Morgunblaðið - 28.09.1989, Qupperneq 52
SAGA CLASS
Fyrir þá sem eru aðeins
á undan
FLUGLEIDIR
X MtiroMachines Æ
FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1989
VERÐ I LAUSASOLU 90 KR.
Kögurvængj-
an í nefnd
Á VEGUM landbúnaðarráðu-
neytisins hefur verið skipuð
þriggja manna nefhd til að fjalla
*—=um hvernig standa eigi að útrým-
ingu kögurvængju, sem tekið
hefur sér bólfestu í gróðurhúsum
víða um land.
Að sögn Sigurðar Þráinssonar
garðyrkjubónda sem sæti á í nefnd-
inni er möguleiki á að útrýma kög-
urvængjum úr gróðurhúsum með
notkun réttra efna og tækja. „Það
sem við erum hræddastir við er að
kögurvængjurnar komi inn í græn-
metisstöðvar snemma á upp-
skerutíma, en þá höfum við ekki
efni sem virka nógu vel og leyfilegt
er að nota á grænmeti. I blóma-
og grænmetisstöðvum þar sem
þetta kemur hins vegar seint upp
á vaxtartímanum á að vera hægt
" ‘'að útrýma þessu.“
Strætisvagnar:
Hraðahindr-
anir valda
erfiðleikum
V AGN AR Strætisvagna
Reykjavíkur eiga oft í erfiðleik-
um vegna hraðahindrana víðs
vegar á höfuðborgarsvæðinu.
Eru sumar þessar hindrana það
krappar að þær hafa valdið
skemmdum á vögnum. Nú eru
SVR að taka í notkun nýja vagna
af Volvo-gerð sem eru með sér-
staklega einangraða vél til að
draga úr hljóðmengun. Vegna
þessa eru vagnarnir nokkuð
síðari en þeir vagnar sem nú eru
í notkun og gætu hraðahindranir
því orðið nokkuð vandamál fyrir
þá.
Sveinn Björnsson, forstjóri SVR,
sagði að fyrsti vagninn af tuttugu
*af þessari nýju gerð hefði verið
afhentur í síðustu viku og hann
hefði ekki enn verið tekinn í notkun
á neinni leið. Of snemmt væri því
að segja til um hvort grípa þyrfti
til einhverra ráðstafana til að hægt
væri að nota bílana á öilum leiðum.
Það gæti þó farið svo. Þegar Sveinn
var spurður hvort þá yrði einhveiju
breytt varðandi vagnana eða hraða-
hindranirnar sagði hann að það
væri mjög slæmt og í raun skref
aftur á bak ef grípa þyrfti til að-
gerða á borð við það að rífa einangr-
unina af vélunum. Það væri hluti
af góðri þjónustu að koma í veg
fyrir ónæði og truflanir vegna um-
ferðar vagnanna.
Vikivaki íHaukadal
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Selfossi.
MYNDATÖKUR standa yfir á sjónvarpsóperu Atla Heimis Sveins-
sonar við Vikivaka, sögu Gunnars Gunnarssonar. Mynd þessi er
gerð í samvinnu sjónvarpsstöðva á Norðurlöndum undir leik-
stjórn fínnska leikstjórans Hanno Heikinheimo. Texti óperunnar
er eftir Thor Vilhjálmsson og hljómsveitarstjóri er Petri Sakari.
Framleiðandi myndarinnar er Hrafn Gunnlaugsson.
Myndatökur fara fram í Haukadal við Hótel Geysi þar sem starfs-
fólk við myndatökur og leikarar hafa bækistöð. Að sögn Hanno Heikin-
heimo leikstjóra hafa myndatökur gengið vel. Það sem helst hefur
sett strik í reikninginn er veðrið sem Hanno sagði óútreiknanlegt. Á
myndinni sést leikstjórinn leiðbeina leikurum fyrir töku á einu atriði
sjónvarpsóperunnar. — Sig. Jóns.
Yerkfall rafiðnaðarmanna
hjá ríkinu hófst á miðnætti
Undanþágur veittar á sjúkrahúsum og vegna flugöryggis, mikil röskun hjá RUV
VERKFALL 260-270 rafiðnaðarmanna sem starfa hjá ríkinu hófst á
miðnætti í nótt, en skömmu áður hafði slitnað upp úr samningafundi,
sem staðið hafði frá því í gærmorgun. Verkfallið hefur mikla röskun
á starfsemi Ríkisútvarpsins i för með sér. Oljóst er með áhrifin á starf-
semi Pósts og síma, en ekki má koma til alvarlegra bilana á símakerf-
inu. Magnús Geirsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, sagði í sam-
tali við Morgunblaðið eftir að upp úr slitnaði að það væri mál ríkis-
sáttasemjara hvenær hann kallaði saman iúnd að nýju. Hann biði þess
nú hvort fjármálaráðherra léti verða af málshöfðun. Gunnar Björns-
son, sem sæti á í samninganefnd ríkisins, sagði að rafiðnaðarmenn
hefðu ekki talið sig geta gengið að hugmynd sem ríkið hefði lagt fram
„og þegar svo stendur verður að stokka upp og sjá hverju hægt er
að spila út aftur.“
Verkfallið hefur áhrif í mörgum
stofnunum ríkisins, en undanþágur
voru veittar Ríkisspítölum vegna raf-
iðnaðarmanna sem sjá um viðhald
nauðsynlegs tækjabúnaðar vegna
| óryggis og umönnunar sjúklinga og
einnig fékk Flugmálastjórn undan-
þágu vegna starfa sem lúta að ör-
yggi flugs á íslenska flugstjórnar-
svæðinu. Póstur og sími fékk undan-
þágu vegna jarðstöðvarinnar
Skyggnis, mælistofu sem er nauð-
synleg vegna öryggis símakerfisins
og til að reka lóranstöðvarnar á
Gufuskálum og í Keflavík með eðli-
legum hætti. Ríkisútvarpið fær und-
anþágu til útsendingar á Rás 1 á
lesnum fréttum, veðurfréttum, tón-
list og dagskrá sem til er á böndum
og þáttum á Rás 2, sem dagskrár-
gerðarmenn sjá alfarið um. Rásirnar
verða samtengdar að öðru leyti.
Undanþága er ekki veitt til upptöku.
Mikil röskun verður á starfsemi sjón-
varpsins. Undanþágubeiðni frá Þjóð-
leikhúsinu var óafgreidd, en þar
starfa nokkrir rafiðnaðarmenn.
Magnús Geirsson sagði að þeir teldu
sig hafa verið sanngjarna í veitingu'
undanþága. Reynt væri að gæta þess
að það bitnaði hvorki á sjúklingum
Samningur Tryggingastofiiunar og Hjúkrunarfélagsins:
Tíu hjúkrunarfræðingar hjúkra
heima sem sjálfstæðir verktakar
TRYGGINGASTOFNUN og Hjúkrunarfélag íslands hafa gert með
sér samning um að hjúkrunarfræðingar taki sjálfstætt að sér heima-
hjúkrun. Mun hjúkrunarfélagið tilnefna tíu hjúkrunarfræðinga, sem
koma til með að verða aðilar að samningnum gegn ákveðnu gjaldi,
sem Tryggingastofnun greiðir. Gildir samningurinn til ársloka 1990.
Páll Sigurðsson, ráðuneytisstjóri
í heilbrigðisráðuneytinu, segir að
gert sé ráð fyrir að fyrirkomulag
heimahjúkrunar sé án tengsla við
aðra heimahjúkrun í borginni. Hún
yrði alfarið á vegum þess hjúkr-
unarfræðings, sem starfíð ynni.
Þetta væri tilraun að frumkvæði
Hjúkrunarfélags íslands og yrði að
koma í ljós hvort þetta fyrirkomu-
lag væri betra en það sem fyrir
væri. Sagðist hann óttast að þetta
myndi leiða til þess að hjúkrunar-
fræðingar sem nú störfuðu við
heimahjúkrun á vegum heilsu-
verndarstöðvarinnar myndu færa
sig yfir í þetta nýja fyrirkomulag.
Páll sagðist ekki hafa trú á að
þessi breyting myndi hafá sparnað
í för með sér.
Skúli G. Johnsen, borgarlæknir,
sagði að hingað til hefði verið
hægt að sinna þeirri heimahjúkrun,
sem um hefði verið beðið. Ef hleypa
ætti nýjum aðilum inn í kerfið, sem
væru á eigin vegum og í engu
háðir hinu opinbera kerfi, hlyti það
að vera til þess fallið að bijóta nið-
ur það skipulag, sem fyrir væri.
„Við þekkjum það af öðrum vett-
vangi að þegar Tryggingastofnun
er farin að gera svona samninga,
fá starfsmennirnir yfirleitt betri
laun heldur en við getum borgað
og þannig fer ríkið að keppa við
sjálft sig,“ sagði Skúli.
né að öryggi væri stefnt í hættu.
Auk rafiðnaðarmanna sem eru
félagar í Rafiðnaðarsambandinu eru
margir rafiðnaðarmenn í stéttarfé-
lögum ríkisstarfsmanna og leggja
því ekki niður vinnu. Magnús sagði
að gengið væri út frá að þessir menn
gengu ekki inn í störf þeirra sem
væru í verkfalli.
Hjá Pósti og síma starfa um 100
raf- og rafeindavirkjar, sem eru í
Rafiðnaðarsambandinu, en svipaður
fjöldi er í Félagi íslenskra símanna.
Um 50 af 75 rafiðnaðarmönnum hjá
Ríkisútvarpinu eru i Rafiðnaðarsam-
bandinu og leggja niður vinnu.
Rafiðnaðai-menn hjá ríkinu voru
með lausa samninga þegar bráða-
birgðalögin voru sett í fyrravor og
fengu því minni hækkanir meðan
bráðbirgðalögin giltu, en rafiðnaðar-
menn á almenna markaðnum sem
tókst að semja áður en lögin tóku
gildi. Þeir gera kröfu um að þetta
misræmi verði leiðrétt og telja að
mikið vanti upp á það í tilboði ríkis-
ins. Ríkið hefur ekki viðurkennt að
til séu ákveðnir viðmiðunarhópar á
almenna markaðnum og telur sig
hafa boðið svipaðar hækkanir og
rafiðnaðarmenn á almenna markaðn-
um hafa fengið.
Samninganefnd ríkisins lagði í
gær fram álitsgerð frá ríkislög-
manni, þar sem hann telur verkfall
RSÍ ólöglegt samkvæmt lögum um
vérkfall opinberra starfsmanna nr.-
33 frá 1915. Lögmenn ItSÍ eru á
öndverðri skoðun. Gunnar Björnsson
sagði það ekki í verkahring samn-
inganefndarinnar að höfða mál held-
ur ætti viðkomandi ráðherra að taka
afstöðu til þess.