Morgunblaðið - 28.09.1989, Qupperneq 34
m
MORGUiNBLAÐIÐ, FIMMSUDAGUR. 2S.„SBKFEMBER, ..
Mun flóttinn til
austurs hjálpa?
eftir Tissa
Weerasingha
Hefur austræn heimspeki
hjálpað Austurlöndum?
Austræn heimspeki, íhugun, jóga
og annað þessu skylt hefur verið
stundað í Austurlöndum öídum
saman. Þó er öllum ljóst að þessi
þjóðfélög eru fjötruð í óþolandi
þjáningu, ranglæti og án markmiðs
og tilgangs. Af hverju er þetta
svona? Það er vegna þess að þessi
heimspeki er byggð á lögmáli
„karma“ og þeim skilningi að tilver-
an öll sé „maya“ (blekking).
Samkvæmt lögmáli karma er
núverandi þjáning orsökuð af synd
á fyrri tilverustigum. Að reyna að
breyta núverandi ástandi er tilraun
til að fitia við karma. Niðurstaða
slíks kenningakerfis er viðhorf sem
byggir á bölsýni og sinnuleysi gagn-
vart vandamálum líðandi stundar.
Þetta útskýrir hvers vegna þessi
þjóðfélög gera ekki róttækar til-
raunir til breytinga. Ef allt er maya
þá er tilveran merkingarlaus. Ef
austræn heimspeki hefur brugðist
í Austurlöndum hvemig getur hún
þá hjálpað Vesturlöndum? Því mið-
ur er eina lexían sem við lærum
af sögunni sú, að við lærum ekki
af sögunni!
Innhverf íhugnn
Þegar rætt er um innhverfa íhug-
un verður að taka afstöðu til mikil-
vægs þáttar. Það er spurningin: er
innhverf íhugun eingöngu aðferð
til slökunar eða er um trúarbrögð
að ræða? Öll tækni innhverfrar
íhugunar kemur úr fræðum jóga í
indverskri heimspeki. Samkvæmt
Maharishi er innhverf íhugun „leið
til æðri sanninda“. Þetta er reynsla.
af trúarlegum toga. Reyndar er
innhverf íhugun markaðssett i
Bandaríkjunum sem „vísindi skap-
andi greindar", en'tæknin er samt
álitin leið til að sameinast hinu
guðlega. Þar að auki er „mantra“
það sem gefið er við vígsluathöfnina
ekki annað en ákall til guða hindú-
ismans. Það er ekki nokkur vafi á
því að innhverf íhugun er meðvituð
eða ómeðvituð tenging við anda-
heiminn. Innhverf íhugun er ekki
eingöngu aðferð til slökunar, heldur
trúarleg reynsla með aðlaðandi for-
merkjum. Þegar þú tekur þátt í
innhverfri íhugun ertu að taka inn
á þig hindúisma.
Jóga
Orðið ,jóga“ merkir eining.
Markmið hindúismanns er eining
við Brahman (hið algjöra). Jóga er
kjarni hindúismans. Iðkun jóga leið-
ir að lokum til þess að einstakling-
urinn horfir inn í sjálfan sig í leit
að hinu sanna sjálfi sem menn trúa
að sé Guð. Það er ekki hægt að
aðgreina líkamlegar æfingar frá
hinum andlegu, en tilgangur beggja
er að koma á slíku ástandi að hug-
urinn sé tómur. Þegar slíkt gerist,
getur hvað sem er leitað inn stjórn-
laust. Það er skýring þess að öll
form jóga leiða í villu. Ef líkamleg
æfing er nauðsyn verða menn að
sníða hana eftir þörfum sínum, en
ekki iðka jóga. Iðkun jóga er ætlað
að leiða manninn inn í andaheiminn.
Endurholdgun
Samkvæmt austrænum skilningi
er endurholdgun hræðilegt hugtak.
Lífið er talið vera óþolandi tilveru-
hringur og það er girnd og hið illa
sem bindur sálina við hjól tilver-
unnar (samsara). Endurholdgun er
það gjald sem maðurinn greiðir fyr-
ir illsku sína. Þessi ferill á að geta
staðið yfir í milljónir ára. Þó ekki
sé hægt að sjá fyrir hvenær lausnin
muni eiga sér stað, mun endur-
holdgun hætta að endurtaka sig
þegar gjald vegna hins illa hefur
verið greitt til fullnustu. Þess vegna
er aðeins hægt að vona. Hinn vest-
ræni skilningur endurholdgunar er
þó frábrugðinn upphaflegum hind-
úskum skilningi. Vegna áhrifa vest-
rænnar menningar er litið á endur-
holdgun með björtum augum og
hugtakinu er gefinn rómantískur
blær með von um endurfundi vina
í framtíðarlífum!
Endurholdgun er byggð á lög-
máli karma. Það er fullyrt að lög-
mál karma úthluti maklegum mála-
gjöldum án tilvísunar til æðri mátt-
arvalda. Lögmál karma starfar
miskunnarlaust án þess að gera
nokkurn tíma mistök og án stjórn-
unar. Að sjálfsögðu þarf mikla trú
til að trúa slíkum hugmyndum. En
athugið það að til að vondur maður
endurholdgist og geti endurgoldið
illsku sína, þarf önnur persóna að
Tissa Weerasingha
íhugunarstöðvar, nátt-
úrulækningar, jóga, trú
á endurholdgun og
austræna heimspeki er
víða að finna í hinum
vestræna heimi í dag.
Því er nauðsyn að
þekkja þessi fyrirbæri í
sínu rétta samhengi.
flækjast í hið illa. Þegar sú persóna
blandast illskunni þarf hún þá ekki
að gjalda þess í næsta lífi? Hvað
hefur nú gerst? Lögmál karma hef-
ur margfaldað illskuna í stað þess
að draga úr henni. Ef lögmál karma
er rétt þá er engin trygging fyrir
því að hið illa karma sé ekki mikið
meira en hið góða karma.
Frá sjónarhóli hins kristna manns
dæmir heilagur og réttlátur Guð
hið illa og bindur enda á það. Bibl-
ían útskýrir upphaf hins illa, en það
gerir austræn heimspeki ekki, og
hún greinir einnig frá því hvernig
glímt verður við hið illa að lokum.
Samkvæmt kristnum skilningi hef-
ur sagan gildi og lífið að sjálfsögðu
merkingu.
Hvað hjálpar hinum
vestræna heimi?
Að undanförnu höfum við verið
vottar stöðugrar hnignunar krist-
innar menningar í hinum vestræna
heimi. Ein af meginástæðunum er
nýguðfræði og fijálslynd guðfræði.
Afneitun guðdóms Jesú Krists,
kraftaverkanna, nauðsyn endur-
fæðingar til frelsis og önnur óbiblíu-
leg viðhorf hafa getið af sér staðn-
aða kristni sem hefur brugðist því
að gefa lífinu merkingu og gildi.
Mannhyggjan sem fylgdi í kjölfarið
hefur einnig gersamlega brugðist.
Inn í þetta tóm kemur austræn
heimspeki, sem hefur verið böl
Austurlanda, og býður upp á dul-
ræna reynslu og ijölskyldusamfé-
lag, sem skortir í hinum vestræna
heimi. Guðfræðingar hafa flestir
afneitað hinu yfirnáttúrulega í
kristindómnum og búið til tóm í
hinum vestræna manni. Þetta tóm,
sem Heilagur Andi Guðs hefðir átt
að fylla, er nú vettvangur fyrir
dulhyggju og spíritisma. Þetta tóm
er svo mikið að margir vestrænir
menn hella sér út í yfirnáttúrulega
vonsku án þess að spyija hinna
sömu rökrænu spurninga og þeir
spurðu áður um kristindóminn.
Menn taka risastökk út í hið
austræna tóm án þess að skoða
sanna biblíulega kristni sem býður
fyrirgefningu af sekt og synd, innri
frið, tilgang og merkingu með lífinu
og dýrðarvon í upprisu Jesú Krists!
Það undarlega er að gerast að í
mörgum löndum Asíu eru fleiri en
nokkru sinni að koma til Drottins
Jesú Krists og taka á móti hinni
kristnu trú. Þar sjá menn sína ein-
ustu von um frið og lausn frá merk-
ingarlausri hringrás tilveru sinnar.
Eina svarið fyrir austur og vestur
er fagnaðarerindið um Jesúm Krist.
Höfundurinn erírá SriLanka og
veitirhann þarforstöðu þrjú
þúsund manna kristnum söfhuði.
Hann lauk námi frá Seattle Bible
Training School 1973. Hann Iauk
magisterspróB við Fuller
Theological Seminary og vinnur
nú að doktorsritgerð.
Hvers á Kjalames-
hreppur að gjalda
eftir Pétur Pálmason
í Morgunblaðinu þann 5. septem-
ber er viðtal við Þórð Þorbjarnarson
borgarverkfræðing. Þar verður
honum tíðrætt um að urðun sorps
í Álfsnesi sé langhagkvæmasta
lausnin á sorpvandamálum höfuð-
borgarinnar.
ITÖLSK
V I K A
í KRINGLUNNI
28. sept. - 7. okt.
ítalskar vörur##Tískusýningar
Tónlist IS Kaffihús O ítalskur
matur## Ferbakynningar O
/JGetraun, vinningur: ferb fyrir
tvo til Ítalíu O
Það liggur í augum uppi að fyrir
höfuðborgina er það ódýr lausn að
geta fleygt sorpinu rétt út fyrir
borgarmörkin, rétt eins og tíðkaðist
í gamla daga í sveitinni þegar
þurfti að moka flórinn, þá var
skítnum stundum mokað rétt út
fyrir fjósvegginn í haug. Þar við
bætist svo mikið hagræði borgar-
innar í framtíðinni af því að geta
svona í leiðinni eyðilagt eitthvert
albesta byggingarsvæði sem enn
er unnt að finna óbyggt utan við
borgarmörkin og losnað þannig við
hvimleiðan samkeppnisaðila í
framtíðinni.
Þetta veit ég að engir skilja bet-
ur en þeir Davíð Oddsson og Þórður
Þorbjarnarson sem vanir ei'u að
fást við skipulagsmál borgarinnar
og hafa oft leyst þau með snilldar-
brag.
En ódýrasta lausnin er ekki alltaf
besta lausnin. Ég held t.d. að það
væri ennþá ódýrari lausn að urða
sorpið á Arnarhóli eða Austurvelli,
en það dettur náttúrulega engum í
hug að gera að tillögu sinni, hvorki
mér né öðrum. En því nefni ég
þessa staði að með hinum fyrir-
hugaða „Sundavegi", sem ég kalla
svo gegnum Geldinganes og Gunnu-
nes hefði Álfsnesið öll skilyrði til
þess að verða álíka mikilvægt fyrir
Kjalnesinga eins og miðborgin er
fyrir Reykvíkinga.
Ég vil benda á þá staðreynd, að
með Sundaveginum koma borgar-
landið og Kjalarneshreppur til með
að tengjast með einni brú, þannig
að þá geta Kjalnesingar hoppað
yfir linu og verið komnir til
Reykjavíkur, sem er víst það eftir-
sóknarverðasta í heimi hér! Þetta
myndi þýða það að fjarlægðin frá
Álfsnesi til höfuðborgarinnar yrði
minni heldur en t.d. frá öllum helstu
byggðakjörnum Mosfellsbæjar svo
eitthvað sé nefnt. Þá gætu Kjalnes-
ingar alveg sleppt því að aka gegn-
um Mosfellsbæ endilangan og farið
beinustu leið til Reykjavíkur. Auð-
vitað myndi þetta koma best út
fyrir þá Kjalnesinga sem kæmu til
með að byggja á Álfsnes-svæðinu
og sækja vinnu til höfuðborgarinn-
ar, en um leið yrði það líka hag-
ræði fyrir alla Kjalnesinga.
Einhveijum skipulagsfræðingi
varð að orði, og það áður en farið
var að ræða um Sundaveginn, að
þarna, milli Leirvogs og Kollafjarð-
ar, hefði Kjalarneshreppur stórkost-
lega möguleika fyrir framtíðar-
byggð, þar væri unnt að koma fyr-
ir „heilum Garðabæ" eins og hann
orðaði það. Ef til vill langar engan
í svo mikla byggð á þessum stað,
en samt er ekki úr vegi að spyija
hvers vegna þessir möguleikar hafi
ekki verið nýttir eða aldrei stefnt
að því að undirbúa slíkt með því
t.d. að hreppurinn reyndi að eign-
ast lönd á þessu svæði?
Þarna er komið að miklu feimnis-
máli sem hefur lengi verið eins
konar „tabú“ í allri umræðu í sveit-
inni og ráðamenn alltaf reynt að
þagga niður, eftir megni, alla um-
ræðu um.
Þetta feimnismál er e.k. skipu-
lagsslys sem hér átti sér stað fyrir
20—25 árum og var fólgið í al-
rangri staðsetningu fyrsta þéttbýl-
iskjarnans í hreppnum og hefur það
smátt og smátt orðið til þess að
stöðva hér alla eðlilega og skynsam-
lega uppbyggingu í sveitinni, því
engin ásókn hefur verið í að byggja
og búa á því svæði. Margir halda
víst að það yrði einhver dauðadóm-
ur yfir þessu hverfi ef leyfð yrði
byggð á öðru svæði, en það er
mesti misskilningur. Ibúar Grund-
arhverfis gætu lifað góðu lífi og
unað glaðir við sitt þó hverfið
stækkaði ekki meira en orðið er.
NÚ er hins vegar allt útlit fyrir
að hér sé verið að setja á svið ann-
að skipulagsslys, ennþá alvarlegra,
sem kemur til með að valda framtíð
Kjalarneshrepps óbætanlegu tjóni.
Stefnt er að því að taka þetta
dýrmæta svæði, Álfsnessvæðið,
þessa mestu perlu hreppsins í bygg-
ingarlegu og skipulagslegu tilliti,
og demba þangað sorpi frá hálfri
þjóðinni eða ca. 150.000 manns, og
það einmitt þar sem hinn fyrir-
hugaði Sundavegur, sem verður
hluti af hringveginum lægi gegnum
austurhluta hreppsins.
Ég er því miður alveg sannfærð-
ur um að komandi kynslóðir í Kjal-
arneshreppi eiga eftir að minnast
núverandi hreppsnefndar, þ.e.
meirihluta hennar, sem hrepps-
nefndarinnar sem eyðilagði framtíð
hreppsins til þess að hluti íbúanna
þ á m. meiri hluti nefndarinnar,
gæti fengið nokkrar krónur í- vas-
ann vegna lægri hitunarkostnaðar
hjá sér.
í áðurnefndu viðtali við Morgun-
blaðið segir Þórður Þorbjarnarson:
„Urðunarstaður norðar á Kjalarnesi
hefði ekki komið til greina vegna
fjarlægðar." Þessa ályktun dregur
Þórður eftir að hafa gefið sér
ákveðnar forsendur, sem þó gátu
engan veginn leitt til slíkrar niður-
stöðu. Þórðúr segir að þessi samn-
ingur spari þessum 8 sveitarfélög-
um 60—70 milljónir króna á ári.
Þá á hann sjálfsagt við samanburð
á heildarkostnaði á ári, annars veg-
ar við urðun sorpsins og flutning
til Krísuvíkur og hins vegar í Álfs-
nes, og inni í því hlýtur að vera
hitaveitudæmið. Krísuvík mun sér-
staklega tekin til samanburðar
vegna þess að svo virtist sem borg-
in teldi ekki annan stað koma til
greina að Álfsnesi frátöldu. For-
sendurnar sem Þórður gaf sér voru
einkum tvær, annars vegar að hver
km sem þyrfti að aka með baggað
sorp kostaði eina milljón kr. og hins
vegar sú að flutningskostnaðurinn
væri svo til eini munurinn á því að
urða í Álfsnesi og að urða norðar
á Kjalarnesinu.
Samkvæmt þessum forsendum
ætti ekki að þurfa að vera meiri
kostnaðarmunur á þessum stöðum
en ca. 5—10 milljónir króna á ári
eftir því hvaða staður yrði fyrir
valinu norðar á Kjalarnesi. Þá væri
hagnaðurinn sem Þórður talaði um
í upphafi kominn niður í 55—60
milljónir, og alls ekki hefði verið
óraunhæft að hreppurinn hefði
fengið helminginn af þeirri upphæð
í sinn hlut á ári til viðbótar við það
sem þegar er búið að semja um.
Samt hefðu sveitarfélögin grætt 30
milljónir á ári, miðað við að urða í
Krísuvik. En það er nú oft erfitt
að semja við einræðisherra sem
þurfa ekkert að hugsa um rök eða
skynsemi og geta einfaldlega sagt
út í loftið: „Það kemur ekki til
mála.“
Hitt virðist aftur á móti ekki
hvarfla að Þórði, að sennilega hefðu
ýmsir mótmælt urðun vestur á Kjal-
arnesi, þó margir virðist henni
hlynntir. En þeir borgarherrar lúta
nú ekki svo lágt að leggja eyrun
við kvaki smáfuglanna, það er fyrir
neðan þeirra virðingu, sérstaklega
ef ekki er um kjósendur borgarinn-
ar að ræða.
Gamalt spakmæli segir að enginn
borg sé óvinnandi ef asni klyfjaður
gulli komist í gegnum borgarhliðin.
Svo er að sjá að við Kjalnesingar
höfum nú leitt þennan asna í her-
búðir okkar, sem aldrei skyldi verið
hafa. En svo seinheppnir voru þess-
ir „businessmenn“ sem stjórna
hreppnum, að gullklyfjarnar urðu
að mestu eftir fyrir utan, svo Kjal-
nesingar sitja eftir með skarnið og
skömmina — og svo auðvitað asn-
ann. Hvers á Kjalarneshreppur eig-
inlega að gjalda?
Höfundur er bóndi í Norður-Gröf
á Kjalarnesi.