Morgunblaðið - 28.09.1989, Qupperneq 24
24
MÖRGUNBLAÐÍÐ FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1989
Kákasuslönd Sovétríkjanna:
Azerar leyfa vöru-
flutning'a til Armeníu
Mnckvu Rpnfpr
Moskvu. Reuter.
ARMENAR stóðu víða í biðröðum við verslanir í gær eftir að mánaðar-
langar hindranir Azera á vöruflutningum til Armeníu voru úr sög-
unni. Yfirmaður í sovésku lögreglunni sagði á þriðjudag að 11 járn-
brautarlestir hefðu farið til og firá landinu á einum sólarhring. Nær
ekkert bensín var til í höfuðborginni Jerevan. Á mánudaginn gaf
Míkhaíl Gorbatsjov forseti yfírvöldum í Kákasuslýðveldunum tveim,
Azerbajdzhan og Armeníu, tveggja sólarhringa frest til að Ieysa málin
ella yrði gripið til „markvissra aðgerða."
Heimildarmenn í Armeníu sögðu
að Azerar héldu áfram að hindra
aðflutninga á bílaeldsneyti til að
koma í veg fyrir að hægt sé að
dreifa nýju birgðunum. Azerarnir
komu á flutningabanni til að leggja
áherslu á kröfur sínar um yfiráð
héraðsins Nagomo-Karabak sem
byggt er Armenum að mestu en
umlukið Azerbajdzhan. Megnið af
aðföngum til Armeníu fer um land-
svæði Azera og var svo komið að
skammta þurfti jafnvel eldsneyti á
sjúkrabíla. Langar biðraðir voru við
matvælaverslanir og mörg fram-
leiðslufyrirtæki voru hætt starfsemi.
Utanríkisráðherra V estur-Þýskalands:
Aðeins umbætur koma
1 veg fyrir fólksflótta
Prag, Sameinuðu þjóðunum. Reuter.
AUSTUR-Þjóðveijar, sem sest hafa að í sendiráði Vestur-Þýskalands
í Prag í Tékkóslóvakíuj eru orðnir 1.300 talsins og bættust nokkur
hundruð við í fyrrinótt. I ræðu, sem Hans-Dietrich Genscher, utanrík-
isráðherra Vestur-Þýskalands, flutti á Allsheijarþingi Sameinuðu
þjóðanna í gær, hvatti hann austur-þýsk sljórnvöld til að koma á
lýðræðislegum umbótum og sagði, að með því einu væri unnt að
stemma stigu við fólksflóttanum vestur.
Wólfgang Vogel, lögfræðingi ur-Þjóðveijar hefðu engar landa-
austur-þýskra stjórnvalda, tókst í
fyrradag að fá um 200 Austur-
Þjóðveija til að yfirgefa vestur-
þýska sendiráðið í Prag og fara
heim aftur gegn loforði um brott-
fluttningsleyfi síðar en i fyrrinótt
klifruðu nokkur hundruð landa
þeirra yfir girðinguna við sendiráð-
ið. Eru þeir nú orðnir 1.300 talsins.
Segjast þeir ekki trúa loforðum
Vogels eða neinu, sem frá austur-
þýskum stjórhvöldum kemur. „Við
þekkjum þau af 40 ára reynslu,"
sagði einn Austur-Þjóðveijanna.
Genscher sagði á Allsheijarþing-
inu að lýðræðislegar umbætur í
Austur-Þýskalandi og öðrum Aust-
ur-Evrópuríkjum yrðu til þess, að
fólk hefði enga ástæðu til að flýja
burt. Þá sagði hann einnig, að Vest-
Sovéska sjónvarpið hefur sýnt mynd-
ir af rotnandi matvælum í lestar-
vögnum sem ekki komast leiðar
sinnar vegna eldsneytisskorts. Viku-
ritið Moskvufréttir sagði í gær að
þar sem nægilegt byggingarefni
hefði ekki borist til Armeníu yrði
ekki hægt að byggja ný hús handa
hálfri milljón manna sem varð heimil-
islaus í jarðskjálftunum miklu á
síðastliðnu ári.
Yfirmaður í lögreglunni, Vladímír
Jegorov, sagðist á blaðamannafundi
vona að vegatálmar yrðu einnig ljar-
lægðir áður en frestur Gorbatsjovs
rynni út á miðvikudag. „Verði það
ekki gert þá ræður ríkisvaldið yfir
liði sem getur leyst málið,“ sagði
Jegorov og átti greinilega við að
hervaldi yrði beitt. Stjórnarmálgagn-
ið Pravda skýrði frá því á þriðjudag
að vélahersveit hefði verið send til
Nagorno-Karabak til að aðstoða
4.000 manna vopnað lið lögreglunnar
sem verið hefur í héraðinu frá árs-
byijun. Á annað hundrað manns
hafa týnt lífi í átökum Azera og
Armena sem staðið hafa í tuttugu
mánuði.
Starfsmenn Peugeotí verkfalli
Þúsundir starfsmanna Peugeot-bílaverksmiðjanna í Frakklandi efndu
til mótmæla á götum Sochaux-borgar í gær. Þeir hafa verið í verkfalli
í rúman hálfan mánuð til að krefjast launahækkana. Ekkert hefur
miðað í samningaviðræðum.
Bretland:
kröfur uppi á hendur Pólveijum,
hvorki nú né síðar. Virtist hann
með þeim orðum vera að svara
Edúard Shevardnadze, utanríkis-
ráðherra Sovétríkjanna, sem sagði
í fyrradag, að „hefnigjöm öfl“ vera
farin að láta á sér kræla, „þeir, sem
vilja endurskoða og steypa Evrópu
eftirstríðsáranna um koll.“ Kom
þetta fram hjá Shevardnadze í ræðu
hans um efnavopnin og vakti mikla
undmn vestur-þýsku sendinefndar-
innar.
Samkvæmt skoðanakönnun vest-
ur-þýska vikublaðsins Quick vilja
64% Austur-Þjóðveija sameiningu
þýsku ríkjanna tveggja en 89%
Vestur-Þjóðveija em sömu skoðun-
ar. Könnunin í Austur-Þýskalandi
var gerð með símhringingum.
Barnaheimilum flölgað
St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
BARNAHEIMILUM verður fjölgað verulega víða um Bretland til að
gera konum kleift að fara út á vinnumarkaðinn. 12 ráðherrar hafa
unnið í þijú ár að því að undirbúa áætlun um hvernig fjölga megi
konum á vinnumarkaði. Niðurstöðurnar verða gerðar opinberar í vik-
Á síðasta áratug þessarar aldar
er búist við að 750 þúsund störf
verði ófyllt að óbreyttum aðstæðum.
Um miðjan næsta áratug munu þeir
árgangar, sem útskrifast úr gmnn-
skóla, minnka um fjórðung. Eini
hópurinn, sem getur fyllt þetta skarð,
em heimavinnandi konur. Árið 2000
er búist við að helmingur vinnuafls
verði konur og þær fylli ijögur af
hveijum fimm nýjum störfum næsta
áratug. Mikil fjölgun barnaheimila
er eina leiðin til að gera þetta mögu-
legt.
Menntamálaráðuneytið mun skrifa
30 þúsund skólum í næsta mánuði
til að útskýra áætlunina og mælast
til að ónýttum skólastofum verði
breytt í barnaheimili og að ráðuneyt-
ið muni aðstoða við slíkar breytingar.
í næstu viku mun Midland-banki
einnig kynna áætlun sína um að setja
á stofn 300 bamaheimili fyrir árið
1993 og þar af 30 fyrir lok þessa
árs. Bankinn býður skólum upp á
að 'sækja um styrk til rekstrar barna-
heimilis og segist munu veita hveiju
heimili sem svarar allt að fimm millj-
óna króna styrk.
Um 19 þúsund konur starfa hjá
bankanum og framlögin munu að
hluta til ráðast af því, hve margir
starfsmenn hans fá pláss fyrir börn
sín á hveiju heimili.
í síðustu viku var opnað 24 bama
heimili í Sussex, þar sem starfsmenn
bankans hafa fimm pláss. Bankinn
veitti 500 þúsund krónum til heimilis-
ins í upphafi og mun greiða til þess
20 þúsund krónur á viku í fimm ár.
Mæður greiða um 100 krónur á
klukkustund fyrir gæslu barna sinna
frá átta til fimm. Reiknað er með
um einni milljón króna í hagnað á
ári af barnaheimilinu.
Skýrsla um herstyrk Sovétmanna:
Ahersla lögð á endumýjun lang
drægra gjöreyðingarvopna
Framlög til vígbúnaðarmála hafa
aukist um þrjú prósent milli ára
SOVÉTMENN hafa undanfarin ár unnið kröftuglega að því að end-
umýja langdræg kjamorkuvopn sín, að því er kemur fram í nýrri
skýrslu bandaríska vamarmálaráðuneytisins sem birt var í gær.
Fram kemur að Sovétmenn ráða nú yfir að minnsta kosti 15 lang-
drægum sprengjuflugvélum af gerðinni „Blackjack" auk þess sem
nýir eldflaugakafbátar af gerðunum „Delta IV“ og „Typhoon“ hafa
verið teknir í notkun. Skýrsla þessa árs þykir annars endurspegla
þá þíðu sem einkennir samskipti risaveldanna um þessar mundir.
Langdræg sovésk sprengjuþota af gerðinni „Blackjack". Sovét-
menn ráða nú yflr a.m.k. minnsta kosti 15 slíkum þotum sem
draga um 7.300 kílómetra og fljúga á tvöföldum hraða hljóðsins.
í formála Dicks Cheneys, vam-
armálaráðherra Bandaríkjanna,
segir að framlög Sovétmanna til
vígbúnaðarmála hafí að meðatali
aukist um þijú prósent að raun-
gildi milli ára frá því Míkhaíl S.
Gorbatsjov hófst til valda í Sov-
étríkjunum. Á sama tíma hafi út-
gjöld Bandaríkjamanna á þessu
sviði dregist saman um 11 prósent.
í skýrslunni segir að 15
sprengjuþotur af gerðinni
„Blackjack" hafi nú verið staðsett-
ar á flugvelli einum nærri Moskvu.
„Blackjack" ér stærsta og þyngsta
sprengjuþota sögunnar. Fyrstu
þotumar voru teknar í notkun á
síðasta ári. Þær fljúga á tvöföldum
hraða hljóðsins og drága um 7.300
kílómetra. Líkt og langdrægar
sprengjuflugvélar af gerðinni „Be-
ar H“ bera þær 12 stýriflaugar af
gerðinni AS-15, sem draga 3.000
kílómetra og bera einn kjarnaodd.
Að auki er unnt að búa þær 24
eldflaugum af gerðinni AS-16. Eld-
flaugar þessar, sem einnig bera
kjarnahleðslur, eru ætlaðar til ár-
ása á hemaðarlega mikilvæg skot-
mörk á jörðu niðri.
Landeldflaugar
endurbættar
Fram kemur að Sovétmenn ráða
nú yfír um 170 langdrægum kjarn-
orkueldflaugum af gerðinni SS-25.
Eldflaugar þessar eru hreyfanlegar
og bera einn kjarnaodd hver flaug.
Þá hefur um 58 eldflaugum af
gerðinni SS-24 verið komið fyrir á
járnbrautarvögnum. Þær bera tíu
kjarnaodda og draga allt að 10.000
kílómetra. Unnið hefur verið að
endurbótum á eldflaugum af gerð-
inni SS-18. Nýja tegundin sem
nefnist „SS-18 gerð 5“ ber að
minnsta kosti tíu kjarnaodda og
dregur um 11.000 kílómetra. I
skýrslunni segir að endumýjunin
miði einkum að því að auka ná-
kvæmni langdrægra gereyðingar-
vopna auk þess sem stefnt sé að
því að auka fjölda kjamaodda í
hverri eldflaug. Segir og að þrátt
fyrir að samið verði um helmings-
fækkun langdrægra kjamorku-
vopna eins og stefnt er að í
START-viðræðum risaveldanna
geti Sovétmenn engu að síður skot-
ið eldflaugum að öllum þeim skot-
mörkum sem þeir telji nauðsynlegt
að granda bijótist út kjamorku-
styrjöld.
Á þeim Qórum árum sem liðin
em frá því að Míkhaíl S. Gorbatsj-
ov var kjörinn aðalritari sovéska
kommúnistaflokksins, hafa 17 nýir
tundurspillar og stærri herskip ver-
ið tekin í notkun. Samtals era skip
þessi um 600.000 tonn. Þá vinna
Sovétmenn að smíði tveggja nýrra
flugmóðurskipa af gerðinni „Tblisi"
sem verða um 65.000 tonn hvert.
Öflugri stýriflaugar
Nýjum eldflaugakafbátum af
gerðinni „Delta IV“ og „Typhoon"
hefur verið hleypt af stokkunum
og era nú sex af hvorri gerð í notk-
un. Einn slíkur bátur ber að meðal-
tali um 160 kjamaodda. í skýrslu
varnarmálaráðuneytisins segir að
markverðasta breytingin á kaf-
bátaflota Sovétmanna á undan-
fömum tveimur áram sé þó sú að
bátamir hafí verið búnir nýjum
stýriflaugum af gerðinni SS-N-21
sem bera einn kjamaodd og ætlað-
ar eru til árása á skotmörk á landi.
Stýriflaugum þessum er skotið út
um skotraufar fyrir tundurskeyti
og geta flestir nýjustu kafbátar
Sovétmanna borið þessi vopn en
drægni þeirra er um 3.000 kíló-
metrar. Áfram hefur verið unnið
að því að koma stýriflaugum fyrir
í eldri eldflaugakafbátum af
„Yankee“-gerð en þær era ætlaðar
til árása á skotmörk í Vestur-
Evrópu og Bandaríkjunum. Á
þennan hátt hafa Sovétmenn bætt
sér upp missi Iandeldflauga í Evr-
ópu sem Washington-sáttmálinn
frá 1987 kvað á um að skyldu
upprættar með öllu.
Dick Cheney, vamarmálaráð-
herra Bandaríkjanna, sagði á fundi
með blaðamönnum í gær að her-
afli Sovétmanna væri enn ógnun
við öryggi Bandaríkjanna. Sov-
étríkin væru enn öflugasta herveldi
heims þó svo fullyrða mætti að
líkur á styijöld milli risaveldanna
tveggja hefðu að líkindum aldrei
verið minni. Skýrsla varnarmála-
ráðuneytisins þykir ólík þeim sem
gefnar vora út í tíð Ronalds Reag-
ans, fyrram Bandaríkjaforseta. Á
forsíðu hennar er mynd af sovésk-
um hermönnum á leið frá Afganist-
an og í formála ræðir Cheney um
þær „stórkostlegu breytingar" sem
hann segir að eigi stað í Sovétríkj-
unum um þessar mundir. Eins og
til að undirstrika þetta skýrði Che-
ney blaðamönnum frá því að Dmítrí
Jazov, varnarmálaráðherra Sov-
étríkjanna, kæmi í opinbera heim-
sókn til Bandaríkjanna í næstu
viku.