Morgunblaðið - 04.11.1989, Blaðsíða 2
>:-!:>! I ■: ■ i/ *.! ■ isi r.:v i u l ÍÍK.S rjr/n-.uoa
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 1989
Jóhanna Sigurðardóttir um óbreytta vexti húsnæðislána:
Byggingarsjóði stefnt
í gjaldþrot á 2-3 árum
BYGGINGARSJÓÐUR ríkisins verður gjaldþrota á skömmum tíma
verði ekkert að gert, samkvæmt skýrslu sem formaður húsnæðismála-
stjórnar, Ingvi Orn Kristinsson, kynnti þegar hann bar fram tillögu
á fúndi stjómarinnar á fimmtudag um hækkun vaxta.af Iánum sjóðs-
ins um einn hundraðshluta. „Skýrslan bendir til þess að eigið fé Bygg-
ingarsjóðs ríkisins gæti verið upp urið á tveimur til þremur árum,“
sagði Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra, þegar Morgun-
blaðið spurði hana um stöðu sjóðsins.
Meirihluti húsnæðismálastjórnar
felldi tillöguna um vaxtahækkun og
samþykkti aðra um óbreytta vexti.
„Ég mun í framhaldi af þessu taka
það til alvarlegrar athugunar að
endurskoðun fari fram á stjórnunar-
legri stöðu húsnæðismálastjórnar,
bæði sjálfstæði Húsnæðisstofnunar
í heild og skipan og stöðu húsnæðis-
málastjómar," sagði Jóhanna.
Vaxtamunur á inn- og útlánum
stefnir nú í að verða 3%, að sögn
Jóhönnu, eftir að húsnæðismála-
stjóm felldi tillöguna um vaxta-
hækkun. Það er munurinn á vöxtum
þeirra lána sem Byggingarsjóður
Fiskiþing:
Efiiahagsstefiian
er Qandsamleg
„MEÐAN ekki er komið böndum
á verðbólguna hér á landi, til sam-
ræmis við það sem hún er í helztu
viðskiptalöndum okkar, getur
enginn heilbrigður rekstur þrifizt
hér. Efiiahagsstefna undanfar-
inna ára hefur verið sjávarútvegi
fjandsamleg. Afleiðing þess hefúr
birzt í greiðslustöðvunum, gjald-
þrotum, ört vaxandi atvinnuleysi
og byggðaflótta. Eigið fé sjávarút-
vegsins er nánast þrotið og getur
greinin nú ekki staðið undir jafn-
góðum lífskjörum í landinu og
áður.“ Svo segir meðal annars í
ályktun Fiskiþings.
Um afkomumálin segir ennfrem-
ur; „íslenzka þjóðin á kröfu á því
að stjómvöld snúi við blaðinu og
viðurkenni þá augljósu staðreynd,
að efling sjávarútvegs er forsenda
framfara í íslenzku þjóðfélagi.
Skuldbreytingar þær, sem gerðar
hafa verið, meðal annars í gegnum
Atvinnutryggingasjóð útflutnings-
greina, vom án efa til bóta. Þær
nægðu hins vegar ekki og enn sæk-
ir í sama horfið. Því þarf fiskvinnsla
og útgerð að fá skilyrði til að hagn-
ast rækilega til þess að standa í
skilum. í því sambandi minnir Fiski-
þing á, að jöfnuður verði í viðskiptum
við útlönd. Ríkissjóður verði rekinn
hallalaus, rekstrarútgjöld ríkisins
lækkuð og lánsfé til þjónustufram-
kvæmda haft í lágmarki. Ákvörðun
um gengisskráningu verði tekin á
efnahagslegum forsendum en ekki
pólitískum. Frelsi í gjaldeyrisvið-
skiptum verði aukið. Hætt verði að
nota gengi íslenzku krónunnar til
að falsa lífskjör í landinu. Fjár-
magnskostnaður lækki meðal annars
með dvínandi sókn hins opinbera inn
á lánamarkaðinn. Áfram verði unnið
að skuldbreytingum sjávarútvegs-
fyrirtælqa við lánastofnanir og sjóði.
Énn frekari hagræðing þarf að vera
í bankakerfinu er lækki óhóflegan
rekstrarkostnað þess.“
Sjá einnig fréttir á bls. 4 og 14.
ríkisins tekur hjá lífeyrissjóðunum
og þeim lánum sem veitt em íbúða-
kaupendum. Jóhanna segir að leitað
verði umsagnar Seðlabankans um
vexti af húsnæðislánunum og síðan
verði málið væntanlega ,lagt fyrir
ríkisstjórn í næstu viku, sem taki
síðan ákvörðun um vextina.
„Það er áætlað að vaxtaniður-
greiðsla á Byggingarsjóði ríkisins
kosti að óbreyttu 700 til 800 milljón-
ir' króna á næsta ári,“ segir Jó-
hanna. „Stefna ríkisstjómarinnar
sem var sett fram þegar húsbréfa-
frumvarpið var til meðferðar í þing-
inu í vor var að vaxtamunurinn á
teknum og veittum lánum yrði ekki
nema hálft til eitt prósent, þannig
aðjafnvel þó að vextimiryrðu hækk-
aðir um eitt prósent þá yrði enn
tveggja prósenta munur.
Þetta fólk, sem er kosið til þess
að gæta meðal annars hagsmuna
sjóðsins og passa upp á íjárhags-
stöðu hans, samþykkir tillögu sem
stefnir Byggingarsjóðnum beint í
gjaldþrot," sagði Jóhanna. Hún
sagði þessa afstöðu meirihluta hús-
næðismálastjómar vera afar
óábyrga, ekki síst vegna þess að
með tillögunni um óbreytta vexti sé
meirihlutinn raunverulega að leggja
til, að viðhaldið verði jafnri vaxtanið-
urgreiðslu til allra, óháð þörf, „líka
þeirra sem eru í góðu húsnæði og
em að fylla þessa biðröð til þess að
: sækjast eftir niðurgreiddum lánum,“
sagði Jóhanna Sigurðardóttir.
Morgunblaðið/Ingvar Guðmundsson
Númer klippt af óskoðuðum
bifreiðum
Lögreglan í Reykjavík hefur undanfarið klippt skráningamúmer af
bifreiðum, sem ekki hafa verið færðar í skoðun. Það verður gert
áfram næstu daga, en að sögn lögreglunnar hefur fólk undanfama
daga flykkst með bifreiðir sínar í skoðun, til að losna við óþægindi.
Þessi mynd var tekin hjá Bifreiðaskoðun íslands í gær. Það er Hall-
dór Halldórsson bifreiðaeftirlitsmaður sem handfjatlar hluta þeirra
númera, sem klippt hafa verið af.
Sérleyfi Flugleiða á Vestmannaeyjaflugi afiiumið:
Samkeppnin takmarkast af verð-
stýringu og hámarki á ferðum
ARNAKFLUG innanlands hf. fékk í gær leyfi samgönguráðuneytis til
að fijúga milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja ásamt Flugleiðuni frá
næstu áramótum. Leyfið er því skilyrði háð að hlutur Amarflugs fari
ekki upp úr 20% af flutningsþörf, scm opinberir aðilar meta, en Flug-
leiðir hafi 80%. Steingrímur J. Sigfússon samgönguráðherra segir að
með þessari stefiiubreytingu sé gerð tilraun til samkeppni í innanlands-
flugi. Verðlagning verði þó ekki fijáls, heldur miðað við „normalverð“
eða almenn fargjöld til að koma í veg fyrir óhæfilega há fargjöld og
mikil undirboð. Að ári liðnu renni út sérleyfi Flugleiða fiá Reykjavík
til Húsavíkur. ÖII önnur sérleyfi á leiðum þar sem árlegur farþega-
fjöldi er yfir tólf þúsundum renni út efir þijú ár. Viðbrögð Flugleiða
við nýbreytninni verða m.a. þau að kanna hvort hagkvæmara reynist
að reka innanlandsflugið sem sérstakt fyrirtæki.
Leyfið til Amarflugs innanlands með 19 sæta flugvélum allan ársins
miðast við að félagið geti farið tvær hring. Leyfið er*veitt til þriggja ára
ferðir daglega til Vestmannaeyja en verður framlengt til 1997 nema
Bæjarstjórn Hafiiarfiarðar:
Arni Grétar gef-
ur ekki kost á sér
ÁRNI Grétar Finnsson, bæjarfulltrúi sjálfstæðismanna í Hafnar-
firði, lýsti því yfir á aðalfundi fúlltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í
bænum á fimmtudagskvöld að hann hygðist ekki gefa kost á sér
í bæjarstjórnarkosningunum næsta vor. Arni Grétar hefur verið
bæjarfúlltrúi frá 1966, og hafði áður verið varabæjarfulltrúi í Qög-
ur ár. Sólveig Ágústsdóttir, sem hefiir setið í bæjarstjóm fyrir
Sjálfstæðisflokkinn síðan 1982, Iýsti því einnig yfir á fundinum
að hún ætlaði ekki aftur í framboð.
„Mér finnst þetta vera orðinn
nægur tími. Það fylgir mikil vinna
setu í bæjarstjóm," sagði Ámi
Grétar er hann var inntur eftir
ástæðum þess að hann hygðist
ekki gefa kost á sér áfram. Hann
sagðist allan tímann hafa rekið
lögfræðiskrifstofu samhliða störf-
um sínum í bæjarstjóm og myndi
hann halda því áfram. „Eg ætla
að vera þátttakandi í stjómmálum
hér áfram, ég er ekki að draga
mig í hlé frá þeim. Eg mun gera
mitt til þess að við vinnum sigur
í þessum kosningum þegar þar
að kemur," sagði hann.
Ámi sagði að þau 28 ár, sem
hann hefði tekið þátt í störfum
bæjarstjómarinnar, hefðu sjálf-
sfæðismenn verið í meirihluta í.
tuttugu ár ásamt öðrum flokkum.
Fyrir þann tíma hefðu Alþýðu-
flokksmenn verið í meirihluta frá
1926, síðustu átta árin ásamt
Ámi Grétar Finnsson
kommum. „Við höfum verið aðilar
að meirihluta í fimm kjörtímabil
af þessum go, og við hyggjumst
vinna þá stöðu aftur,“ sagði Ámi
Grétar. Sjálfstæðismenn hafa nú
fjóra fulltrúa af ellefu í bæjar-
stióminni.
samgönguráðuneytið láti Amarflug
vita annað um mitt ár 1992. Þetta
leyfi þýðir að farþegaflutningar Am-
arflugs innanlands tvöfaldast næst-
um, fara úr 17 þúsund farþegum
árlega í 32 til 33 þúsund, að sögn
Jörundar Guðmundssonar, aðstoðar-
framkvæmdastjóra Arnarflugs inn-
anlands.
„Þetta er áfangasigur, fyrsta
skiptið í tæp fjörutíu ár sem einokun
á aðalflugleiðum hefur verið brotin
upp,“ segir Jömndur. „Leyfið gefur
okkur svigrúm til kaupa á einni vél
frá Domier verksmiðjunum í Þýska-
landi fyrir tvær milljónir dala. Ætl-
unin var að kaupa tvær og hugsan-
legt er að við festum kaup á ann-
arri þýskri flugvéi í vor. En leyfið
kallar á fleiri breytingar í rekstri og
húsakosti sem kosta vart minna en
8-9 milljónir króna. Við munum
hefja áætlunarflug til Vestamanna-
eyja strax um áramót og sælqa fast
að fá flugleyfi til Húsavíkur eftir ár.“
Bjöm Theódórsson segir að leyfís-
veitingamar í gær séu jákvæðar
fyrir Flugleiðir að því leyti að þær
gildi í átta ár í stað fimm ára áður.
Félagið muni mæta vaxandi sam-
keppni með því að reyna að bæta
þjónustu við farþega og halda tíma-
áætlanir betur auk þess að leita leiða
til að lækka kostnað.
Meirihluti Flugráðs mælti með því
í síðustu viku að fjórðungsflugfélög
fengju leyfi til að fljúga frá ísafirði,
Egilsstöðum og Akureyri til
Reykjavíkur. Hvorki Emir, Flugfé-
lag Austurlands né Flugfélag Norð-
urlands höfðu sótt um þetta og slík
leyfí voru ekki veitt
Fjórðungsfélögunum svokölluðu
vom í gær veitt leyfi til flugs á
nokkrum nýjum leiðum, en ekkert
þeirra hefur ákveðið hvenær heim-
ildirnar verða nýttar. Flugfélag
Norðurlands fékk leyfi til áætlunar-
flugs frá Akureyri til Vestmanna-
eyja, Keflavíkur og Stykkishólms.
Sigurður Aðalsteinsson segir að fé-
lagið muni sækja um flugleyfí til
Reykjavíkur 1992.
Flugfélag Austurlands fékk leyfi
til áætlunarflugs frá Egilsstöðum
og Höfn til Vestmannaeyja og frá
Egilsstöðum til Mývatns. Þorsteinn
Gústafsson segir að þetta séu ferða-
mannaleiðir sem mest ásókn verði í
á sumrin. Fyllilega komi til greina
að æskja leyfis til flugs út úr fjórð-
ungnum þegar þar að kemur.
Emir á ísafirði fá aðlögunartíma
til 1992 en litlar breytingar verða á
rekstri félagsins nú. Hörður Guð-
mundsson segir að samkomulag sem
gert var við Flugleiðir i haust veiti
félaginu hlutdeild í flugi inn í fjórð-
unginn, líkt og gildi um hin fjórð-
ungsfélögin. Stefnan hljóti að vera
að auka þjónustu við Vestfirðinga,
fjölga til dæmis ferðum á Þingeyri
og Patreksfjörð.
Gefiir Kristni-
boðssamband-
inu 500 þúsund
Steinunn Guðmundsdóttir
fyrrum húsfreyja á Skriðnes-
enni á Ströndum er hundrað
ára í dag. Hún stundaði lengi
ljósmóðurstörf þar nyrðra.
Steinunn hefur ákveðið á
þessum tímamótum að gefa
Kristniboðssambandi íslands
fimm hundruð þúsund krónur
til minningar um mann sinn Jón
Lýðsson bónda og hreppstjóra.
Þessir peningar eru eftirlaun
sem Steinunn hefur fengið frá
því hún hætti störfum sem ljós-
móðir.
Sjá grein á bls. 12.