Morgunblaðið - 28.09.1989, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 28.09.1989, Qupperneq 40
40 MORGlÍNBLAÐll) F1MMT.CÓ^3UÍÍ 28; SftPTEMBÉR; 1989 Hulda Róbertsdóttir Sólbarði — Minning yfir kaffibolla, barnaafmæli, Þórs- merkurferðin fyrir 2 árum og svo fnætti lengi telja. Þó held ég að upp úr standi fermingardagur Bjöms nú í vor. Fermingarveislan verður mér alltaf minnisstæð, þar kom best í ljó's hvern mann Hulda hafði að geyma. Þama stóð hún, hnarreist og bros- andi og tók á móti fjölskyldu og vin- um og gerði okkur glaðan dag, þrátt fyrir að hún hefði dagana áður geng- ið í gefnun ítarlegar rannsóknir og niðurstöður ekki gefið tilefni til bjart- sýni. Enda fór svo að örfáum dögum seinna lagðist hún mikið veik á sjúkrahús og kom ekki heim eftir það nema í stuttar heimsóknir. En Hulda stóð ekki ein í baráttu sinni. Við hlið hennar stóð Kmmmi og flölskyldan og gerði allt sem í mannlegu valdi stóð til að létta henni róðurinn, og þó það væri henni frek- ar að skapi að vera veitandi en þiggj- andi veit ég að hún mat þennan stuðning mikils. . Það er komið að leiðarlokum. Allt- of fljótt. Eiginmaður, böm, foreldr- ar, systkini og fjölskyldur þeirra eiga nú erfiðar stundir. En öll eigum við minningu um einstaka konu, og þrátt fyrir sorgina verður sú minning ekki frá okkur tekin. Vonandi verður það sú huggun sem þyngst vegur á sorg- artíð. Við Jóhannes, Sveinn og Þóra biðj- um Kmmma, bömunum, foreldram og öðmm ættingjum allrar blessunar. Gerður Helgadóttir Löngu og erfiðu stríði er lokið við þann vágest er leggur mörg okkar að velli. Hulda Róberts eins og hún var oftast nefnd í daglegu tali er látin i blóma lífsins aðeins 38 ára gömul. Falleg og glæsileg ung kona sem alltaf bar höfuðið hátt, þrátt fyrir mikla vanlíðan seinni ár. Mörg hafa þau verið sporin okkar á milli en við höfum verið nágrannar og vinkonur í tæp tólf ár. Bömin era á svipuðu reki og hafa ferðirnar byij- að í barnavagninum, síðan í kerru, þá á hjóli og loks í bíl ef þannig hefur viðrað. Mörgum erindum hefur t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ODDNÝ PÉTURSDÓTTIR hjúkrunarkona, til heimilis í Dvalarheimilinu Seljahlíð, andaðist aðfararnótt 27. september í Borgarspítalanum. Halla Mjöll Hallgrímsdóttir, Örn Harðarson, Hlíf Axelsdóttir, Bjarni Axelsson, Lára Gunnarsdóttir, Hallgrímur Axelsson, Rannveig Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MATTHILDUR JÓNSDÓTTIR, Þiljuvöllum 11, Neskaupstað, andaðist í Fjórðungssjúkrahúsinu Neskaupstað, þriðjudaginn 26. september. Sólveig Ölversdóttir Jónsson, Jón Ölversson, Olga Ölversdóttir LaMarche, Þráinn Ölversson, Magnús Ölversson, Þóra Ölversdóttir, Lovísa Ölversdóttir, Þórarinn Ölversson, Sigurður Ölversson, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Faðir okkar, ÞORVARÐUR HJALTASON, frá Súðavik, lést í Reykjalundi þriðjudaginn 26. september. Börn hins látna. Fædd6. apríl 1951 Dáin 19. september 1989 Vinkona mín, Hulda Róbertsdóttir, er látin eftir langa og stranga <bar- áttu við illkynja sjúkdóm. Baráttu sem hún háði af slíkum kjarki og dugnaði að undravert var. Síðustu vikur var ljóst hvert stefndi, en lífsvilji hennar var með slíkum hætti að innst inni leyndist vonarglæta um að henni tækist enn á ný að komast á fætur. Sún von brást og eftir situr sár söknuður og sorg. Við Hulda kynntumst á unglings- aldri í Hafnarfirði og hefur vinátta okkar því staðið í rúm 20 ár. Margt var brallað á þeim áram og gaman að vera til. Ég leit mjög upp til henn- ar og var töluvert hróðug yfir að hafa eignast vinkonu sem var árinu eldri, slíkt skipti máli á þeim tíma. A áranum upp úr 1970 skildu leið- ir um sinn er ég bjó erlendis um nokkurra ára skeið. Sýndi sig þá best trygglyndi Huldu. Alltaf komu bréfin frá henni reglulega, færandi fréttir af fjölskyldu og vinum og fylgdu gjaman myndir af krökkunum svo ég gæti fylgst með þroska þeirra. Reyndist og auðvelt að taka upp þráðinn á nýjan leik er ég fluttist heim aftur. Hulda kynntist ung Kramma sínum og giftu þau sig árið 1971. Fluttu þau á hans heimasióðir á Álftanesi þar sem þau bjggu upp frá því. Börnin urðu þijú, Hrafnhildur sem er að verða 18 ára, Björn 14 ára og litla Margrét sem er aðeins 9 ára. Á Álftanesi kunni hún vel við sig, Krammi, bömin og heimilið vora henni allt, en þó vann hún endram og eins utan heimilis ef tilefni gafst til. Undanfarin ár tók hún ríkan þátt í félagslífinu i hreppnum, bæði í kvenfélaginu svo og söng hún í kirkjukór Bessastaðakirkju. Eftir áð hún veiktist starfaði hún einnig ötul- lega í Samtökum krabbameinssjúkl- inga. Leysti hún öll þessi störf af hendi með miklum sóma, eins og henni var lagið. Margs er að minnast. Upp í hug- ann koma ótal góðar stundir, spjall verið sinnt. Morgunkaffi eða nefnd- arstörf á vegum Kvenfélagsins, ráð- gera ferðir og uppákomur ýmsar. Spjall um hin ýmsu málefni o.m.fl. Ung giftist hún eftirlifandi eigin- manni sínum Sveinbimi Hrafni Sveinbjömssyni rafvirkjaméistara og eignuðust þau 3 börn: Þau era Hrafn- hildur 18 ára nemi við Kvennaskól- ann í Reykjavík, Björn 14 ára nemi við Garðaskóla og Margrét 9 ára nemi við Álftanesskóla. Þeirra missir er mikill að sjá á bak ástríkri eigin- konu og móður, sem alltaf var til staðar heima fyrir, þegar fólkið hennar kom heim frá starfi og leik. Hulda og Sveinbjörn hófu búskap á neðri hæð hússins Sólbarða á Álfta- nesi, en það er æskuheimili Svein- björns og bjuggu þau þar alla tíð. Þar var alltaf notalegt að koma. Hulda ólst upp í vesturbænum í Hafnarfirði nálægt sundlauginni og var sótt þangað öllum stundum. Æfði hún sund með Sundfélagi Hafnarfjarðar og þótti afburða sund- kona. Var það henni mikill styrkur í veikindum sínum að geta sótt sund daglega á sínar æskuslóðir í Hafnar- firði. Hún starfaði í Kvenfélagi Bessastaðahrepps frá því hún flutti á Álftanes. Gjaldkeri félagsins var hún í nokkur ár og var hún mjög virk í starfi. Fórnfýsi og vinnugleði vora hennar einkunnarorð þegar Kvenfélagið var annarsvegar. Hulda starfaði í Álftaneskórnum frá stofnun hans og hafði mikla gleði af. Hún tók þátt í stofnun Styrks, sem er félag krabbameinssjúklinga og aðstandenda þeirra. Þar sat hún í stjóm og var ákaflega ötul í starfi. Síðastliðinn vetur starfaði hún með eiginkonum Round Table- manna að stofnun klúbbs, er ber nafnið Lady Cirkle no. 2, sem er al- þjóðlegur klúbbur eiginkvenna Ro- und Table-meðlima. Þar var hún sem og í öðram félagsskap bæði tillögu- góð og samstarfsfús. Félagsstörf tóku mikið af tíma hennar en fyrst og fremst var hún móðir barnanna sinna og eiginkona. Við Brynjólfur sendum Sveinbirni, bömunum, foreldrum, systkinum og tengdamóður innilegar samúðar- kveðjur. Guð blessi minningu hennar. Guðrún H. Össurard. Orð Jesú Krists segja okkur: Sann- lega, sannlega segi ég yður, deyi ekki hveitikornið, sem fellur í jörð- ina, verður það einsamalt, en deyi það, ber það mikinn ávöxt og ávöxt- urinn er sá, að dauðinn er ekki fram- ar til, hann hefur sigrað dauðann. Þetta era mikil huggunarorð og við sem trúum megum ekki spyija; hvers vegna hún, sem átti svo miklu ólokið? Við verðum bara að treysta á líf guðs, þessa heims og annars, því vegir Guðs eru órannsakanlegir. Við kveðjum í dag eina af traust- ustu félögum innan Kvenf. Bessa- staðahrepps, Huldu Róbertsdóttur, Sólbarði. Fréttin af dauðsfalli hennar kom okkur ekki á óvart, því hún hafði í lengri tíma háð harða baráttu við skæðan sjúkdóm. Ég man fyrst eftir Huldu þá ný- komin í þennan félagsskap og var hún gjaldkeri félagsins. Hún vakti athygli mína fyrir glaðlega fram- komu og æskuþrótt og hvarflaði síst að mér þá heilsuleysi það, sem beið hennar á næsta leiti. En inn á milli fékk hún okkur til að gleyma þessum skugga, sem fylgdi lífi hennar og jafnvel vildum við trúa því, að lífsþróttur og einbeitni þessarar ungu konu sigraði að lokum. Hún miðlaði okkur af kröftum sínum, var t.d. tengill félags okkar í Þjóðarátaki Krabbameinsfélagsins með þeim ár- angri að við voram á toppnum í söfn- uninni m.v. höfðatölu; engin hálf- velgja þar frekar en í öðra. I dag kveðjum við og þökkum Huldu Róbertsdóttur fyrir öll hennar óeigingjörnu störf í þágu félags okk- ar og minningin um hana lifir og hvetur. Kvenfélag Bessastaðahrepps sendir ástvinum Huldu einlægustu samúðarkveðjur og munum orð frels- arans: Komið til mín, allir þér, sem erfiðið og þunga era hlaðnir og ég mun veita yður hvíld. (Matt. 11, 28.) F.h. Kvenfélags Bessastaðahrepps. Guðný Th. Bjarnar Er ég spurði lát vinkonu minnar Huldu Róbertsdóttur og hugleiddi andlátsfregnina kom mér í hug hend- Minning: Guðlaugur Unnar Guðmundsson Fæddur 24. febrúar 1902 Dáinn 21. september 1989 í dag, 28. september 1989, verður jarðsunginn elskulegur afi minn, Guðlaugur Unnar Guðmundsson. Það er skrýtin tilfinning sem fer um mig þegar ég hugsa um það, að ég sé afa ekki meira í þessu lífi. En verst þykir mér að ég get ekki verið við útför hans í dag, þar sem ég stunda nú nám erlendis. Mig langar því að minnast hans með nokkrum orðum. Á yngri áram okkar systranna, Valgerðar Hönnu, dvöldum við oft tímunum saman hjá ömmu og afa. Já, það var mikið á sig lagt til að komast til þeirra, alla leið frá Breið- holti og niður í bæ, í hvemig veðri sem var, lá leiðin til heimilis þeirra og alltaf fékk maður jafn hlýlegar móttökur. Ég minnist afa sem einstaks ljúf- mennis, sem aldrei skipti skapi og alltaf var grunnt á glettninni hjá. Eitt var það sem hann gat aldrei séð af, það vora fréttir, hvort sem það var í útvarpi, sjónvarpi eða blöðum, já hann fylgdist alltaf mjög vel með því hvað var að gerast á hverri stundu og lét skoðanir sínar hiklaust í ljós. Göngutúrarnir voru honum ekki síður mikilvægir, „maður verður að halda sér í góðu formi“, var hann vanur að segja og svo var lagt af stað í strigaskónum með hattinn. Það má því segja það að hann hafi hald- ið sér í góðu líkamlegu formi allt sitt líf. Það eina sem hijáði hann var heymin, en á unga aldri byijaði hann að tapa heyrn veralega, en heymar- tækin hjálpuðu honum mikið. Fyrir rúmum fjóram áram, eftir andlát ömmu minnar, Valgerðar Hannesdóttur, fluttist afi að Lönguhlíð 3, í næsta nágrenni heimil- is míns, og kom afi þá oft í stuttar heimsóknir á heimili mitt og fjöl- skyldu minnar að Bólstaðarhlíð 29. Hann hafði þá gjarnan smá gott í poka sem hann ætlaði yngstu systur minni, Elleni Heiði, sem nú sér á eftir eina afa sínum, en heimsóknir hans glöddu barnshjartað alltaf jafn mikið. Afi var mjög bamgóður og reyndist bæði börnum sínum og ing úr sálmi Hallgríms Péturssonar Um dauðans óvissa tíma er hljóðar svo; Dauðinn má svo með sanni samlíkjast, þykir mér, slyngum þeim sláttumanni, -er slær allt hvað fyrir er. Við eram ung er við fréttum okk- ur til skelfingar að fólk deyr. Við það læram við smám saman að sætta okkur, hitt er erfiðara að sætta sig við að fólk deyr á besta aldri, það er erfið tilhugsun. Leiðir okkar Huldu lágu fyrst sam- an árið 1971, en þá voram við báðar nýfluttar á Álftanesið. Hulda nýgift Sveinbirni Hrafni Sveinbjömssyni en ég giftist frænda hans Klemenzi en þeir era bræðrasynir. Heimili feðra þeirra bræðranna Sveinbjörns og Eggerts standa nærri hvort öðru, en þeir era nú báðir látnir. Hulda og Hrafn stofnuðu heimili sitt að Sól- barði og hafa búið þar allan sinn búskap. Ég hef átt því láni að fagna að vera samferðamaður þeirra og hafa kynnst Huldu. Hún er Hafnfirðingur og þótti mér hún fljótt skemmtileg í viðkynningu, ákveðin í skoðunum og oft skorinorð. Hún ákvað snemma að helga sig fyrst og fremst fjöl- skyldu sinni og gæta bús og barna. Fórst henni það ákaflega vel úr hendi. Hulda var mikil félagsvera og hafði unun af því að vera samvistum við fólk. Því varð hún mjög leiðandi í ýmsum félagsstörfum. Leiðir okkar lágu saman í Kvenfélagi Bessastaða- hrepps en í því félagi voru henni snemma falin ábyrgðarstörf. Veikindastríð Huldu hefur staðið í sjö ár, en ekki var strax ljóst hversu alvarleg veikindin vora. Það hefur vakið sérstaka athygli mína hve bar- áttuvilji Huldu var mikill. Hún gafst ekki upp og lagði ekki árar í bát. Þess ættum við sem eftir stöndum hrygg við andlát hennar að minnast. Eg votta ættingjum hennar, eigin- manni og börnum innilega samúð mína. Ingibjörg Jónasdóttir Sálin er gjöf frá Guði, sem glæðir lífsins ljós í hveijum mannlegum líkama. Samleik sálar og líkama í lífi hvers einstaklings má líkja við vog sem þarf að vera í jafnvægi.' Stundum bregst líkaminn trausti sálarinnar um heilbrigði, hann leggst þyngra á sína skál. Þá tekur sálin á öllu sem hún á og reynir að vega hann upp. Þannig tekst henni að halda jafnvæginu sæmilegu, um lengri eða skemmri tíma, jafnvel að koma á varanlegu jafnvægi aftur, með hjálp Guðs og góðra manna. Þó fer stundum svo, að líkaminn hættir að gegna. Sálina fer þá að bamabömum mjög vel. Sjálfum auðnaðist honum að eignast 9 börn, sem öll eru á lífi og stóran hóp af bama- og barnabamabömum. Þegar ég kvaddi afa i vor, áður en ég hélt utan, hvarflaði ekki að mér að það gæti verið í síðasta sinn sem ég sæi hann. En nú er hann farinn til að sinna öðram mikilvæg- um verkefnum á framandi slóðum. Hann sneri ekki heim aftur úr sínum hinsta göngutúr. Hann andaðist þann 21. september sl. 87 ára að aldri. I huga mínum lifir dýrmæt minn- ing um góðan afa. Rut Hreinsdóttir, Danmörku

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.