Morgunblaðið - 28.09.1989, Page 44

Morgunblaðið - 28.09.1989, Page 44
MORGUNBLAÐIÐ PlMMTUDAGUli 28- SEFTEMBER 1989 - 44 fclk í fréttum ÖKULEIKNI Féll 47 sinnum á bílprófí MEGRUN Roxanne át grísinn líka Tvær kunnar leikkonur úr vin- sælum sjónvarpsþáttaröðum, þær Roxanne Barr úr þáttunum „Roxanne" og Susan Ruttan úr Lagakrókum, eiga það sameiginlegt að vera ekki grannar. Reyndar má segja um þær báðar að orðið „feit- ar“ eigi prýðilega við þær. Mikil umræða um megrunarkúra hefur ævinlega skapast í kring um þær Barr og Ruttan og í ljós komið að viðhorf þeirra til slíkra athafna eru ekki beinlínis hinar sömu. Ef litið er fyrst til Susan Ruttan, sem leikur einkaritara skilnaðarlög- fræðingsins Arnie í Lagakrókum, er óhætt að segja að hún sé í þrot- lausri leit að kúmum eina. Hún segist hafa reynt allt milli himins og jarðar og sé raunar vantrúuð á að kúrinn eini sé til þótt enn hafi hún ekki varpað allri von fyrir róða. Enginn hinna ótal kúra hafi reynst sér vel nema í stuttan tíma í einu. Ævinlega hafi sótt í sama farið. Þessa dagana reynist sér best að skera niður sykur- og fítuneyslu, en vegna glímu hennar við kílóin hafí framleiðendur Lagakróka sett í handritið glímu einkaritarans við hin sömu kíló. Þegar Susan er á kúr, þá er einkaritarinn það einnig, meira að segja sama kúrnum. Roxanne Barr þykir hafa munn- inn fyrir neðan nefíð. Hún segist í eina tíð hafa haft áhuga á meg- runarkúrum, en hafi látið af slíkum hégóma fyrir löngu. „Ég komst loks að því að ég gerði lítið annað en að ljúga sjálfa mig fulla. Ef ég sagði einhveijum einn daginn að ég hefði einungis borðað eitt lítið epli allan daginn, mátti bóka að það væri sannleikanum nær að ég hefði að sönnu gleypt eplið, en auk þess óvart allan grísinn sem var einnig á fatinu og var matreiddur með eplið uppi í sér,“ segir Roxanne. 1 -i- jðT Hin tvítuga Cheyenne og faðir hennar Marlon Brando SLYSFARIR Dóttir Brandos í bílslysi Gamla kempan Marlon Brando er í sárum þessa daganna og það er tvítug dóttir hans Cheyenne einnig. Hún í bókstaflegum skilningi, því að hún hefur eytt síðustu vikunum á sjúkrahúsi eftir að hafa skaddast hroðalega í andliti í bílslysi. Brando er niðurbrotinn, því Cheyenne hefur þótt afar fögur og verið auga- steinn pabba síns. Fregnir herma að Brando sé reiðubúinn að reiða fram milljónir dollara ef með þarf til þess að færustu lýtalæknar geti gert að sárum Cheyenne. Brando er stoltur eigandi eyju nokkurrar í Suður- Kyrrahafi og Cheyenne var þar í sumar- leyfi. Hún ók jeppa föður síns all greitt eftir heldur slæmum vegi, missti stjórn á farartæk- inu og stakkst út um framrúðuna þegar jeppinn skal| á kletti. Hún skarst illa í andliti og lá í margar klukkustundir á skurðarborðinu undir læknishendi. Alls settu þeir 50 spor til að sauma saman sárin. Frú Git Khaur Randhawa hefur smeygt sér inn á síður heims- metabókar Guinness-bjórframleið- andans með þeim einstæða hætti að falla 47 sinnum á bílprófi. Með hörkunni hefst það segir máltækið og Git gafst ekki upp. Þegar 48. prófið var afstaðið og ökukennar- inn sagði henni að hún hefði stað- ist raunina, missti hún málið um hríð og síðan flutu tárin i stríðum straumum. Hennar nánustu óttuð- ust að hún hefði valdið banaslysi í prófínu, svo mjög grét hún. En það voru gleðinnar tár og þegar þau höfðu verið þerruð tók Git fúlgu úr bankabók, upphæð sem hún hafði safnað á 20 árum til að geta keypt sér bíl er prófið væri afstaðið. í 15 af umræddum 20 árum hafði hún hvað eftir ann- að tekið bílpróf en fallið jafn harð- an. Git býr í Middlesex í Englandi og hún segir að það umferðarlaga- brot sé varla til sem hún hafi ekki brotið í bílprófum sínum og því fallið. Hún hafi ekið of hratt, of hægt, yfir á stöðvunarskyldu, rauðum ljósum, yfír umferðareyj- ar, á móti umferð, gleymt að nota stefnuljós, flautu, stöðuljós, gleymt merkingu umferðarskilta og glpymt í stuttu máli öllu þegar í munnlegu prófín var komin. Það gekk svo langt að eitt sinn mun- aði aðeins hársbreidd að hún æki yfir gangandi vegfarenda. Próf- dómarar hafa komið og farið, en Git var orðin eins og mubla í öku- skólanum. Tugi þúsunda hafði hún látið renna í tilraunir sínar, en allt kom fyrir ekki. Sagt er að ökukennaramir í Middlesex muni sakna Git. Hitt kann þó að gerast að hún verði svipt prófinu og þurfi að reyna á ný. Git sigurreif með profskírteinið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.