Morgunblaðið - 04.11.1989, Blaðsíða 17
Þýsku ríkin:
Hugsanleg samein-
ing afitur á dagskrá
Trier. Frá Steingrími Sigurgeirssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
SAMA hversu Þjóðveijum er mikið í nöp við að litið sé á þá sem
„spurningn" þá er það staðreynd að „þýska spurningin“ hefur vakn-
að til lífsins á ný. Þeir atburðir sem að undanförnu hafa átt sér stað
í Austur-Þýskalandi og sá möguleiki að pólitískar umbætur kunni
að verða þar á næstu árum hefur leitt til þess að spumingin um
hugsanlega sameiningu þýsku ríkjanna er aftur komin á dagskrá,
ekki bara í Vestur-Þýskalandi heldur einnig hjá ríkissljórnum
flestra vestrænna ríkja.
Hugsunin um sameinað Þýska-
land veldur ekki óskiptum fögnuði
á þessum stöðum því ýmsir ná-
grannar Þýskalands, sérstaklega
Frakkar, óttast að hinn gífurlegi
efnahagslegi styrkur slíks ríkis
myndi ekki verða til þess að treysta
stöðugleikann í Evrópu. Vestur-
Þýskaland er nú þegar með um
fjórðung af þjóðarframleiðslu Evr-
ópubandaiagsins. Yrðu yfirráð
Þjóðverja ekki algjör er við þetta
myndi bætast framleiðni um sext-
án milljóna harðduglegra Þjóð-
vetja? „Þjóðvetjar eru ágætir,“
heyrist stundum hvíslað, „en þeir
eru bara því miður allt of margir.“
Gorbatsjov og þýska spilið
En það er ekki bara efnahags-
legur óstöðugleiki sem menn óttast
heldur einnig pólitískur óvissa sem
af sameiningu ríkjanna kynni að
hljótast. Á ráðstefnu sem Konrad
Adenauer-stofnunin í Bonn gekkst
fyrir á dögunum sagði Gerhard
Stoltenberg, varnarmálaráðherra
Vestur-Þýskalands, að Þjóðvetjar
myndu ekki fara neinar sérleiðir í
austurátt. Þjóðvetjar ættu heima
í vestri. Þessi ummæli ráðherrans
urðu tilefni nokkurra umræðna á
ráðstefnunni og létu þar margir í
ljós þann ótta að Míkhaíl Gorbatsj-
ov, Sovétleiðtogi, kynnt að bjóða
Þjóðvetjum sameiningu með því
skilyrði að hið sameinaða Þýska-
land yrði hlutlaust. Sagði William
G. Hyland, ritstjóri tímaritsins
Foreign Affairs og virtur sérfræð-
ingur í málefnum Þýskalands, að
sniðugasti leikurinn sem Gorbatsj-
ov ætti væri að spila út þýska
spilinu. Helmut Kohl, kanslari
Vestur-Þýskalands, og ráðgjafi
hans, Horst Teltschik, komu einnig
á ráðstefnunni inn á sameiningu
þýsku ríkjanna. Kom hjá þeim
fram sú skoðun vestur-þýsku
stjórnarinnar að þýska spurningin
kynni að verða .lykilmál varðandi
umbótaþróuniná í Austur-Evrópu.
Ætti tvímælalaust að tengja þessa
þróun hugsanlegri sameiningu
Þýskalands og leggja áherslu á
mannréttindi og sjálfsákvörðunar-
rétt þjóða.
Réttindi bandamanna
í Vestur-Þýskalandi ber nú líka
æ meira á umræðu um sjálfstæði
landsins og réttindi bandamanna.
Réttarstöðu Vestur-Þýskalands
má rekja aftur til samnings, sem
gerður var árið 1952 og tók gildi
1955, um samskipti Vestur-Þýska-
lands og vestrænu bandamann-
anna, Bandaríkjanna, Bretlands og
Frakklands. Samkvæmt samn-
ingnum, sem nefndur er annað-
hvert „Þýskalands-samningurinn"
eða „Bonn-samningurinn“, fékk
Vestur-Þýskaland öll réttindi full-
valda ríkis nema í málum er varða
Berlín og „Þýskaland í heild“.
Hvað Berlín varðar má nefna sem
dæmi að enn þann dag í dag leyf-
ist hinu vestur-þýska flugfélagi
Lufthansa ekki að fljúga þangað.
í samningnum er einnig gert ráð
fyrir að Þýskaland sé ein heild og
þá miðað við landamæri þýska
ríkisins árið 1937, en hlutar þess
eru nú innan landamæra Póllands
og Sovétríkjanna. Samkvæmt
Þýskalandssamningnum er það
stefna þeirra ríkja sem að honum
stóðu að sameina Þýskaland. Sam-
kvæmt sama samningi verður það
ekki gert nema með samþykki
bandamanna. Á meðan ekki hefur
verið gerður friðarsamningur fyrir
Þýskaland í heild verður „þýska
spurningin" áfram spurning.
Italskarflísar
Ótrúlegt úrval á veggi oggólf
MARÁS,
Ármúla 20, sími 39140.
Opiðfrá kl. 10-18, laugardaga frá kl. 10-14.30.
Opið í dag fró kl. 9-18
og ó morgun fró kl. 13-17
Glæsilegar baðinnréttingar á góðu verði. Aðeins 20% útbnrgun.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. NOVEMBER 1989
f