Morgunblaðið - 28.09.1989, Side 39
m
I tileftii af umræðu
*
um húsnæðismál Is-
lenskrar getspár
efitir Pétur
Jósepsson
Mér þykir rétt að byija j>reinar-
korn þetta á því að óska Islenskri
getspá til hamingju með árangur-
inn af starfseminni. í þessu happ-
drættisglaða landi hefur þeim tek-
ist að afla lottóinu mikilla vinsælda
til hagsbóta fyrir umbjóðendur
sína og er gott til þess að vita að
mikill hagnaður af starfi fyrirtæk-
isins rennur til öryrkja, íþrótta og
ungmennafélaganna.
Hins vegar varð óneitanlega
dálítið skrítin umræða um væntan-
legar aðgerðir fyrirtækisins í hús-
næðismálum sínum. Forráðamenn
fyrirtækisins hugðust byggja meir
en 2000 fermetra hús í Laugard-
alnum í Reykjavík og heyrðust
kostnaðartölur um 130 milljónir
króna. Einhveijum öðrum en mér
þótti þetta hátt enda voru Smára-
hvammsmenn fljótir að bjóða þeim
sambærilega stærð húsnæðis fyrir
um það bil 20 millj. króna lægra
verð.
Þá varð maður þess áskynja að
forráðamenn íslenskrar getspár
höfðu kannað húsnæðismarkaðinn
í Reykjavík og af öllu því atvinnu-
húsnæði sem á boðstólum er á
Reykjavíkursvæðinu fannst ekkert
sem hentaði og manni skilst á
kollegum sínum í Reykjavík að til
sölu séu á annað hundrað þúsund
fermetrar af atvinnuhúsnæði af
ýmsu tagi.
Þess vegna hefi ég með bréfi
boðið íslenskri getspá húsnæði hér
á Akureyri sem ég ætla -að geti
hentað vel fyrir starfsemi fyrir-
tækisins. Þetta eru allt vel byggð
hús, raunar mismunandi gömul og
i mismunandi ástandi, en geta
vafalaust hýst tölvukerfi íslenskr-
ar getspár svo og skrifstofu- og
fundaaðstöðu, sem þeir eflaust
þurfa. Húsnæði það sem ég hefi
boðið fh. umbjóðenda okkar er frá
1200 og upp í rúml. 2000 fer-
metra og á verði sem er frá 40 —
60 millj.
Starfsemi íslenskrar getspár er
með þeim hætti, að ég efast ekki
um að fyrirtækið verði jafnvel
staðsett á Akureyri og þar sem
það er nú á Reykjavíkursvæðinu.
Eins að framan greinir þá geri ég
ráð fyrir að hentugt húsnæði megi
finna. Tölvukerfí eins og það sem
þjónar íslenskri getspá og íslensk-
um Getraunum er jafn vel stað-
sett á Akureyri og á Reykjavíkur-
svæðinu — ekki síst þar sem ljós-
leiðari verður kominn á milli Akur-
eyrar og Reykjavíkur á næsta ári.
Hér er auðvitað unnt að skapa
starfsfólki íslenskrar getspár
ákjósanlega starfsaðstöðu, — og
þegar stjórnarmenn fyrirtækisins
þurfa að koma saman til fundar
þá eru góðar flugsamgöngur að
sunnan engu síður en suður, en
Akureyringar eru alvanir að sækja
fundi og reka margvísleg erindi á
Reykjavíkursvæðinu og þykir eng-
um þar það neitt tiltökumál. Svo
er það náttúrulega einnig dálítil
tilbreyting frá hversdagslífinu í
Reykjavík að bregða sér norður.
Samkvæmt framansögðu þykir
mér einsýnt að þjónusta íslenskra
getspár yrði ekki síðri þótt hún
væri rekin héðan frá Akureyri.
Hér er tækifæri til þess að leysa
húsnæðismál íslenskrar getspár
með góðum hætti og skapa um
leið fjölbreyttara atvinnulíf á Ak-
ureyri.
Akureyri 11. september 1989.
Ilöfundur ersölustjóri Fasteigna-
ogskipasölu Norðurlands.
urlandi, Dagur, segir m.a. í for-
ystugrein 11. júlí:
„Margt bendir til þess að at-
vinnuleysi aukizt enn frekar í
haust, m.a. vegna minnkandi
aflakvóta í sjávarútvegi. Ljóst er
að ríkisstjómin verður að taka
vandamál atvinnulífsins enn
fastari tökum á næstu mánuðum
en hún hefur gert til þessa. Ef
tryggja á næga atvinnu í landinu
verður að skapa framleiðsluat-
vinnuvegunum skilyrði til að reka
starfsemi sína með hagnaði..."
Stundum er talað um margfeldi
starfa í frumframleiðslu, það er
að hvert eitt starf á þeim vett-
vangi leiði til tveggja, þriggja
starfa í þjónustu. A sama hátt
hafa störf í undirstöðugreinum
sem týna tölunni keðjuverkandi
áhrif til aukins atvinnuleysis.
Gjaldþrot fyrirtækis í framleiðslu-
grein getur verið ávísun á gjald-
þrot annars í þjónustu.
III
Það er enginn vafi á því að
rekstraröryggi atvinnuvega og
atvinnuöryggi almennings em
tvær hliðar á einu og sama fyrir-
bærinu. Að því leyti fara hags-
munir almennings og atvinnulífs-
ins, fólks og fyrirtækja, saman.
Hagsmunir fara og saman að
því leyti, að kjarabætur, sem rísa
undir nafni, verða aðeins sóttar í
stærri skiptahlut, auknar þjóðar-
tekjur. Meintar kjarabætur, sem
samið er um á pappír án þess að
innstæður séu til fyrir þeim í þjóð-
STEFÁN FRIÐBJARNARSON
arbúskapnum, eyðast skjótt í eldi
verðbólgu, [hærra verðlagi/geng-
isfellingum/smærri krónum að
kaupmætti]. Við höfum marga
verðbólguijöruna sopið sem tíund-
ar þann veruleika. Þessvegna er
það meginmál, ef hefja á sókn til
betri tíðar, að örva en draga ekki
úr framtaki í samfélaginu, efla
þjóðarframleiðslu, auka þjóðar-
tekjur.
Samkvæmt spá OECD fyrir
árið 1989 er ísland eina aðild-
arríkið sem siglir í samdrátt á
árinu. Spáð er 3,25% meðalhag-
vexti í OECD-ríkjum 1989. Efna-
hagslægð gengur hinsvegar yfir
ísland, eitt OECD-ríkja, með öllu
því er til heyrir.
Ytri aðstæður ráða að sjálf-
sögðu ferð að nokkru leyti. Stað-
reyndin er engu að síður sú að
stjómarstefnan í efnahags-, at-
vinnu-, skatta- og gengismálum
hefur brugðizt. Það er kompás-
skekkja í stjórnarráðinu. Og karl-
arnir í brúnni á þjóðarskútunni
komast ekki hjá pólitískri ábyrgð
á því hvern veg komið er.
Á sama tíma og frjálsræðisbyr
er í hagvaxtarsegl grannríkja fún-
ar framtak hér í höftum, fyrir-
tæki falla í valinn og atvinnuleysi
vex. Það er meir en tímabært að
minna á það, sem Eyjólfur Konráð
Jónsson alþingismaðuur hefur
margsagt með ýmsum hætti: Öll
sóun er ill en verst sú, sem við
köllum atvinnuleysi; sá þjóðarauð-
ur er giftudrýgstur, sem felst í
athöfn, framtaki.
á Gowmm
mewi
m Mm
GOODpYEAR
HF
j Laugavegi 170 -174 Simi 695500
Skrifstofutækni
Opnar þér
nýjar leiðir
Skrifstofutæknin er markvisst nám þar sem þú lærir
tölvugreinar, viðskiptagreinar og tungumál í skemmti-
legum félagsskap. Sérstök áhersla er lögð á notkun
tölva í atvinnulífinu. Námið tekur 3 mánuði og að því
loknu útskrifast nemendur sem skrifstofutæknaf.
I náminu eru kenndar m.a. eftirfarandi greinar:
Almenn tölvufræði, stýrikerfi, tölvusamskipti, ritvinnsla,
gagnagrunnur, töflureiknar og áætlanagerð, tölvubókhald,
toll- og verðútreikningur, almenn skiifstofutækni, grunn-
atriði við stjórnun, útfylling eyðublaða, verslunarreikn-
ingur, víxlar og verðbréf, íslenska og viðskiptaenska.
Yfir 600 ánægðir skrifstofutæknar eru okkar besta
auglýsing.
Innritun og nánari upplýsingar eru veittar í síma
687590. Hringdu strax og fáðu sendan bækling.
Tölvufræðslan
Borgartúni 28, sími 687590
Hvað segja
þau um
námskeiðið:
Hildur
Aðalsteinsdóttir:
I kennaraverkfallinu
sfðastliðið vor dreif
ég mig í skrifstofu-
tækninámið. Að
námi loknu hefur
sjálfstaust mitt aukist
til muna og óg á auð-
veldara með að taka
ákvarðanir. Það sem
hefur komið sér best
er það að óg fókk 12
einingar metnar til
stúdentsprófs í
menntaskólanum
sem óg stunda nám
við.
Guðfinna
Halldórsdóttir:
Eg rok eigið fyrirtæki
með manninum mín-
um og hefur námið
verið mér mjög gagn-
legt í fyrirtækinu,
hvort sem er tölvu-
eða viðskiptagrein-
arnar. Skólinnvar
rnjög skemmtilegur
og ég var ánægð með
kennarana sem voru
færir og mjög hjálp-
lcgir.
Námskeiðs-
gjaldið getum
við lánað til
allt að 3 áxa
- afborgunar-
laust fyrstu
9 mánuðina.
Áskriftarsíminn er 83033
f
85 40