og þátttakendur leystir út með upp- lýsingaritum. í erindi sínu sagði Haraldur Briem að nýjar kannanir sýndu marktækan mun á smituðu fólki eftir því hvort það hefði fengið meðferð með lyfinu AZT eða ekki. Lyíj'agjöfin minnkaði til muna líkur á að sá sem smitaður væri af HIV veirunni fengi alnæmi eða ónæmiskerfi hans yrði óvirkt. Á næstunni yrðu öll ný lyf borin saman við AZT; lyfjameðferð væri því það sem nú væri notað en bólusetning enn ekki í sjónmáli. „Nú er öllum með minnstu smiteinkenni boðin með- ferð með AZT og byijað er fyrr á forvörnum ýmiskonar, eins og bólu- var í Svíþjóð fyrir tveimur árum en hefur ekki áður verið leikinn hér- lendis; „Tilbrigði um silfur fyrir ein- leiksflautu og hljómsveit," eftir Þorkel Sigurbjörnsson; nýtt hljóm- sveitarverk eftir Hjálmar H. Ragn- arsson; „Konsert fyrir hljómsveit“, eftir Pál P. Pálsson; sérstakt af- mælisverk í tilefni 40 ára afmælis Sinfóníuhlkjomsveitarinnar, eftir Jon Nordal, sem frumflutt verður 9. á afmælinu 9. mars, og „Reflex“, eftir ungt tónskáld, Kjartan Olafs- son en Sinfóníuhljómsveitin hefur ekki áður flutt verk eftir hann. Meðal gesta Sinfóníuhljómsveit- arinnar á komandi starfsári verða sópransöngkonan Katia Ricciarelli og hinn kornungi fiðlusnillingur Joshua Bell. Þá munu finnsk tón- verk og finnskir flytjendur setja mikinn svip á efnisskrá vetrarins. Kemur þar tvennt til, að sögn Jón- asar Ingimundarsonar formanns setningum, auk þess sem sýkingar eru meðhöndlaðar fyrr.“ Gagnkynhneygðir með smit verst staddir Auður Matthíasdóttir hefur unnið við félagsráðgjöf HlV-smitaðra í tvö ár. Hún sagði m.a. í erindi sínu að enn væru hommar í mestri hættu varðandi alnæmi, en gagnkyn- hneygðir sem smitast hefðu virtust jafnvel ver staddir. Hjá þeim væri feluleikurinn og einangrunin ennþá meiri. Smituðu fólki væri þó sameig- inlegur óttinn við höfnun, allir spyrðu sig hveijum mætti segja frá. Auður sagði ráðgjöf fyrir sambúðarfólk þar sem smit hefði greinst hjá öðrum aðilanum mjög mikilvæga. Ættingjar smitaðra reyndust Iíka yfirleitt fegnir að geta rætt málin. Veturliði Guðnason talaði um al- næmi frá sjónarhóli aðstandenda. „Þegar Sævar heitinn bróðir minn sagði mér að hann væri smitaður reyndi ég að telja í hann kjark, mál- verkefnavalsnefndar; finnskur upp- runi aðalstjórnandans og sú miklla gróska sem verið hefur í finnsku tónlistarlífi þar sem segja má að sé vaxtarbroddurinn í tónlistarlífi á Norðurlöndum. Flutt verða öll helstu tónaljóð Sibeliusar, átta tals- ins. Meðal gesta verða hljómsveitar- stjórinn Jorma Panula, kennari Sakari og fiölmargra annarra ungra hljómsveitarstjóra, og bassasöngv- arinn Jaakko Ryhánen. Þá koma fram ellefu íslenskir einleikarar og söngvarar, en helm- ingur þeirra hefur ekki komið fram sem einleikarar með hljómsveitinni áður. Þau eru; Arnaldur Arnarson gítarleikari, Martial Nardeau flautuleikari, sem búsettur hefur verið hér um árabil, Selma Guð- mundsdóttir píanóleikari og söngv- ararnir Signý Sæmundsdóttir, Guð- björn Guðbjörnsson og Rannveig Bragadóttir. ið væri ekki svo voðalegt. Nú veit ég að þetta voru kolröng viðbrögð, ég var að flýja raunveruleikann. Leið- in er áreiðanlega ekki sú að afneita veikindunum,“ sagði Veturliði. Hann efndi til vinnuhóps um alnæmi innan Samtakanna ’78 og sagði í erindi sínu í gær frá þeim vonbrigðum sem hroki aðstoðarlandlæknis olli honum þegar leitað var til ríkisins. Eftir að Ingimar Sigurðsson í heil- brigðisráðuneytinu hafði reifað gild- andi lög og reglur varðandi alnæmi kynnti Sigríður Jakobínudóttir hjúkr- unarfræðingur Landsnefnd um al- næmisvarnir sem stofnuð var á veg- um heilbrigðisráðuneytisins fyrir rúmu ári. Sigríður er starfsmaður nefndarinnar en Guðjón Magnússon aðstoðarlandlæknir formaður. Tillögur að landsáætlun um alnæmisvarnir á lokastigi Sigríður sagði frá verkefnum nefndarinnar: Að gera tillögur til ráð- herra um landsáætlun gegn alnæmi, efla almennt fræðslustarf og sam- vinnu þeirra sem starfa að forvörnum og meðferð auk þess að fylgjast með alþjóðlegu samstarfi að alnæmisvörn- um. Tillögur nefndarinnar að landsá- ætlun verða að sögn Sigríðar kynntar ráðherra innan skamms. Að loknu hádegishléi talaði Svíinn Sten Petterson um samkynhneygð Framkvæmdanefnd Vinnuveit- endasambands íslands varar mjög eindregið við framkomnum hug- myndum um skattlagningu raun- vaxta af sparifé. Þetta kemur fram í samþykkt framkvæmda- nefndarinnar, sem Morgun blað- inu hefúr borist. I samþykktinni segir, að fyrir liggi mat stjórnvalda á því, að slík skatt- lagning muni leiða til hækkunar raunvaxta. Það gangi þvert á yfí'r- lýst markmið ríkisstjórnarinnar og VSI sé öldungis sammála ríkisstjórn um það, að aðgerðir, sem miði að hækkun raunvaxta við ríkjandi að- stæður í efnahags- og atvinnumálum séu með öllu fráleitar. Þá sé líklegt að slík skattlagning vaxtatekna muni draga úr sparnaði og hvetja til eyðslu, sem sé vægast sagt var- hugavert í ljósi þess að þjóðin eyði um efni fram og safni skuldum er- lendis. I samþykktinni segir enn fremur, að eigi Islendingar ekki að dragast aftur úr öðrum þjóðum á komandi árum sé brýnt að fjárfestingar verði ekki minni að tiltölu en meðal sam- keppnisþjóðanna. Hækkun vaxta í kjölfar skattlagningar vaxtatekna komi ótvírætt niður á fjárfestingu og umsvifum í atvinnulífi lands- manna. Þá telur Vinnuveitendasambandið brýnt, að hafinn verði undirbúningur ENDURNÝJUN rofabúnaðar í aðveitustöð á Geithálsi og ný að- veitustöð sunnan HaftiarQarðar eru meðal þess helsta sem Lands- virkjun er að gera til að auka öryggi í raforkudreifingu á höfúð- borgarsvæðinu og í nágrenni þess. Talsverðar rafmagnstruf- og alnæmi. Hann ræddi hvernig sam- félagið reyndi að láta sem samkyn- hneygðir væru ekki til. Þá kvaðst hann oft vera spurður hvers vegna hann væri alltaf að segja frá samkyn- hneygð sinni. Því svaraði hann með því að útskýra að þeir sem væru gagnkynhneigðir létu það uppi með margvíslegum hætti; með því að trú- lofast, giftast og fylgja mökum sínum við ýmis tækifæri. Petterson dró líka upp mismunandi aðstæður homma og lesbía eftir lönd- um, sagði þær hvað bestar á Norðurl- öndum, ekki síst í Danmörku. Þar myndi sambúð samkynhneigðra öðl- ast viðurkenningu með lögum sem gengju í gildi nú um mmánaðamótin. Síðasta erindi námstefnunnar flutti Hildur Helgadóttir hjúkrunarfræð- ingur sem talaði um ráðgjöf og stuðn- ing við smitaða. Umræður og fyrir- spurnir stóðu á annnan klukkutíma í lok fundarins. Fólk vildi heyra meira um fræðslu vegna alnæmis, spurt var út í ofangreinda landsáætlun, kyn- fræðslu í skólum og aðgerðir heil- brigðisyfirvalda. Rædd var spurningin hvort smitað- ur einstaklingur ætti að þegja yfir því á vinnustað eða segja vinnufélög- um sínum frá smitinu. Niðurstaðan varð að þetta þyrfti jafnan að íhuga vel, en oft reyndist betra að þegja vegna fordóma sem ríktu um alnæmi. að heildarendurskoðun skattareglna að því er varðar eignir og eignatekj- ur, með það að meginmarkmiði að örva eiginfjáruppbyggingu í atvinn- ulífi og að jafna skattalega meðferð mismunandi eignaforma. Þessi end- urskoðun verði ekki síst að ná til þeirra þátta sem lúti að skattlagn- ingu atvinnufyrirtækja. -Þælr hug- myndir, sem nú liggi fyrir um breyt- ingar á skattlagningu eignatekna, grundvallist ekki á þessum sjónar- miðum, heldur viljanum til aukinnar skattheimtu. Athugasemd; Uppboð í hönd- um sýslumanns VEGNA fréttar Morgunblaðsins í gær, um að uppboð á eignum þrotabús Kaupfélags Hvamms- fjarðar hafí verið fellt niður vegna formgalla, er rétt að taka fram, að uppboðið var ekki í höndum setts skiptaráðanda eða bústjóra. Skýrt var frá því, að formgallar á fyrri uppboðum hefðu valdið því, að- þriðja og síðasta uppboð var fellt niður. Til að forðast misskilning skal taka fram, að uppboðshaldari er sýslumaðurinn í Dalasýslu, en ekki bústjóri eða settur skiptaráðandi. lanir urðu í fyrra þegar selta hlóðst á rofa í Geithálsstöðinni og þegar eldingu sló niður í Búr- fellslínu. Rofarnir eiga að auka öryggi Geithálsstöðvarinnar og aðveitustöðin nýja getur annað hluta þess svæðis, sem Geitháls annar nú, þannig að rafmagn fer ekki af jafti stóru svæði ef bilun verður, að sögn Guðmundar Heigasonar rekstrarstjóra Lands- virkjunar. „Það er nú aldrei hægt að koma í veg fyrir truflanir, en við getum minnkað líkurnar," segir Guðmundur Helgason. Nú er unnið að endurbót- um á aðflutnings- og núðlunarkerfi frá Búrfellsvirkjun í kjölfar truflana sem urðu í fyrra. Þá fór rafmagn af stóru svæði vegna þess að selta hlóðst á tengingar í aðveitustöðinni á Geithálsi í september og í febrúar sló niður eldingu með þeim afleiðing- um að rafmagn fór af spennistöðinni við Búrfellsvirkjun. Guðmundur segir að búið sé að panta nýja aflrofa fyrir stöðina á Geithálsi. Þar sem afgreiðslutími þeirra er langur verður ekki hægt að setja þá upp fyrr en næsta sum- ar. Hann segir að í millitíðinni verði reynt að koma í veg fyrir truflanir af völdum seltu með þvotti, þá er sprautað vatni yfir rofana. Það segir hann hins vegar vera frekar erfitt, nema að taka spennuna af og slíkt sé ekki alltaf hægt að gera vand- ræðalaust. Innkaupsverð rofanna var 32 milljónir króna. Rætt hefur verið um að fjölga eld- ingarvörum, en engin ákvörðun tek- in. Á næstu dögum verður tekin i notkun ný aðveitustöð sunnan Hafn- arfjarðar skammt frá Straumsvík og léttir hún á Geithálsstöðinni. „Þá minnka líkurnar á að þetta verði jafn víðtækt ef truflanir verða,“ segir Guðmundur. Kostnaður við þessa nýju stöð var áætlaður 245 milljónir í október 1987 og hefur hækkað síðan í samræmi við breytingar á byggingarvísitölu og gengi. Guð- mundur Helgason segist ekki hafa tölur um hver kostnaðurinn er á núvirði, en segir að hann sé innan áætlunar. Haraldur Briem á námstefíiu um alnæmi: Lyfjameðferð mun draga stór- úr „LYFJAMEÐFERÐ mun á næstu árum draga firnamikið úr útbreiðslu alnæmis. Nú er sá árangur í raun farinn að sjást af meðhöndlun með lyfjum eins og AZT að dánarlíkur og líkur á að sýkt fólk fái alnæmi hafa minnkað verulega," sagði Haraldur Bricm smitsjúkdómalæknir á námstefnu um alnæmi sem haldin var í gær. Auður Matthíasdóttir fé- lagsráðgjafí sagði hópstarf smitaðra afar mikilvægt, undanfarna mán- uði hefði hún unnið að uppbyggingu þess. Fleiri erindi voru flutt á fundinum og fjölluðu öll á einhvern hátt um stuðning, ráðgjöf eða útbreiðslu alnæmis Landsvirkjun: Reynt að minnka líkur á rafinagnstruflunum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.