Morgunblaðið - 28.09.1989, Síða 43
Margrét Björgólfs-
dóttir - Kveðjuorð
Fædd 28. október 1955
Dáin 12. september 1989
Fregnin kom eins og elding og
þruma úr heiðskíru lofti. Hún
„Magga okkar“ var horfin jarðnesk-
um augum vorum. Hjörtu vor tóku
kipp, minningarnar hrönnuðust upp.
Gat það verið að hún, þessi sólar-
geislinn bjarti væri horfinn. Nei sagði
ég, hún er horfin sjónum okkar dauð-
legra manna, en Magga lifir. Það
hefði mér síst af öllu dottið í hug
að ég ætti eftir að skrifa eftirmæli
um Möggu. Það hlutverk hef ég nú,
í því sigurverki skapara himins og
jarðar; og er mér tregt tungu að
hræra, og á penna að halda.
Ég segi „Möggu okkar“ vegna
þess að það var eins og hún og sólin
væri náskyld. Það streymdi frá henni
slík orka og varmi, sem er sólarinn-
ar. Tákn kærleikans, sem geislar í
allar áttir, og umvefur allt án skil-
yrða.
Ég minnist Möggu vart af tánings-
aldri, þegar hún giftist syni mínum
og alnafna við hátíðlegt brúðkaup
og dýrðleg veisluhöld af hendi for-
eldra hennar, Þóru Hallgrímsson og
Björgólfs Guðmundssonar. Tveim
dögum seinna fóru þau hjónin til
Kaupmannahafnar, á fund hins mikla
spekings Martinusar. Þau höfðu í
fórum sínum persónulegt bréf frá
mér til kynningar, þar sem ég þekkti
Martinus persónulega. Þau komu
heim og fóru svo beint til Kaliforníu
í Bandaríkjunum. Nánara tiltekið til
San Fransisco, þar bjuggu þau næstu
tæp þijú ár, komu svo heim til ís-
lands.
Þá þegar hafði Magga kynnst hin-
um guðdómlegu kærleiksvísindum
sem Martinus hafði sett fram í hinu
risastóra ritverki sínu „Livets bog“
sem spannar þúsundir blaðsíðna og
er altæk „kosmologia" sem hefur
verið þýdd á fjölda tungumála og
Minning:
Ingólfur O. Waage
I dag verður lagður til hinztu hvílu
elskulegur tengdafaðir minn, Ingólf-
ur Ólafsson Waage, og langar mig
að minnast hans örfáum orðum.
Hann fæddist í Reykjavík þann 6.
september 1902 og lézt 21. septem-
ber sl. þannig að árin hans urðu alls
87. Ingólfur var yngstur átta barna
þeirra Ólafs Ásbj. Benediktssonar
Waage, skútuskipstjóra, sem ættað-
ur var úr Vogum á Vatnsleysuströnd
og Gunnfríðar Tómasdóttur frá
Skarði í Lundarreykjadal, en þau
bjuggu sinn búskap í Reykjavík. Þijú
börn þeirra létust í æsku, en þau sem
upp komust voru Ingibjörg, Vigdís,
Guðlaugur og Benedikt auk Ingólfs
og er hann þeirra síðastur að kveðja
þessa jarðvist. Þau kjör sem almenn-
ingur í Reykjavík bjó við í byijun
aldarinnar vpru kröpp og fór þessi
íjölskylda ekki varhlutá af því þó
ekki væri kvartað. Faðirinn var
lengstum á sjó, aðallega í flutningum
milli Eyrarbakka og Reykjavíkur á
gufuskipinu Ingólfi, sem hann átti.
Árið 1924 réðst Ingólfur í það
stórvirki á þeirra tíma mælikvarða
að hleypa heimdraganum og fara til
Jótlands að læra terrazzólagningar
í gólf. Þegar heim kom vann hann
við að leggja slík gólf og má enn
víða um land sjá mjög falleg gólf sem
hann hefur unnið, aðallega á sjúkra-
húsum og í skólabyggingum. Á miðj-
um aldri hætti hann hann þessari
vinnu og réðst til innheimtustarfa
hjá Völundi þar sem hann vann um
langt árabil og eru ráðamönnum þar
hér með þökkuð vinsemd og tryggð
sem þeir sýndu honum alla tíð.
Árið 1935 kvæntist Ingólfur Guð-
björgu Vilhjálmsdóttur úr Hafnar-
firði, dóttur hjónanna Vilhjálms Guð-
mundssonar og Bergsteinunnar
Bergsteinsdóttur og var hún ein 11
barna þeirra hjóna. Hún fór ung til
hjónanna Eyjólfs Þórðardónar og
Jónínu Jónsdóttur í Stúfholti í Holt-
um, en þar átti faðir hennar ættfólk,
og ólst hún þar upp að mestu þó að
hún héldi góðu sambandi við sína
ijölskyldu. Guðbjörg lézt árið 1949
aðeins 35 ára gömul og varð mikill
harmdauði öllum en þó sérstaklega
Ingólfi og börnum þeirra. Þau hjón
eignuðust fjögur börn, tvo drengi
misstu þau í frumbernzku en þau sem
lifðu og nú kveðja föður sinn eru
Gunnar, f. 1937, útvarpsvirki,
kvæntur Ásdísi Hannesdóttur og
eiga þau tvo syni, Benedikt, f, 1972,
og Davíð, f. 1975, og Ólöf Erla sem
gift er Helga Loftssyni, kjötiðnaðar-
Einar Jóhannsson
frá Skáliun - Minning
Þessi örfáu og fátæklegu orð verða
hinsta kveðja mín til föður míns,
Einars Jóhannssonar, Öldugötu 46,
Hafnarfirði.
Hann lést aðfaranótt laugardags-
ins 23. september síðastliðinn. Faðir
minn stundaði sjómennsku mestan
hluta ævinnar, aðallega á togurum.
Hann var dugnaðarforkur og sjó-
maður af lífi og sál. Sjúkdóminn sem
dró hann til dauða umgekkst hann
af æðruleysi og hógværð.
Einar gekk mér ungum í föðurstað
og reyndist mér ævinlega hinn besti
faðir. Nú skiljast leiðir.
Megi hann hvíla í friði og hafi
hann þökk fyrir allt og allt. . .
Marínó Einarsson
Einar fæddist 5. september 1926,
yngstur 17 barna þeirra hjóna Maríu
Friðriksdóttur frá Grímsey og Jó-
hanns Stefánssonar útvegsbónda á
Skálum á Langanesi.
Eftirlifandi systkin eru: Soffía,
Lovísa, Kristrún, Guðný, Friðjón,
Haraldur Þór og Ragnar.
Heimili Maríu og Jóhanns var
líflegt, enda systkinahópurinn stór
og heimilið vinsælt og gestsælt. Ein-
ar aldist upp við ástríki og hlýju og
mun móðir hans hafa haft á honum
mikið dálæti og verið honum eftirlát
og blíð, að því bjó Einaf alla tíð og
miðlaði rausnarlega til okkar sem
umgengumst hann. Sem ungur mað-
ur fór Einar til sjós og stundaði hann
sjósókn, fyrst frá Vestmannaeyjum
og síðar frá öðrum höfnum á Suðurl-
andi, allt þar til hann varð að hætta
vegna óhapps árið 1984. Árið 1959
kvæntist Einar Sólveigu Helgadóttur
frá Hafnarfirði og bjuggu þau þor-
rann af sínum búskap í Hafnarfirði.
Tvo syni eignuðust þau hjónin, þá
Marinó og Rögnvald. Ég var orðin
stálpuð stelpa þegar ég kynntist Ein-
ari, og þótti strax afar vænt um
þennan reffilega og karlmannlega
frænda minn. Eitt var það öðru frem-
ur sem ég mat í fari Einars, en það
var ósvikin einlægni hans, slíkir
menn eru vandfundnir, enda fara
karlmennska og einlægni alltof sjald-
an saman. Einar var glæsilegur
maður, hávaxinn og grannvaxinn,
fallega eygður og fríður. Ávallt fal-
lega klæddur, enda bar hann öll föt
vel. Mér þótti alltaf mikið til þess
koma hvað hann gekk á fallegum
og vel hirtum skóm, og sýnir það
vel hversu mikið snyrtimenni hann
var. Svo hafði hann einhveijar þær
fallegustu karlmannshendur sem ég
hef séð, stórar og sterklegar.
Það væri ekki í anda Einars að
skrifa um hann eintómt skjall og
hól, bæði hann mig vísast að láta
slíkt eiga sig, því smjaður og fagurg-
ali var sannarlega ekki honum að
skapi. Einar hafði ákveðnar skoðanir
á mönnum og málefnum, og þeim
varð ekki haggað, þó var hann ekki
dómharður, aðeins fastur fyrir og
sannarlega trúr vinum sínum. Árið
1986 veiktist Einar fyrst af þeim
hundruð þúsunda, ef ekki milljónir
manna um allan heim þekkja í dag
og fer fjölgandi. Gleymi ég aldrei
hinum mikla andlega þorsta og
hungri, sem Magga sýndi í þekking-
arleit sinni, á hinum duldu lögmálum
lífs og dauða. Við eyddum dögum,
vikum, já mánuðum og árum í sam-
ræður um „kosmologíu" Martinusar
ásamt syni mínum, og voru þau árum
saman í þessum guðdómlegum fræð-
um, sem byggjast á óhagganlegum
manni og bakara, en þau eiga þijú
börn, Ingólf, fæddan 1963, Ævar
Pál, fæddan 1969 og Guðbjörgu sem
fædd er 1975. Börnin og barnabörn-
in voru honum allt enda var hann
mjög barngóður og hjartahlýr maður.
Síðustu 2-3 árin voru Ingólfi nokk-
uð þung en hann naut góðrar um-
hyggju, fyrst í dagvistun á vistheim-
ilinu við Dalbraut, þá á Ási í Hvera-
gerði og síðasta hálfa árið í Seljahlíð.
Hann undi sér alls staðar vel enda
alltaf þakklátur fyrir allt sem fyrir
hann var gert. Nú að leiðarlokum
vil ég þakka Ingólfi allt það góða sem
hann hefur verið mér og minni fjöl-
skyldu og óska honum góðrar heim-
komu í ástvinahóp.
Tengdadóttir
sjúkdómi er seinna reyndist ofjari
hans. Við þennan ofjarl barðist hann
af hugrekki og stillingu. Aldrei hitti
ég hann dapran, reiðan eða vondauf-
an. Alltaf sagðist hann hafa það
betra í dag en í gær, og ávallt sá
hann fram á betri tíma. Ugglaust
hefur hann þó vitað að hveiju stefndi,
þó ekki væri hann þannig skapi far-
inn að hann bæri áhyggjur sínar á
torg. Ég mun sakna Einars og þakka
góð kynni. Sollu, Marinó og Rögn-
valdi votta ég mína innilegustu sam-
úð. Langar mig að láta Óm Arnar
kveða mína hinstu kveðju til frænda
míns og vinar.
Mörgum þykir vel sé veitt,
vinnist gullið bjarta,
láta i búksorg ævi eytt,
ágirndinni skarta.
En þeir flytja ekki neitt
yfir djúpið svarta.
Þangað fylgir aðeins eitt:
ást frá vinarhjarta.
Rut Indriðadóttir
lögmálum Guðs, höfundar allrar til-
veru, sýnilegrar og ósýnilegrar, og
þar skipa æðsta sess, hinn alheims-
legi sannleikur, sem Frelsarinn birtir
í Biblíunni, en kannski fæstir skilja
vitsmunalega, heldur sem trúarsetn-
ingar. Magga sagði mér eitt sinn
eftir miklar pælingar og lestur að
það að hafa kynnst fræðum Martin-
usar hefði gjörbreytt lífi sínu. Hann
hefði gefið sér algjöra sönnun fyrir
tilgangi lífsins, einnig fyrir tilgangi
svokallaðs dauða. Nú væri í sínum
huga það hugtak, sem hljóðar svo:
„Guðs vegir eru órannsakanlegir"
gjörsamlega merkingarlaust og ekki
lengur til í sinni orðabók, ásamt
fleiri bábiljum. Andinn er eilífur og
hefur hvorki upphaf né endi, sagði
hún. Hún var algjörlega sannfærð
um endurholdgun og hló þegar
minnst var á upphaf lífsins. Dauðinn
er fæðing til andlegra heima, á sama
hátt og fæðing er dauði til hins efnis-
lega heims, og lífið hefur aldrei ver-
ið skapað, vegna þess að lífið (Guð)
er eilífur. Án upphafs. Það var ekk-
ert í þoku fyrir Möggu þegar þessi
mál bar á góma, heldur sólarklárt.
Þau Magga og sonur minn bjuggu
um áraskeið í þeim glæsilegu húsa-
kynnum hjá ömmu hennar og nöfnu,
Margréti Hallgrímsson Thors og
manni hennar Hallgrími Fr. Hallgr-
ímssyni fv. forstjóra. Þar héldu þau
fjöldafundi og leiðbeindu byijendum
í „kosmologiu" Martinusar. Þar var
ég oftast viðstaddur til halds og
trausts eins og Magga orðaði það,
og þetta hefur borið góðan ávöxt,
því hundruð ungmenna hlutu fræðslu
þar. Þetta var hjartans mál Möggu
og undraðist ég oft hennar kraft og
orku á stundum, einnig hennar inn-
sæi í verkefnið sem er feikilega erfitt.
Martinus Institut í Kaupmanna-
höfn er orðin heimsfræg stofnun,
eins Martinus Center á Norður-Sjá-
landi, þar sem þúsundir manna koma
árlega frá öllum hornum heims. Þar
var Magga tíður gestur og gieymi
ég aldrei þegar hún var beðin um
að túlka yfir á önnur mál, fyrirlestra
sem varð að þýða viðstöðulaust, um
leið og talað var á sviðinu. Fórst
henni það afbragðsvel úr hendi enda
mjög fær í tungumálum, en fræði-
mál Martinusar er sérlega erfitt að
koma til skila á önnur mál.
Já, Möggu var margt til lista lagt,
hún var lærður söngvari, hafði fal-
lega sópranrödd og gleyml ég því
seint þegar við, hópur íslendinga,
vorum á Martinus Center og hún var
forsöngvari og ég á píanóið og allir
tóku undir. Hún spurði mig margs
um músík og þar sem ég hef dulítið
að baki mér þar, m.a. nám hjá þeim
mikla snillingi Ragnari H. Ragnars,
gat ég miðlað henni nokkru, sem hún
var afar þakklát fyrir. Hún lærði
nálarstungulækningar í London
ásamt söngnámi. Fyrir hálfu öðru
ári lenti hún í hryllilegu slysi í Lon-
don og var ekki hugað líf, þá voru
myndaðir bænahringir hér heima og
víðar, og hún Magga hafði það af
að sigra dauðann í það sinn. Hún
sagði mér að í dauðadáinu hafi henni
fundist eins og kallað væri ákaft á
hana að koma, og hún kom, en engu
er líkara en algóður Guð hafi gefið
henni frest enn um sinn, því hún lést
í ægilegu bílslysi þann 12. sept. sl.
Eg er beðinn fyrir hönd Martinus
Institut og Martinus Center í Dan-
mörku að flytja öllum aðstandendum
og vinum Möggu á íslandi einlægar
samúðarkveðjur, og hennar verður
sárt saknað þar.
Fyrir hönd fjölskyldu minnar sendi
ég eftiriifandi eiginmanni, foreldruni
og öðrum ættingjum og aðstandend-
um mínar innilegustu samúðarkveðj-
ur. Það er mikið á ykkur lagt á þess-
um þrautatímum en minningin um
sólargeislann Möggu mun lifa, og
líkn fylgir þraut, svo er Guði fyrir
að þakka.
Verið í Guðsfriði.
Finnbjörn Finnbjörnsson
Rafimagnsefbirlit ríkisins:
Að lýsa upp garðinn
Nýlega birtist í Morgunblaðinu
myndskreytt grein um lýsingu í görð-
um, þar sem þetta viðfangsefni er
fyrst og fremst rætt frá fagurfræði-
legu sjónarmiði. Bent er á ýmsar
aðferðir við hagræðingu ljósanna, til
að ná fram fögrum og fjölskrúðugum
áhrifum með garðlýsingunni. Allt er
þetta af hinu góða. En vegna örygg-
is þeirra, sem auka vilja á listræna
fegurð garða sinna með sérstakri
lýsingu, þykir Rafmagnseftirliti
ríkisins hlýða að minna á nokkur
atriði í þessu sambandi.
Lýsing utanhúss getur verið með
ýmsu móti. Allir kannast við lýsingu
við útidyr og meðfram gangstéttum
innan lóðar. Á seinni árum hafa víða
verið sett upp ljós á fleiri stöðum
innan lóða, bæði hjá fjölbýlishúsum
og á einkalóðum, og fjölbreytni í
útilýsingu eykst með ári hveiju.
Kastljósum er beint að listaverkum,
bæði á veggjum og þrívíddarverkum
í görðum. Stundum kvikna ljósin
sjálfkrafa, þegar dimma tekur, og
til eru lýsingarkerfi sem fara í gang,
ef mannaferðir eru um svæðið. Hug-
um nú nánar að framkvæmdum af
þessu tagi.
Sú lýsing sem nefnd var hér á
undan byggist á því að settir eru upp
fastir lampar á tiltekna staði. Þá er
fylgt vissum reglum, eins og gerist
með allar raflagnir, þar sem 220
volta spenna er notuð. Reglurnar
byggjast á nokkrum meginatriðum:
1. Lampar til útinotkunar eiga að
vera þannig hannaðir, að þeir þoli
tiltekið álag eða áraun af vindum
og vatni. Á öllum vönduðum lömpum
eru merkingar, sem sýna, hvers kon-
ar vatnsálag þeir þola.
2. Við staðarval fyrir lampa utan-
húss er sjálfsagt að reyna að átta
sig á helstu vind- og veðuráttum,
hvar er skjól og hvar mæðir mest á
í garðinum. Gleymum því ekki, að
hjá okkur rignir oft í lárétta stefnu,
og það með talsverðum þrýstingi, ef
vel vindar. Lampi á bersvæði þarf
að vera mun betur vatnsvarinn en
sá, sem hefur skjól af vegg, girðingu
eða tijám.
3. Lampar til útilýsingar eru úr
misjafnlega vönduðu efni. Þegar um
svona fjárfestingu er að ræða, er
ekki úr vegi að huga að kostnaði og
endingu. Plastefni verða stökk og
„Þeir sem hyggja á
skrautlýsingu í garðin-
um hjá sér, ættu því
hiklaust að ráðfæra sig
við löggiltan rafverk-
taka, áður en þeir heíj-
ast handa við fram-
kvæmdir.“
vilja springa, þegar hitabreytingar
eru tíðar, eins og hér á landi. Járn
ryðgar, ekki síst ef sjávarselta fylgir
vatnsveðrum. Steypujárn og-steypt
ál endist einna best. Ekki er úr vegi
að athuga við innkaup, hvort líkur
séu á, að hægt verði að fá ný gler
á lampana, ef óhapp verður.
4. Um fastar raflagnir utanhúss
gilda ákveðnar reglur. Rafstreng af
tiltekinni gerð þarf að grafa í jörðu
og ganga frá með sérstökum hætti.
Lampinn þarf að vera vel festur, og
faglega gengið frá tengingum, bæði
í lampanum og í rafmagnstöflu húss-
ins. Ef lampinn er fyrir 220 volt,
ætti hann skilyrðislaust að vera
tengdur lekastraumsrofa.
5. Á markaðnum eru lampar til
skammtímanotkunar utanhúss. Þeir
eru ýmist festir á jámteina, sem
stungið er niður í moldina, eða þá
að þeir eru lagðir lausir á jörðina.
Gúmmítaugar fylgja, og ætlast til
að lamparnir séu settir í samband
innanhúss með einfaldri kló. Þessa
tegund lampa ætti alls ekki að nota,
nema þeir séu ætlaðir til notkunar
við lægri spennu en 50 volt. Ástæður
em augljósar. Lamparnir verða auð-
veldlega fyrir hnjaski. Kúplar brotna
og menn og málleysingjar geta snert
brotið pemstæði með lífshættulegum
afleiðingum. Snúmr liggja óvarðar
ofanjarðar, þar sem þær geta auð-
veldlega skaddast af ýmiskonar
átroðningi, leitt út og skapað hættu.
Óþéttar tengingar og framlenging-
arsnúrur auka enn á hættuna.
Þeir sem hyggja á skrautlýsingu
í garðinum hjá sér, ættu því hiklaust
að ráðfæra sig við löggiltan raf-
verktaka, áður en þeir hefjast handa
við framkvæmdir í þá veru. Ánægjan
af listilega hannaðri lýsingu verður
varanlegri, ef öryggið er með í för.